Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 24. júll 1981 holrfarpn'rh irinr, íbúðirnar á Geldinga- stöðum í Hafnarfirði BANN- AÐAR FYRIR BÖRN eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir: Jim Smart Þessi strákur er fjögurra ára, og situr i stigaganginum i blokkinni aö Reykjavikurvegi 50. En þaö er bannaö fyrir börn á Geldinga- stööum. Hann er óæskilegur i húsinu sam- kvæmt ákvöröun bæjaryfirvalda. Geidingastaðir eða Geldinga- holt, er fjölbýlishúsiö viö Reykja- vfkurveg 50 i Hafnarfiröi almennt kallað i daglegu tali Gaflara. Hvers vegna Geldingastaðir? Jú, ástæöan er sú, aö samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 21. júní 1977, þá er „búseta í þeim (íbúöum fjölbýlishússins — inn- skot HP) óheimil þeim, er hafa i heimili börn á aldrinum 2—12 ára”, eins og segir i samþykkt- inni. Með öðrum oröum er ætlast til þess, að þeir aðilar sem kaupa ibúðirí nefndu f jölbýl ishiisi, eigi ekki börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Sömuleiðis er þvi rökrétt að ætla, að ef ibdar i þessu húsi eignast börn, þá verði þeir að flytjast búferlum um leið og börnin ná tveggja ára aldri, nú eða senda börnin frá sér. I þessu fjölbylishúsi eru 18 ibúðir, flestar litlar. Stærð ibúð- anna er frá 50 ferm.—60. ferm. Allt frá upphafi hafa flestir ibú- anna verið ungir að árum, venju- legast barnlaus hjónakorn. I dag eru langflestir ibúanna undir þri- tugu og þvi' á hefðbundnum barn- eignaaldri. Áðurnefndar reglur bæjarstjórnar hafa verið brotnar á undanförnum þremur árum, þvi i húsinu hafa búið börn á „bann- aldrinum”. Núna eru f jögur börn i húsinu og ef Guð og lukkan leyfir, þá ná þau tveggja ára aldrinum umdeilda fljótlega— ja, auðvitað innan tveggja ára. Hvað gerist þá? Mætir lögreglan á staðinn i umboði bæjarstjórnar og flytur viðkomandi ibúðareig- endur út úr ibúðum þeirra með valdi. Forsaga þessa máls er sú, að viðkomandi húsnæði var byggt sem iðnaðarhúsnæði og er sam- kvæmt skipulagi Hafnarfjarðar- bæjar á svæði, þar sem gert er ráð fyrir iðnaðarhverfi. Hins vegar gátu byggingaraðilar — „Knútur og Steingrimur” — ekki selt húsnæðið undir iðnaðarstarf- semi og sóttu þess vegna um, að breyta húsinu undir verslunar- og ibúðahúsnæði. Eftir nokkuð japl, jam og fuður, féllst bæjarstjórn á þessa umsókn byggingaverktaka. eftir að hafa fengið jákvæða um- sögn frá skipulagsstjóra og bygg- ingarnefnd Hafnarfjarðar. Verk- tökum var leyft að útbúa i húsinu 18 litlar ibúðir og selja. Hins vegar taldi bæjarstjórnin, að ekki væri æskilegt að börn væru alin upp i þessari byggingu, þvi húsið væri nú einu sinni á iðnaðarsvæði og i' nágrenni mikilla umferða- gatna. Barnabann var þvi sett á fjölbýlishúsið. Bannið er hins vegar ekki virt af ibúum hússins, þeir hlæ ja að reglunum. Geldingastaðir i Hafnarfirði bera þvi varla nafn með rentu, þóttsamkvæmt orðanna hljóðan i tilskipun yfirvalda skuli frjóvgun helst ekki eiga sér stað i umræddu fjölbýlishúsi. Hvað um það. Oft eru sett lög og reglur sem aldrei verða annað og meira en pappirs- gögn. Reglurnar um Geldinga- staði iHafnarfirði virðast vera af þeirri sortinni. „Ekki daglegt eftirlit" segir bæjarstjórinn „ftg kannast ekki viö, að neinar kærur eða athugasemdir hafi komiö til bæjaryfirvalda vegna þess aö reglur hafi veriö brotnar að Reykjavikurvegi 50,” sagöi Einar I. Halldórsson bæjarstjóri i Hafnarfiröi. — Hafa yfirvöld strangt eftirlit meö þvi, að i þessu fjölbýlishusi fyrirfinnist ekki börn á aldrinum tveggja til tólf ára? „Ja, þaðerekki um daglegt eft- irlit að ræða. Ætli megi ekki segja að eftirlitið sé i lágmarki..’ — Eru þessar reglur þá nokkuð annað en orðin tóm? „Þaö er ætlast til þess að ibú- arnir viröi þær reglur, sem settar hafa veriö.” — En nú eru þær ekki virtar. Þarna hafa búiö börn á nefndum aldri? „Er það, já.” — Hvað yröi gert ef upplýsingar kæmu inn á borö til þin, um að þarna byggi t.d. fimm ára strák- ur. Yrði barnið borið út og jafnvel foreldrar hans með? „Þetta er stór spurning og erfitt að svara. Það yrði gripið til ein- hverra ráða, en á þessu stigi, get ég ekki svarað þvi, hvað yrði nákvæmlega gert.” — Nú búa á „Geldingastöðum” fjögur kornabörn, sem innan tíð- ar ná tveggja ára aldrinum um- deilda. Eruð þið i startholunum og mætið á staðinn á tveggja ára afmælisdegi þeirra og rekið þau á dyr? „Ætli það. — En við verðum greinilega að vera vakandi.” „Reglurnar hljóma eins og léleg- ur Hafnarfjarðarbrandari,” sagði Edda Magnúsdóttir. „Fáránlegar reglur" segir Edda Magnúsdóttir. HUn sat utan við „Geldinga- staði”, hún Edda Magnúsdóttir og sleikti sólina, um leið og hún leit eftir ungabarni sinu, sem svaf væri i' vagni við hliðina. „Jú.'jú, ég hef sko aldeilis heyrt þessa nafngift, Geldingastaöi”,sagöi Edda og brosti. Það var hins veg- ar Ijóst á barninu hennar Eddu og fjórum börnum öðrum, sem búa i blokkinni frægu, aö nafniö — Geldingastaöir — er ekki alveg skothelt, þvl aö þar veröur fjölg- un I fjölskyldum, þar eins og viöa annars staðar. „Þetta eru hálf asnalegar reglur”, sagði Edda. „Hljóma raunar eins og billegur Hafnar- fjarðarbrandari. Það er auðvitað út i hött að fólk megi ekki hafa börnin sin i ibúðunum hjá sér. Ætlar bærinn að bera mig út, eða a.m.k. barnið mitt, þegar það er orðið tveggja ára?”. Eyjólfur Valtýsson: „tbúarnir gera grin af þessum fráleitu regl- um.” „Tekur enginn mark á þessu," segir Eyjólfur Valtýsson. „Já, ég bý I þessari frægu blokk”, sagöi Eyjólfur Valtýsson, 25 ára gamall, sem hefur búið að Reykjavikurvegi 50 I tæp þrjú ár. „Þetta eru auðvitað fáránlegar reglur, sem enginn hérna I húsinu tekur nokkurtmark á”. Eyjólfur sagöist ekki hafa orðið þess var, að bæjaryfirvöld reyndu að fylgjast með þvi að þessar reglur væru haldnar. „Enda myndi slikt ekkert þýða. Það virðir enginn reglur, sem striða gegn almennri réttlætiskennd manna”. Eyjólfursagði, að þessar reglur hefðu nú þegar verið brotnar nokkrum sinnum. „Hér hafa búið i húsinu börn á aldrinum tveggja tiltölf ára og engar athugasemdir hafa komið fram frá bæjar- yfirvöldum og allra sist hafa ibú- arnir sjálfir amast við börnum hér”. Eyjólfur sagði þó, að ýmsir ibú- anna væru dálitið uggandi undir niðri um þessa klásúlu. „öllum eigendum ibúanna var gert að skrifa undir kaupsamninga að ibúðunum, þar sem i stendur, að ibúarnir gerðu sér grein fyrir áðurnefndum kvöðum og skuld- binda sig tilaðvirða þær. Við ótt- umst, að ef hér kæmi inn fólk, sem heimtaði að strangt væri gengið eftir þessum reglum og vildi alls ekki börn i húsinu, að þá myndu vandamál koma upp. Hingað til hefur ekkert i þessa veru gerst, og allir lifa hér i sátt og samlyndi, með börn eða ekki”. Eyjólfur á sjálfur nokkurra mánaða gamalt barn og þegar hann var spurður hvort þetta þýddi ekki sjálfkrafa, að hann yrði að flytjast á brott um leið og barnið hans næði tveggja ára aldri, þá hló hann hátt. „Nei, nei. Mér dettur ekki i hug að hugsa þannig. Ég verð hérna svo lengi sem mig lystir, hvort sem mitt barn er nokkurra mánaða eða nokkurra ára”. „Á að banna foreldrum að hafa börnin sín hjá sér? spyr Böðvar Böðvarsson „Þessar reglur bæjarstjórnar striða auövitað gegn ölluni al- mennum mannréttindum”, sagði Böðvar Kiiðvarsson formaður hússtjórnará „Geldingastöðum”. „Það væri fróðlegt að senda málið til alþjóðadómstólsins I - Haag og sjá niðurstöður hans I þessu máli”. ..„Það hirðir enginn um þessar reglur, og við ibúarnir hlæjum að þeim,eins og reyndar allir bæjar- búar aðrir. Að visu skrifuðu ibú- arnir undir kaupsamninginn, þar sem þeim er gert að virða þessar reglur, en almennt heldég að fólk hafi þá talið og telji enn, að þessar reglur eigi ekkert að vera annað en orðin tóm. Fólk jánkaði þessu aöeins til að fá ibúð, þvi þær voru ódýrar á sinum tima”. Böðvar sagðist hafa heyrt af þvi, að þegar fólk vildi selja ibúð- irnar, þá gerðu væntanlegir kaupendur athugasemdir við klásúluna um barnleysið. Kaup- endur vildu þá oft fá afslátt af ibúðunum vegna þessara kvaða. „Það hefur verið rætt meðal ibú- anna að skrifa bæjarstjórninni bréf, þar sem farið yrði fram á, að þessum hlægilegu kvöðum yrði aflétt. Það eru allir ibúarnir sama sinnisi þessu máli: Vilja að íbúunum hér sem annars staðar séleyfilegtað búa meðbörnunum sinum”. Siðan sagði Böðvar Böðvars- son: „Það má ef til vill segja, að þessi blokk sé ekki m jög vel stað- sett til uppalendastarfa, þar sem umferðargötur eru ekki langt undan. Þeir eru þó verri staðirnir i Hafnarfirði hvað þetta varðar — sumir langtum verri, eins og t.d. hér rétt neðan við Reykjavikur- veginn. Þar er þó ekkert barna- bann i gangi, enda hlýtur það auðvitað að vera ákvörðun for- eldra, hvar og hvernigþeirala sin eigin börn upp”. Aðspurður sagðist Böðvar ekki verða var eftirlitsmanna frá bæn- um vegna málsins, — manna sem pössuðu upp á að ibúarnir fjölguðu sér ekki. „Það væri kannski athugandi fyrir bæjaryf- irvöld að setja hér upp getnaðar- varnarsjálfsala, þannig að sett væri fyrir mögulegan leka og til aö börn kæmu ekki undir i blokk- inni. En f alvöru talað, þá er þetta almennt að hlátursefni i bænum, eins og nafngiftin á blokkinni ber vitni um — Geldingastaöir” sagði Böðvar aö lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.