Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 24. júlí 1981J-ie/garpÓsturinn_ SINFONIA CONCERTANTE Wolfgang Aniadeus Mozart (1756—91); Sinfonia concertante,- fyrir fiölu víólu og hljómsveit, i Es-dúr KV 364. Rondo.fyrir fiölu og hljómsveit, I B-dúr 269 og C-dúr KV 373 Adagio, fyrir fiöiu og hljóm- sveit, i E-dúr KV 261 Flytjendur: Josef Suk (fiölu), er „undrabarniö" Mozart, framundan er basl sem að lok- um dregur hann til dauða, langt fyrir aldur fram. Þeysireiðin milli hinna ýmsu borga Evrópu sem nokkurs konar „objet de distraction” fyrir afdankaðan aðal, endar i Paris 1778, þar sem móðir hans deyr og honum er synjað. um stöðu við hiröina i Versölum. Klassik eftir HaildOr Björn Runólfsson Josef Kodousek (viólu), ásamt Kammerhljómsveitinni i Prag. Ctgefandi: Eurodisc 87 656 (1972). Eitt af mörgu sem Mozart lét eftir sig, siðari tónskáldum til góöa, var fullkomnun kon- sertformsins. Hann er fæddur um það leyti, sem hið italska konsertform Albionis og Corellis, „concerto grosso”, var komið að fótum fram. Ef hægt er að segja að Bach hafi sett punktinn aftan við stórkonsert- inn með eflingu einleiks- konsertsins, var það Mozart sem gerði einleikarann að jafn- ingja hljómsveitarinnar. Tengsl konsertsins og sónötunnar urðu nánari en nokkru sinni fyrr. (Að visu sömdu bæði Bloch og Martinu, concerti grossi og Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók, er einnig talinn dæmium einhvers konar tuttug- ustu aldar concérto grosso. Hér er þó hvergi um viðtæka endur- vakningu þessa konsertforms að ræða, heldur fáein og einstök verk). Þessi þróun konsertsins gerð- ist þó ekki i einu vetfangi, heldur dró á eftir sér slóða kon- serta sem voru nokkurs konar millistig hins gamla og nýja. Þannig varð til svonefnd „symphonie concertante”, nokkurs konar millistig ein- leikskonsertsins og concerto grosso, en likist þó mun meir hinum fyrrnefnda, þar sem ein- ieikari og hljómsveit leika ólik stef. Sinfonia concertante i Es-dúr, fyrir fiðlu, viólu og hljómsveit sem Mozart samdi sumarið 1779, er reyndar dobbelkonsert i þremur þáttum. Tónskáldið stendur á timamótum. Að baki Vonsvikinn neyðist Mozart til að snúa til Salzborgar, þar sem hann þi ggur stöðu sem hirð- og dómorganisti hjá hatursmanni sinum, erkibiskupnum af Salz- burg. Þar semur hann m.a. Sinfonia concertante sem hann flytur i hirðkapellu borgar- innar, ásamt fiðluleikaranum Brunetti og spilar sjálfur á bratsið. Hljómsveitin mun ekki hafa veriðstærrien 18manna: 8 fiðlur, þrjár lágfiðlur, tvö selló, bassi, tvö óbó og jafnmörg horn. Kannski eru það hin meintu örlög, að vera ævinlega dæmdur þeirrar stefnu gekk i garð. Heyndar er þetta sami tónninn og fram kemur i mörgum seinni verkum hans og nær hápunkti i sálumessunni. Það er spurning hvernig þessi kafli hefði hljómað, hefði Mozart ráðið yfir hljómsveit af stærðargráðu 19. aldarinnar. Hinn hraði lokakafli er svo nær þeim Mozart sem til- heyrir samtið sinni, leikandi og formrænn. Þeir Josef Suk og Josef Kodousek gera verkinu verðug skil, á látlausan en innilegan og sannfærandi hátt. Kammer- hljómsveit Pragborgar sýnir likt og einleikararnir, á hve traustum grunni hin klassiska tónlistarhefð stendur i Miö- Evrópu. Þetta var nú eitt sinn heimaland Mozarts. Þá fylgja á eftir höfuðverk- inu, B-dúr Rondoið sem vera átti lokakafli 1. fiðlukonsertsins, en þann konsert „vantar”, eins og þekkt er, sitt rondo. Hið leik- andi Rondo i C-dúr sem var samið 2. april 1781 var bréflega sent Brunetti sem spilaði verkið fyrir Colloredo fursta, föður erkibiskupsins af Salzburg. Að lokum er Adagio i E-dúr, undurfagurt verk sem Mozart samdi 1776. Þetta Adagio kom i staöinn fyrir miðkaflann i 5. Fiðlukonsertnum (i A-dúr), en Brunetti fannst adagio-kafli konsertsins ,,of stúderaður”. Þannig hefur 5. Fiðlukonsertinn tvo miðkafla, adagio og ráða fiðlarar, hvorn þeir flytja. Þessi smáverk, túlkar Suk MOZART’Sinlönia conœitai ■> . vdu ^ <•, l Jtsque •f K/f til að kasta perlum fyrir svin sem gera þetta verk Mozarts svo óvenju dramatiskt. Hinn litriki byrjunarkafli, all- egromaestoso, visar til þeirrar dýptar sem einkenndi siðari verk Mozarts. Þá er andante- kaflinn i c-moll. þrunginn slik- um trega, að næst er að spyrja hvort Mozart hafi ekki hleypt hér af stokkunum rómantikinni, tveimur áratugum fyrr en öld með miklum glans. Ég hef heyrt að hann sé á leið til Norðurlanda á næsta ári. Það væri ekki dóna- legt ef Tónlistarfélaginu tækist að „krækja” i hann, svona um leið og hann spiiar fyrir frændur okkar. Þess má að lokum geta, að þessi plata hefur hlotið „grand prix” Charlos Cros akademi- unnar og verðlaun Mozartsunn- enda i Vinarborg. BEL GUROG VI'N Arið 1977 markar upphaf ný- listar á Islandi. En auðvitað hafa Islendingar búið til nýja list frá því þeir fundu landið. Það var árið sem nýlistamenn fundu upp orðið nýlist tilað kalla sjálfa sig og verk sin til aðgrein- ingar frá hinum sem voru að gera gamla list. Um þær mundir sögðu þeir: „Við þolum ekki kalkaða kalla”. Svo liðu árin og margur nýlistamaðurinn lenti á bömmer og bömmergellur urðu til: en kallarnir héldu áfram að kalka. Seinna mun þaö verða álitið að það hafi verið á þessum árum sem sundurleitur hópur fólks sá muninn á kultúr og list. Að hugtakið er að það er of vitt og þýðir f rauninni ekkert, en kosturinn við það er, að hægt er að fela þekkingarleysi og upp- lýsingaleysi á bak við það. í hver tiuskipti semþaðer notað, trúi ég, er það sé notað yfir eitthvað gamalt og þreytt en alls ekki yfir einhver ný og snjöll fyrirbæri. Raunar er það oftast notað yfir eitthvað sem kemur list litið við, fremur yfir einhverjar leiöir sem tjá eðli- lega sköpunarþörf mannsins. Listsögulega, svo framarlega sem mark er á henni takandi. merkingarlaust og ónothæft. Annars er megin reglan sú, að nýlist er sd list kölluð sem er kdltUr væri pólitik og viðhald á gamalli list sem er náttUrlega stöðnun og dauði. En list væri óvissa, að lenda á sjens, nýr kokkteill. 1 rauninni það að hafa engu að tapa. Eða meðal ann- arra orða, list verður ekki numin af dauðyflunum, — eitur- drekunum sem gæta kúltUrsins heldur riddurunum sem frelsa prinsessurnar. Timi nýlistar- innarvar einskonar riddaratimi verður sagt. Ekki af þeim sjálf- um, þvi i þeirra munni var orðið aldrei tamt,en hinum sem alltaf reyna að gera goðsögur úr hversdagsleikanum. „Hvers- dagsleikinn þarf ekki alltaf að vera svona grár”. „Listin er bjartsýnasta hlið mannlifsins”. En kúltUr er eins og kirkja sem hefur týnt bibliunni, altaristöfl- unni og orgelinu. Svo er þetta allt samslungið á flókinn hátt, nema ef við gefum okkur, að kUltúr sé jafnt og dauði, list sé jafnt og lif og kUltUr sé jafnt og Ust. En lif er þó aldrei sama og dauði. Belgurinn. f En hvernigá þá að fara að þvi að bUa ekki til nýlist? Nýlist er myndað Ur lýsingarorðinu nýtt og nafnorðinu list og þess vegna laukrétt þvi öll list er alltaf ný. KUltUr er gamall i eðli sinu. Orðið nýlist er tamt i munni margra, einna minnst i munni þeirra sem taldir eru búa hana til, þannig umræða um þetta er ekki Ut i hött. Aðalgallinn við skrýtin eða óskiljanleg i augum þeirra sem tala eða stýra penn- um i það og það skiptið. Og það er ekki orðinu að kenna eða þeim hlutum sem við það eru kenndir. Orðið nýlist lýsir hvorki ákveðinni tækni né sér- stöku Utliti listar. Vínið. Kannski er orðið nýlist, notað almennt hérlendis upp og ofan yfir myndlist siðustu 20 ára, Ut- lenda og innlenda og þar með sparaðar pælingar i verkum og fyrirbærum sem eru að baki tugum af hugtökum. Sumirsegja, að ekkert sé nýtt i nýlistinni og Utaf fyrir sig má h'ka segja að ekkert sé nýtt i h'f- inu heldur. Nýttfólk, nýtt lif, en samt áfram fólk, plús sjórinn og sólin sem ekkert breytast að ráði milli kynslóða. Gamlir belgir, en nýtt vin. Til þess að átta sig á vininu verða menn að drekka það, jafnvel klára Ur flöskunni. Og brugga svo nýtt. Nýlistin hefur haft mikil áhrif á okkar þjóðfélag. Orðið er orðið veruleiki. Það þýðir ekkert að bölsótastyfirþvi. Þaö er i okkur öllum. En merkilegt nokk, — það er „gamla” genginu, sem helst hefði viljað kveða draug- inn niður að þakka. Þaö kveður enginn niður draug sem hann hefur aldrei séð, fyrir utan að það sem er lifandi er ekki draugur. En draugarnir kveða sig sjálfir niður. Svona er listin skrýtin. HUn er heimabrugg Ur TVÆR AÐ UTAN -TVÆRAÐ INNAN Smokey Robin- son — Being With You A þeim rúmum tuttugu árum sem liðin eru frá þvi að Berry Gordy stofnaði Motown hljóm- plötufyrirtækið, hafa komið þar við sögu margir góðir og vin- sælir soul-listamenn, svo sem Diana Ross And The Supremes, TheTemptations, Marvin Gaye, Stevie Wonder, Jackson 5, The Four Tops og svona mætti lengi telja. Sá maöur sem hvaö lengst hefur starfaö fyrir Motown er hins vegar söngvarinn William „Smokey” Robinson jr. Berry Gordon fjármagnaði nefnilega stofnun Motown með peningum sem hann fékk af útgáfu plöt- unnar Get A Job, með Smokey Robinson And The Miracles árið 1958. Þegar svo Gordy setti Tamla merkið afstað voru það Smokey og Miracles sem riðu á vaðið með lagiö Shop Around, sem komst I fyrsta eða annað sæti bandariska vinsældarlist - ansíkringum 1960. A áratugnum frá 1960—70 sendu Smokey og félagar frá sér mikinn fjölda laga sem náðu töluveröum vinsældum. Má þar nefna lögin Youv’e Really Got A Hold On Me (sem Bitlarnir léku seinna) Mickey’s Monkey, The Tracks Of My Tears, Going To A Go-Go, 1 Second That Emotion og Tears Of A Clown sem kom út árið 1970 og varð þeirra vinsæl- asta lag, þar sem það var t.d. i fyrsta sæti bandariska listans um nokkurra vikna skeið. Arið 1972 sleit Smokey Robin- son samstarfi sinu við The Miracles. Astæöuna sagði hann vera þá að hann væri búinn að fá nóg af hljómleikaferðum, auk þess sem hann vildi eyða meiri tima með fjölskyldu sinni. Aðal- ástæöan mun þó hafa verið sú aö hann þurfti meiri tima til aö sinna hinu starfinu sem hann hafði. Hann hafði nefnilega verið gerður aö aðstoðarfor- stjóra Motown upp úr 1970 og gegnir þvi starfi enn, að þvi er ég best veit. Hann hefur þó haldið áfram að gefa út plötur, sem hafa nú þótt svona upp og niður, en flestar þó góðar. Nú ekki alls fyrir löngu sendi hann frá sér nýja plötu sem ber heitið Being With You og undan- farið hefur hið ágæta titillag hennar notið mikilla vinsælda, bæöi i' Bretlandi og Bandarikj- unum. Lag þetta er samið af Robinson sjálfum eins og reyndar flest, ef ekki öll þau lög sem hann hefur gert vinsæl á undanförnum tuttugu árum. Hann hefur einnig samið þau tvö lög sem næst komast Being With You að gæðum á plötu þessari, en það eru lögin If You Wanna Make Love og You Are Forever. Smokey Robinson hefur mjög háa og sérstæða rödd, sem nýtur sin sérstaklega i rólegum lögum. Það er ekki oft nú á dögum að maður heyrir soultón- list sem nálgast gullaldarlög Motown (1960—70) að gæöum. Smokey Robinson hefur þó haldið sinu striki og ennþá er það tilfinningarikur söngur og falleg lög sem er hans helsta vörumerki. Blue Öyster Cult-Fire Of Unkonwn Origin Hljómsveitin Blue Oyster Cult >, er stofnuð árið 1972 af þeim Eric Bloom söngvara, Albert Bouchard trommuleikara, Joe Bouchard bassaleikara, AUen Lanier hljómborðsleikara og Donald (Buck Dharma) Roeser gitarleikara. Þeir eru oftast taldir af ætt þungarokkhljómsveita, þó svo að tónlist þeirra hafi nú frekar fjarlægst stefnu þessa með ár- unum. Þvi er þó ekki að neita að oft á tiðum er stutt i þunga- rokkið hjá þeim og nægir þar að nefna lögin Heavy Metal: The Black And Silver og Vengeance (The Pact) á nýju plötunni þeirra Fire Of Unknown Origin. Blue öyster Cult fóru að fjarlægast þungarokkið á fjórðu plötu sinni, Agents Of Fortune, en hún hafði að geyma eina stóra „hitt” lagið þeirra til þessa, Dont Fear The Reap er. Siðan þetta var hefur gengið veriö svona upp og niður hjá hljómsveitinni. Platan Spectres, sem kom út næst á eftir Agents er góð, en næstu tvær plötur þar á eftir, Some Enchanted Eve- ning og Mirrors, eru þær léleg- ustu sem Blue öyster Cult hafa sentfrá sér. Það kom manni þvi þægilega á óvart að Cultosaurus Erectus, sem kom út I fyrra skyldi vera jafn góö og raun ber vitni. Nýja platan, Fire Of Unknown Origin, gefur Erectus greinilega ekkert eftir, þvi þar er um mjög góða og heilsteypta en jafn- framt fjölbreytta plötu að ræða. Aöur hefur verið minnst á þunga rokkið og áhrif þess á plötunni en nýja bylgjan er jafn- vel ekki langt undan i lögum eins og Veteran Of The Psychic War og After Dark, sem reyndar eru gerólík lög, þar sem það fyrrnefnda er með áberandi trommutakti, svo sem er svo vinsælt i Bretlandi um þessar mundir. Það siðarnefnda nálgast hins vegar að geta kall-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.