Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 30
30 0 Ýmsir starfsmenn hjá Isal uröu dáli'tiö áhyggjufullir, þegar það boö var látið út ganga að Ragnar Halldórsson forstjóri ætl- aöi að ávarpa þá i matsal starfs- manna um daginn. Ekki þaö, að þeir vildu ekki heilsa upp á Ragn- ar, heldur hitt að þeir óttuöust að forstjórinn rataöi ekki i matsal starfsmanna. ,,Ég held að þetta hafi verið i fyrsta skipti, sem Ragnar hafi komið i matsal starfsmanna, a.m.k. þau ár sem ég hef starfaö þarna,” sagði heimildarmaöur okkar, starfs- maöur i Alverinu. „En blaöa- mennirnir frá Mogganum sem voru i fylgd með honum hafa kannski visað honum leiðina I matsalinn,” bætti hann við og kvaöst hafa haft gaman af heim- sókn forstjórans, þótt einstæð væri... # Islendingar ætla að vera sein- ir að taka við sér þegar nyjar ferðaleiðir opnast. bannig hafa hvorki vélar iscargo né Flugleiða nýst eins og vonir stóðu til á hinni nýju áætlunarleið til þeirrar ágætu borgar Amsterdam það sem af er sumri. En trúlega er leiðslan bara svona löng í landan- um, þvi' betri áfangastaður er vandfundinn á meginlandi Evrópu... Helgarpóstinum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Matthlasi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins: „1 sfðasta Helgarpósti er haft fyrir satt aö ég hafi lesið minn- ingabók Gunnars vinar mins Bjarnasonar, Líkaböng, og gefið grænt ljós á hana. betta er alrangt. Ég hef ekki séð handrit- ið, þvi sföur lesiö þaö. betta er sem sagt sannleikur á rauðu ljósi. Matthlas Johannesson.” Blaðiö biðst velvirðingar á þessari villu. # 1 býskalandi er hópur fólks sem nefnast „græningjar”. beir hafa megnustu andstyggð á neysluþjóðfélaginu og vilja fá meira af grænu grasi i kringum sig. beir þyrpast saman upp i sveit og búa i kommúnum, rækta sitt kál og sin svín sjálfir og skreppa f bæinn af og til að leita aö alternativum gallabuxum. b.e.a.s. ódýrum gallabuxum sem ekki eru framleiddar af auðvald- inu. betta gekk hálf illa og fannst þeim það ganga erfiðlega að komast framhjá græðgislegum fingrum kapitalistanna. beir settust þvi niöur eina kvöldstund og tóku upp landa- kortið. Hvar var til land hreint og ómengað laust við nútima neyslu og firringu? beir fundu eyju á norðurhjara veraldar er nefnist Island. betta var örugglega gósenlandið, beir öngla saman öllum aurum sinum og fénaði og jafnVel gallabuxum og kaupa fyr- ir það tvær gullstangir sem hafð- ar sk 'du meö til gósen landsins, Flugtarið var skratti dýrt en það var I lagi þvi á tslandi væri örugglega hægt að búa i tjaldi og maturinn fengist úr sjónum ókeypis. Heldur varð græningjunum hverft viö þegar hingað kom. Amefiskir hamborgarastaðir á hverju horni, diskótek og alveg skitkalt að liggja I tjaldi. ísland var i þeirra augum smækkuð mynd af öllu þvi versta sem þeir gátu hugsað sér. beir ákveða þvi að fara með gullstengurnar i bankann og kaupa fyrir þær far- seöil heim. í bankanum voru gullstengurn- ar hirtar af þeim, þvi það er bannað skv. islenskum lögum að eiga og flytja inn gullstangir. Sið- ast þegar fréttist af græningjun- um sátu þeir og biðu eftir pening- um frá pabba ogmömmuog fyrir þá ætla þeir að kaupa sér farseðil heim... Föstudagur 24. júii 1981 >7^lgarpá^turinrL. Margir dýravinir eru þeirrar skoðunar að dýr geti skynjað hugsanir fjarstaddra manna. Almennt hafa þessar hugmyndir notið litillar hylli, en visindalegar tilraunir gefa til kvnna, að sitt- hvað sé til i þessu. Arið 1951 elti persneskur köttur, Sætur að nafni, eigendur sina frá Kaliforniu til Oklahoma, meira en tvö þúsund kilómetra leið. begar fjölskyldan fluttist búferl- um var ætlunin að Sætur kæmi með en hann var hræddur við bíla og þvi var hann skilinn eftir hjá nágrönnum. Meira en ári siðar brá konunni, sem áttiSætforðum,þegar köttur stökk upp á öxl hennar. Um það var engum blöðum að fletta að hér var kominn Sætur. bað kom I ljós að kötturinn hafði aðeins verið átján daga hjá nágrönnun- um i Kalifomiu, en horfið siöan. bau höfðu ekki geð I sér að láta vita um hvarf kisa. Arið 1940 var tólf ára drengur lagður inn á sjUkrahús. Hann átti dUfu sem honum þótti afar vænt um. Sjúkrahúsið var i um hundrað kilómetra fjarlægð frá heimili hans. begar drengurinn hafði verið um viku á sjúkra- hUsinu heyrði hann einhvern skarkala fyrir utan glugga sjUkrastofunnar. Hann lét opna gluggann og inn flaug dúfa. Hann bað hjúkrunarkonu að aögæta hvort dúfan væri merkt með tölunni 167 og svo reyndíst vera. Visindamenn hafa safnað saman fjölda frásagna af afrek- um dýra, f likum dúr og þau sem Sætur og dUfa nr. 167 unnu. Ratvisi eins og hér hefur verið lýst er ólik ratvisi farfugla að þvi leyti að dýrin höfðu engin kenni- leiti eða ytri hjálpargögn að fara eftir. bað er svo margt sem hjálpar farfuglunum, segulsvið jaröar, afstaða sólar og stjarna, tré, mannvirki og önnur kenni- leiti. En dUfan hafði ekki við neitt slikt að styðjast. bað snjóaöi mik- ið kvöldið sem hún fann rétta sjúkrahUsgluggann og þvi meira er afrek hennar. í hópi þeirra sem fyrstir gerðu visindalegar athuganir á dular- gáfum dýranna var rússneski taugalæknirinn Vladimir Bekter- eff. bað var á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Hann rannsak- aði tvo hunda, sem höföu verið þjálfaðir í að gelta einu sinni og upp i niu sinnum eftir þvi hvaða tölu þjálfari þeirra hugsaöi sér. Bektereff tókst að láta hundana hlýða hugsunum sinum . Arið 1924 birti hann niðurstööur tilrauna sinna en þær vöktu litla sem enga athygli þvi að I þann tiö var litiB á fjarhrif sem hverjar aðrar kerlingabækur. Dr. J.B.Rhine er heimskunnur fyrir dularsálfræðirannsóknir sinar, en þær hefur hann stundað áratugum saman I mjög fullkom- inni vinnustofu i Duke-háskól- anum I Nra-ður-Karólinu. Ein- hverja fyrstu tilraun sina gerði 7 I Hollandi hafa verið gerðar at- hyglisverðar tilraunir með mýs. MUsunum var kennt að ýta á takka i' þeim hluta búrsins þar sem ljóskviknaði og þá fengu þær vatn að drekka. Tvær mýs sem höfðu lært þessa kúnst voru settar hvor I sitt búrið. I öðru búrinu voru aðeins ljós en enginn takki ogihinu varbara takki. Tilraunin fór fram i stóru húsi og margir veggir voru milli músanna. begar 1 jós kviknaði i búri I varð músin sU að senda félaga sinum i búri II hugboð svo að hún gæti ýtt á réttan takka. Tækist það fengu báðar mýsnar að drekka og þvi var til mikils að vinna. Ljós voru latin kvikna hér og þar i fyrra búrinu, eitt og eitt i einu, og ótrUlega oft ýtti músin i bUri II á réttu takkana. En nU vaknar áleitin spurning: Úr þvi' að dýr virðast gædd dulrænum hæfileikum hvers vegna beita þau þeim þá svo sjaldan Uti 1 náttúrunni til að sjá fyrir yfirvofandi hættu? Reyndar getur verið að dýrin noti þessa hæfileika sina að einhverju marki án þess að menn viti. bekktasti líffræðingur sem rannsakað hefur dulargáfur dýr- anna er vafalaust Sir Alister Hardy, fyrrum prófessor i dýra- fræði við háskólann i Oxford. 1 bók sinni, Lifsstraumnum, sem kom Ut árið 1965, setur hann fram þá hugmynd, að fjarhrif innan ákveðinnar tegundar geti átt þátt i þvi' að breyta hegðunarmynstr- inu. Dulargáfa þessi sé þvi mik- ilvæg fyrir þróunarsöguna. betta þykir Darwins-sinnum nokkuð stór biti i háls. Og næst geta visindamenn at- hugað hvort og hvenær dular- gáfur dýranna njóta sin úti i náttUrunni. Látum vera þótt dulræn tengsl séu milli manna og eftirlætisdýra þeirra, hunda, katta, dUfna o.s.frv., en hUn var athyglisverð tilraunin sem enskur visinda- maður, Nigel Richmond, gerði árið 1952 á einfrumungi nokkrum sem lifir i' stöðupollum. Sjónar- sviðinu i smásjá Richmonds var skipt I fjóra jafna reiti með krossi. I miðjum krossinum kom hann fyrir einfrumungi og siðan tók hann sér i hönd spilastokk. Einn reit sjónarsviðsins lét hann tákna hjarta, annan spaða o.s.frv. Með hugaraf li sinu reyndi hann siðan að láta einfrumunginn synda i' þá reiti sem spilin sýndu. Eftilviljun ein hefði ráðið hefði einfrumungurinn átt að ramba i réttan reit i um það bil fjóröa hvert skipti, en árangurinn af tilrauninni varð miklu betri en svoað hérhefði verið um tilviljun að ræða. Mýs eru til margra tilrauna nytsamlegar. Tvær mýs voru svæfðar meö sama magni af eter. önnur var siðan látin sofa Ur sér vimuna, en hin vakin með hug- skeytum. bessi tilraun hefur Visindamenn kanna nú hvort bréfdúfur notist við kennileiti á jörðu niðri eða beiti dulrænum hæfiieikum. Syfjulegur persneskur köttur setti það ekki fyrir sig þótt hann yrði að ganga meira en tvö þúsund kilómetra til að komast heim til sin. hann á merinni Lafði. Með stafa- kubbum gat hUn svarað spurning- um á borð við þessar: „Hver er kvaðratrótin af 64?” eöa „Hvernig er „Mesópótamia” skrifað?” Rhine komstað þvi að Lafði gat ekki svarað rétt nema einhver viðstaddra vissi svarið, sjálf hafði hUn enga bóklega eða reikningslega kunnáttu. verið gerð svo oft að enginn vafi getur leikið á þvi að sU mUsin, sem menn beina hugsunum sin- um tfl, vaknar fyrr en hin. Meðal- svefntiminn var 25,36 sekUndur og 30,43 sek.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.