Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 21
21 -Ihe/garpásturinn._ Föstudagur 24. júlí 1981 Úr mömmunni í múmíuna Hafnarbio: Uppvakningin (The Awakening) Bresk. Argerð 1980. Handrit: Allan Scott.Chris Bryant, Clive Exton. Leikstjóri: Mike Neweli. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Stephanie Zimbalist, Suzannah York. Fyrir mörgum árum i kvik- tveggja væri. I þvi tilviki sem fyrrnefndur biódálkur snerist um var ég hins vegar gabbaður. Ófriska konan i myndinni var þar bara ófrisk, vegna þess að stundum hendir það konur að verða ófriskar. Ég kunni illa við svona gabb, ef ég man rétt. 1 myndinni The Awakening ber snemma iyrir augu ófriska myndadálki hafði ég vist orð á þvi að ég hefði illan bifur á ófri'skum konum i biómyndum. Ef ófrisk kona er meðal aðal- persónanna má bóka að hún þjónar þar sérstökum dramatiskum tilgangi, — ein- hver ósköp eigi eftir að henda konuna eða barnið, nema hvort konu.Ogþar eru skoengin svik i tafli. öll myndin snýst um ólétt- una og eftirleik hennar. Og sá eftirleikur er hrikalegur, enda er myndin enn ein hrollvekjan, sem kemst á hvftu tjöldin hér i sumar. The Awakening er byggð á sögu þess áeæta hrollvekju- skálds Bram Stokers, Jewel of the Seven Stars. Sama saga var efniviður gamallar Hammer- myndar, Blood from the Mummy’s Tomb, siðustu myndar leikstjórans Seth Holt og sýnd var i' Laugarásbiói á sinum tima. Það var mjög frambæri- leg hrollvekja, en fremur ódýr að hætti Hammerfélagsins. Nú ermeiru tilkostað, bæði af fé og hæfileikum. The Awakening kemur ekki á óvart efnislega, en vegna vandaðrar uppbygg- ingar, s k e m m t i 1 e g ra r myndfrásagnar, ..*þrátt fyrir dálitið hik og hikst á stöku staðy er sagan fremur heillandi. Hún byggir ekki sist á leik með ensku orðin „womb” (móður- kviður) og „tomb” (grafhýsi) — þvi hvernig fornegypsk drottn- ing, hið mesta fól , endurfæðist i barni þess fornleifafræðings sem raskar ró hennar, — hvernig hún fer úr „tomb” i „womb” og svo út i lifið. Það þýðir að sumir aðrir fara i gröfina i staðinn. — AÞ. 5 TÓRBORGARHASAR Háskólabíó: Barnsránið (Night of the Juggler) Bandarisk. Árgerð 1980. Hand- rit: Bill Norton, Rick Natkin. Leikstjóri: Robert Butler. Aðal- hlutverk: James Brolin, Cliff Gorman, Richard Castellano, Linda Miller. Þetta er ein af þessum amerisku hasarmyndum sem gerðar eru af næstum óað- finnanlegri atvinnumennsku. Það er nefnilega vandi að bUa til jafn hraðskreiðan þriller og þennan, þar sem áhorfandi situr nánast i' stöðugri myndaskot- hrið i' tvo klukkutima og nær ekki andanum frekar en persón- urnar á tjaldinu. Þetta gerir / Robert Butler, leikstjóri með einkar fimlegri myndatöku og hárnákvæmum klippingum, auk skemmtilegrar notkunar um- hverfishljóða. Það er vandi að búa til svona aksjdn. Þó ekki kæmi annað til er Night of the Juggler kennslustund i hasar. En hún er heldur meira i leið- inni. Kunnáttusamlegt handrit læðir svolitilli þjóðfélagslegri gegnumlýsingu i hasarinn, Sagan sjálf er hundvenjulegt barnsránsplott með þvi tilbrigði þó, að vitlausu barni er rænt. Barnsræninginn (Cliff Gorman i góðu formi, þótt hlutverkið sé veiki hlekkurinn ihandritinu) er svekktur og sálrænt truflaður náungi sem hyggstná sér niðri á þjóðfélaginu með þvi að ræna dóttur auðmanns, sem hann telur einkennandi fyrir félags- lega meinsemd New York, og höfundar myndarinnar virðast gera það mat hans að si'nu. En ræninginn fer barnavillt, og tekur i misgripúm dóttur fyrr- verandi löggu (James Brolin lika i ágætu formi), sem er ekki á þvi' aö láta hann komast upp meö .það. Verður myndin siðan all svakalega viðburðarik lýsing á þeim degi þar sem þessir tveir menn eigast við, vitl og breitt um stórborgina, og þurfa ekki siðurað glima við umhverfi sitt en hvor annan. Sú félagslega umhverfismynd af sambúð kyn- þátta, auðs og örbirgöar, sem dregin er upp i kringum elt- ingarleikinn er einatt næmleg og litrik, og eykur óneitanlega á gildi myndarinnar, þótt stund- um hlaði leikstjórinn og þjappi of m iklu á myndflöt og hljóðrás. Endalokin mátti sjá fyrir, en manni leiöist sannarlega ekki á leiðinni þangað. — AÞ James Brolin lendir upp á kant við umhverfiö i eltingarleik sinum viö barnsræningjann. Frá vefnaöarsýningu Taeko Mori i Listmunahúsinu Lækjargötu 2. Listmunahúsið opnar aftur VEFNAÐARSÝNING EFTIR TAEKO MORI Listmunahúsiö aö l.ækjargötu 2, opnar aftur eftir nokkurt hlé. A morgun veröur opnuö vefnaöar- sýning, í Listmunahiísinu eftir unga japanska listakonu, Taeko Mori. Taeko Mori fæddist og ólst upp i Japan i' borg rétt fyrir utan Tokyo, er Shizuoka nefnist. Taeko flutUst árið ’69 til Tokyo og var þar i menntaskóla til ársins ’73. Að þessari undirstöðumenntun lokinni leggur hUn land undir fót og fer til Parisar. Þar stundar hUn nám við virtan listaskóla, „Beaux Arts”. Þaðan lauk hún námiárið ’78og bjó i Paris næstu þrjú árin þar sem hUn lagöi stund á lisUðn si'na og lók þátt i fjölda sýninga. Taeko Mori, er gift Halldóri Stefánssyni mannfræðingi. Hún hyggst setjast að hér á norður- slóðum undir iljum ættfeðra sinna. I fyrrasumar dvaldist hún hér um þriggja mánaða skeiö og safnaði að sér hugmyndum og efni i' sýninguna sem nU fer af staðíListmunahUsinu. —E.G. Prentverk Odds Björnssonar gefur út: Minningar Lárusar í Gríms- tungu og Gunnars Bjarnasonar Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri er ineö margar merk- ar bækur i útgáfuvinnslu. Geir Björnsson forstjóri í forlaginu sagöist geta nefnt bækur eins og ævisögu Larusar I Grimstungu sem Gylfi Asmundsson sálfræö- ingur i Reykjavlk hefur skráö. „Lárus B jörnsson er um margt merkilegurkarl”,sagði Geir, ,,og einn gildasti bóndinn á landinu. Fyrir nokkrum árum sfðan komu út æviminningar föður hans Björns Eysteinssonar. Hann tók sittilog fluttistungur frá Grimstungu i Vatnsdal og upp á öræfi, en þar fæddist Lárus. Lárus fluttist siðan með foreldr- um sinum tilbyggða og hefur eins og áður segir stundað bUskap á Grimstungujöröinni með miklum glæsibrag.” „Bókin Lilcaböng hringir” eftir Gunnar Bjarnason, ráðunaut kemur Ut með haustinu. SU bók er um ævintýri Gunnars þegar hann var skólastjóri á Hólum um eins árs skeið. Gunnar rekur þá sögu eins og hUn kom honum fyrir sjónir. Fyrir þá sem ekki kannast við þetta mál, má geta þess aö Gunnar varð fyrir þvi að verða gerður að pólitisku bitbeini. Var honum þvi beinlinis þröngvað til þess að segja upp starfi sinu. Jafmframt kemur Ut þriðja bindi Gunnars um ætUr og sögu islenska hestsins, en það er heljan- mikið ritverk”. „Eftir Guðjón Sveinsson, barnabókarithöfund kemur út bókin „Glaumbæingar” sem er einskonar framhald af fyrri bók Guðjóns „Glatt er i Glaumbæ.” Þessar bækur vonumst við til að geta gefið Ut i haust og vetrar- byrjun”,sagði Geir aö lokum. —E.G. Skátdfákur að austan Ljóöabók M.E.: Ská Idfákur. Nemendur, kennarar og starfs- fólk Menntaskólans á Egilsstöö- um riða skáldfáknum íspreng. Ég var einhverntima i vor að tala um hnignandi skólablaðaUt- gáfuásiðustu árum og tengdi það þvi að nU eiga skólaskáldin mun auðveldara meö að koma fram- leiðslu sinni á framfæri i fjölrit- uðum bæklingum, en áður var. NU um daginn rak á fjörur minar skemmtilegt afbrigði þessa skólaskáldskapar. Nanendur, kennarar og starfs- fólk Menntaskólans á Egils- stöðum hafa gefið út litið kver með skáldskap eftir sig. Ég man ekki eftir þvi að slikt kver hafi komiöút áöur, þar sem nemend- ur, kennarar og starfsfólk eins skdla leggja saman i þesskonar skáldskaparpUkk. Eitthvaö i þessa átt var þó kver sem Menningarmálanefnd Fjöl- brautaskólans i Breiðholti gaf Ut i fyrra undir nafninu Guðmundar- staðakynið ’80, en þar i voru að- eins ljóð eftir nemendur þess skóla. Það gefur auga leið að yfir ljóðabók eftir rúmlega fimmtán höfunda, sem er þó ekki nema 40 siður, er ekki neinn heildarsvipur eða sameiginleg stefna. Það eina sem allir höfundar eiga sam- eiginlegt er að vera starfandi við sama skóla. Þetta kver er þvi safnrit, sýnishorn af þvi sem ort hefur verið við þennan skóla. Þetta virðist mér a.m .k. þó ég viti ekki gjörla um tilkomu þessarar bókar. A hinn bóginn mætli til dæmis hugsa sér að einhver álika hópur tæki sig til og ákvæði sér fyrirfram eitthvert efni eða þema til þess að fjalla um i ljóðaformi. Það gæti veriö skemmtileg til- raun. Það sem mér finnst forvitni- legast við þetta kver er að sjá hvað skólanemendurnir eru að gera. Reyndar er hvergi tekiö fram hver er hvað i höfunda- talinu. Hinsvegar kemst maður ekki hjá þvi að kannst við sum nöfn kennara og það þýðir ekkert fyrir höfunda eins og Kristján Jóh. Jónsson og Einar Ólafsson að ætla að leyna þvi hverjir þeir eru, en þeirra ljóö bera af i bók- inni. Það sem kemur mér einna helst á óvart er það hvað þeir eru margir sem reyna að tjá hug- myndir si'nar og tilfinningar i hefðbundnu formi. Það er auðvitað frumskilyrði fyrir þvi að hægt sé að taka hefðbundið form alvarlega aðsá sem ætlar sér að nota það hafi vald á forminu, en þurfi ekki að þröngva orðunum uppá bragarháttinn með öllum tiltækum ráðum, jafnvel þannig að öll eðlileg orðaröö brenglast og úr verður tilgerðarleg upphafning eða kauðskt málfar. Sliku bregöur furðu oft fyrir i kvæðum sem aö öðru leyti eru bærilega ort. Ég held að ég sleppi þvl alveg að taka dæmi um þetta, höfundum til háöungar, þaö er engum greiöi gerður meö þvi, enda er hér um að ræða ungt fólk sem vonandi á eftir að læra margt. Hinsvegar langar mig til að benda ungu fólki sem er að fást við yrkingará að reyna að kynna sér vandlega hver eru frumatriði skáldskaparlistarinnar, þvi þekk- ing á þeim atriðum getur leitt framhjá mörgum erfiðum þrösk- uldum og ef til vill fækkað veru- lega vondum ljóðum á prenti. Það er rétt að taka skýrl fram að þessum orðum er alls ekki beint sérstaklega til aðstandenda þess- arar bókar, heldur til allra sem málið varðar. Enþá erkominn timi til að snúa sér að þvi' sem vel er gert i þessari bók. Að slepptum ljóðum þeirra Kristjáns og Einars er eitt skemmtilegasta ljóðið i bókinni eftir Saklausu sveitastúlkurnar (G.S.G.Þ.). Það er einfalt og byggira skýrrimynd, þó endirinn sé kannski ekki uppá það besta: Herbergið var þrungið spennu þr jú hjörtu bærðust þar inni eittvar að lesa annað að skrifa bréf þaðþriðja barðist við svefninn. Vindurinn blés inn um gluggann og lét blómið á borðinu bærast. Þærþurftui tima eftirhálftlma en hlökkuðu ekkitil. Þessi stemmning er að minnsta kosti mætavel kunnug þeim sem hafa alið einhvern hluta aldurs sins á neimavistarskóla. Einnig mætti hér nefna þrjU ljóð eftir Eðvarð Ingólfsson, en eitt þeirra er Ahyggjur: t nótima þjóðfélagi vérða margir óham ingjusamir af þvl að þeir óttast morgundaginn, framtiðina. Enginn getur hugsað um tvennt I senn og þvf gleyma þessi fórnarlömb örtölvuþjóöfélagsins deginum idag. Svo sannarlega gerir fjarlægðin fjöllin blá. Það er ort um margt i' þessari bök og einkennast mörg ljóðin af bernsku óþreyju, en yfirleitt eru þau bjartsýn og sneydd bölmóði sem fer illa fólki undir tvitugu. Þó aö vissulega sé margt misjafnlega ort i þessari bók, er oigu að siður gaman aö glugga i hana og sjá hvað fólk á Austur- landi hugsar yfirvetrarmánuðina. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.