Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. október 1981 holíj^rpn^fl irinn Þótt fátækt sé ekki opinberlega viðurkennd á ts- landi lifir verkafólk þúsundum saman á launum, sem fara ailt niður i rúmiega 4500 krónur á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku. Þá er þó eftir að draga frá félagsgjöld og skatta. Þetta er fóik, sem á ekki kost á neinskonar ákvæðisvinnu, litium sem engum kaupálögum og mjög takmarkaðri yfirvinnu. Kauptaxtarnir sem það fær greitt eftir eru aiit niður i annan launaflokk BSRB, áttunda og niunda flokk samkvæmt iauna- töxtum Iðju, féiags verksmiðjufólks, og samsvar- andi flokka annarra verkalýðsfélaga, svosem Dagsbrúnar, Framsóknar og starfsstúiknaféiagsins Sóknar. Þetta fólk skiptir þúsundum bara á höfuð- borgarsvæðinu, að mati kunnugra, i BSRB og flest- um ef ekki öllum verkalýðsfélögunum. ,,Með þessi laun getum við ekki ieyft okkur neinn munað, og munað teijum við alit sem er framyfir matarkaup”, segir verkakona í samtali við Helgar- póstinn. Og önnur verkakona á Iðjutaxta segir, að frekar en þau hjónin leyfi sér einhvern munað noti þau peningana tii að hjáipa 18 ára dóttur sinni tii mennta. ,,Svo hún þurfi ekki að standa í verksmiðju alla sína ævi eins og mamma”, segir þessi verkakona. 4500-5000 króna mánaðarlaun eru algeng Afkastahvetjandi launakerfi halda lægstu laununum niðri Þúsundir skrímta á sultariaunum Samkvæmt úttekt nefndar á vegum BSRB og rikisins á launa- dreifingu rikisstarfsmanna fá 2490 starfsmenn hins opinbera laun samkvæmt tiu neðstu launa- flokkum BSRB. Þar af fá 193 laun samkvæmt fimm neðstu flokkun- um. Lægstu laun sem greidd eru fyrir störf i þágu rikisins eru kr. 4.486 á mánuði. 1 þeim i'lokki eru þó aðeins skráðir tveir einstakl- ingar. Strax i öðrum launaflokki eru skráðir tiu launþegar, og eru laun þeirra frá kr. 4.654 i fyrsta þrepi upp i kr. 4.912. En það er i fimmta launaflokki sem fjöldinn fer að verða svo einhverju nemi, en þar eru 284, og laun samkvæmt honum eru frá kr. 4,970 upp i kr. 5.453. ÁTVR „vandræðabarn” Helmingurinn af þeim sem skipa annan launaflokk rikis- starfsmanna vinna á lager ÁTVR við Stuðlaháls. „ATVR er vand- ræðabarnið okkar”, segja þeir hjá BSRB. Sé farið ofar i launastiga BSRB kemur i ljós, að i fimmta launa- flokki koma ýmsir i heilbrigðis- stéttum, þeirra á meðal gæslu- menn á Kleppi og vaktmenn á Landspitalanum. I sama flokki eru næturferðir og húsverðir i op- inberum byggingum. Efst i þessum láglaunahópum hinsopinbera (ef strikið er dregið fyrir ofan tiunda launaflokk, en vitanlega eru áhöld um það), er siðan talsverður hópur fólks, en hæstu laun samkvæmt þeim flokki éru kr. 6.425. Lægstu verkamannataxtar, miðað við dagvinnu eina saman, eru mjög svipaðir neðstu iauna- flokkum BSRB. Stórir hópar verkafólks i öllum verkalýðsfé- lögum eru i áttunda og niunda flokki. 1 fyrrnefnda flokknum eru hámarkslaun samkvæmt kauptaxta Iðju, félags verk- smiðjufólks kr. 4934 eftir fjögur ár, en i þeim siðarnefnda kr. 5032. Þar situr fólkið siðan, kjara- samningarnir gera ekki ráð fyrir „Veltir fyrir sér hverri krónu” Karen Vilhelmsdóttir er ekkja, sem heldur heimili með stálp- uðum synisinum.t ellefu ár hefur hún unnið i eidhiísi Borgarspital- ans. Eftir þennan tima er fasta- kaup hennar kr. 5.139 á mánuði. En vegna þess hvernig vinnutil- högun er hleypa vaktaálög mán- aðarlaununum upp i nærri 6000 krónur. — Þetta er ekki neitt neitt, rétt slefar upp i 6000 krónur með þfessu álagi. Samt fékk ég ekki 4000 krónur i launaumslagið fyrr en núna fyrsta september, eftir siðustu visitöluuppbót. Þar sem ég hef engan frádrátt fékk ég tvær milljónir I skatta á siðasta ári, segir Karen við Helgarpóst- inn. Karen á eigin ibíð, en flutti sig Karen Vilhelmsdóttir — „Maö- ur getur ekkert leyft sér”. um set fyrir fáum árum og keypti ibúð viö Hæðargarð, fyrst og fremst til að geta gengið til vinnu. — Ég hef alls ekki efni á að kaupa bi'l. Það sem hjálpaði mér til að kaupa þessa ibúð hérna er, að égfæ þúsund krónur á mánuði úr lifeyrissjóði eftir manninn minn. Það legg ég beint á banka frekari hækkunum. Að þvi leyti lita taxtar verkalýðsfélaganna verr út en launakerfi BSRB, en þar á sá sem byrjar i öðrum flokki möguleika á að komast i 7. launaflokk, með 5.784 krónur á mánuði, eftir 15 ára starf. Flestir á lægstu launun- um 1 þeim hópum sem fá laun sam- kvæmt 8. og 9. flokki Iðjutaxtans er fyrst og fremst fólk, sem vinn- ur við færibandavinnu allskonar, kjötvinnslu, i hreinlætisiðnaðin- um, i sælgætisiðnaðinum og á saumastofum. — 1 Iðju eru um 3000 félags- menn, en yfir 4000 fara i gegnum lifeyrissjóðinn. Stærsti hluti þessa fólks er i þessum launa- flokkum, áttunda og niunda flokki, segir Bjarni Jakobsson hjá Iðju við Helgarpóstinn. — Auðvitað höfum við heyrt um yfirborganir. En það er mjög erf- itt að fá upplýsingar um þær. Það er helst að við heyrum um slikt frá fólki, sem kemur til okkar og kvartaryfir að vera á iægri laun- um en einhverjir sem það hefur heyrt um,og kemur i ljós að er yf- irborgað. Það er ljóst, að á stór- um vinnustöðum eins og efna- blöndunum, i sælgætisverksmiðj- unum og kexverksmiöjunum er litið um yfirborganir, og þar er engin bónusvinna, segir Bjarni Jakobsson. Hvernigfer fólk að þvi að lifa af launum sem eru um og undir 5000 krónum á mánuði — brúttó, þ.e. áður en af eru tekin félagsgjöld, greiðslur til lifeyrissjóða, skattar og útsvar? Helgarpósturinn heimsótti nokkra vinnustaði þar sem fólk á þessum launum er i meirihluta og leitaði svara við þvi. „Rétt hægt að iifa á þessu” — Ég vinn svolitla eftirvinnu, og það bætir fastakaupið dálitið upp. Samt er rétt hægt að lifa á þessu með þvi að konan hjálpar til — og þó er varla hægt að segja það, segir Stefán Guðmundsson hjá ATVR. Hann hefur unnið i niu mánuði við að þvo áfengisflöskur, og þar sem hann er orðinn rosk- inn fær hann laun samkvæmt þriðja þrepi i öðrum flokki, en það eru kr. 4.914 fyrir dagvinnu. — Aður en ég kom hingað var ég lengst af sjómaður, en vann i 18 ár i trésmiðjunni Viði og þykir dálitið snúið að lenda i öðrum launaflokki þegar ég kem hingað, segir Stefán. Þau eru aðeins tvö i heimili, hjónin, eiga tvær uppkomnar dætur. Eiginkonan vinnur hálfan daginn við húshjálp, og saman- lagterutekjur þeirra um kr. 7.700 á mánuði. En af þvi greiða þau 11 - 1200 krónur i opinber gjöld i hverjum mánuði svo ekki séu nefnd gjöld af blokkaribúðinni þeirra. — Við leyfum okkur að eiga bil, og við höfum farið til Norðurland- anna á tiu ára fresti, með þvi að safna fyrir ferðunum á milli. Hér áður fyrr náði ég mér stundum i aukavinnu, en ég er nú að verða 65 ára og er farinn að letjast við það. Ég gæti hugsanlega verið ánægður ef ég hefði 8000 kr. á mánuði, segir Stefán Guðmunds- son. Með ýtrasta sparnaði — Hjá mér ná endar alls ekki saman. Það eina sem bjargar mer er, að ég er i friu húsnæði meðan ég leita mér að eigin hús- og nota til að greiða lán. Og ef eitthvað kemur uppá aukalega verðég að taka þennan varasjóð. — Hvernig tekst þér að lifa á þessum launum? — Maður verður að veita fyrir sér hverri krónu, og þaö er ekkert hægtað ieyfa Sér. Eg fer aidrei út (')skar Þórðarson er 61 árs gam- all rafvirki. Hann vann i 20 ár við iðn si'na en varö að hætta vegna heilsubrests. Fyrir fimm arum fór haim að vinna I vöruliúsi inii- flutniiigsdeildar SIS viö Holta- garða. Laun hans þar eru kr. 5.551 á manuöi samkvæmt taxta VR. — Ég hef eftirlit með afgreiðslu á vörum á palla, þaöan sem þær siðan eru settar á bila og fluttar út um land. Þarna er ekki um neina bónusvinnu að ræða og eftirvinnu vinn ég ekki. Þegar menn eru orðnir svona fuliorðnir að skemmta mér, þetta er ekkert annað en vinna, og um helgar er maður heima. Ég hef þennan lifeyrissjóð, en ég veit, að margar konurnar þarna i eldhúsinu redda sér á þvi að prjóna segir Karen Vilhelms- dóttir. eiga menn ekki að vinna eftir- vinnu, ég er á móti þvi. Hinsvegar fæ ég borgað fyrir að skreppa frá vegna vinnunnar, en það er ekk- ert annað en endurgreiðsla, segir Oskar. Óskar og fjölskylda hans hafa búið i Blesugrófinni um áratuga skeið. Húsið þeirra var eitt þeirra, sem fór undir Breiðholts- brautina á sinum tima. Borgin keypti það af þeim, og þau keyptu i staðinn ibúð í blokk i Breiðholt- inu. En Óskar lét ekki þar við sitja, heldur byggði hús skammt vestan viö Breiðholtsbrautina, þar sem nú heitir Blesugróf, að mestu með eigin höndum. — Núorðiö höfum við mjög góðar aðstæður þar sem börnin eru ekki heima, nema yngsti strákurinn, hann er hér ennþá, segir óskar. — Hvernig gengur að lifa af þessum launum? — Það gengur náttúrlega ekk- ert vel, maður verður að neita sér um ýmislegt sem er eftirsóknar- vert, svosem bió, leikhús og skemmtanir. Það er ekki einu sinni hægt að leyfa sér að kaupa bækur eða menningarleg blöð þóttég feginn vildi. Það eru ekki peningar til þess, og það verður fyrst að hugsa um að borga skatt- ana og hita og rafmagn. Það siðastnefnda er bara hvorki meira né minna en 400 krónur á mánuði samkvæmt áætlún i sum- ar. Það veröur að hafa mikla að- sjálni til þess að þetta gangi. Samthefur okkur tekist að koma upp þessu húsi og maður heldur útigömlum bil. Það er greinilegt, „Þarf mikla aðsjálni til að þetta gangi”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.