Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 11
-Jie/g3rpósturinnlösiuda9ur 1<s °ktober w n _/ f^ÍJíz; f íunnn Þingholtin eru alltaf aö vcrða vinsælli, ekki sist nú eftir aö áhugi ungs fólks á gömlum húsum jókst. í góðu hverfi? Roykjavik er ekki frábrugðin öðrum borgum að þvi leyti, að húsnæði i henni er mismunandi dýrt, eftir þvi hvar þaö er I bæn- um. Viö heyrum um rándýr hverfi i Paris og Hollywood, en minna fer fyrir sögum af sliku hér i Reykjavik. Það er þó staðreynd, að tiskuhverfin eru hér sem ann- ars staðar, og í samtali viö Helgarpóstinn sagöi Ragnar Tómasson fasteignasali, aö munurinn væri uppundir 30 prósent á milli dýrustu staðanna og þeirra ódýrustu. Ragnar sagði að auðvitað væri það svo, að viss hús og viss svæði i borginni væru eftirsóttari en önnur. Þannig hefði það alltaf verið og mundi eflaust verða. Hann sagði lfka, að þótt upp kæmu tiskubylgjur i þessu sem öðru, hefðu viss hverfi alltaf verið eftirsótt, og ekki siður nú. Af nýlegri hverfum, sem væru að verða mjög vinsæl, sagðist Ragnar geta nefnt fjögur. Þau ættu það sameiginlegt að hafa hingað til ekki verið talin neitt sérstök hverfi, en væru að verða nokkuð dýr. Fjögur //nýdýr" hverfi í fyrsta lagi er það Seltjarnar- nesið. Ragnar sagði það reyndar hafa verið vinsælt fyrir allnokkr- um árum, en nú færu vinsældirn- ar uppávið á ný. Það stafaði aðal- lega af þvi að ódýrt væri að búa þar — þ.e. hiti og fasteignagjöld o.fl. væri ódýrara en i Reykjavik. Einnig mætti hafa þar hunda. I ööru lagi nefndi Ragnar Norðurbæinn i Hafnarfirði. Þar sagði hann vera stór og glæsileg einbýlishils, sem mikið væri sótt i. í þriðja lagi er það svo Skóga- hverfið i Breiðholtinu, en þar neðarlega i brekkunni er eftirsótt að vera. 1 fjórða lagi sagði Ragnar að vissir staðir i Hólahverfinu i Breiðholti væru mjög eftirsóttir. Það stafaði af þvi, að mörg hús- anna væru mjög skemmtileg, en einnig þvi að inn á milli væru alveg frábærar lóðir, i skemmti- legum halla og með útsýni yfir alla borgina. Ragnar sagði þessi svæði eiga það sameiginlegt að húsin væru af nýrra taginu, og hverfin þvi ekki fullgróin. Hann sagði önnur eldri hverfi vera vinsælli, þvi alltaf væri það algengara að yngra fólk og fólk á miðjum aldri sæktist eftir þvi að eiga húsnæði nálægt miðbænum. Nú væri lika stöðugt meira lagt upp úr þvi 'að fólk gæti gengið i • Espigerðið og húsin þar i kring dýrasta hverfið í borginni vinnuna, og sótt þjónustu sem allra styst. Espigerði Ragnar var einnig spurður um einstaka fjölbýlishús, þvi aug- ljóslega eru sum þeirra langtum ódýrari en önnur, og skiptir þá staðsetning ekki öllu máli. Ragnar sagði þetta rétt, og nefndi tvo staði; annars vegar hring- blokkirnar við Flyðrugranda, og hins vegar fjölbýlishúsin við Espigerði — sem hann sagði reyndar vera dýrasta staðinn i bænum. Það kom heim og saman við næstu spurningu. Ragnar var spurður að þvi, hvar i bænum ákveðin húseign, ca. 4-5 her- bergja ibúð, yrði dýrust, ef hún • Það getur munað 30 prósentum á verði ibúða ef þær eru á „réttum" stað væri tekin og sett niður hér og þar. Ragnar svaraði því til að eng- inn vafi væri á þvi að gömlu grónu hverfin hefðu þar yfirburði yfir ný hverfi. Allra dýrstu hverfin sagði hann vera Espigerðið og götur þar i kring. Einnig væri Laugarásinn alltaf eftirsóttur, og Þingholtin. Þá sagði hann að viss hverfi i Vesturbænum væru i sama verðflokki. Ragnar sagði að vcrðmunur á dýrustu og ódýrustu hverfum borgarinnar væri allt að 25 prósent til 30 prósent. Það þýðir að munurinn á fjögurra til fimm herbergja ibúö getur verið i kringum 200 þúsund (20 milljónir gamlar) eftir þvi hvar i bænum hún er. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Þetta eru hlutfallslega dýrustu ibúðirnar i Reykjavlk, og þá á tslandi: Fjölbýlishúsin við Espigerði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.