Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 10
10 Heilbrigö sál í hraustum líkama \ \ Vikupóstur fré Gunnari Gunnarssyni Mens sana in corpore sana (heilbrigð sál i hraustum likama) sógöu Rómverjar forðum og flýttu sér á völlinn að sjá ljónin rifa kristna menn i sig. Mér hefur ævinlega fundist mikið til þessa lat- neska máltækis koma — hér er á ferðinni markmið handa oss að keppaaðþóttvið vitum fyrirfram, að þvi verður aldrei náð. Annars hlýtur þaðað flokkast með stórbrotnari iþróttagreinum, sem mann- eskjan (homo sapiens) hefur fundið upp — þetta með ljónin og þá kristnu. Nú á dögum væri útilokað að skemmta sér á þennan hátt. Þeir kristnu eru ekki svo margir eftir. Heilbrigð sál i hraustum likama? Ég leyfi mér að efast um aö þetta tvennt fari saman. A yngri árum héldu ýmsir áhrifamenn i lifi minu mjög að mér göfgi iþróttanna. Og ég get svo sem kannast við, að enn dettur það i mig að bregða á leik og þykjast vera að stæla kroppinn. En það er voðalegt kák. Hér áður, þegar ég æfði fótknattleik (eða hvað þetta nú heitir) með það markmið fyrir augum að verða besti vinur og aðalkeppi- nautur „Pélé", varð ég fljótlega fyrir vonbrigðum með félaga mina. Þeir hugsuðu ekki um sálina. Nei. Það sem þeir beindu allri athygli að, var seinni hluti spakmælis- ins — þetta með likamann. Ég hafði eiginlega reiknaö með þvi sem hálfgerðu aukaatriði, enda er þvi skeytt aftan i spekina. En svona misskilur homo sapiens ritað mál og æðir af stað i blindni á eftir boltanum, eins og leðurknöttur geti'i sjálfu sér verið markmið! Hafið þið, lesendur, tekið eftir atganginum sem verður á knatt- spyrnuvellinum, þegar þessum mönnum er sleppt lausum? Þeir berjastaf þvílikri grimmd um leðrið, að þeir liggja sárir eftir, emj- andi og volandi. Nú fer enginn fótknattleikur fram, nema hafður sé læknir til taks með sjúkrabil og skurðstofu við hendina. Er þetta normalt? Og þeir eru litið skárri i handboltanum. 1 hverjum leik verða dómararnir að reka f jöldan allan af leikmönnum af leikvanginum vegna ódrengilegrar framkomu. Nei — má ég þá heldur biðja um ljónagrinið þar sem vesalings kristnu mennirnir vissu að minnsta kosti að hverju þeir gengu. Hvers vegna dettur mér þetta i hug? Svar: A hverju hausti þegar skólarnir hrökkva i gang, get ég ekki að þvi gert, en vit min fyllast af sérstæðri lykt sem hvergi finnst nema i búningsherbergjum og iþróttasölum. Og ég heyri marrið i gúmmisólum leikfimikennarans og smellina i bandinu sem hann sló við legg sér eða i gólfið og svo þetta leiðinlega suð hans um að nú ætti maður að fara höfuðstökk ellegar heljarstökk (hvilikt nafn!) og sló svo i botninn á þeim sem komust aldrei lengra en kollskit (ekki lakara heiti!) Hann flengdi i mann vonda samvisku. Og vegna þessarar vondu samvisku frá skólaárunum, finnst mér á hverju hausti, að nú sé mál til komið að fara að spjara sig og herða kroppinnieinhverjuleikfimiviti.sem nútimafólk kallar heilsurækt. Ég er eiginlega byrjaður á sjálfspyntingum: Frá þvi snemma i hausthef ég lesið iþróttasiður dagblaðanna af stakri athygli. Þaö er þó að minnsta kosti byrjun. Og i seinni tið eru sum blöð farin að birta myndir af likömum i hinum ýmsu leikfimistellingum. Ég virði þessar myndir gjarna fyrir mér áöur en ég dett út af á nóttunni, og finnst ég eiginlega vera kominn hálfa leið i landsliðið. t þann mund sem ég festi blund, er ég oft orðinn sannfærður um aö innst inni sé ég íþróttagarpur á heimsmælikvarða. Ef ég bara nennti að æfa. í svefnrofunum sé ég sjálfan mig á harðaspretti fremstan i flokki aö slita marksnúruna, og um kvöldið förum viö Pavo Nurmi (er hann ekki enn i fremstu röð?) á barinn og fögnum sigri (minum). Ellegar ég skora mörkin þannig að Georg Best stendur höggdofa af undrun og skelfingu og að þvi loknu lyfti ég lóðunum með Skúla Óskarss. sitjandi ofan á þeim.Upp úr þvi næ ég oftast að festa al- mennilega blund og fara að dreyma eitthvað léttara. Heilbrigðsáli hraustum likama? Þegar þessir fyrstu skólabjöllu- dagar haustsins eru liðnir, hverfur þetta íþróttavandamál eins og dögg f yrir sólu og samviskan verður hrein á ný. Föstudagur u. október WlJfrg/ga/pogfr lrinn Gaman að Guðspjöllunum Sumir skákunnendur, ekki sist þeir sem ungir eru og óþreyjufullir, hafa svipaða af- stöðu til skákarinnar og kemur fram i þjóðsögunni um kerling- unasemáttiaðhafasagt: „Það er ekki gaman að guðspjöllum þvi að enginn er I þeim bardag- 4 inn" Ungum mönnum finnst að 3 jafnaði miðtaflið skemmtileg- 2 ast, þar er oftast nóg um fjör og sviptingar, og svo halda menn 1 oft að þegar drottningarnar hverfa af borði sé lifið úr leikn- m . wm.y wm m W m m m 131 m.^m v/M, &. ¦wm y-h'v. 4l ¦mm m&m íkfim. abcdefah Skák dag skrifar Guómundur Arnlaugsson um, ekkert eftir nema sviplitil átök. En hið smáa getur orðið stórt, ekki siður i skákinni en i „hermanna heim", lifinu sjálfu, um þaðerudæmin mörg. 1 „ein- földu" endatafli getur verið fólgin engu minni hugkvæmni og snilli en i flóknu miðtafli. Þessu verða menn að kynnast af eigin raun, ég rek hér eitt dæmi, valið af nokkru handa- hófi, en fallegt þó, að minu viti. Ég hverf nærri hálfa öld aftur i timann eins og stundum fyrr, ekki vegna þess að eigi sé unnt að finna jafngóð dæmi úr nútim- anum, heldur vegna þess að ég var sjálfur ungur þegar ég sá það fyrst og það hefur verið mér hugstætt. Skákin er tefld austur i Moskvu árið 1936, svarta liðinu stýrir Capablanca, einn af mestu snillingum taflborðsins sem uppi hafa verið. Capa- blanca áttti ekki mörg ár ólifuð þegar skákin var tefld, árið 1936 var mikið sigurár fyrir hann, það var engu likara en að hann heföi yngst upp og tefldi eins og hann hafði best gert á yngri ár- um. Mótleikari hans var einn af fremstu meisturum Sovétrikj- anna á þeim árum sem skákin var tefld. Kan — Capablanca Moskva 1936 Vlnarleikur 1. c 1 - eS 2. Rc3 - Bc5 Vinarleikurinn var vinsæll snemma á öldinni og hver veit nema hann eigi eftir að komast i tisku aftur. Algengast var að tefla hann sem eins konar afbrigði aðkóngsbragði: 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. f4 d5 4. dxe5 Rxe4. Hér fer hvitur yfir I aðra sálma. 3. Rf3 - d6 3.-Rc6 gæfi hvit kost á 4. Rxe5 - Rxe5 5. d4. 4. Ra4 - Bb6 5. (11 - exd4 7. Dxd4 - Df6 Eðlilegasta svarið, Rf6 væri ekki gott vegna 8. Bg5 8. Bg5 - Dxd4 9. Rxd4 Hvitur þarf ekki að kvarta, hann er leik á undan, á biskupa- parið og ræður meira rými. Svartur verður þvi að tefla af varúð. 9. ...-Rd7 10. Bx4-Re7 11. 11. 0-0 - Rg6 Svartur undirbýr hrókun. Nú má hviturekkileika 12. f4 vegna 12. -f6 13. f5 Re5 og svartur vinn- ur mann. 12. a3 - 0-0 13: Hadl-Rc6 14. Rxc6 Svartur bjó sig undir Ha4. Til greina kom 14. Bcl til þess að svara Ha4 með 15. b3 og siðan a4. 14. ... bxc6 15. 11(12 - Ha4. 16. Bd3 - Re5 17. Bc3 f6 Capablanca kærir sig ekkert um mislita biskupa: Rxd3 18. f3-He8 19. Hf2-Bc8 20. lííl-P.ali. En hann vill gjarnan losna við hvitreita biskupana. 21. Bxa6-Hxa6 22. Bxe5-fxe5 23. Hd3 Nú er komið fram hrókatafl. Ef staðan væri samhverf væri þetta dautt jafntefli. En hér á svartur tvær opnar linur fyrir hróka sina og þar með ýmis færi sem .hann nýtir meistaralega. Næsti leikur hans kemur i veg fyrir c2-c4. 23. ...&b5. 24. Hfd2 Hér myndi 224. f4-exf4 25. Hxf4- Ha4 26. He3-Hc4 27. c3-d5 kosta hvit peð. 24. ...-C5 25. Kf2-Ha4 26. Ke2-Kf7 27.Hdl-De6 28.Kd2-Heb8 Gerir sig liklegan til að aðhafast eitthvað á drottningarvæng, hvitur dregur broddinn úr b4 með næsta leik sinum, en þá snýr Capablanca spjótum sin- um I aðra átt. 29. Hc3-g5 30.h3-h5 31.Hhl Svona töfl eru erfiðari en sýnist, það má meðal annars sjá af skýringum manna við þessa skák. í bók sinni um Capablanca telur Euwe þetta fyrstu ónákvæmnina af hálfu hvits, hrókurinn eigi ekkert erindi á hl, svo að þetta sé nán- ast leiktap. En i annarri bók segir Euwe þetta góðan leik er hóti h3-h4. Við ráðum þvi svo sjálf hvoru við trúum. 31. ...-Hd4 + 32. Ke2-Hg8 Þannig kemur hann i veg fyrir h4 sem nú myndi svarað meðg4. 33. Hd3 Ha4 Hann kærir sig ekki um hróka- kaup nú. - 34. Hhdl-g4. Lætur til skarar skriða, hrókur- inn fær nú opna linu. 35. hxg4-hxg4 36. Ke3 En hvitur getur ekki nýtt sér h- linuna: 36. Hhl gxf3+ 37. gxf3 (Kxf3 Hf8+ 38. Ke3 Hf4 og vinn- ur e-peöið) 37. Hg2+ 38. Kdl Hf2 og svartur á að vinna vegna 8 ¦ mmmmm 7 WW M 'mw, W£4 A. m m m m i 6 0 Wi +Wi Hi wm fi ggj tm m m 5 ¦ ¦ B ¦ 4 §p w&w n 3 M BsStB 2 W&Wk BiS fe« abcdefgh þess að hann hótar b5-b4, og c5- c4-c3. 36. ...UliK. Nu græðir svartur ekki á gxf3 37. gxf3 Hg2+ 38. H3d2. Hann tekur þvi h-linuna. 37. Hb3 En ekki 37. fxg4Hg8 38. Kf3 Hf8+ og Hf4. Þá eru hvitu peðin sundurslitin og falla hvert af öðru. Capablanca hriðir ekki um að valda b-beðið strax held- ur kemur króknum i góða stöðu. Það er greinilegt þótt ekki verði rakið hér nánar að 38. Hxb5 Hxg2 væri lakara úrræði en sú leið sem hvitur velur. 37. ...-Hh2! 38. Hd2-Hd4 39.He2 Svartur hótaði Hxd2+ og Hxg2+.' Ekki var árennilegt að fara i hrókakaup: 39. Hxd4 cxd4+ 40. Kf2 gxf3 41. Kxf3 c6 og svarur heldur undirtökunum. 39. ...-c6 Ekki kemur enn til greina fyrir hvit að sundra peðunum með þvi að leika fxg4, svartur á þá bæði Hg4 og Ke6-f6-g5 og hvitu peðin kóngsmegin falla hvert af öðru. 40. Hc3 g3 Leik eftir leik hefur svartur ver- ið að þrengja að hvit, svo að nú er hann kominn i spenniteyju sem erfitt er að losa sig úr. Það liggur við að þetta minni á örlóg, hvitur hefur hrakist i þessa þröng smám saman án þess aðhafa nokkurn tima leikið beinlinis af sér. En hér er loks hægt að benda á gullið tækifæri sem sýnist rétta hlut hvits: 41. Í4.. Capablanca benti á þetta sjálfur eftir skákina og þessa leikjaröð: 41. f4 Hh4 42. fxe5 Hdxe4+ 43. Kf3 Hhf4+ 44. Kg3 Hg4+ 45. Kf3 Hxe2 46. Kxe2 Hxg2+ 46. Kf3 Hh2 47. Kg3 He2 48. exd6 og skákin er jafntefli... 41. Hd3? Hhl 42 f4 Sama hugmynd og áðan, en nú kemur hún einum leik of seint. 42. ...-Hfl. Nú kemst kóngurinn ekki út á f- linuna, og 43. fxe5 Kxe5 44. Hxd4 cxd4+ 45. Kd3c5 46. b3 Hf4 er vonlaust, hvitur er kominn i leikþröng. 43. f5+ Kf6 Nú er d6-d5 orðin afar óþægileg hótun. 44. C3-Hxd3 + 45. Kxd3 -d5 Nú dugar He3 sýnilega ekki vegna c4+ og Hf2+ 46. b3-c4+ 47. bxc4 - bxc4 + 48. Ke3 Kannski er ekki öll nótt úti. Við Hcl á hvitur Ha2 og a-peðið gæti orðið hættulegt. En hvitur átti ekki betri leik en þennan. 48. ...-Hal. En Capablanca gefur engin færi. 49. Kf3-Hxa3 50. Kxg3-Hxc3+ 51. Kh4-Hcl. Ekki er vert að taka neina áhættu, g2-g4-g5+ er þó hótun. 52. g4-Hhl-=- 53. Kg3-d4 54. Ha2-d3 55. Kg2-Hel 56. Kf2-Hxe4 57. Kf3 en gafst upp um leið án þess að bföa eftír Hf4+, Kg3, Kg5. Spilaþrautir helgarinnar S96 HKDG72 T63 L9852 SG532 HA3 T842 L AK43 SA104 H865 TAK7 LDG76 un sin. Suður kastar einum spaða og eiriu laufi. Nú er stað- an þessi: SKD87 H 1094 T DG1095 L10 Suöur spilar þrjú grönd. Vest- ur lætur út hjartakóng, sem suð- ur gefur. Vestur verður aö halda áfram með hjartað þvi annars gæti suður f riað f jórða spaðann. Eftir að hafa tekið á hjarta ás- inn lætur hann litið lauf sem hann tekur á drottninguna. Spil- ar þá hjarta. Austur tekur hjört- SG5 H — T84 LAK4 S96 SKD8 H — H — T63 TDG109 L985 SA10 H — TAK7 LG7 L — Vestur má láta hvað sem er, t.d. spaða. Suður tekur á ásinn og setur austur i kastþröng með þvi að spila þrem laufum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.