Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 6
6 Fostudagur 16. október 1981 Hcp/rj^rpn^ff jr/nn_ Það er hægt að tryggja sig gegn vondu veðri — en er hægt að tryggja sig gegn öllum f jandanum? Viö heyrum stundum utan úr heimi undurfuröulegar sögur af tryggingum. Þekkt slik saga <og hún sönn) var á þá leiö aö Edy Williams, fræg leikkona og eigin- kona klámkóngsins Euss Meyer, tryggöi á sér brjóstin fyrir háar upphæöir. Edy þessi lék fyrir nokkrum árum i allmörgum djörf- um myndum, t.d. Vixen sem hér var sýnd viö góöa aösókn. t þessum myndum var oft fókuseraö inná brjóst konunnar, enda þóttu þau hennar helsti aöall sem ieikkonu. Hún taldi þvi, og eflaust réttilega, aö framtiö hennar I kvikmyndaiönaöinum byggöist ööru fremur á þvi aö ekkert kæmi fyrir brjóstin. Þess vegna keypti hún tryggingu, sem mundi færa henni vænar fúlgur ef brjóstin aflöguöust af utanaökomandi ástæöum. Mörg fleiri álika dæmi eru til Viö heyrum um dansara sem tryggja á sér fæturna fyrir háar upphæöir. Viö heyrum um fót- boltamenn sem gera hiö sama. Nú á dögum viröist vera hægt aö tryggja sig gegn nán- ast öllum áföllum. Og ekki bara i útlöndum. Tryggingar eru fyrir löngu alþjóöleg viöskipti, og trygg- ingafélög i einu landi hafa umboösfyrir- tæki i öörum, og svo framvegis. Þannig eru t.d. islensku tryggingafélögin i nánu sam- bandi viö erlend tryggingafélög og kaupa baktryggingar erlendis. Þaö er þvi i raun ekkert þvi til fyrirstööu aö Islensk leikkona tryggi á sér brjóstin, þvi þó Islenska trygg- ingafélagiö treysti sér ekki til aö eiga viö hana viöskipti, þá mun þaö sjá um málin fyrirhana. Hún tryggir hjá erlendu félagi i gegnum þaö islenska. íslenskir aöilar éru reyndar þegar farnir aö nota þessa möguleika. A miklu golfmóti nú i sumar gaf bilaumboö hér i borginni nýjan bil I verölaun, þeim til handa sem gæti slegiö holu i höggi á ákveöinni braut.- Eins og allir golfunnendur vita gerist þaö sárasjaldan aö slegin er hola i höggi. Þaö var þvi auösótt mál fyrir bifreiöaumboöiö aö kaupa tryggingu, sem var á þá leiö aö ef svo óliklega vildi til aö einhver keppenda mundi vinna bilinn I verölaun — þá mundi tryggingafélagiö borga „skaöa” umboös- ins. t samtölum Helgarpóstsins viö islenska tryggingamenn kom i ljós aö þessar „óvenjulegu” tryggingar eru mjög óvenju- legar. Sem liggur nú eiginlega I hlutarins eöli. 1 sannleika sagt kannaöist enginn þeirra sem Helgarpósturinn talaöi viö.viö aö hafa rekist á tryggingar sem væru aö þessu leyti sérstæöar eða skemmtilegar, eöa hvort tveggja. Þeir mundu aö minnsta kosti ekki eftir þeim I fljótu bragöi. Ljóst er þó aö Islensk tryggingafélög hafa siöur svo á móti sllku, ekki frekar en öörum viöskiptum, „Viö setjum i rauninni aöeins tvö skilyröi”, sagði Bjarni Þórðar- I son hjá Islenskri tryggingu. „Trygg- ingar kaupandinn veröur aö hafa trygg- ingarhæfra hagsmunaaö gæta. Viö veröum, meö öörum oi öum, aö vita aö hann sé ekki bara aö leika fjárhættuspil. Og i ööru lagi veröur aö vera hægt aö meta llkurnar á ein- hvern hátt. Þegar þetta tvennt er til staðar á ekkert aö vera þvi til fyrirstööu aö tryggt sé”, sagöi Bjarni. Þaö siöarnefnda hefur áreiöanlega skort þegar Valsmenn geröu um daginn tilraun til aö tryggja sig gegn fjárhagslegum áföllum, vegna komu New York Cosmos ! hingaö. Þeir könnuöu hvort hægt væri að fá tryggingafélög til aö bæta skaöann sem hlytist af þvi ef veður yröi svo slæmt aö ekki yröihægt aö leika. En veður eru einum of válynd I október á islandi. Annaöhvort hafa tryggingafélögin ekki viljað tryggja I þessu tilfelli, eöa þá aö iögjaldiö hefur oröiö svo óhemju dýrt aö Valsmenn hafa ákveðið aö taka sjálfir áhættuna. En hvaö er svo hægt aö tryggja? Helgar- pósturinn tók saman fjögur lltii dæmi og bar þau undir Ólaf B. Thors, forstjóra Al- mennra trygginga. Lykkjufall? Hiö fyrsta var á þessa leið: Ung hjón standa I húsbyggingu, Cg eru skuldum vafin. A meöan svo stendur á vilja þau alls ekki eignast barn, þvi mikið riöur á aö bæöi geti unniö fullan vinnudag úti á vinnumark- aöinum. Konan notar lykkjuna til aö kom- ast hjá barneign. Geta þessi hjón tryggt sig gegn „lykkjufalli?”. Þau vilja tryggja sig I eitt ár, og fá greiddar 50 þúsund krónur, ef lykkjan bregst. Ólafur sagöi aö i þessu tilfelli þyrfti tryggingafélagiö aö fá læknisfræöilegt mat. Tryggingafélagiö yröi aö vera þess fullvisst aö ekki væri hægt aö fara á bak viö þaö, t.d. meö þvi aö taka lykkjuna úr og setja hana i aftur. Þá yröi einnig aö taka inni dæmiö tiöni samfara og fleira. í heild taldi hann þaö ýmsum erfiöleikum bundiö aö fá svona tryggingu keypta. Rigning? Annaö dæmið var svona: Ungur maður er aö fara til Costa Del Sol i sumarfrí. Hann fer 7. október og kemur aftur 28 október. Hann er semsagt I þrjár vikur. Maöurinn fer til aö liggja i sólinni, og hann fer þess á leit við tryggingafélagiö aö þaö borgi honum eitt þúsund krónur á dag ef rignir i fleiri daga en fimm af friinu. Hann semsagt sættir sig viö fimm rigningardaga, en eftir þaö vill hann þúsundkall á daginn. Ólafur sagði sjálfsagt aö taka svona viö- skiptum. Hann sagöi aö tryggingafélagiö þyrfti veöurfarsskýrslur yfir sama staö og sama tima, siöustu þrjú til fimm árin, og aö iðgjaldiö færi eftir þvi sem þessar skýrslur segöu. Ef likur bentu til þess aö von væri á rigningu I fleiri daga en fimm, þá einfald- lega yröi iögjaldiö svo hátt aö ekki borgaöi sig fyrir nokkurn mann aö taka slika trygg- ingu. En ef I ljós kæmi aö afar sjaldan rigndi á þessum árstima, þá gæti slik trygging eflaust komiö sér vel. Bíll? Þriöja dæmiö var tekiö meö hliösjón af golfverölaunum, sem getiö er um hér aö framan: Fyrirtæki heldur haustfagnaö, og er meö happadrætti fyrir gestina. Búist er við um 150 manns. Tiu þúsund miðar eru haföir I pottinum, hver á tiu krónur. Tutt- ugu og fimm smávinningar eru I boöi, og einn stórvinningur. Þaö er bifreiö aö verö- mæti hundraö þúsund krónur. Getur fyrir- tækið keypt tryggingu og fengið skaðann bættan, ef svo færi að billinn ynnist? Jú, vist er svo, aö sögn Ólafs. Hann sagði þetta til þess aö gera einfalt reiknings- dæmi. En hann benti á aö eins og dæmiö er uppsett, þá gæti eigandi fyrirtækisins hreinlega keypt alla þá miða sem ekki seld- ust og þannig oröiö sér út um bíl á hagstæðu veröi. Tiu þúsund miðar á tiu krónur, kosta nefnilega 100 þúsund — eöa eins og bíllinn. Þetta tiltekna dæmi gengur þvi ekki alveg upp. Veik eftir mánuð? Siðasta dæmiö var á þessa leiö: Ung kona þarf aö mæta á mjög mikilvægan fund eftir akkúrat einn mánuö. Ef hún kemst ekki á fundinn þá tapar hún af miklum peningum. Konan hefur læknisvottorö uppá aö hún sé alheilbrigö. Hún fer frammá 50 þúsund krónu bætur veröi hún veik þennan um- rædda dag. Ekkert vandamál, var skoöun ólafs. Hann sagöi aö læknisvottorö væri náttúr- lega nauösynlegt, bæöi til aö sýna frammá aö konan væri heilbrigö, og einnig til aö sanna hennar mál ef hún nú yrði veik um- ræddan dag. En lauslega reiknaö sagöi hann aö svona trygging kostaöi um þaö bil 250 krónur. Þaö er þvi ljóst aö fyrir svartsýnismenn eru tryggingafélög til ýmissa hluta nyt- samleg. Þau eru hægt aö nota til aö vernda sig fyrir óhöppum af öllu tagi. Þaö er jú auðvitað þeirra hlutverk. En þaö er þó vafasamt aö þegar til lengdar lætur komi einstaklingurinn vel út úr slikum viöskipt- um. Sem betur fer láta óhöppin oftast standa á sér. Giróseðillinn frá trygginga’- félaginu gerir þaö ekki. mynd Jim Smart eftir Guðjón Arngrímsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.