Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 19
r^r- . í»vr; Jl&sffii ~inn_____Föstudagur 16. október 1981 19 Hér þjarma ribbaldarnir að Auöi Vésteinsdóttur og GuOriði ambátt. Útlaginn kemur tit byggða í iok mánaðarins Kvikmyndin (Jtlagiiin, sem Agút Guömundsson geröi í sumar eftirGisla sögu Súrssonar, veröur frumsýnd hinn 31. októb. næst- komandi, en um þessar mundir cru Agústog klipparinn Bill Diver aö leggja siöustu hönd á frágang hennar úti f London. Útlaginn er lang stærsta kvik- myndaverkefni, sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa lagt út í til þessa og nemur kostnaður við gerð hennar um sex milljón- um króna. Þaö er kvikmyndafyr- irtækið tsfilm, sem stendur á bak við gerð myndarinnar, og var framkvæmdastjóri þess, Jón Hermannsson, spurður að þvi hvernig fjárhagur fyrirtækisins væri. „Skuldabagginn er um fjórar milljónir, eða samsvarandi þrem einbýlishúsum”, sagði hann. Jón sagði, að stærsti einstaki pósturinn í þessum kostnaði væri launagreiðslur, en aö myndinni vann þrjátiu og þriggja manna starfslið, auk leikara, sem voru vel á annað hundrað. Þá tengjast myndinni tvö hundruð manns með einum eða öðrum hætti vegna margvislegrar fyrir- greiðslu. Næst dýrasti liðurinn i kostnaðinum a- leikmyndin, þar sem allt var smiðað, bæði stórt og smátt. Sagði Jón, að þessir tveir liðir væru vel yfir helmingur heildarkostnaöar myndarinnar. „Myndin er af þeirri stærðar- gráðu, að það má nokkurn veginn telja það Utilokað, að við náum henni inn hér”, sagði Jón, þegar hann var spuröur hvernig þeir ætluðu að ná inn kostnaði mynd- arinnar. „Þessi mynd er beinlinis hugs- uð til dreifingar erlendis, og það erein af ástæðunum fyrir því, að hún er tekin basöi á ensku og is- lensku.” Jón sagði, aö þegar hefðu kom- ið tilboð um að sýna myndina i ;Þýskalandi, en þeir ætluðu að halda að sér höndum þar til myndin hefur verið sýnd á kvik- myndahátiðinni i Berlin í febrúar næstkomandi. Jón sagði, að miðaverðinu væri haldið i þvi lágmarki, sem mögu- legt væri.og væri þaö vel undir verði aðgöngumiða i leikhús. Sagði Jón það sitt álit, aö bfó- bransinn væri hið eiginlega þjóð- leikhús, en ekki Þjóðleikhúsið, sem væri landshlutabundin stofn- un. Kvikmyndagerðarmenn gætu hins vegar komið svona verki á hvern einasta stað á landinu, þar sem möguleiki er á að sýna, á fjórum mánuðum. Aðalhlutverk myndarinnar eru i höndum Amars Jónssonar, Ragnheiðar Steindórsdóttur, Benedikts Sigurðssonar, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Sveinbjarnar Matthiassonar, Þráins Karlsson- ar, Hdga Skúlasonar, Bjarna Steingrfmssonar og Kristinar Kristjánsdóttur. Drunur í trumbum „Drunur i tmmbu, skellir i trjábút eða glamur imálmi hafa tónlist. Fischer viðurkennir áhrifamátt slikra hljóða, en segir að það hafi ekki orðið fé- lagslegt hlutverk tónlistarinnar ,,að birta neinn veruleika”. Tóniist eftir Tómas R. Einarsson ekki neitt inntak”! Svo komst Hann skrifaði að visu þjóðfé- Kantötunni á 30 ára dánaraf- mæli Lenins, en texti Brechts hefur sjálfsagt auðveldaö hon- um verkið. A slagverkstónleikunum á Kjarvalsstöðum þann 14. októ- ber var boöið upp á drunur i trumbum, skelli i trjábútum (marimbu) og glamur i málmi (vibrafónn o.fl.). En þeim verk- um fylgdu hvorki hetjulegir titl- ar né lýsandi textar sem visað gætu veginn til hins margróm- aða inntaks. Emst heitinn Fischer að orði er hann reit um form og inntak i lagslega greiningu á sorgar- þemanu i verxi Hans Eislers, Ben Gazzara (til hægri) leikur framúrskarandi vel I mynd Peter Bodanovich, Saint Jack, sem Austurbæjarbió sýnir um þessar mundir. Siðferðið í soranum Austurbæjarbió: Gleöikonu- miðlariun (Saint Jack). Banda- risk. Argerö 1979. Handrit: ich sem kvikmyndaleikstjóra. Hann vakti fyrst verulega at- hygli þegar hann i samvinnu við Roger Corman gerði myndina Targets. Skömmu seinna kom önnur góð: „The Last Picture Kvikm ync/ir ettir Guðjón Arngrimsson Howard Sackler, Paul Theroux, Peter Bogdanovich, eftir skáld- sögu Paul Theroux. Aöalhlut- verk: Ben Gazzara, Denholm Elliot, James Villiers. Leik- stjóri: Peter Bogdanovich. Þaö hafa skipst á skin ogv skúrir á ferli Peter Bogdánov- cg Björn Vigni Sigurpálsson Show”. Sú mynd var sýnd hér sem annarstaöar við miklar vinsældir og er af flestum talin besta mynd þessa leikstjóra enn þann dag i dag. Siðan hefur Bogdanovich fiktað við ýmis- £ Barnaguii fyrir fuiiorðna Háskólabió: Supermaun II. Bandarisk. Argerð 1981. Handrit: Mario Puzo og Tom Mankiewicz Leikstjórn: Richard Lester. Aðalhlutverk: Christopher Reeves, Margot Kidder og Gene Hackman. Börn eru besta fólk. Það er til að mynda alveg gráupplagt fyrir okkur hina fuilorönu að geta gripiö til þeirra og notaö sem afsökun fyrir barnalegu at- hæfi sinu eins og þvi að hafa gaman af Andrési Ond og nýju biómyndinni um Súpermann. Hvort tveggja er auðvitaö hrein peningasóun og timaeyðsla fyrir sæmilega þroskað fólk, en hvað gerir það til, ef manni leiðist ekki á meöan og-sér að börnum mannser skemmt? öllu meira er eiginlega ekki hægt aö segja um framhaldið af kvikmyndinni Súpermann I. Þetta er eins og hver önnur iðnaðarframleiðsla, svosem ekkert meira tækniafrek en gerist og gengur i þeirri frómu borg Hollywood og með þvilikum söguþræði að maöur hálf skammast sin yfir þvi að fylgjast með ævintýrum Súper- manns af óskiptri athygli frá upphafi til enda. Ýmsir lausir endar i handriti hverfa eins og dögg fyrir sólu vegna þess að maður veit að þetta er allt saman tóm endalaysa og skiptir engu máli. Svona eftir á undrast maður að þetta skuli allt saman hafa gengiö upp. En þá er þess aö gæta að myndir af þessu tagi eru orðnar sérgrein Richard Lesters. Aðglæða teiknimynda- seriu lifi svo að fullorðið fólk trúi þvi að figúrurnar séu holdi klæddar verur er i sjálfu sér ekki ómerkilegtleikstjómarlegt afrek. _Bys Soiti og Gustav Mahler (1860—1911): Sy mfónia nr. 2, „Auferstehung” (Upprisan) Flytjendur: Sinfóniuhljómsveit Chicago-borgar.Sinfóniu- kóriuu iChicago, undir stjórn Margaret Hillis. Einsöngvarar: Isobel Buchauan (sopran) og Mira Zakai Stjórnandi: SirGeorg Solti Útgefandi: Decca,D229D2 digital (2LP), 1981. Dreifing: Fálkinn Þessi útgáfa er spánný, kom út siðastliðið vor. Það er ætlun Soltis að endurtaka allan Mahler og hljóðrita á piötur, symfóniur tónskáldsins með einni og sömu hljómsveitinni, Sinfóniuhljómsveitinni i Chic- ago. Erþessi „digital” útgáfa á 2. Symfóniunni, liður i þeirri áætlun. Hægt er að fullyrða að full- komnun þess verks, sé beðið með eftirvæntingu af þeim sem þekkja til fyrritúlkunar Soltis á Mahler. Astæðan fyrir vali stjórnandans á Chicago-hljóm- sveitinni, eru hin löngu kynni. Solti hefur stjórnað hljómsveit- Mahier inni næstum 600 sinnum og ætti þvi að þekkja mætavel styrk hennar. Arangurinn lætur ekki á sér standa, eins og hver hlustandi getur heyrt af þessum tveimur plötum. Solti leggur mikla áherslu á kraftinn sem fólginn er i verkinu. Fyrstu tónarnir gefa til kynna næsta taumlausa orku. Hér hjálpar hin nyja digi- tal-tækni, þvi það er spurning hvort slikt „fortissimo” sem þenja hátalarana, af og til meðan á flutningi stendur, hefðu náð eyrum manns jafn' djúpt og hreint i venjulegri hljóðritun. Það er ávallt spurning hvort ein túlkun sé annarri fremri, þegar slikri stórsmið sem 2. Symfóniu Mahlers er hleypt af stokkunum hjá þekktum útgef- endum. Solti er ekki sá eini sem stjórnað hefur þessu risaverki i upptökusal, I seinni tið. Þaö má þvi lengi deila um einstaka þætti i túlkun hans, sé hún borin saman við framlag annarra stjómenda og flytjenda. Solti reynir hér að brúa bilið milli hljóðritunar i upptökusal og konsertflutnings fyrir lifandi eyru. Þótt ótrúlegt sé, var hljóðfæraleikurinn allur tekinn upp I eitt skipti, án þess að leiðrétta þyrfti svo mikið sem nótu. Aðeins þurfti að endurtaka nokkur söngatriði, kórs og ein- söngvara. Þetta sýnir kannski betur en flest annað, öryggið og þekkinguna sem að baki þessari upptöku liggur. Þannig reynir Solti að brjóta af sér klafa stúdiósins, um leið og hann fær- ir sér i' nyt alla fullkomnustu tækni þess. Þáspyrja menn sig hvortSolti takist þetta. Þvi er til að svara, að aldrei hef ég fundið jafn veí fyrir nálægð flytjenda á hljóm- plötu. Hvert hljóðfæri fær sitt eigið pláss, án þess að þvi sé þrengt. Þetta flytur verkið óneitanlega nærmanni og er þvi likast að maður sitji mitt á meðal hljóðfæraleikarannar, hver þeirra öölist sina persónu- legu stöðu sem einleikari, en sé ekki eining i stórum ópersónu- legum massa. Þetta undirstrikar Solti með konsertkenndri stjórnun sinni. Þunginn og breiddin i fyrsta kafla, er drifin áfram, nánast knúin áfram á áleitinn hátt. Þessiflókni kafli, „Jarðarfarar- ritúal”, var saminn fimm árum áður en Andante og Scherzo- köflunum var bætt við. Þeir (2. og 3. kafli) litu dagsins ljós um sumar, þegar tónskáldið var i sumarleyfi i Steinbach-am- Attersee, árið 1893. 1 Andante-kaflanum gefur Solti verkinu rikulegt hljómfall, en hægt. Þriðji kaflinn (Scher- zoið) ersannarlega meistaraleg ur i meðferð hans og hljóm- sveitarinnar. Þetta „rólega flæðandi” Rondo, er ákaflega ljóðrænt enjdramati'sktisenn og undirbýr hlustandann fyrir „Hiðfyrsta ljós”úr ljóðaflokkn- um „Des Knaben Wunderhom”. Þetta ljóö, 4. kafla symfóni- unnar, syngur Mira Zakai (alt) af mikilli innlifun og hátiðleik. Mahler hafði gengið frá og út- sett þennan kafla fyrir hljóm- sveit, á árunum 1892—93. Hann er þó allt öðru visi Utfærður i symfóniunni sjálfri. Lokakaflinn byrjar með mikl- um hamagangi.og er hápunktur verksins, sjálfur Dómsdagur og upprisa hinna dauðu. Þetta er Scherzo, nokkurs konar fram- hald af þriðja kaflanum. Mahler sjálfur, likti þessu við „angistaróp”. Þessi kafli er reyndar hlaðinn prógrammatiskum hugmynd- um um Upprisuna og Útskúfun- ina, enda er kaflinn byggður utan um ljóð Friedrich Gottlieb Klopstock (sem var þýskt ljóðskáld og samdi mikla episka og trúarlega ljóðabálka, (1724—1803). Það er einkum kringum orðin „O glaube” (Ó trúðu), sem hverfipunktur verksinssnýst. Mahler hafðium vorið 1894, heyrt drengjakór syngja Upprisuljóð Klopstocks, undir stjóm Hans von Búlow. Þetta kveikti hugmyndina um Upprisuna, sem lokakafla Annarrar Symfóniunnar. Hér riður á að túlkun söng- vara og hljóðfæraleikur sé sem persónulegastur og fyllstur. Solti gefur kraftmikið niðurlag, nokkurs konar klimax þessa mikilfenglega verks. Isobel Buchanan og kór Sinfóniu- hijómsveitarinnar i Chicago, gera þessum lokakafla eftir- minnanleg skil. Eins og ég gat um áður, er erfitt aö gera upp á milli hinna ýmsu útgáfna á þessu verki. Varla held ég þó, að nokkur hljóðupptaka nái þessari i tær- leik hljóðfæra og kraftmiklu innsæi, sem þakka veröur Solti öðrum fremur. Lengi má um það deila, hvort túlkun hans sé of kraft- mikil og dramatísk á kostnað núansa og innri rökfræði i stjórnun Persónulega finnst mér slik gagnrýni vafasöm. Maður þarf vart annað en setj- ast og hluta á þessa nýju útgáfu frá Decca, til að skynja hversu djúpan skilning Solti hefur á þessu verki Mahlers. gp| Hljómplötur - Klassík eftir Halldór Björn Runólfsson ,.sW

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.