Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Friðrik Sophusson STAÐA: Alþingismaður FÆDDUR: 18. október 1943 HEIMILI: Skógargerði 6, Rvik. HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Helga Jóakimsdóttir, fjögur börn BIFREIÐ: Dodge árg. ’74 AHUGAMAL: Pólitik, iþróttir og fleira „Ég er ekki á brottrekstrarlínunni” Kjaramálin, vandinn i sjávarútvegi, fjárlögin og fieiri stórmál á stjórnmálasvibinu falla f skuggann af tíóindunum i Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir. Landsfundur flokksins verður haldinn eftir hálfan mánuð og þegar liggur fyrir, aö hörö barátta verður á fundinum, þ.á.m. i kosningu um helstu trúnaöarstöður. Hvaö gerir Gunnarsliðið, hvað gerir Albertsarmurinn, hvernig munu Geirsmenn standa að málum? Svo ekki sé taiaö um fleiri andstæðar fylkingar flokksins. Friðrik Sophusson alþingismaður hefur þegar boöiö sig fram tii varaformannssætis i flokknum. A móti honum fer Sigurgeir Sigurösson á Seltjarnarnesi og jafnvel Matthias Bjarnason þingmaður og ef til vill Pálmi Jónsson ráðherra. Þegar þetta erritað eru framboðsmál ekki fullljós og margt getur gcrst á næstu dögum. En það er Friðrik Sophusson varaformannskandidat Sjálfstæðisflokksins, sem er í yfir- heyrslu Heigarpóstsins. Ertu að hætta þinu pólitiska lifi með þessu framboði til varafor- m an ns ? ,,Já, kannski má orða þaö þannig. Ég er auðvitað að taka áhættu með þvi að gefa kost á mér sem varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Mér getur mis- tekist, en eins getur þetta fram- boð orðið til þess að styrkja stöðu mina i flokknum.” Nií hefur þú sjálfur sagt, að meðal þinna dyggustu stuðnings- manna sé unga fólkið. Þá er lik- legast átt við fólk úr Sambaudi ungra Sjálfstæðismanna. En það er einmitt SUS, scm vill ganga hvað harðast fram i þvi að skera á landsfuiidiiium — skera niður Guniiarsmenn. Ert þú á þessari linu þinna stuðningsmanna? ,,Ég er ekki á brottrekstrarlin- unni. Ég hef gert það upp við m ig, að það sé Sjálfstæðisstefnunni fyrir bestu að reyna til þrautar hvort ekki sé hægt að ná Sjálf- stæðismönnum saman i samhent- an Sjálfstæðisflokk. Ég vek at- hygliáþvi', aöég býstviðað njóta stuðnings yngri manna i flokkn- um, en burtséð frá þessari af- stöðu sem þú lýstir áðan.” Er Friðrik Sophusson að búa til nýja imynd af sér með þessu? Ertu kominn i kosningahaminn og hann skal heita ..Friðrik, mað- ur sátta og samlyndis”? ,,Ég hef ætíð verið þeirrar skoðunar,aö þaðeigiað reyna að lægja öldurnar i flokknum og byggja bru á milli þeirra afla, sem að undanförnu hafa tekist á innan flokksins.” „Lægja öldur”, „ná sáttum”, „byggja brú”, segir þú. Eru þetta ekkibara iiuiautóm orð. Er rauu- veruleikimi ekki alltaiuiar og það fullljost að Sjálfstæöisflokkuriun er þverklofiiui, þegar einn hluti flokksins er i rikisstjórn og annar utau? ,,Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, sem núer irikisstjórn, verður þar ekki tíl eilifðar. Sömuleiðis á ég von á þvi að sá hluti Sjálfstæðis- flokksins, sem er utan stjórnar, eigi f framtiðinnieftirað komasti stjórnaraðstöðu. öll pólití'k geng- ur út á það að ná völdum til að framkvæma stefnu við stjórn landsins. Minn draumur er auð- vitaö sá, að sjá flokkinn samein- aðan við stjörnartaumana.” Þetta eru framtiðarvangavelt- ur hjá þér, en landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hefst eftir hálfan mánuð, og varla verður nein breyting á stjórn laudsins fyrir þauu tima. Hvernig ætlarðu að koma á sáttum á þessum sama landsfundi eftir hálfan mánuð, þegar Geir og hans menn eru utan stjórnar en Gunnarsliðið í stjórn? ,,Ég hef alltaf gengið út frá þvi að það taki talsverðan tima að sameina flokkinn algjörlega. Það erekki skoðun min, að það gerist á einum iandsfundi, hvort sem ég verð kjörinn eða einhver annar. Það hlýtur að taka nokkurn tima.” Heldurðu að tvístirnið — Geir Friðrik — ef af yrði, myndi sýna rétta og eðlilega pólitfska breidd i flokknum ? ,,Ég get ekkert sagt um það, hvort slík samsetning sýni „rétt hlutföll” eða „eðlilega breidd” i flokknum. Verði ég kjörinn tel ég, aö landsfundarfulltrúar séu með þvi að veita mér umboð til að vinna sleitulaust að þvi að leiða saman þá hópa i flokknum, sem hafa haft mismunandi viðhorf.” Landsfundarfulltrúar vilja væntanlega mjög gjarna fá að heyra afstöðu þína til annarra kandi'data til trúuaðarstarfa fyrir flokkinn. Hvaö meö forinaiininii Geir Hallgrfmsson í þvi sam- bandi? ,,Ég skal fúslega viðurkenna það, að ég hefði gjarna viljað fá opnari umræðu i forystuliði Sjálf- stæðisflokksins um forj'stumál hans, i framhaldi af siðustu kosn- ingum og stjórnarmyndun. Nú er ljóst að Geir Hallgrimsson hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram, og liklegt er að hann verði kjör- inn. Ef ég verð kjörinn varafor- maður flokksins, þá ber mér auð- vitað skylda til þess að standa við hlið formannsins, hver sem hann er.” „Heföir gjama viljað fá opnari umræðu”, segir þú. Hvað áttu við? ,,Ég hefði talið það eðlilegra, miðað .við þá stöðu, sem upp er komin i flokknum, að forystu- sveitin fengi tækifæri til að komast að niðurstöðu óbundin af þvi að formaöur flokksins væri i framboði. Ég tek það fram, að niðurstaðan hefði að sjálfsögðu getað orðið sú, að Geir Hall- grimsson hefði verið talinn heppi- legasta framboðið eftir slilíar umræður. Þessari afstöðu minni hef ég margoftlýst opinberlega.” Teldirðu þá ekki eðlilegt eins og nú er komið málum, að Geir fengi mótframboð til formaiius, þannig að hreinar linur fengjust i afstöðu manna? „Hver veitnema það getikom- ið fram mótframboð”. Fyndist þér sjáifum slikt mót- framboð æskilegt? „Kosningar til formanns og varaformanns eru óbundnar, og allir Sjálfstæðismenn i kjöri. Munurinn á formannskjörinu og varaformannskjörinu nú er hins vegar sá, að formaðurinn gefur kost á sér til endurkjörs, en vara- formaðurinn ekki”. Vilt þú fá stjórnarsiiina á topp piramidans i flokknum? „Ég tel það vera heldur óþén- ugt, að i æðstu trúnaðarstöðum i flokknum sitji menn, sem séu á öndverðum meiði um þessa rikis- stjórn. Mikill minnihluti þing- manna flokksins, flokksráðs og annarra stofnana flokksins, hefur lýst yfir stuðningi við ríkisstjórn- ina og mér finnst það þessvegna varla eðlilegt, að þeiri eigi aðild aö æðstu stjórn flokksins, þótt þessi hópur, og aðrir minnihluta- hópar I flokknum, eigi að sjálf- sögðu að hafa áhrif á stefnu og störf flokksins.” Þú vilt sem sagt ekki sjá Gunn- arsmemi I neinum toppembætt- uin? „Ef landsfundurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að stjórnar- sinnar skuli sitja I æðstu stjórn- inni, þá ber að hlita þvi. A lands- fundi sitja fast að 1000 Sjálfstæð- ismenn, valdir úr hópi starfandi Sjálfstæðismanna um allt land, og það er auðvitað þeirra ddmur, sem er endanlegur i þvi máli.” Nú vitum við ekki hug lands- fundar, enn sem komið er, og ég spyr þig þess vegna en ekki landsfundinn, hvort það sé ekki eðlilegt, að Gunnar og hans menii fái sinn skerf af toppstöðum i flokkuum, þegar skoðauakaniiaii- ir sýna aö 40% Sjálfstæðismaima styðja rikisstjórn Gunnars? „Það eru kjósendur sem ákveða hverjir sitja á þingi fyrir Sjál fstæðisflokkinn. Nokkrir þingmenn flokksins — i raun mik- ill m innihluti,hafa tekið sig sam- an um að standa að núverandi rikisstjórn með öðrum ftokkum, gegn yfirgnæfandi meirihluta flokksráðs. Skoðanakannanir á milli kosninga breyta engu þar um til eða frá, en auðvitað hljóta landsfundarfulltrúar að taka sitt miö af þeim og aðstæöum öllum þegar þeirvelja sina umbjóðend- ur til forystustarfa.” Þú segist hafa stuðning i fram- boði þinu. Getur þú t.d. nafn- greint nokkra stuðuingsmenii iiiiian þingflokksins? ,,Ég kæri mig ekki um það.” Eru beir til? ,,Ég tel það vera ástæðulaust fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins að koma sér saman um, hver sé i framboði til varaformanns við núverandi aðstæður. Einnig er ásæðulaustfyrirþá aðlýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda, þegar ekki er ljóst, hve margir munu gefa kost á sér.” Eu heldurðu að þú fáir stuðuing nokkurra þingmaiiiia, þegar til kemur? „Ég gæfi ekki kost á mér, ef ég gerði mér ekki vonir um að sigra.” Styður Geir þig? „Ég hef ekki spurt hann að því” Hvað með Gunnar? — Nú segir sagan aðGumiar Thoroddseu hafi i eiua tíð talið Friðrik Sophusson uiigan og efnilegan i pólitfkinni og sótt það t.d. mjög fastaðfá haun með i ri'kisstjóniarævintýrið á sinum tima. Þú hafnaðir þvi til- boði Gunnars. Heldur þú að hrifn- ing Gunnars á þér hafi eitthvað dvinað á siðustu misserum? „Það er rangt að Gunnar hafi boðið mér sérstaklega i rikis- stjórnina eða til stuðnings við stjórnina á si'num tima, umfram það, að hann bauð þingflokknum öllum til samstarfs. Ég undir- strika það, aö ég áljt mig hvorki vera i svokölluðum Gunnars- né Geirshópi. Ég er fyrst og fremst Sjálfstæöismaður og höfða fyrst og fremst til almennra Sjálfstæð- ismanna, sem ekki vilja láta draga sig i' dilka”. Hefurðu rætt þitt framboð við Guunar Thoroddsen? „Já, og við Geir Hallgrimsson h'ka.” Hefur Guiinar i þeim samtölum tekið einhverja afstöðu til þins framboðs? „Nei. ” Hvorn viltu sem borgarstjóra- kandídat Sjálfstæðisf lokksius, Al- bert G uöm uudssou eða Davið Oddsson? „Min skoðun er sú, að það eigi að fylgja Urslitum prófkjörs, sem fram fer i næsta mánuði, og ég geri mér vonir um að báðir þessir menn verði i framboði i þvi próf- kjöri, ásamtöðrum góðum mönn- um eins og Magnúsi L. Sveinssyni og Markúsi Erni Antonssyni. Hvorn munt þú setja ofar á lista i þvi prófkjöri? „Frambjóðendum verður ekki raðað i þvi prófkjöri.” Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega i mörgum brotum og brotabrotum i dag, Friðrik? Þið hafið Geirs- og Gunnarsarm ana , A Ibertsliði ð, ungher jahópinn , Guðmnndar-Ey verjaklikuna, Haukdalsgengið, Sólnessöfnuö, lögfræðingana, verkalýðsleiðtog- ana og svo framvegis og fram- vegis. Getur þú bætt nokkrum tugum fylkinga i hópinn og full- komnað hina margklofnu mynd flokksins? Hvað heldurðu að armarnir séu margir i allt? „Sjálfstæðisflokkurinn er byggður upp af einstaklingum fyrst og fremst, og ef telja á brot- in út i ystu æsar, þá er liklega hægt að nota þá tölu, sem við fengum i siðustu Alþingiskosn- ingum.” Þú stendur náttúrlega i kosn- ingasmölun um þcssar mundir. Máttu nokkuð vera að þvi að siuna þingþrasinu á meöan? „Ég hef enn sem komið er,gert lftið i þvi að afla fylgis meðal landsfundarfulltrúa, en mun að sjálfsögðu eiga viðtöl við menn áðuren til landsfundarins kemur. Hins vegar hafa margir lýst yfir stuðningi sem ég er þakklátur fyrir.” Kviðir þú átökunum á lands- fundinum og erkomiim kosninga- skjálfti i þig? „Nei.” Ertu búinn að semja framboðs- ræð una ? „Nei, og óvist er hvort hún verður flutt. Ég held að fram- boðsræða á landsfundi skipti ekki sköpum, heldur það traust sem viðkomandi frambjóðandi hefur unnið sér hjá landsfundarfulltrú- um með starfi sinu i Sjálfstæðis- flokknum, og fyrir Sjálfstæðis- stefnuna.” Er það ráðherrasæti i rikis- stjórn seinna meir, sem rekur þig út f varaformannsslaginn? „Nei, þá hefði verið vænlegra að sitja þægur hjá og biða átekta.” Það hefur mjög verið nefnt að likur séu einnig á framboði Matt- hiasar Bjarnasonar til varafor- manns. Er einhver málefna- ágreiningur á milli ykkar Matthi- asar, sem skilur ykkur að? „Við erum báðir i stjórnarand- stöðu i ftokknum, en það má kannski segja, að einhver áferðarmunur sé á okkur tveim- ur...” ... Annar ungur, hinn kominn á efri ár? „Aldursmunurinn ernáttúrlega staðreynd, sem menn hljóta að sjá, en Matthias hefur tekið mjög harða afstöðu gegn þeim aðilum innan Sjálfstæðisflokksins, sem styðja rikisstjórnina. Ég vil hins vegar þrautreyna, hvort ekki sé hægt að ná þessum hópum saman i stóran og heilsteyptan flokk.” Þú ert sem sé fulltrúi sáttar- gjörðarinnar, en Matthias yrði lúðurskurðarm aðurinn? „Það eru þin orð, en ekki min, og ég tek það fram að Matthias er að minu áliti einn áhrifamesti og skeleggasti þingmaður flokksins og hann fékk góða einkunn sem ráðherra.” Hververður næsti varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins? „Sá sem fær flest atkvæði i varaformannskjörinu á lands- fundinum. Vonandi Friðrik Sop- husson.” eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir:Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.