Helgarpósturinn - 13.11.1981, Side 20
20
Föstudagur 13.
Samtök til eflingar skapandi tónlist
Ariö 1965 var stofnaður
félagsskapur i Chicago er
nefndur var Samtök til eflingar
skapandi tónlist og er
þekktastur undir skammstöfun-
inni AACM. Helstur forvigis-
maður þessara samtaka og
fyrsti forsetivar Muhal Richard
Abrams, pianistiog tónskáld en
meðal félaganna eitthundrað
hafa verið Anthony Braxton og
liðsmenn Art Ensamble of
Chicago og Air. Tönlist AACM
er enginn einn sérstakur djass-
skóli einsog margir hafa haldið,
heldur hafa blómstrað innan
samtakanna ólikar stefnur
skapandi tónlistar og einsog
Abrams segir á einum stað:
„Kallirðu Art Ensamble tónlist-
ina AACM tónlist ertu að skipa
fjölda manna á bás þarsem þeir
eiga ekki heima. Slikt er ekki
hægt!
1 Fálkanum er einstaklega
gott ilrval af tónlist AACM
félaga, sérilagi þeirra úr Art
Ensamble arminum, og er ég
viss um að ekki er betra úrval
þessarar tónlistar I sambæri-
legum verslunum erlendis.
Þetta furðar engan, sem þekkir
ást Asmundar Jónssonar
fyrrum verslunarstjóra Lauga-
vegsverslunarinnar á AACM
mönnum.
Ýmsar af fyrstu upptökum
AACM manna má ,fá i Fálk-
anum ss. Song For (Delmark
410) með saxistanum Joseph
Jarman, Number 1& 2(Nessa 1)
með trompetleikaranum Lester
Bowieog Congliptious (Nessa 2)
með Art Ensamble saxistans
RoscoeMitdiells. Skifur Bowies
og Mitchells verða að teljast
fyrstu skífur Art Ensamble of
Chicago, þótt það nafn hafi ekki
komið til fyrren siðar og slag-
verksmeistarinn Don Moye
slegist ekki I hópinn fyrren 1970.
Hinir voru þar: Bowie,
Mitchell,, Jarman og bassa-
leikarinn Malachi Favors. Það
fást engar skifur með þvi
ensambli nú eftir sjötiu en
von er á hinum rómuðu ECM
skifum þeirra bráðlega.
Einn frumlegasti djassleikari
okkar tima er saxafón og klari-
nettistinn og tónskaáldið
Anthony Braxton. Enginn
djassmaður hefur handleikið
marsa og sirkustónlist jafn
undursamlega og hann og hann
er oft magnaður hljóðfæraleik-
ari hvort sem hann þræðir öng-
stræti milli troðinna slóða, eins-
og á In The Tradition, eða er
frjáls sem fuglinn. Ein herleg
dúóplata fæst nú með honum:
Birth And Rebirth (Black
Saint 0024) þar sem hann er I
kompanii með meistaratrymbl-
inum Max Roach. Upptakan er
frá 1978.
Braxton hefur sam® mikið i
evrópskum stll og það hefur
fyrsti forseti AACM, Muhal
Richard Abrams, lika gert.
Skifa hans Spihumonesty
(Black Saint 0032) er samin i
þessum frjóa svartevrópska
stil, sem hæst hefur náð hjá
þeim Abram & Braxtcn og Cecil
Taylor & Cörlu Bley. Þetta er
ekki óskyld tónlist þriðja
straumi þeirra John Lewis og
Gunther Schullers sem Mingus
og Gunnar Reynir aðhylltust á
stundum. Þó er munurinn sá að
hjá þeim svartevrópsku rennur
afrikaamerevrópa saman I eina
heild, en hjá hinum varð alltaf
eitthvert stilbrot,
góðmálmarnir runnu aldrei
alveg saman i deiglunni.
Mörgum kann að finnast li'tið
djassbragð af Spihumonesty,
frekar en eitthvert nútimatón-
skáldið hafi vélað þar um, en
samspuni einsog Abrams,
Roscoe Mitchell og trombónu-
undrið George Lewis iðka á
elgarpásturinn
Td M>rainS
MU^*icYla
fyrsta verkinu: Triverse,
verður ekki spunnið nema
djassræturnar liggi djúpt.
Abrams kann lika manna best
skil á fortiðinni sbr. Maple Lea
Rag dúó þeirra Braxtons.
Annað verk plötunnar:
Inneroutersight er skrifað fyrir
söngkonuna Jay Clayton, sem
fer á kostum i abstrakt og
rýþimiskum leik. Unichange
nefnist þriðja verkið, nokkuð
braxtonlegt með góðri upphafs-
sveiflu, þótt hún falli ekki að
smekk þeirra sem telja vilja
fjórða rétt i taktinn a la Basie.
Lokaverkið er titilverkið og eru
þar svuntuþeysarar og þeirra
frændur allsráðandi og
fellur mér það slst. Allt
kemur þetta aðsjálfsögðu
Ur penna Abrams.
Fleira gottfrá AACM má'fá I
Fálkanum. Hljómsveitin
Air fer
á kostum I Air Lore
'X (sem fjallað
hefur verið um
i þessum pistl-
um) en þar
leita þeir á vit
Joplins og
Jelly Roll.
Josep
Jarman á
trióplötu
með Don
* ” Moye og
suðurafriska bassa-
leikaranum
Johnny Dyani:
Black Paladius (Black Saint
0042) og aðra: The Magic
Triangle (Blacksaint 0038) þar
sem góðvinur okkar pianistinn
Don Pullen leysir Dyani af
hólmi. Báðar teknar upp 1979.
Svo eru það yngri mennirnir.
Trómbónistinn George Lewis
með Shadow Graph og trompet-
leikarinn LeoSmith með Divine
Love. þarsem hann Bowie og
Kenny Wheeler blása eitt
glymjandi glimrandi trompet-
trió. Lemgur skal ekki talið, en
áhugamönnum um djass bent á
að kynna séreitthvað af verkum
AACM félaga, þó ekki væri
nema til að hafa smá nasasjón
af þvi sem nú er að gerast I
djassheiminum.
Ferskur straumur að norðan
Um mánaðamótin opnaði sýn-
ing á verkum Arnar Inga á
Kjarvalsstöðum. Þetta er önnur
einkasýning listamannsins i
Reykjavík, en örn Ingi er bú-
settur á Akureyri, þar sem hann
hefur sýnt reglulega, allt frá
1973. Þá hefur hann tekið þátt i
fjölmörgum samsýningum og
kynnt list slna um landið vltt og
breitt.
Það sem einkennir þessa sýn-
ingu fyrst og fremst, er sú
grundvallarbreyting sem oröin
er á listsköpun Arnar Inga. Það
er ekki tæknin einungis, sem er
önnur, heldur hugmyndin sem
liggur að baki hverju verki.
Fyrri verk Arnar voru bundin
við ljóðræna og jafnvel nokkuð
rómantiska landslagsmálun. Nú
hefur hann lagt pensilinn á hill-
una og horfið frá málverkinu til
myndverksins.
Þessi nýju verk eru unnin i
margvísleg efni og eru þar ljós-
myndir og smáhlutir áberandi.
Flest verkin hanga á veggjum
sem myndir, en nokkur eru fri-
standandi og eru þvi mörkin
milli skúlptúrs og veggmyndar
næsta óglögg.
011 samsetning verkanna er
mjög fagmannleg. Yfir þeim er
fágaður blær handverksmanns,
jafnvel munaður, þvi Orn Ingi
sparar ekki við sig efniskostnað
til aö tryggja skýra framsetn-
ingu. Reyndar gerir hann sér
vel grein fyrir mikilvægi hand-
bragðsins, því segja má að
verkin standi og falli með þvl.
Þau eru greinilega conceptuels
eölis og gætu þvi hæglega flokk-
ast undir hugmyndalist eöa ný-
list. Þó er greinilegur munur á
myndverkum Arnar Inga og
þeirri hugmyndalist sem Reyk-
víkingar hafa átt að venjast
hingað til.
Þessi munur byggist á ólikum
grundvallarforsendum. Hug-
myndalist eða concept-Iist
hverfist um sjálfa sig og hugtök
þau sem lúta aö list. örn Ingi
beinir hugmyndum sinum út
fyrir hugtakið „list”, I flestum
tilfellum og skapar þeim þjóð-
félagslega umgjörð. Verk hans
miða ekki að þvi að vikka út
mengi sjónlistar, heldur breyta
bókmenntalegum upplýsingum
I myndmál. Þau nálgast það að
vera myndgerðar dæmisögur,
jafnvel táknmyndir eða allegór-
iur, sem lesa má úr með þvi að
, JÞað er sterkur hugleiðingatónn I
myndverkum Arnar Inga,” segir
Halldór Björn Runólfsson i um-
sögn um sýningu Arnar á Kjar-
valsstöðum.
dvelja nógu lengi framan við
verkið. Einnig hjálpa nöfn verk-
anna til að koma áhorfendum á
sporðið.
Þannig er sterkur hugleið-
ingatónn I myndverkum Arnar
Inga, sem færa þau nær þeim
anga popp-listar, sem lýtur að
þjóðfélagslegri sklrskotun. Má I
þessu sambandi benda á Cale-
forniu-manninn Edward Kien-
holz, sem eins og örn Ingi er
sérstæður, ekki einungis sem
myndlistarmaður heldur og
vegna landfræðilegrar búsetu.
örn Ingi er þó langt frá þvi að
vera jafn bitur og Kienholz.
Myndir hans eru miklu fremur
góðlátlegt grin, I mesta lagi
háðskar. Ef satt skal segja,
dettur manni I hug Bruegel og
sérstæður mannerismi hans,
þegar litið er á sumar myndir
Arnar. Þaö örlar ekki á neinum
sterkum siðaboðskap,þótt siður
og háttur samtiðarinnar sé
listamanninum hugleikinn. Til
þesser öm Ingi, raunar eins og
hinn flæmski fyrirrennari hans,
of mikill húmanisti.
Sýning Arnar Inga sannar
ótvirætt, að sérstæð og athyglis-
verð list dafnar nú fyrir norðan
og mættu Reykvikingar lita ögn
upp úr eigin naflaskoðun, til að
meðtaka strauma annars staðar
frá.
Manneskjur á bak við skeljar
Alþýðuleikhúsið sýnir
Elskaðu mig eftir Vitu And-
ersen i þýðingu tJlfs Hjörvar. Að
sýningunni standa: Amar Jóns-
son, Bjarni Ingvarsson, Dóra
Einarsdóttir, Eggert Þorleifs-
son, Grétar Reynisson, Sigrún
Valbergsdóttir og Tinna Gunn-
laugsdóttir.
Það er ekki ýkja langt siðan
danska skáldkonan Vita And-
ersen kvaddi sér fyrst hljdðs
með ljóðabókinni Trygheds-
narkomaner (isl. t klóm
öryggisins, Lystræninginn
1979). Þessi bók vakti strax
verðskuldaða athygliog höfund-
urinn fylgdi vinsældunum eftir
með stórmerku smásagnasafni
Hdd kæft og vær smuk. Siðan
hefur hún gefið út tvær ljóða-
bækur jafnframt þvi sem hún
skrifaði leikritið Elskaðu mig.
Það sem einkennir verk Vitu
fyrst og fremst er hreinskilni og
hispursleysi, lýsingarnar eru
umbúðalausar og beinskeyttar.
Verkin fjalla um konur og þá
örðugleika sem þær eiga við að
glima kynferöis sins vegna. Vita
skrifar mjög greinilega út frá
eigin reynslu og umfjöllun
hennar er einkar trúverðug.
Hún gerir mikið úr dhrifum
uppeldisins á konur og gagn-
rýnir jafnt foreldra sem stofn-
anir i' þeim efnum. Persónur
hennar eru oft klofnar, hafa
myndað um sig harða skel sem
virðist þola mótlætið en undir
skelinni kraumar manneskjan,
óirugg, óhamingjusöm i þján-
ingum si'num.
Leikritið Elskaðu mig er að
flestu leyti beint framhald af
sögum og ljóðum höfundar, og
kallaði reyndar fram ákveðið
atriði úr þeim. 1 verkinu er
greint frá tveimur persónum,
þeim Maj og Tom. 1 fyrri hlut-
anum segja þau sögu sina hvort
I si'nu lagi, greina frá æsku og
uppvexti, væntingum og von-
brigðum. Þessi sundurtætta og
brotakennda frásögn miðar öll
aðþvfaðsýna hægfara myndun
skeljarinnar sem einstak-
lir^amir að lokum skýla sér á
bak við. Þegar þau hittast slðan
fyrst I einrúmi eru skeljarnar
pottþéttar og viðkynning þeirra
þvifölsk. Enhin eiginlega skap-
gerð og heftar tilfinningar
brjótast út um leið og þau Maj
og Tom eru ekki lengur úti á
hinum frjálsa mannveru-
markaði heldur komin i sambýli
sem krefst annarra gilda. Þá
verður uppgjörið, kröftugt, mis-
kunnarlaust og eyðileggjandi.
Þau Maj og Tom hafa innst
inni mikla þörf fyrir útrás til-
finninga sinna og eru i raun að
beiðast hins sama, Elskaðu
mig! En þau eru einnig alls-
endis ófær um að leiða tilfinn-
ingar sinar á þá braut og þar
koma tfl hin hefðarhelguðu hlut-
verk sem þau hafa verið alin
upp til að leBca. Hún er þrúguð
af oki þvi sem vikublöðin og
hugmyndaheimur þeirra leggur
á hana. Hann er fastur i rullu
hins sterka karlmanns sem
aldrei lætur troða á sér. Ádeila
Vitu Andersen er sterk og það er
mjög greinUegt að hún leggur
sig i lirna við að skilja og skil-
greina tilfinningar sinna skjól-
stæðinga, jafnt hans sem
hennar.
Það er alveg ljóst að Vita nær
í þessu verki að segja meiningu
sfna, en hins vegar nýtir hún
möguleika leikhússins litið.
Elskaðu mig er sem leikhúsverk
harla frumstætt, fremur út-
varpsle&rit en sviðsverk. Upp-
setning Alþýðuleikhússins liður
fyrir þetta sem eðlilegt er. Þeim
hefur ekki tekist að skapa frá-
sögninni þá umgerð sem hún
e.t.v. þarfnast. Þó kemur ágæt-
lega út aöláta töna klarinettsins
magna upp þau átök sem text-
inn fdur i sér. A stundum voru
þótónar þdrsem Eggertkreisti
úr hljóðfærinu beinlinis óbæri-
legir hljóðhimnum mlnum.
Þau Tinna Gunnlaugsdóttir og
Tinna og Arnar — tókst oft á tiðum stórvel upp og þá komu hinar tvi-
skiptu persónur vel fram, segir Sigurður m.a. I umsögn sinni um
sýningu Alþýðuleikhússins á verki Vitu Andersen, Elskaðu mig,
sem hann segir þó ekki hafa tekist aðskapa rétta umgjörð.
Arnar Jónsson leika þau Maj og
Tom. Þeim tókst oft á tiðum
stórvel upp og þá komu hinar
tviskiptu persónur vd fram.
t.a.m. í atriðinu á veitínga-
staðnum. Tinnu gekk þetta þó
sýnu betur. Atökin innra með
Maj komu greinilega fram, hún
var oft átakanleg i einsemd
sinni en jafnframt styrk i upp-
reisninni. Arnari gekk ekki eins
vel að tengja milli uppvaxtar-
sögunnar og hins mótaða full-
orðna Toms. Þá varhann dnnig
óöruggari en maður á að
venjast frá hans hendi.
Ég hafði ánægju af þessari
sýningu.Hins vegar kannþar að
spila inní að undanfarin ár hef
ég verið handgenginn verkum
Vitu og hafið hana yfir alla
gagnrýni. Fyrir þá sem ekkert
þekkja til verka Vitu á ég ekki
annað ráð en að þeirgangi henni
einnig á hönd; sýning Alþýðu-
leikhússins gefur góða mynd af
henni, og höfundareinkennum
hennar.
P.S.Sásem þettahamraðiá rit-
vél var svo óheppinn að lenda I
heldur laslegu sæti f Hafnarbiói
(eflaust hefur það ekki skánað
við það) og svo var um fleiri.
Það getur hreinlega skemmt
kvöldið fyrir leikhúsgestum að
þurfa að veita drjúgum hluta
einbeitingarinnar i að tolla i
sliguðu sæti og þvi væri hollráð
að senda þá laghentustu i
hópnum til að lappa upp á verst
förnu stólana.