Helgarpósturinn - 26.11.1982, Síða 9

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Síða 9
9 -P&sturinn Föstudagur 26. nóvember 1982 meistaraverk, hvort sem litið er á persónusköpun og tilfinninga- ferli persónanna, byggingu verksins eða texta. Ennfremur fæ ég ekki betur séð en þýðing Thors Vilhjálms- sonar sé með afbrigðum vel gerð og langt síðan maður hefur haft jafn mikla unun af að hlusta á leiktexta. Fjórir og hálfur tími Til að leikstýra þessu verki hér í Þjóðleikhúsinu er fenginn Am- eríkumaður, Kent Paul, sem hef- ur að sögn getið sér gott orð þar í landi, einkum fyrir sviðsetningar á verkum 0‘Neill. Ég get ekki að því gert að mér finnst það hálf undarleg ráðstöfun að fá út- lending, sem ekki skilur baun í íslensku,til að leikstýra verki sem er jafn bundið texta og Dagleiðin langa. Uppfærslan er að flestu leyti hefðbundin, stofudrama þar sem fólk kemur og fer og í sjálfu sér allt gott um það að segja. Hinsvegar er sýningin fremur hæg og hefði gjarnan mátt vera í henni meiri hraði á stundum. Það er meiriháttar trú á leikhúsgestum að ætla þeim að sitja spenntir í fjóra og hálfan tíma, þó að fullkomið meistara- stykki sé á fjölunum. Ég trúi ekki öðru en að unnt sé að stytta verk- ið.með fullri virðingu og trúnaði við 0‘Neill. En af sjálfu leiðir að leikstjóri sem ekki kann íslensku getur ekki unnið slíkt verk. Ég veit ekki hvort hægt er að ætlast til þess að leikarar geti haldið sal í spennu í fjóra og hálf- an tíma. Það útheimtir trúlega meira þrek og magnaðri leik en flestum leikurum er gefið. En þó að meistaratilþrif sem til slíks dygðu væru ekki á sviði Þjóðleikhússins er ekki hægt að segja annað en að leikararnir stæðu sig mjög vel miðað við gefnar forsendur, og meira en það. Þóra Friðriksdóttir leikur móðurina og vinnur að mínu áliti stóran leiksigur í þessu hlutverki. Hún hefur fullkomið vald á per- sónunni og sýnir snilldarlega þró- un hennar meðan hún er að falla fyrir eitrinu. Ég hef sjaldan séð eins mikla nákvæmni í persónu- sköpun. Það er ekki sérlega mik- ill vandi að leika sjúklinga eða brjálað fólk, en það er mikill vandi að sýna stig af stigi hvernig sjúkdómurinn eða brjálæðið nær smám saman valdi á persónunni þar til hún er að lokum sokkin langt inn í sjálfa sig og fortíðina. Arnar Jónsson leikur með miklum ágætum eldri soninn og sýnir á mjög sannfærandi hátt yfirborðsmennsku hans sem er einskonar bergmál innri tómleika og heiftar sem stundum brýst upp á yfirborðið. Persónusköpun Arnars er heil og við skynjum manngerðina í botn. Rúrík Haraldsson leikur föðurinn. Það er margt mjög vel gert í leik Rúríks og hann er jafn- vel magnaður á köflum, einkan- lega í samskiptum hans við móðurina. Hinsvegar finnst mér demoninn í föðurnum, djöfullinn sem í honum býr og snýr einkum að bræðrunum, ekki vera nógu skýr og þessvegna verður spenn- an milli feðganna ekki nógu mikil. En það stafar einnig af því að yngri bróðirinn, Edmund, sem Júlíus Hjörleifsson leikur, er ekki heldur nógu sterk persóna á sviðinu. Reyndar er týpan sem Júlíus býr til ágæt og leikur hans samkvæmur sjálfum sér út alla sýninguna en hana skortir meiri dýpt, sem varla er hægt að ætlast til af jafn ungum og óreyndum leikara. Það er því nokkuð ósamræmi milli leiks Þóru og Arnars annars- vegar og Rúriks og Júlíusar, sem sýningin þolir illa. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur hressilega eins og hennar er vandi, lítið aukahlutverk þjón- ustustúlkunnar á heimilinu. En þrátt fyrir allt er hér á ferð- inni mögnuð sýning á meistara- verki sem Þjóðleikhúsið á þakkir skildar fyrir að setja á svið. Rétt er að taka fram að leikrit- ið var áður sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1959 undir nafninu Húmar hægt að kveldi. G.Ást Allt á sínum stað Þorsteinn frá Hamri: SPJÓTA- LÖG Á SPEGIL (l.ióð). Iðunn Rvík 1982. A sjöunda áratugnum var Þor- steinn frá Hamri eitt atkvæða- og afkastamest íslenskra ljóðskálda og vann sér þá hylli allra ljóð- unnenda. Hafa margir okkar jafnan síðan sett hann einna næstan hjarta sér þá tal hefur bor- ist að góðskáldum. Með áttunda áratugnum tók hann að fara sér miklu hægar á þessari braut og naumast var nokkuð eftir nema innsti kjarninn. Svipuð eru vinnubrögð Þorsteins: þegar upp er staðið er öngu orði ofaukið, allt á sínum stað. Ef grannt er skoðað held ég þó tvennt sé með nýjum hætti í Spjótalögum á spegii - séð í ljósi fyrri bókanna. Annað er hálfkær- ingur sem minnir meira á róman- tískt háð en önnur stílbrögð, og mér finnst í fljótu bragði ekki hafa verið jafnáleitinn áður. Hitt hefur nú um skeið látið fimm ár milli bóka. Ekki verða afköstin heldur talin mikil í blaðsíðum mæld: að þessu sinni 45 smáljóð - og þó þremur færri, því j afnmarg- ar eru þýðingar á Ijóðum þýska skáldsins Hermann Hesse. Þessi fjörutíuogtvö frumortu ljóð koma til okkar líkt og staðfest- ing þess sem áður var orðið. Enn er ort um svipuð efni, ræturnar hinar sömu í miðaldakveðskap okkar og sögu, líkingarnar oft kunnuglegar úr fyrri bókum (hér er t.a.m. ort um veðrið með lík- um hætti og fyrr) - en listatökin líka söm og fyrr, ef ekki fágaðri. Mér kemur raunar oft í hugann lýsing Halldórs Laxness á kveð- skap Jóhanns Jónssonar þegar ég les nýleg ljóð Þorsteins. Halldór talaði um að Jóhann hefði sífellt verið að bleðja ljóð sín þangað til er beisk sjálfsásökun, sem m.a. birtist í þessari mynd í því kvæði bókarinnar sem skýrir heiti henn- ar: „Samvizka - / sál mín herðir / spjótalög í spegil.“ Þessu til árétt- ingar er á kápu bókar mynd af höfundinum þar sem hann spegl- ar sig í brotnum spegli. Það hefur lengi þótt góð latína skáldum að draga í efa mátt ljóðsins. Þetta hefur Þorsteinn tekið undir áður, og nú skerst hann ekki heldur úr leik: „Vér lögðum á brattann // Sól gekk undir/ við sefafjöll // Á brast orðahríð //Vér lifum og nögum / ljóðkjúkuna" (Rúnarista) - og í sama anda talar dísin (í sam- nefndu ljóði) um dvergaskipin sem henni finnst hún sjá „sundr- uð í naustum" og bætir við, máski fyrir munn höfundar síns: „og sú er römmust raunin.“ Þorsteinn frá Hamri - hafðu öngvar áhyggjur, ég er hér enn. Allt um þetta er þó einhverja von að finna nú sem fyrr: „Draumasmiðurinn dýri býr / í steini, / á steininum heldur / höndin ein.“ - Eða er það kann- ski missýning bjartsýnismanns að þessi hönd muni geta verndað draumasmiðinn dýra? Það hefur þegar margt verið skrifað um skáldskap Þorsteins, og meira verður það síðar. Mönnum hefur þá gjarna orðið tíðrætt um hinn sérkennilega samruna ljóðhefðarinnar og nútímaljóðs í kveðskap hans. Enn er hann þar við sama heygarðshorn - jafnvel feti nær hefðinni nú en áður, en vel að merkja aðeins í hinum ytri bún- ingi, ekki í myndsmíð og mál- notkun. Eitthvert álitlegasta ljóð bókarinnar, Blikur, finnst mér lýsa þessu vel: „Nú er kynlega / nóttum varið. // Niða auðnir / í fjarskans dul. // Hugurinn einsog /aldarfarið / er að snúast / í norðankul. // Þú sofnar ekki. // Senn verður barið.“ Þetta er ekki bók mikilla nýj- unga eða tímamóta á ferli Þor- steins, en þetta er bókin sem kemur til allra ljóðvina svo segj- andi: Hafðu öngvar áhyggjur, ég er hér enn. - Og ljóðvinir geta gjarna svarað: Það er gott að vita, því það hyggjum við að þú yrkir betur en páfinn. - HP liíwin ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ framúrskt lágmt randii Bfóhöllinn: Snákurinn ★ ★★ sjá umsögn í Listapósti. Svörtu tígrisdýrin (Good Guys Wear Black). Bandarísk. Argerð 1979. Leikstjóri: Ted Post. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jim Backus. Væntanlega heilmikil hasarmynd, þvi Chuck Norris er þekktur fyrir annað en rólegar vanda- málamyndir. Áreiðanlega mikil slagsmái. ★ ★ ★ Atlantic City. Bandarísk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Burt Lanc- aster, Susan Sarandon, Michel Piccoli. ★ ★★ Fram I sviðsljósið (Being There). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eiginskál sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjórk Hal Ashby. Dauðahelgi (Death Weekend). Bandarisk. Leikendur: Don Stroud, Brenda Vaccaro. Hryllingsmynd um morðóða þremenninga, sem elta par. Númer eitt (Number one). Bresk kvikmynd. Leikendur: Gareth Hunt, Nlck Tate. Leik- stjóri: Lindsay Shonteff. Hörkugrin gert að James Bond og h'ans likum. Góð skemmtun fyrir þunnildi og gellur. Regnboginn:* * Britannia Hospital. - sjá umsögn í Listapósti ★ ★ ★ Stórsöngkonan (Diva). Frönsk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: J.-J. Beineix og J.V. Hamme. Leikendur: Wilhelmina Wiggins Fernandez, Fréderic Andrei, Richard Bohringer, Thuy An Luu. Leikstjóri: Je- an-Jacques Beineix. Hörkuspennandi og Irábærlega vel gerð saka- málamynd um ævintýri tónlistaróðs póst- manns. Paradis frá upphafi til enda. Sovésk kvikmyndavika: Upphaf frækilegs ferils. Gerð eftir skáldverki Tolstoj. Leikstjóri: Sergej Gerasimov. Söguleg mynd um Pétur mikla Rússlandskeis- ara. Ó iþróttir, þér eruð friður. Yfirlitsmynd um Olympíuleikana í Moskvu 1980. Leikstjóri: Júri Ozerov. Hviti hundurinn Bim með svarta eyrað. Leik- stjóri: Stanislavs Rostotski. Mynd um hvolp, sem ekki er eins og aðrir hvolp- ar. Myndin var útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir fjórum árum. Hin heittelskaða Gavrilovs vélstjóra. Leik- stjóri: Sergej Bodrov. Ung kona bíður eftir unnusta sínum, en hann lætur ekki sjá sig. Slæmt er það, þau áttu nefni- lega að ganga í hjónaband. En öll él birtir upp um síðir... Nýja bfó: Fimmta hæðin (The Fifth Floor). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1979. Handrit: Meyer Dol- insky. Leikendur: Bo Hopkins, Dianne Hull, Patti d’Arbanville. Leikstjóri: Howard Avedis. Ung stúlka lendir inni á 5. hæð geðveikra- hælis og á þar ekki sjö dagana sæla. Undan- komuleiðin er erfið. Laugarásbíó: Bófastríðið (The Gangster Wars). Banda- rísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Mic- hael Nouri, Brian Benben, Joe Penny, Ric- hard Castellano. Leikstjóri: Richard Sar- afian. Lucky Luciano, Al Capone og aðrir góðir glæp- amenn trölirfða myndlfletinum í blóðrauðu baði og baráttu um völdin í myrkum undirheimum stórborgarinnar. Sannsöguleg mynd. Austurbæjarbíó: * Private Benjamin (Óbreytti soldátinn Benja- mín). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Goldie Hawn, Eileen Brennan. Stelpa fer i herinn og lendir í ævintýrum. Fynd- num sumum, ófyndnum öðrum. Tónabíó: ** Dýragarðsbörnin. (Christiane F.). Þýsk kvik- mynd, með ensku taii, árgerð 1981. Leikendur: Natja Brunkhorst, Thomas Haustein. Leikstjóri: Ulrich Edel. Myndin er i lengra lagi og vonin, sem oft kviknar í bókinni, verkar ekki jafn sterkt i myndinni. En vafalaust er þetta allt umhugsunarvert. Lögberg: Á föstudag kl. 19 verða sýndar tvær spænskar myndir í stofu 103. Myndirnar eru sýndar á vegum spænska sendiráðsins á Islandi í sam- vinnu við spænskudeild háskólans. Þær heita Placido eftir Luis G. Berlanga og La Cabina eftir A. Mercero. Myndirnar eru sýndar með spænsku tali. Fjalakötturinn: Laugardagur: Roots, Rock, Reggae. Rokkmynd frá Jama- ica, þar sem reynt er að gefa fólki innsýn í það umhverfi, sem reggae-tónlistin er sprottin úr. Sýnd kl. 15 og 17. Sunnudagur: Kl. 17: Ameriski frændinn (Mon oncle d’Am- erique). Frönsk, árgerð 1980. Leikendur: Gérard Depardieu, Nicole Garcia, Roger Pi- erre. Leikstjóri: Alain Resnais. Verðlaunamynd eftir hinn frábæra franska leik- sfjóra. Mynd sem allir verða að sjá. Kl. 19: Leyndardómur líffæranna eftir þann júgóslavneska Dusan Makavejev (Sweet Mo- vie og Montenegro). ★ ★ jgÓð ★ þolanleg 0 léleg Stjörnubfó * * Nágrannarnir (Neighbors) Bandarisk. Árgerð 1981. Handrit: Larry Gelbart, eftir skáldsögu Thomas Berger. Leikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk: John Belushi, Dan Aykroyd, Cathy Moriarty, Kathryn Walker. . Amerískur absúrdismi þessarar myndar er farsakennt tilbrigði við einskonar Harold Pint- er-hremmingu. Millistéttarhjónum (Belushi og Walker) hrútleiðist yfir sjálfum sér og sjónvarpinu sínu á föstudagskvöldi uns öllu „gildismati" er um- turnað við komu nýrra nágranna (Aykroyd og Moriarty). Það er oft ansi gaman að þessu rugli, einkum umhverlis Belushi heitinn, sem má þakka forsjóninni (eða einhverju) fyrir að þetta varð hans síðasta mynd en ekki Rannsóknarblaðamaðurinn sem Laugarásbíó sýndi fyrir skömmu. Fyrir utan Belushi og lunknar efnisforsendur myndarinnar vantar dálítiö ugpá að hún sé fullnægjandi. Hún er á of hægri ferð og hún er líka of grunn og ódýr í restina. ★ ★ ★ A: Byssurnar frá Navarone. (The Guns of Navarone). Bresk mynd. Leikendur: Greg- ory Peck, Anthony Quinn, David Niven. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Með betri spennumyndum. Hefur litið elst. Góð skemmtun fyrir alla. ★ ★ 9: Leynilögreglumaðurinn (The Cheap Det- ective). Bandarísk, árgerð 1979. Handrit: Neil Simon. Leikendur: Peter Falk, Ann- Margret. Leikstjóri: Robert Moore. Stólpagrín að gömlu góðu löggumyndunum. Gaman. kl. 5 og 11. Háskólabíó: Elskhugi Lady Chatterley. (Lady Chatterley’s Lover) Bresk/frönsk. Ár- gerð 1979. Leikstjóri Just Jackin. Að- alhlutverk: Sylvla Kristel, Nicholas Clay. Mynd eftir hinni heimsfrægu sögu D.H. Lawrence um hjónaband lafðinnar, um stríðið og áhrif þess á hjónabandið og síðast en ekki sist um ástir lafðinnar og elskhugans. Just Jackin og Sylvia Kristel eru fólkið á bak við Emmanuelle- myndirnar og þessi mynd er í þeim stfl. Bíóbær: Einvígið (Harry’s War). Bandarisk. Árgerð 1981. Aðalhlutverk: Edward Herrmann, Ger- aldine Page. Grinmynd um styrjarldarbasl í anda sjónvarp- sþáttanna MASH. Á rúmstokknum (What the Swedish Butler Saw). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Ole Söltoft, Sue Longhurst, Malou Cartwright. Þrívíddarkynlífskómedía á vetrarkvöldi. Gam- alkunnir og gamalreyndir leikarar. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 11.15. toillist Kjarvalsstaöir: Pólska tónskáldið og píanóleikarinn Zygmund Krauze flytur fjöllistaverk fyrir kvikmynd, mynd- vörpu og tónband á föstudag kl. 20.20. Holtagar&ar: Sinfóníuhljómsveit Islands heldur vinnustaðatón- leika i dag, föstudag, kl. 11.30. Samvinnumenn hlusta með öndina í hálsinum. Gamla bíó: Islenska hljómsveitin heldur tónleika á laugardag kl. 14. Að þessu sinni verða tónleikarnir helgaðir tónskaldinu Franz Joeph Haydn, en í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Meðal annars verður flutt verk, sem sex íslensk tónskáld hafa samið, tilbrigði um stef eftir meistarann sjálfan. Guð- mundur Emilsson stjórnar sveitinni. Bústaðakirkja: Nýja strengjasveitin heldur tónleika á mariudag kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Snorra Sigfús Birgisson (frumflutningur), Bach, Förster og Niels- en. Einleikarar eru Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari og Joseph Ognibene hornleikari. Hafharbíó: Hörkutónleikar á föstudag kl. 22. Fjöldamargar frægar sveitir leika: Trúðurinn, Hjörtur Geirsson, Hin konunglega flugeldarokksveit, Jói á hakan- um, Vonbrigði og Þeyr. Aðgangseyrir er 100 krón- ur en félagsmenn Upp og ofan fá 20% afslátt. Fjölmennið. Geimið stendur eitthvað fram yfir miðnætti. vidniríir Kjarvalsstaðir Samtökin Líf og land gangast fyrir ráðsiefnu um „mann og vísindu” um helgina. Ráðstefnan hefst á laugardag kl. 10.00 og verða þar flutt fjölmðrg erindi. Mætum öll og sýnum samstöðu með lítil- magnanum. Norræna húsið Samtök um kvennaathvarf efna til aðalfundar á laugardag kl. 14. Allir áhugasamir menn og konur vel-komin. íbúasamtök Þingholtanna: Mætum öll á fundinn í Sóknarsalnum að Freyju- götu 27 á mánudagskvöld kl. 20.30, þar sem rætt verður um deiliskipulag einstakra reita, nýbygg- ingar (Óðinsgötu 16) og umferðarmál. Fjörugur fundur. Hinir og þessir úr stjóminni (ekki rikis- stjórninni). Vélsmiðjan Héðinn: Nýjungar í rafsuðu verða kynntar í húsi Héðins að Seljavegi 2 á laugardag og mánudag. Hér er um að ræða kynningu átækjum fráfyrirtækinu ESAB. Áhugamenn um rafsuðu eru hvattir til að fjöl- menna.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.