Helgarpósturinn - 07.01.1983, Síða 12
12
Föstudagur 7. janúar 1983 ýp&sturinn
Anna Björnsdóttir var að laga súkkulaði í litla eldhúsinu í risíbúðinni
þeirra Jakobs Magnússonar á Tjarnargötunni. Diskur með hrökk-
brauði og osti var á borðinu. - Þótt ég sé afskaplega mikið fyrir
heilsufæði finnst mér að kakó tilheyri jólunum, sagði hún og dró fram
skál með þeyttum rjóma. - Geturðu tekið þetta með þér inní stofu? Eg
ætla bara að taka símann úr sambandi svo við verðum ekki trufluð á
meðan. Svo setti hún símann í samband við lítið segulbandstæki, sem
svaraði þeim er hringdu og sagði: Góðan dag, vinsamlegast skildu eftir
nafn og númer og við hringjum um hæl. Síðan kemur örlítill sónn og þá
ber manni að tala. Nú, eða syngja. Það getur enginn stöðvað mann rétt
á meðan, maskínan tekur þegjandi við öllum skilaboðum.
Anna kom með öskubakka. „Ég er eiginlega að læra að reykja, “ sagði
hún. „Ég er í námi hjá Eggert Þorleifssyni, félaga mínum og vini úr
Stuðmannamyndinni. Hann er að kenna mér tökin og ýmis trikk með
eldspýtustokka fyrir kvikmynd, sem ég mun cf til vill leika í vestra í lok
janúar. Mér stendur til boða að leika þar kalda kerlingu, cinkaspæjara,
sem reykir eins og veghefilsstjóri. Galbnn cr bara sá, að ég er ckki nógu
hress með handritið.“
„Já, hann er lúnaður. En hann er yndisleg
manneskja. Hann er svo fullur af lífsgleði og
lífskrafti, að ég hef sjaldan kynnst öðru eins.
Hann nýtur augnabliksins eins og barn - og
það er sjaldgæft ífólki, sem er komið á fimm-
tugsaldurinn. Hann hafði mjög góð áhrif á
skap allra, sem unnu að þessari mynd.“
- Svo að þú ætlar að verða leikari þegar þú
verður stór?
„Ég vil verða leikari næst. Ég hef unnið við
fjöldamargt í gegnum tíðina. Ég hef verið í
fiski, á handfærum, á síld, skúrað gólf á spít-
ala, unnið á skrifstofu og sitthvað fleira. Nú
er ég að vinna við kvikmyndir. Les fjölda-
mörg handrit. Sum eru góð, önnur eru ekki
eins góð. En þótt manni lítist vel á handrit og
geti vel hugsað sér að leika í kvikmynd eftir
því, þá getur maður aldrei ráðið hvernig út-
koman verður. Ég reyni bara að gera mitt
besta. Stundum hef ég haft gaman af því hér
heima að vera spurð: Jæja, væna mín. Ertu
búin að fá tilboð? Sem þýðir: hafa þér verið
boðnir gull grænir skógar? Þannig gerist það
ekki lengur í Hollywood. Ekki einu sinni fyrir
umst fyrst við í Englandi."
- En Ameríka. Hvernig stóð á því?
„Þegar ég hætti að vinna í Evrópu kom ég
heim með Jakobi og setti upp heimili hér í
Tjarnargötunni. Jakob var blaðamaður á
Dagblaðinu sáluga en fékk svo boð um að
fara í hljómleikaferðalag um Kanada og
Bandaríkin í nokkrar vikur. Ég fór með - og
var svo heppin, að ég gat unnið fyrir mér við
sýningarstörf hvar sem við komum í Kanada.
Eg var með myndamöppuna mína með mér,
atvinnutæki sýningarstúlkunnar, og komst
alltaf að. Stundum var ég einum og tveimur
dögum lengur en hljómsveitin, stundum fylg-
di ég þeim fast eftir. En mér þótti gott að geta
unnið og vera ekki bara „hljómsveitartuðra."
Á endanum komum við til Los Angeles og
ætluðum bara að vera í viku. Okkur leist þó
svo vel á staðinn, að við erum búin að vera
þar í fimm ár. Ég veit eiginlega ekki hvernig
þetta hefur gengið. Við áttum tvö hundruð
dollara þegar við komum þangað. Ég veð-
setti allar myndavélarnar mínar og linsurnar
og svo keyptum við okkur bílhræ og fórum að
- Hvað gerirðu þá?
„Ja, það er nú það. Það er ekkí mikið að
gera í þessum bransa í Bandaríkjunum. Efna-
hagsástandið er slakt og samdráttur á þessu
sviði eins og öðrum. Og þá held ég að það sé
betra að vinna en að sitja bara á rassinum og
bíða eftir að kraftaverk gerist."
- Við ættum kannski að byrja á að negla eitt
niður: hvað er það nákvæmlega, sem þú ert
að starfa við þarna vestur í Hollywood?
„Undanfarin tvö ár hef ég gert aðallega
þrennt: stundað leiklistarnám, leikið í kvik-
myndum og fengist við auglýsingar, þ.e. ver-
ið módel í sjónvarpsauglýsingum. Fyrir þess-
um tveimur árum síðan hætti ég að fást við
sýningarstörf, að sjónvarpsauglýsingum
undanskildt n.Það gefur tækifæri til að
stunda leiklistarnámið - undanfarin fjögur ár
hef ég sótt tíma þrjú kvöld í viku og verið einn
og tvo daga vikulega að auki. Svona lausa-
mennska-eða free-lance vinna - á vel við
mig.
Auðvitað er maður stundum alveg
staurblankur og ágætlega fjáður inn á milli,
en ég hef þó tækifæri til að gera það sem mig
langar til að gera.“
Malcolm McDowcll
og
hljóms veita tuðran
- Og hvað hefurðu verið að gera að undan-
förnu?
„Eftir Stuðmannamyndina hér heima í sum-
ar lék ég í kvikmynd, sem heitir Get Crazy.
Hún fjallar um líf rokkara, gerist á gamlárs-
kvöld. Þar lék ég...hvað er það aftur kallað?
Hljómsveitatuðru ? Jæja, ég lék þar greifa-
ynju, sem jafnframt var kærasta rokkara,
sem var farinn að eldast. Hann var leikinn af
Malcolm McDowell. Þau lifa í mjög óraun-
verulegum heimi - aka um í límósínum,
borða kavíar upp úr krukkum og drekka bara
kampavín. En þetta var mjög gaman og
Malcolm er frábær náungi. Mjög skemmti-
legur. Hann var mér mikil hjálp í þessari
vinnu - í rauninni leitaði ég meira til hans en
til ieikstjórans, sem hafði auðvitað nóg á
sinni könnu. Tvö þúsund statista einn daginn
og svo framvegis."
- Maður hefur á tilfinningunni að Malcolm
McDowell sé...ja, dálítið skrítinn, svo ekki
sé meira sagt.
menn eins og Dustin Hoffman og Jack N ic-
holson. Þeir voru báðir búnir að leika og lifa
við sult og seyru í tíu ár eða meira áður en
fólk fór að taka eftir þeim og þeir fóru að geta
valið úr kvikmyndahandritum. Aðalatriðið
er að mann langi til að leika. Langi mann það
verður maður líka að hafa úthald og hæfi-
leika."
Alltaf heppin
- Snúum aðeins til baka. Þú hafðir sáralítið
fengist við sýningarstörf hér heima. Hvernig
stóð á því að þú fórst utan í upphafi?
„Ég ætlaði mér að fara í myndlistarskóla.
En svo hitti ég enskan ljósmyndara í flugvél
og hann hvatti mig eindregið til að koma til
Englands, hann fullvissaði mig um að ég gæti
staðið mig vel í sýningarstörfum. Nú, ég sló
til og fór til Englands. I nokkur ár vann ég svo
þar, íHollandi, Belgíu, Englandi, Þýskalandi
og víðar - mest við sjónvarpsauglýsingar.
Ætli þær séu ekki orðnar 150 eða 200 í'allt.
En það skemmtilegasta við allt var að í
London hitti ég manninn minn, hann Jakob.
Þetta er lítill heirnur - við höfðum verið
saman í Hagaskólanum sem börn en töluð-
þreifa fyrir okkur. Bíllinn var það fyrsta, sem
komst í kynni við kvikmyndir - við seldum
hann á endanum kvikmyndafyrirtæki, sem
henti honum fyrir björg.“
- Nú búið þið í Hollywood. Hvernig kanntu
við þig þar?
„Þar er allt til alls. Mér finnst yndislegt að
vera í Kaliforníu - og þar vil ég vera ef ég get
verið hluta ársins hér heima. Það tók okkur
þrjú eða fjögur ár að komast inn í rythma
borgarinnar - en nú eigum við þar marga
góða vini, sem eru okkur mikils virði.“
Málið er ekki að
„meika það“
- Þú nefndir leiklistarnám. Segðu meira frá
því.
„Ja,ég er búin að vera í því í fjögur ár, eins
og ég segi. Stundum hefur mér tekist að fá
vinnu. stundum ekki - en aðalatriðið er að
halda sér við. Jafnvel þótt maður sé að vinna.
Það gera bandarískir leikarar óspart. Maður
hefur nefnilega bara sjálfan sig og sinn lík-
ama. Það er manns hljóðfæri - og því verður