Helgarpósturinn - 08.03.1984, Side 19

Helgarpósturinn - 08.03.1984, Side 19
KVIKMYNDIR Atómstöðin - hin stóra borgaralega kvikmynd? Kuikmyndafélagið Óðinn sýnir í Austurbœj- arbíói: Atómstöðina byggða á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjórv Þorsteinn Jónsson. Handrit: Þórhallur Sigurðsson, Þorsteinn Jónsson, ÖrnólfurÁrnason. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Tónlist: KarlJ. Sighvatsson. Hljóð: Lou's Kamer. Klipping: Nancy Baker. Búningar: Una Collins / Dóra Einarsdóttir. Förðuw Ragna Fossberg. Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardóttir. Upptökustjóri: Þórhallur Sigurðsson. Framleiðandi: ÖrnólfurÁrnason. ísland 1984. Misserin í kringum útkomu fyrstu Reykja- víkursögu Halldórs Laxness voru örlagaríkir tímar í fleiri en einu tilliti. Samskipti okkar við erlent stórveldi voru á þessum dögum ráðin til heillar aldar, hugsanlega Iengur, án samráðs og umhugsunar við lögmæta ráða- menn landsins, þegnana, af litlum hópi valdsmanna. Eftir samningana um áfram- haldandi notkun á flugvellinum í Keflavík 1946, en á undan þeim hafði allri þjóðinni verið ofboðið með hinu rausnarlega „til- boði“ Kanans um hervernd í 99 áir, fór Hall- dór okkcir Guðjóns frá Laxnesi að vinna sög- una sína um þessa svikulu tíma. Sagan kom á prent 1948 og eftir það vcir engu líkara en ráðcimerin fylgdu forskrift Halldórs í einu og öllu. Skáldsagan hefur æ síðan veitt sýnu betri upplýsingar um aldarfar og tíðaranda en flest önnur skrif um þetta tímabil, ekki síst í 1 jósi þess að Atómstöðin lýsir þversniði cif íslensku samfélagi með djúpstæðri at- hyglisgáfu skáldsins sem getur leikandi í skjóli listar sinnar og verkkunnáttu brugðið á tjaldið lifandi myndum. Allt annað „les“ um þessa daga er dautt af flokkshollustu og einsýni. Sprengjan er virk Atómstöðin er ennþá virkt tundurskeyti í bólvirki íslenskrar borgarastéttar - og ef þú fussar yfir „borgarastétt", lesandi góður, skaltu leita uppi vikugamlan Helgarpóst og skoða betur langa grein um Halldór Jónsson, arkitekt og stjómarformann. Rétt eins og saga Halldórs frá Laxnesi olii ofsaköstum hjá betra fólki í bænum 1948, hefur þessi mjóa bók alltaf hleypt af stað gamalkveðinni hat- ursromsu í Mogganum, og á eftir að gera það enn. Með sögunni reisti Halldór borgurum landsins níðstöng sem seint verður felld - stéttinni í heild var gerlýst í háttum sínum og menningu; hugsjónir henncir krufnar með snyrtilegu hcindbragði af manni sem þekkti þetta allt. En Halldór gerði meira: til að skapa víð- mynd í verkið stillti hann andspænis þess- um öðmm heimum, báðum á fallanda fætí; heimi Organistans sem býr í launkofa í borg- inni, og heimi Fals í heiðardalnum. Það er svo Ugla sem fer þessar slóðir, í hvert sinn reyndari og vísari um vilja sinn og cinn- arra. Atómstöðin er fyrst og fremst þroska- saga hennar, lýsing á vitund sem breytist og víkkar í sálufélagi við Búa og hans fólk, Organistann og hcuis hyski og svo fólkið í dalnum - heima. Á hvíta tjaldinu Það var óhjákvæmilegt að Atómstöðin yrði kvikmynduð, frekar fyrr en seinna, af okkar mönnum eða öðrum. Strax og farið var að kmkka í söguna til leiksýningar komu menn auga á filmískt eðli hennar: hér var greinilega stoff í hina stóru borgaralegu kvikmynd, fyrirtæki sém gat sett mörg heim- ili á hausinn og haldið fleiri en einum draumóramanninum andvaka. Viðfangsefn- ið lagði líka vinnufólkinu þungar skyldur á herðcir: þekkingu á lífsháttum fomum í af- dölum landsins og rótgrónum borgaraskap með rætur aftan úr grósseraveidinu, að ógleymdri sérkennilegri bóhemíu í Grjóta- þorpinu. Þetta verk varð að kosta langa yfir- legu á handritsstigi, þeir menn urðu að bera í senn ótakmarkaða virðingu fyrir textanum og handf jatla söguna eins og leir, móta hana að nýjum miðli. Svo urðu þeir að hafa glás af peningum. Og nú er Atómstöðin komin á filmu. Þeir hjá Óðni líktu handritsvinnu sinni við skemmdarverk: Dýr kaleikur var brotinn og úr steypt ausa. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið ... Handrit I kvikmyndinni er áhersla lögð á landsölu- mál, sambúð Uglu með Árlandsfólkinu, ást- arraunir hennar og beinasöluna; útúr sög- unni em fjölmargir þættir, guðimir missa sín að mestu leyti, feimna og ófeimna lög- reglan hverfa, Bítar og Óli fígúra em úr sög- unni. Þá er ótalið margt umræðuefnið; eink- um gætir þess í sögupartinum cif Orgcinist- anum, en margt spakmælið dettur líka út úr orðaskiptum Uglu og Búa. Handritið er samt heilleg úttekt á sögunni, og þegar maður rif jar upp atburðarás kvik- myndarinnar sýnist manni þeim hafa tekist nokkuð vel við úrvalið. Vitaskuld orkar allt tvímælis, einkum ef áhorfandinn er kunnug- ur sögunni. Mér þóttí rangt að fella burt feimnu lögregluna og hennar glæp, svo mik- ið var eftir cif hennar hlut í persónunni sem kom í staðinn, Gunnari sjómanni; ég sá eng- an akk í þeirri breytingu. Leit það ekki nógu vel út að hafa barnsföður hennar löggu? Eða skildu menn ekki íroníuna í þeirri skipan mála? Vandasöm er einföldun á atburðarás í svo vel fiéttuðu verki, en stærri háski er hand- ritshöfundum búinn í samtölum. Þar voru þeir á hálum ís á stöku stað, einkum milli Uglu og Búa, enda þar lengst gengið í að taka samtalsparta og skeyta þá saman, t.d. í bíl- túrnum og seinna í síðustu ökuferð þeirra saman og spjalii þeirra í Snorraeddu. En yfir- ieitt heyrist mér vel takcist til í samtalshluta handritisins. Handrit verður að búa yfir ofureinfaldri skipan: kynningu - stígandi - risi og lyktum. í þessu tilfelli í réttri röð. Og vegna þess að sjónarhom áhorfanda er nátengt Uglu, getur það varla breyst. Þeir svindla örlítið á því í fyrsta skoti, en halda sig eftir það við Uglu sem vitundcumiðju kvikmyndcirinncU': hún er alltaf nærri, ef ekki á tjaldinu. Þróun hennar verður því að vera skýr í handriti, en er það ekki. Val Uglu er það sem mestu skiptir í sögunni og í sínu handriti láta þeir Óðins- menn hana gefa sig á vald Búa á sama tíma og landið er selt. Agæt hugmynd, uppgjöfin blasir við okkur á tveimur sviðum þegar hún kemur í bæinn og sefur hjá Búa. En hvað verður? Hetjan okkar vaknar í faðmi Búa „gagntekin djúpum leiða“ og gengur út. „þannig birtist upphafstemað aftur í endi tónverks, nema í annarri tóntegund, ólíkum takti - við óskyldar akkorður - og öfugt að innihaldi;" ung stúlka í frcuncindi borg, alein með töskuna sína. Hún hefur valið. Þar er ris hæst, þá er eftirleikurinn auðveldur, nema Halldór hefur vitaskuld lítið ris í lok sögunn- ar, sem missir sín cdveg í handritinu. Kvikmynd og samrœming Megingalli við kvikmyndina um Atóm- stöðina þykir mér jöfn og samfelld stígcindi, þar er ekki reynt að nota hraða og hægð sem áhrifsmiðla til að skapa andstæður, sam- stæður, hliðstæður. Myndatakan er svipuð frá senu til senu, ágætlega lýst, stundum of falleg, en meiru skiptir að myndsýnin er ekki brotin niður þar sem við á: þegar að stilltum huga Uglu stefnir eitthvað nýtt, uggvænlegt, svo hún verður að bregðcist hratt við. Eða þegar hún í hægu andrúmslofti íhugar nýja veröld. Besta dæmið um ónotað tækifæri til að stilla þessum tveim ólíku kenndum sam- an er senan við hafnarbakkann: Ugla horfir dreymin á eftir skipinu sigla í sólarlagið, snýr við og heyrir háreysti, Kleó liggur í götunni. Hér snöggbreytir um andrúmsloft, án þess að því sé fylgt eftir í myndatökunni. Þá gætti þess líka að mikilsverðar senur glutruðust niður vegna sjónarhorns. Dæmi má taka af heimsókn Gunnars í Dcilinn (sem er reyndcir í sögunni meistaralega sviðsett, tilbúið skothcindrit); hann kemur í gættina, þau heilsast vandræðalega, ganga svo að vöggunni og tala um bamið. Þau er í sirka þriggja metra fjarlægð, hálfsnúa bökum í okkur. Hún talar um ilm af bömum, hann talar um hlandlykt, hún segir hann svín. Við sjáum aldrei beint framan í þau. Engin við- brögð, ekki barnið, ekki hann, ekki hana. Dreimatískt augnablik gert að flatneskju. Líkt var með samtal Gullhrútsins við Uglu - „Ég er beðin að vera kjur“. Á hinn bóginn tekst prýðisvel með t.d. atriðin við matarborðið, þó ég hefði kosið hraðari útfærslu með samræmingu hljóðs og myndklippingar. Kristali, postulín, silfur, kjöt, verlsnyrtar hendur og skartgripir em svo augl jóst myndefni við ræður frú Árland - hvers vegna ekki að nota það? En þá kemur líka leikur á móti - kcinnski við skoðum hann næst! Grímur Það hlýtur að hafa verið meiriháttar höf- uðverkur að finna fólk í hlutverkin, þcir stíga þeir margsinnis ofaná persónulega sýn les- enda og geta aldrei gert öllum til geðs. Minn Organisti er cúlt annar maður en Ami Tryggva, en Scimt gekk það feikivel. En þessi þrjú skipta mestu; Búi - Gunnar Eyjólfsson, Árni og Tinna Gunnlaugsdóttir sem Ugla. Gunnar leikur Búa Árland býsna vel, hann leggur týpuna upp á sinn hátt, afar brosmild- an og sjarmerandi mann, gerir minna úr þeim takmarkalausa lífsleiða sem þessi sál býr við. Gunnar er líka fylginn sér í týpunni, sem skýrist hægt í atburðarásinni og lýsir sér vel í svip hans á lokafundi þeirra Uglu. Tinna á erfiðara í hlutverki hennar; ráða for- dómcir lesandans einhverju um það? Getur verið, en með þeirri hlutverkaskipan er brot- ið algerlega gegn lýsingu sögupersónunnar og ég óttast að þar hafi höfundar myndar- innar látið undan vafasömu sjónarmiði: þeir hafa einfaldlega ekki þorað að búa til mynd með Uglu sögunnar - stórvaxinni stúlku. Tinnu er þannig leikstýrt ofaní kaupið, að hún er næsta svipbrigðalaus allan tímann, hefur á sér kaldhamrað yfirbragð sem hefði betur sómt sér á unglingnum sem Sigrún Edda lék- Guðnýju litlu Árland. Þessi mistök verða ekki skrifuð á reikning Tinnu, hún lagði augsýnilega mcirgt til hlutverksins - sumt ágætt. En forráðamenn Óðins gerðu í þessu sín stærstu og alvarlegustu mistök. Þegar svo er komið að engar andstæður eru milli Uglu og mæðgnanna í húsi Búa Árland, þá er Oðinn orðinn glámskyggn. Þær mæðg- ur þóttu mér báðar nokkuð góðar, sakleysi stúlkunnar var máski ekki nóg málað fyrir boðið, enda sást hún varla, þó henni brygði þrisvar fyrir. Bræðurnir pössuðu þokkalega í sínar rullur, Margrét Helga var frábær mat- reiðslukona. Yfirleitt var leikur í myndinni ágætur, ieikurum gekk furðuvel að koma setningum Halldórs eðlilega frá sér og flestir voru þeir lausir við stífni. Leikarafélagið get- ur bara verið ánægt með sinn hlut í þessu verkefni. Hljóð og tónlist í Atómstöðinni er veindað til hljóðrásar: áhrifshljóð mörg og skýr, tóniist Karls J. Sig- hvatssonar blæbrigðarík og smekkleg, að- eins einu sinni var hún særandi. í fyrstaskoti af Uglu í sveitinni komu mynd og hljóð sam- an á afcir ósmekklegan máta; Tinna ríður berbakt upp slakka mót okkur með hátignar- lega tónlist undir og fjöll í bak; hvort um sig smekklítið í sjálfu sér en samankomið var það skerandi. Einkenni góðrar kvikmynda- tónlistar er að gefa tón, styðja myndefnið, í rauninni þannig að enginn tciki eftir henni. Karl má vera lukkulegur með sinn hlut og þeir Óðinsmenn með hann. Hljóðupptakan er einungis veik í samtöl- unum. Ég held að það sé orðið nauðsynlegt að taka tal upp sérstaklega og skeyta því við myndina á eftir. Nema við eignumst tæki, aðstöðu og þjálfað fólk til að ná saman um- hverfishljóðum, áhrifshljóðum og tali í hljóðblöndun, og þá tali sem er tekið upp beint. Leikmynd og búningar Leikmynd er ekki gott orð yfir sviðsbúnað í kvikmyndum. ,Art direction" kalla þeir það á enskunni. „Listrænt útlit" er afar vond þýðing á þessum vandasama starfa, sem er svo mikilvægur fyrir hvaða kvikmynd sem er. Þeir Óðinsmenn voru lánsamir að fá Sig- urjón Jóhannsson til starfa, hann er marg- reyndur maður í þessum efnum og mótcir í flestu rétta stefnu, helst að hýbýli Fals, Gunnars og Organistcins væru ofbúin. Eg hirði ekki um að finna að smágöllum í leik- myndinni, en það er erfitt að ná öllum smá- hlutum réttum sem skapa heildina. Búningarnir voru líka réttir í flestum aðal- atriðum. Ugla var helsttil ríkmannlega búin af stelpu úr sveit, sem hægt er að kaupa með nýrri kápu, eins og Búi reynir í sögunni. Þessi Ugla á þær tvær, tvö pils, franskt sjal af fínustu gerð og nokkur pör af skóm. Heldur hefur Una Collins verið úti að aka í fatamál- um ungra kvenna eftir stríð, ætti þó að þekkja það frá Bretlandi. Hárgreiðslur voru tipptopp hjá Guðrúnu Þorvarðar. Gunnar Eyjólfsson sem Búi Arland á herráðsfundi heima hjá sér- leggur týpuna upp á sinn hátt, afar brosmildan og sjarmerandi mann. Niðurstaða - og árangur Óðinn hefur semsagt framleitt mynd sem stendur vel fyrir sínu - hún er ekki galialaus - og dæmd til að vekja deilur, ekki bara um pólitískan boðskap, heldur vona ég um list- ræn tök. Þegar okkur gefst tækifæri til að skoða hlið við hlið skáldsögu sem Atómstöð Halldórs og kvikmynd byggða á henni, þá má ekki glata því í sjálfbirgingslegu tali um ágætí okkcir manna í filmubransanum, heldur nota það til að vekja með áhorfendum umræðu um stefnur og leiðir til að koma efni sem Atómstöðinni á filmu. Til þess þurfa menn að vera lesnir í sögunni og verða líka að sjá myndina. Það getur síðan vonandi leitt til þess að við getum - öll - rætt stillilega þann boðskap sem kvikmyndin flytur úr þessari mögnuðu skáldsögu sem ætti að vera öllum kunn. pbb HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.