Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 3
Hótel og- heimsborgar- bragur í Grjóta- þorpinu Hugmynd bandarískra arki- tekta um hótel í Grjótaþorpi. ☆ Ekkert eldist jafnfljótt og hugmyndir manna um framtíð- ina, sagði mikill og djúpur spekingur einhverju sinni. Eru þessar tvær djarfmannlegu hugmyndir að nýju Grjótaþorpi ekki til marks um það? Á árun- um kringum stríð var það við- horf efst í hugum manna að afmá Grjótaþorpið, þennan blett á bæjarmynd Reykjavík- ur og byggja þar háhýsi með stórborgarbrag, endaværi „Grjótaþorpið þyrnir í augum allflestra bæjarbúa. Það sker í sundur mið- og Vesturbæinn og liggur þarna í milli eins og ósamstætt spýtnarusl“, svo notuð séu orð Harðar Bjarna- sonar, þáverandi skipulags- stióra ríkisins. Önnur myndin hér að ofan er einmitt tillaga Harðar Tillaga Harðar Bjarnasonar o.fl. að hóteli í Grjótaþorpi. Bjamasonarogfleiri aðhóteli í Grjótaþorpifráárinu 1945. Hin myndin er einnig tillaga aö hó- teli í Grjótaþorpinu, en hún mun vera frá svipuðum tíma og skrifast á reikning banda- rískra arkitekta. Ætli þessum mönnum hefði ekki brugðið í brún hefði þá grunaö aö Fjala- kötturinn ætti enn eftir að standa í Grjótaþorpinu 40 árum síðar-árið 1984...?* Auglýsing um innlausn happd rættisskuldabréfa ríkissjóös D flokkur 1974 Hinn 20. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í D flokki 1974, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 1.063,90 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10, Reykjavík. Peir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla- bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 20. mars 1984. Reykjcivík, mars 1984. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS í fyrstaþættinumokkar.sem fjallaöi um Jóhannes Birkiland, skilgreindum við nafngiftina á þessa leið: „Utangarðsskáld teljum við þau skáld sem stóðu svo lengi úti i kuldanum að frostbrynja þeirra er augljós, menn sem ætluðu almenningi eða menntamönnum verk sín, en höfðu ekki í lifanda lífi erindi sem erfiði. Og aðrir sem töldu sig ekki eiga erindi sem erfiði, hlutu þau kjör þótt þeir nytu almenningshylli.” Vissulega hafa verið til og eru enn til höfundar af þessu tagi, sem af einhverj- um orsökum ná aldrei til fólks með verk sín. - Jóhannes Birkiland, í fyrsta þættinum tókuð þið fyrir þennan sérstæða flóttamann í tilverunni... Við tökum fyrir einn höfund í hverjum þaetti; Jóhannes Birki- land i þeim fyrsta, mann sem átti sér mikla raunasögu og umbreytti henni í eina sérstæðustu ævisögu sem rituð hefur verið á þessari öld - Harmsaga ævi minnar - auk þess sem hann samdi smásögur og orti Ijóð, sum prýðileg. (öðrum þætt- inum tókum við fyrir Jochum M. Eggertsson, Skugga, sem lést árið 1967 og var á sinum efri árum einn af þeim mönnum sem sáust hér á götunum óhreinir og illa á sig komnir, lausamaður þótt hann væri stakur reglumaður. Hann er þekktur fyrir kenn- ingar sínar um uppruna íslendinga og taldi að á undan land- námsmönnunum hefðu komið hingað Grikkir og sest að á islandi. I framhaldi af þessu fékkst hann við galdraletur og ýmis tákn og las úr þeim alls konar menningarsögulega lærdóma. Hann skrifaði einnig smásögur og fékkst við þýðingar á verkum þekktra skálda, t.d. þýddi hann Hrafninn eftir Poe og skrifaði ritgerðir og greinar undir nöfnum á borð við Syndir guðanna, Skammir og fleiri vafasömum heitum. - Framhaldið? Þessir tveir fyrstu þættir voru á mínum vegum, en Matthías Sæmundsson verður með næstu tvo, þótt við höfum talsvert samband meðan á samningu þeirra stendur. i næsta þætti, 25ta mars, verður fjallað um Kristján Jónsson fjallaskáld, rétt- nefnt utangarðsskáld þótt hann sé í tölu þjóðskálda. Kristján er einkum þekkur fyrir þunglyndisleg og döpur kvæði, ort af mikilli tilfinningu og heimsharmi. En hitt vita færri að Kristján orti mikið af mun léttari kveðskap, gamankvæði og níðvísur og gat þá verið býsna grófur og rustalegur íorðfæri. N'.atthías hefur einnig fundið sögur eftir Kristján, sem enn hafa ekki birst þótt langt sé um liðið síðan hann dó og verður ein þeirra lesin í þættinum. Hugmyndin er semsagt sú að reyna að gera báðum þessum hliðum á persónuleika Kristjáns skil. - Fjórði þátturinn? - Hann verður ekki fluttur fyrr en eftir einn og hálfan mánuð og tæpast tímabært ennþá að gera opinbert hver þá verður tekinn fyrir. - Er það hugmynd ykkar að stuðla að endurmati á þeim höfundum sem þið takið fyrir? - Jú, að vissu leyti. Þeir tveir höfundar sem við höfum tekið fyrir hingað til hafa verið vanmetnir, að minnsta kosti Jó- hannes Birkiland og hinn ails ekki metinn. Um hann hefur hérumbil ekkert verið fjallað. Ég leitaði að gögnum um hann í spjaldskrám safna, en fann ekki nema eina til tvær blaða- greinar, sem leggja allt uppúr hans sérstaka persónuleika en gera enga úttekt á verkum hans. í tilfelli Kristjáns stefnum við fyrst og fremst að því að kalla fram fyllri mynd af skáldinu en verið hefur. - Nú eru þetta allt kynlegir kvistir, menn sem af þjóð sinni hafa ef til vill verið afskrifaðir sem geðsjúklingar ... - Jóhannes Birkiland dvaldi á geðveikrahæli, þvi er ekki að neita. Víst er það að allir þessir menn áttu við skapgerðarbresti að etja, lundin gerði þeim erfiðara að lifa en ella. - Og drykkjusjúklingar líka upp til hópa ... - Drykkjan er fremur afleiðing en orsök, tel ég, afleiðing þeirra þrenginga sem þessir menn áttu í. Jóhannes Birkiland átti tvímælalaust við verulega örðugleika að striða I uppvext- inum, mótlæti sem á endanum leiddi hann út í drykkjuskap og eiturlyfjaneyslu. Skuggi var reglumaður, en ástæður Kristjáns eru óljósari, þótt ekki sé rétt að snúa málinu á þann veg að drykkjusýkin hafi gert hann að utangarðsmanni. Þar liggja dýpri rætur. - En eru lífsverk þessara manna bókmenntir? - Ekki hjá Skugga. Ekkert af hans skáldverkum getur talist litteratúr. Hjá Birkiland, tvímælalaust nokkur Ijóð. Hann dvaldi í Vesturheimi í 16 ár og orti þar kvæði á ensku sem eru rakinn litteratúr, ef svo má komast að orði. Um ævisöguna er það að segja að hún er sérstætt nútímalegt bókmenntaverk á marga lund, stíllinn er sterkur og fágaður og innri rökbygging sög- unnar heilleg, enda þótt hún sé erfið aflestrar. Um bókmennta- gildi Ijóða Kristjáns held ég að enginn þurfi að efast. -EH. Þorsteinn Antonsson er rithöfundur. Hann sér nú ásamt Matthíasi Við- ari Sæmundssyni bókmenntafræðingi um röð fjögurra þátta i ríkisút- varpinu sem fjalla um svokölluð utangarðsskáld, skáld sem hafa af einhverjum orsökum komist uppá kant við þjóð sína. Hvað eru utangarðsskáld? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.