Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 8
MAÐUR VAR ÓBEINT MYRTUR — segir Magnús Leópoldsson um reynslu sína í einangrun Síöumúlafangelsisins einangrun brýtur fólk mjög auð- veldlega niður og getur á stuttum tíma haft þær afleiðingar að menn játa á sig glæp til þess eins að sleppa úr prísundinni. Gildir þá einu, segir í rannsókninni, hvort um er að ræða menn sem drýgt hafa glæp eða ekki. Eftir tveggja vikna einangrun fara menn að freista allra hugsanlegra leiða til að komcist út. Fullyrða má að sömu niðurstöð- ur hefðu fengist ef þessi rannsókn hefði verið gerð á íslenskum gæsluvarðhaldsföngum. Og jafnvel að útkoman hefði orðið verri, ef höfð er í huga sú staðreynd, að íslensk einangrun telst strangari en í nágrannalöndum okkar. Látum Erlend Baldursson af- brotafræðing eiga síðasta orðið: „Það væri til góðs að varlegar væri farið í gæsluvarðhaldsúrskurði. Betra er að einhverjir sleppi, en að aðfarirnar séu svo háskalegar að jafnvel saklausir menn þurfi að þola þá illu meðferð sem ein- angrun er.“ Magnús Leópoldsson sat jafn lengi í einangrun gœsluvarðhalds- ins og Einar Bollason, afsama til- efni, af sama sakleysi. 105 daga í gluggalausum fimm fermetra klefa í miðju Síðumúlafangelsinu; klefa sem Heilbrigðiseftirlitið úrskurð- aði, nokkru eftir dvöl Magnúsar í honum, að vœri ekki boðlegur mönnum nema í sólarhring hið lengsta. Þremur árum eftir að Magnús var leystur undan frelsissvipting- unni, flutti hann ásamt eiginkonu sinni og börnum úr Reykjavík og gerðist bóndi í Kjós, en áður var hann framkvæmdastjóri Klúbbs- ins. ,,Það var ekki um neitt annað að rœða fyrir okkur, en að byrja nýtt líf, " eins og hann kemst sjálfur að orði við HP. Magnús hefur ekki áður fengist til að tala um reynslu sína í Síðu- múlafangeisinu, enda segir hann að hér sé um svo persónuleg mál- efni að ræða að varla sé hægt að tjá sig um þau við ókunnugt fólk: „Það er svo erfitt að tjá þessa ömurlegu reynslu með orðum. Maður var óbeint myrtur.” En hann byrjar á byrjuninni; klukkan sex einn morgun í byrjun Góöir gestir Arnarhóls! Viö höfum tekiö í notkun nýjan stórkostlegan sérréttamatseöil Sýnishorn: Forréttur Andar-paté meö portvínssóu og valhnetukjörnum Fiskréttur Karrýsteiktur smokkfiskur í japanskri sakisosu Villibráö (5 Hreindýrasteik meö peru og týtuberjasósu Eftlrréttur Vanilluterta með karamellusósu og velhnetukjörnum Magnús Leópoldsson á heimili sínu, bænum Sogni I í Kjós. Hann sýnir hér málsskjölin frá málsókn hans á hendur rikinu vegna bóta fyrir hið langa gæsluvarðhald. ársins 1976, þegar lögreglumenn stóðu allt i einu yfir honum inni í hjónaherberginu á heimili hans. „Eg vissi ekki hver djöfullinn var að ganga á. En mér var bent á að ég væri handtekinn, fékk fáeinar mín- útur til að klæða mig. Og þegar ég spurði hvað þeir væru að fara, var svarið: „Þú ættir nú að vita ástæð- una manna best sjálfur.” Og síðan var tekið í höndina á mér og ég leiddur út i bíl án þess að geta kvatt konu eða börn.” - Leiðin lá beint upp i Síðu- múlafangelsi. „Þar fór ímyndunarvélin í gang. Ég vissi ekkert hvað var um að vera en reyndi að vera rólegur þar sem ég var ekki í nokkrum vafa um að hér væri um misskilning að ræða.” - Hvert var fyrsta sjokkið? „Þegar ókunnugir menn fóru að krukka í kroppinn á mér, leita á mér hátt og lágt. Manni er sýnd svo ofboðsleg lítilsvirðing með þessu.” - Nú lýsir Magnús því hvað ein- angrun er: „Einangrun af því tagi sem ég var beittur í Síðumúlafangelsinu, er al- gjör frelsissvipting. Algjör. Einu samskiptin við Iifandi verur voru annarsvegar við fangelsisprest, sem mátti hitta mig í örfá skipti á þessum 105 dögum og tala við mig í tíu mínútur í senn, og hinsveg- ar mátti lögmaðurinn minn eiga við mig orð einu sinni í viku, ná- kvæmlega kortér í hvert skipti. Ég fékk aldrei að sjá konu mína allan þennan tíma, ekki einu sinni að tcila við hana í síma, hvað þá skrifa henni. Samfangana fékk ég heldur ekki að sjá. Aldrei að féira út undir bert loft, ekki að njóta eins ein- asta fjölmiðils í rúma þrjá mánuði. Út frá þessu getur fólk rétt ímyndað sér hversu mikil nautn það var að fá fylgd fangavarðanna á klósettið, og geta kannski yrt á þá nokkrar setningar og fá pínulítið svar við tilverunni, þó ekki væru nema einsatkvæðisorð.” - Fannst þér komið fram viðþig eins og venjulegan mann í gœslu- varðhaldinu? „Þvert á móti. Löggan var aug- ljóslega búin að dæma mann fyrir- fram, og líka sumir fangavarðanna. I því efni skal ég nefna dæmLSam- kvæmt fangelsislögum á hver fangi að þrífa klefann sinn sjálfur. Eg þrjóskaðist eitthvað við þetta fyrstu dagana, þangað til einn fangavarðanna kom inn til mín og hreytti í mig: „Ég skal sko sjá til þess að þú verðir búinn að þrífa klefann þinn hátt og lágt áður en þú ferð inn á Litla-Hraun!” Þarna var framtíð mín sem sagt ráðin, sektin ákveðin.” - Kynntistu nýrri hlið á sjálfum þér í þessari prísund? ,úá, það er augljóst að eitthvað er að gerast þegar næsta trúlítill maður eins og ég var fyrir hcmdtök- una, tekur að lesa Biblíuna og nokkrar sáimabækur spjaldanna á milli, oftæ en einu sinni. Ég hafði aldrei lesið stafkrók í þessu efni áður.” - Ertu að segja mér að þú hafir orðið strangtrúaður afvistinni? „Ég vil ekki taka svo djúpt í ár- inni, en óneitanlega á maður ekki í mörg hús að venda í svona að- stöðu. Hið óþekkta, óáþreifanlega nálgast mann þá, til að mynda trú- in. Og því er ekki að neita að trúin efldist mjög hjá mér á þessum 105 dögum. Annars var maður fegnastur þeirri stund sem hægt var að sofa, helst lengi og vel. Þá var alltaf möguleiki að geta gleymt hryll- ingnum einhverja stund ...” - Og dreymt? ,„Iá, mig tók að dreyma mjög oft í fangelsinu, bæði betur og verr en ég hafði áður kynnst, svo skrítið sem það kannski er.” - En gastu sofið sœmilega? „Nei, flesta daga var ég svo ringl- aður og sljór að erfitt reyndist að festa einhvern blund. Sem dæmi um sljóleikann þá greip ég fegins hendi svefnlyf sem að mér voru rétt, en á móti öllum slíkum lyfjum hafði ég verið fyrir fangavistina. Það var allt reynt til að fá svefn- inn.” - Hversu sterkt greip þig löng- unin að komast út? ,3vo sterkt að ég var farinn að velta þeirri hugmynd fyrir mér að játa á mig meintan glæp til þess eins að komast burt úr þessari fimm fermetra pínu. Og fá þannig svigrúm til að átta mig á gangi mála.” - Nú, átta árum síðar. Er von- laust að gleyma? „Ég er einfaldlega sífellt minntur á tengsl mín við þetta mál með einu eða öðru móti. Til dæmis þeg- ar ég segi til nafns og fólki verður bylt við. Sjálfum bregður mér oft við þegar ég sé löggu. Það er vegna þess að ég hef ekki góða reynslu af þeim mönnum.” Hefur það 1 bjargað þér ------yu^EROAB Hverjum Q bjargar það ^ næst. 8 HELGARPÓSTUC'ÍNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.