Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 5
☆ Fáir einstaklingar eru senni- lega meira á milli tannanna á þjóð sinni en þeir sem veljast til að sjá um hinn umdeilda og ómissandi þátt Daglegt mál í útvarpinu. Nýverið lét Erlingur Sigurðarson af umsjón þáttar- ins á hátindi glæsilegs ferils og við tók ungur orðabókar- maður, Sigurður Jónsson að nafni. Við höfðum tal af Sigurði og báðum hann að segja nokkur deili á sjálfum sér. „Ég er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, en rek líka ættir mínar austur á Hérað. Ég var þar hálfgerður sveitamað- ur fram til fjórtán ára aldurs og harðmæltur á hverju sumri fram í október. Nú, svogekkég þessa hefðbundnu leið; í menntaskóla og þvínæst tók ég íslensku, sögu og sálar- fræði til BA-prófs í háskólan- um. Síðankenndiég ífimmárí Menntaskólanum á ísafirði, en kom svo aftur suður í kandí- datsnám, sem ég lýk á næst- unni. Aðalstarf mitt þessa dagana er á Orðabók Háskól- ans, þar sem ég fæst einkum við tölvuvinnslu á orðasafn- inu. Þetta er nú það helsta.“ - Sígild spurning til um- sjónarmanns þáttarins Dag- legt mál; hverja telur þú vera mestu hættunasemsteðjarað íslenskri tungu? „Ég tel nu að áhugaleysi sé einna verst. Um leið og við hættum að fylgjast grannt með því hvaða breytingareru á seyði í tungunni erum við komin á visst hættustig. En ég hef reyndarekki þungar áhyggjur - þegar ég kom í háskólann á ný eftir þetta hlé varð ég var við mikinn áhuga og grósku í máli og mál- vísindum, mikið af nýjum og kröftugum kennurum og nemendum. Sumum finnst kannski nóg um frjálslyndið, en ég held að ákveðið frjáls- lyndi skaði ekki neitt.“ - Þú hefur fjallað talsvert um börn í fyrstu þáttum þínum, máltöku og máluppeldi barna... „Já, börn eru mér að mörgu leyti hugstæð, bæði síðan ég var í sálarfræðinni og svo síð- an ég fékk heiftarlega uppeld- isfræðidellu í tengslum við kennsluna hérna um árið. Svo spilar það kannski ekki síst inní að ég ásjálfurbörn-9 ára strák, 7 ára stelpu og einn 17 mánaða, og svo náttúrlega konu einsog gefur að skilja. Jú, þetta er dálítil pressa að sjá um þessa þætti,“ viður- kennir Siguður að lokum. HP óskar honum velfarnaðar í sínu vandasama hlutverki...* Frjálslyndið sakar ekki mm m Ný kynslóð tónskálda - #1 »v- x ☆Tíðindamenn Helgarpósts- ins rákust á þennan fríða og fjölmenna flokk á rölti sínu um miðbæinn einn votan góðviðr- ismorguninn í vikunni. Hvað er á seyði? Hvert eruð þið að fara? spurðum við, og var svarað hressilega að bragöi; „í morgunkaffi á Hressó!" Við örkuðum í kaffið og vorum fræddir á því við eitt hornborð- ið að öll væru þau nemendur í Tónlistarskólanum, upprennandi tónskáld sem notuðu morgunkaffið til að skipuleggja mikla tónleika sem haldnir verða á Kjarvals- stöðum á þriðjudagskvöldið. Öll kváðust þau vera nemend- ur Atla Heimis Sveinssonar, sem væri sérlegur „maestro" tónleikanna, en verkin tólf sem flutt verða á tónleikunum skrif- ast flest á reikning hópsins sem sést á myndinni - á þriðjudagskvöldið er sumsé kjörið tækifæri til að nema þá grósku sem er í æðri tónmennt og tónsköpun á íslandi um þessar mundir. Heyrðu, við sjáum ekki betur en að fyrrverandi poppari og alþingismaður, FinnurTorfi Stefánsson, sé þarna á mynd- inni í hópi okkar yngstu tón- skálda....^ Ilmsjón: Egill Helgason og Jim Smart. ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGIÐ FELST í: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt. GULLTRYGGÐ ENDURSALA á verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið á bílurn sem eiga að heita sambærilegir. NISSAN MICRADX NISSAN MICRA GL FISLÉTTUR, FRÍSKUR BENSÍNSPARI SEM LEYNIR Á SÉR. IIMGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.