Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 11
eftir þegar þeir eru búnir að borga húsaleigu, rafmagn, hita og skatta? 4. Getur venjulegur launamaður rekið bifreið eða byggt eigið húsnæði með 20 þúsund króna mánaðartekjur eða 35- 40 þúsund króna heimilistekj- ur á mánuði? Þetta eru bara byrjunarspurn- ingar sem menn veða að svara og skilgreina ef þeir í næstu samn- ingum ætla að ná einhverju fram. An þekkingar, án skilgreininga, án heiðarleika í skoðunum er og verður verkalýðshreyfingin sof- andi risi. Skrifað í tilefni margra greina sem vakið hafa undrun mína að undarförnu. Sigurjón Jóhannsson. Hundalíf á s Islandi Margfaldar þakkir til Sigriðar Halldórsdóttur fyrir grein hennar í Helgarpóstinum 23. febr. s.l. um hunda o.fl. (Hringborðið: Erum við slæm af suddli?) Ég tek undir hvert orð. -Þetta hefði ég viljað segja og miklu meira til. Ég hef þagað vegna hræðslu við að tala fyrir daufum eyrum og jafnvel verða að athlægi hjá þessari furðulegu þjóð okkar sem heldur að hún sé æðri öðrum þjóðum vegna þess að hún vill frelsa hundinn með því að banna hon- um að fylgja manninum. Hitt máJið er mér ekki eins mikið hjartans mál en það er jafn furðulegt að vilja vemda ungling- ana og vinnustaðina með því að neyða landsmenn til að prófa sig áfram með og njóta eingöngu sterku vínanna í stað bjórs. Em fleiri sem hafa þagað at sömu ástæðum? Hundurinn okk- ar sem dó 25. f.m. og samfylgd með honum gegnum árin er það fallegasta og heilbrigðasta sem ég hef kynnst í lífinu. Eg vildi óska öllum, og þá sérstaklega öllum börnum, að mega kynnast þeirri ánægju. Aftur þakkir. Björg Bjarnadóttir Klapparási 11, R. Sjóræningja- vídeó? Sem virkur viðskiptavinur vídeóleiga og notandi mynd- bandaefnis vil ég segja eftirfar- andi vegna greinar í síðasta tbl. HP um svokallaða ..sjóræningja- starfsemi” vídeóleiganna, en Vídeóheimurinn vcir þar tekinn til sérstakrar meðferðar. Þeir sem telja sig eiga sýningarréttinn á kvikmyndum hér á landi geta sjálfum sér um kennt að hafa lent í þessari samkeppni við vídeó- leigur sem hcifa lagt sig fram um að afla nýrra kvikmynda, eins og Vídeóheimurinn við Tryggva- götu. Innlendu umboðsaðilamir hafa oft ekkert reynt til að fá hing- að myndir fyrr en mörgum árum eftir að þær koma á markað, sem er auðvitað fyrir neðan allar hell- ur. Ég trúi ekki öðru en að t.d. Vídeóheimurinn afli sér tilskil- inna leiguréttinda á kvikmynd- unum. Sjáum hvað setur. Þorsteinn Daníelsson. Rakarastofart Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 r rrVCID Bílaleiqa U. S LrPl A Ollt Carrental MB 1 Borgartún 24 (hom Nöatúns) Sími 11015, ákvöldin 22434. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og árgerð daggj. Kmgj. Lada 1500 station árgerð 1984. 500 5.00 Opel Kaded (framdrif) árgerð 1983. 600 6,00 Lada Sþort jeppar árgerð 1984. 800 8.00 Allt verð er án söluskatts og bensins. Ekkert shampoo jafnast á við EL’VITAL frá L’ORÉAL rir sundiðkendur alveg frábært ELVTTAL 6A1SAM ELVITAL volumen SHAMPCSO .C) SHAMPOO ’ikmmlt smukt L'ORÉAl- Laugaveg 178-P.O. Box338-105 Reykjavík-lceland „771...772...773... hve mörg forrit eru eiginlega til fyrir IBM PC einkatölvuna?”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.