Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 28
þingi í síðustu viku gæti komist á spjöld þingsögunnar, því þar mun það í fyrsta skipti hafa gerst að umræðum sé hætt til að innan- hússfólk í þinginu komist í bað. Ræðuhöld um gatið í fjárlögunum höfðu staðið *llan daginn þegar sjálfur Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra og gatstjóri, steig í pontuna rúmlega sjö um kvöldið eftir að ýmsir þingmenn höfðu orðið til að ganga í skrokk á hon- um. Var Albert hinn rólegasti og sagði að klukkan væri nú farin að ganga átta og ekki rétt að teygja þennan lopa mikið lengur. Menn hefðu verið að halda því fram að óeining væri í ríkisstjórninni, en það væri mesti misskilningur. Því væri rétt að slíta fundi á þessum punkti því þingmenn, og ekki síður starfsfólk Alþingis, væru boðin suður í Kópavog í leikhús þar sem verið væri að sýna Agöthu Christ- ie. Þyrftu menn vafalaust að skreppa heim í bað og skipta um föt. Þannig kom A-gat-a í gats stað á alþingi Islendinga... flW'eilur eru nú logandi vegna fyrirhugaðra breytinga á skipan mála að Kjarvalsstöðum sem Ein- ar Hákonarson, formaður list- ráðs, hefur beitt sér fyrir. Gera breytingar þessar ráð fyrir því að samtök myndlistarmanna muni ekki útnefna sinn fulltrúa í ráðið eins og verið hefur, heldur verði sá listamaður sem fær starfslaun Reykjavíkurborgar hverju sinni sjálfkrafa fulltrúi (iar. Það er ein- mitt listráðið sem velur þann lista- mann og telja samtök myndlistar- mcuina að þarna vilji Einar raun- verulega ráða sjálfur hver verði fulltrúi myndlistcUTncmna í listráð- inu. Hafa samtök myndlistar- manna mótmælt þessum fyrirhug- uðu breytingum bréflega, en ekki er útséð um úrslit málsins ... D H^^eynt er að hafa ekki hátt um það, en æði er orðið stirt á milli Alberts Guðniundssonar fjár- málaráðherra og ýmissa annarra forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki á þetta síst við um sam- band þeirra Alberts og Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Til marks um þetta er ágreiningur um fyrirkomulag greiðsla á gjöldum til borgarinnar. Jcifncm er mikill þrýst- ingur á borgaryfirvöld frá ýmsum að fá að greiða gjöldin með skulda- bréfum. Föst venja er hins vegar hjá borginni að taka ekki við greiðslu í slíku formi. Þeir menn eru hins vegar til sem ekki vilja una þessu. Þeir eru vinir Alberts. Þeir fara því á fund vinar síns og segja sínar farir ekki sléttar. Á skrifstofu fjármálaráðherra og fyrrum for- seta borgarstjómcu' fer þá fram lít- ill leikþáttur að viðstöddum fyrr- nefndum aðilum og er hann á þessa leið: Albert hringir í Davíð og lýsir vandræðum fyrmefndra aðila. Albert: - Heldurðu að þú reddir þessu ekki fyrir strákana, Davíð minn? Davíð: - Nei, Albert, þú veist að ég get það ekki. Við gerum ekki undantekningar í þessu máli. Albert: - Já, jæja, Davíð, þakka þér fyrir. Ég vissi að þú myndir ráða fram úr þessu. Ég sendi þá mennina til þín og vertu blessaður!... ŒÖPnúsunnendur geta hlakkað til 1. apríl. í alvöru. Þá koma vinir okkar The San Fransisco Blues Band hingað á vegum Jcizzvakn- ingar og ylja okkur um hjartarætur í Sigtúni. Blúsinn er í miklum met- um meðal íslendinga um þesscir mundir, og mun Jazzvakning jafn- vel eiga von á fleiri heimsóknum erlendra blúsmanna á næstu mán- uðum... s 4Eprifelldar hræringar em í veit- ingcihúscikúltúrnum hérlendis og ætlcU" ekkert lát að verða á fjölgun vertshúsa. Bjórstofan Gaukur á Stöng olli nýjustu sprengingunni og liggja hjá yfirvöldum fjölmargar umsóknir frá mönnum sem hyggja gott til glóðarinnar og telja þarna komna nýja gullnámu. Nú þegar hillir undir opnun nýrrar bjórstofu og enn fleiri munu í deiglunni. Senn opnar að Hverfisgötu 46 krá sem heyrst hefur að heita muni POBB-INN, og eins og nafnið bend- ir til verður þar tekið mið af enskri bjórstofumenningu, öfugt við þá þýsku sem ríkir á Gauk á Stöng. Þarna var áður leiktækjasalur, en eigandinn Gylfi Guðmundsson, sem áður hefur m.a. rekið Skrínuna og Kirnuna, er sagður ætla að hafa lifandi tónlist á boðstólum fyrir gesti sína, jcizz, blús og svo fram- vegis. Slíkur músík-pöbb er mikið tilhlökkunarefni. Þá heyrir HP að von sé á öðrum pöbb í Tryggvagöt- unni, ekki langt frá Gauknum. Einnig er von á viðbót við hótel- rýmið í höfuðborginni. í húsi Brauðbæjar við Óðinstorg er verið að vinna að opnun nýs hótels ... M. tt tímarit mun líta dags- ins ljós áður en langt um líður. Nefnist það Bíllinn - bílablað og er það útgáfufyrirtækið Frjálst framtcik sem gefur blaðið út í sam- vinnu við Félag íslenskra bifreiða- eigenda. Samstarf FIB og Frjáls framtaks hefur staðið um árabil og gáfu þessir aðilar út Öku-Þór. Nú hefur FÍB hins vegcir gert Öku-Þór að fréttabréfi sínu og er það ein- göngu ætlað félagsmönnum, en hins vegar mun nýja bílablaðið einnig verða selt á frjálsum mcirk- aði. Ritstjóri þess verður Sighvat- ur Blöndahl sem um árabil hefur séð um bíiasíður Morgunblaðsins mg I ^Bú stefnir í talsverða grósku í blaða- og tímciritaútgáfu hérlend- is. Helgarpósturinn heyrir að nýtt vikublað, tileinkað útvarpi, sjón- varpi, myndböndum, skemmtana- lífinu, bæði af innlendum og er- lendum vettvangi, muni hefja göngu sína í aprílmánuði. Helsti hvatamaður þessarar útgáfu er Jóhannes Guðmundsson, sem reyndur er í blaðaútgáfu, m.a. sem framkvæmdastjóri Alþýðublaðs- ins í mörg ár og einnig Helgar- póstsins á sínum tíma ... líHIP'g þriðja nýja blaðið mun koma út á vegum útgáfufyrirtækis- ins Fjölnis. Það hefur um hríð gef- ið út lcmdbúnaðarblaðið Bóndann, sem dreift er ókeypis til bænda um allt land. Fjölnir, sem þar með virð- ist leggja aukna áherslu á blaða- útgáfu í stað bóka áður, hyggst nú hefja útgáfu annars blaðs á sviði atvinnulífsins, sem dreift yrði með svipuðum hætti og Bóndanum, eða um 5000 eintökum ókeypis og um 1000 eintökum í lausasölu og áskriftum. Þá heyrir HP að þriðja blaðið af svipuðum toga sé í undir- búningi hjá Fjölni, sem virðist þannig stefna í talsverða Scim- keppni við Frjálst framtak. Hefur Fjölnir nú flutt í ný og rúmgóð húsakyni að Höfðabakka 9 og eru þar fjórir starfsmenn í fullu starfL l fiskútflutningi hcifa menn talsverðcu- áhyggjur af þeirri frétt sem birtist í Morgunblaðinu í síð- ustu viku um að leyfi hafi verið veitt til frystingar á fiski í gámum. Þessi svokallaða lausfrysting er hæg, öfugt við fullkomna hrað- frystingu frystihúsa í landi, og ótt- ast menn að þessi meðferð á fisk- inum kunni að leiða til minni gæða. Sagt er að hér sé um skref afturábak að ræða sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ís- lenskan fiskútflutning og bjóði ekki síst heim sundrungu í sölusamtök- um og öllu markaðskerfi íslend- inga. Um þessa lausfrystingu gilda engin lög og engar reglugerðir og þykir sýnt að gæðaeftirlit með þessum fiski verði takmarkað... a cbsso/S/° °Wn %)ltS Nýttbrauð á hveijum moigni OPIÐALLAR HEL6AR TIL4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.