Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 14
EG FLUÐI UR LANDIUNDAN eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart ,,Líf mitt allt hefur markast af fljótráðum ákvörðunum, oft á tíðum röngum ákvörðunum. Þetta hefur vissulega verið erfitt á stundum, en mistökin hafa kennt mér, kennt mér að meta það sem er einhvers virði í lífinu. Eg er voðalega hörð manneskja með afdráttarlausar skoðanir. Ég er hörð í mínum dómum, vegna þess einfaldlega að ég dœmi út frá reynslu. Og hún er hörð. Vel má segja að lífmitt hafi aldrei tekið á sig eðlilega mynd. Það hefur aldrei verið í föstum skorðum. Ég er til að mynda fjórgift. “ Anna Vilhjálms. Fyrst og fremst söngkona. Ekki enn orðin fertug en á samt nœrri aldarfjórðung að baki með hljóðnemann að vörum. Uppi á sviði, með gleði dansandi fólks á valdi sínu. Hún er ósköp smávaxin, svolítið þybbin að verða, en andlitið ávallt brosandi þar sem hún situr gegnt mér inni í Þórscafé, reykjandi Winston special long. Og röddin rám þegarhún rifjar upp ferilinn. „Þetta byrjaði allt saman í lítilli kjallaraíbúð á Lindargötu. Vitatorgið var mitt athafnasvæði á fyrstu árunum. Ég er víst komin af þessu venju- lega alþýðufólki, nema það megi teljast óvenju- legt að pabbinn er hálfþýskur, Vilhjálmur Schröder barþjónn. Mamma, Sigurjóna Vigfús- dóttir, vann við hárgreiðslu meðfram húshald- inu. Og eignaðist sex börn. Óskaplega góðir foreldrar, en vitalaglausir. Ég hef því oft verið spurð að því hvaðan í fjáranum ég hcifi allan þennan söng. Svarið er sennilega að finna hjá föðurafanum, píanistanum Hans Alfred Schröd- er.hljómsveitarstjóra til margra ára. Hann kom hingað til lands tvívegis á mínum bemskuárum með grúppuna sína. Eg man að þeir æfðu alltaf heima í kjallaraholunni. Við krakkarnir máttum ekki trufla þá eða vera neitt að þvælast fyrir þeim og vorum því alltaf send út til leikja. Systkinin fóru þá niður á Vitatorgið, en ekki ég, sem alltaf tyllti mér niður á gangstéttina fyrir utan herbergið þ;ir sem afi og hinir vom að æfa músíkina. Ég féll gjörséimlega í dá af þessari notalegu sveiflu sem þeir löðuðu fram úr hljóð- færunum. Og sat sem sagt þama í kjólnum mín- um, snortin á gangstéttinni. Þaðan hef ég senni- lega músíkgáfuna." Vangalag œskunnar „Eins sat ég og ein systra minna, sem deildi með mér bemskuherberginu, langtímum sam- an fyrir framan lítið útvarpstæki á kvöldin. Það var þá einvörðungu músík sem við hlustuðum á, annaðhvort úr Kancinum eða þvi íslenska. Við drukkum alla dægurtónlist í okkur úr þessu viðtæki, lærðum óteljandi texta og laga utan að, og það voru oft á tíðum ekkert sérlega þjóð- legcir vögguvísur sem við sungum okkur inn í svefninn með. Lengst af var lagið ,JCæri Jón“ í mestu uppáhaidi hjá okkur. Það var oftast síð- asta lagið hjá okkur systrum fyrir svefninn. Svona vangalag okkar sldlnings." - Kjallaraholan á Lindargötu var þröng fyrir átta manns í heimili, hvað þá þegar heilt big- band kom að æfa þar eins og Anna minnist á. Seinna meir kom í 1 jós að þetta húsnæði var líka heilsuspillandi. Anna fór ekki varhluta af því þegar hún veiktist af berklum aðeins tíu ára að aldri. Eftir að hún hafði dvalið tæpt ár á Vífiis- stöðum, neyddist fjölskyldcin tii að fiytjast af Lindargötunni vegna mikils raka í kjallaraíbúð- inni sem Anna mátti ekki við. „Þessi veikindi urðu reyndar að fyrstu kynn- um mínum af fordómum", sagði Anna. ,Á þess- um árum voru berklar taldir ógeðsleg pest. Ég varð því mikið útundan eftir að ég kom af hæl- inu. Vinkonum mínum við Vitatorgið var ráð- lagt að leika ekki við mig, þvf mömmurnar voru ekkert á því að ég hefði hreinsast af berkla- f jandanum þrátt fyrir sjúkravistina." - En þá flystu í nýtt umhverfi, allt suður í Garðabæ. „Og þar hef ég líklega lifað bestu ár ævi minn- ar...“ - Og drakkst í þig fræðin undir handleiðslu Sankti-Jósefs-systranna í Hafnarfirði. „Það er líka, að ég held, í einaskiptiðáævinni sem ég hef haft áhuga á bóknámi. Systumar voru svo góðir kennarar, cúls ekki þessi strcinga ímynd eins og stllir héldu, og þeirra á meðal var ég, áður en ég innritaðist í bamaskólann þeirra. Þær voru að vísu ákveðnar og ofboðslega ná- kvæmar í einu og öllu, en um leið tókst þeim að gera námsefnið svo aðlaðcindi. Þær gátu svo auðveldlega laðað fram í krökkunum alla þá orku sem þau áttu í sér, og kallað fram áhuga þeirra á hvaða sviði sem var. Þeim tókst til að mynda að fá mig til að sauma, sem var nokkuð sem ég hafði hvorki þolað né haft þolinmæði til að fást við fyrr. Örlögin ráðin í Hafnarfjarðarstrœtó - Systumar skráðu Onnu burt frá sér með mjög háa einkunn, og fyrir bragðið innritaðist hún í gáfnabekkinn í Flensborg, 1A. En þcir tók annað og meira en námið að freista hennar, til að mynda söngurinn. Hún segir mér skemmti- lega sögu af fyrstu aivarlegu kynnum sínum af hljómsveitabransanum. „Ég var tæpra sextán ára, þegar ég var ein- hverju sinni á leið í afmælisveislu til vinkonu minnar í Hafnarfirði. Ég tók því Hafnarfjarðar- strætóinn heiman að frá mér. Á leiðinni kom félagi minn úr Flensborg upp í vagninn. Fyrir var mikil þvaga, en samt reyndum við að kjafta eitthvað saman þama í mannmergðinni. Meðal annars sagði þessi vinur minn frá því að hann og félagar sínir væri með stofnun hljómsveitar í bígerð. Þeir væm búnir að útvega sér hljóðfæri, æfingaaðstöðu og allt; þá vantaði aðeins eitt. Og það var söngkona, sagði hann um leið og vagninn stoppaði á einni biðstöðinni þar sem hann þurfti að stökkva út. Hann kallaði til mín í flýti, hvort ég væri ekki bara til í að taka að mér hlutverkið. Eg öskraði yfir mannfjöldann til hans að ég gæti svo sem alveg gaulað í hljóð- nemann hjá þeim eins og ég væri vön að gera með sjálfri mér dags daglega. Með það fór vagninn af stað aftur. Og ég hugsaði ekki meira um þetta samtal okkar, fyrr en... Strax næsta morgun vekur mzimma mig upp grútsyfjaða, og segir mér að ég eigi að mæta á hijómsveitaræfingu eftir tvo tíma niðrí Gúttó. Ég glaðvciknaði náttúrlega, og eftir að hafa sungið fyrir strákana lcigið „Papers Roses" tveimur tímum síðcir Vcir ég valin í bandið. Þama hófst minn söngferill. Hann upphófst sem sagt í Hafnarfjarðarstrætó." - En varstu ekki komin í iðnnám á þessum tíma? ,dú, ég ætlaði að verða hárgreiðsludama eins og mamma. Ég var reyndar byrjuð í því námi i Iðnskólanum í Reykjavík þegar þama var komið sögu. En mér fannst ég alltaf eitthvað svo klaufsk með greiðuna, að ég var fljót að svissa yfir þegar mér bauðst þessi staða með hljóð- nemann uppi á sviði í Gúttó. Míkrófónninn er ólíkt þjálli í hendi en hárkambur." - Þú hefur alltaf þótt frökk á sviðinu, áræðin og stundum ögrandi. „Ég er óttalega frökk manneskja og það er ekki til minnsta feimni í mér. Þetta hefur hjálpað mér mjög vemlega í bransanum, ásamt því hvað ég hef alltaf verið fljót að munstrast inn í hvaða grúppu sem er, jafnvel án minnstu æf- ingar með viðkomandi bandi. Þetta má eflaust rekja til útvarpshiustunar minnar í gamla daga, þegar ég lærði utan að tugi ef ekki hundmð dægurlaga. Gott dæmi um þetta er þegar ég var ein- hvemtí'ma að syngja með einhverri grúppunni suður í Stapa þeirra Keflvíkinga. A miðjum dansleik var hringt í mig ofan cif Velli. Ólafur Gaukur var í símanum, alveg að fæast á taugum vegna þess að bandið vantaði söngkonu til þess að áheyrendumir, dátarnir á Top of the rock, hefðu einhvem kvenmann til að mæna á. Það var í rauninni skilyrði á þessum tíma að her- mannaböndin hefðu einhverjum kvenmanni á að skipa, því dátamir vom þá í svo miklu kven- mcmnssvelti, að það var hrein bjargráðastarf- semi að sýna þeim einn slíkan af og til. Þannig að ég sló til í góðmennsku minni, Ólafi Gauki og soldátunum hans til mikils léttis. Ég ku víst hafa púslast svo rækilega í spilið þama, og brætt hjörtu hermannanna svo hressilega, að þetta varð upphafið að því að ég fór að syngja á Vellinum." Öskrið heillar mig ekki - Milli áranna ’62 og 70 stóð Anna Vilhjálms í fremstu röð íslenskra dægurlagasöngkvenna, og oftar en ekki var imprað á því við hana að sigla vestur um haf og meika það þarlendis, sem margir héldu að hún ætti að geta farið létt með. Á þessum tíma þótti Anna framúrskarandi í fag- inu að sögn ailra sem unnu með henni þá. Hún var sú eftirsóttasta, enda var sviðsframkoma hennar svo lífleg og söngurinn svo hressandi og góður, að jafnan Vcir uppselt þar sem hún kom fram. Söngurinn var fúlltæmdjobb, öll kvöld vikunnar, nema miðvikudagskvöld; „þurra kvöldið", segir Anna... „En þetta með að meika það vestanhafs,” heldur hún áfram, „fannst mér sjálfri ekki raunhæft á þessum áirum. Ég hafði hreinlega ekki trú á sjálfri mér sem söngkonu. Eins og fyrr segir datt ég bara inn í þennan bransa cif tilviljun í Hcifncirfjarðarstrætó. Og hefði líklega orðið hárgreiðsludama, ef ég hefði ekki tekið vagninn." - Það má heita eðlilegt að spyrja söngvara hvað honum þyki skemmtilegast að syngja. Og Anna er spurð að því. „Mér fellur best að spreyta mig á lögum sem flytja einhvern boðskap, til dæmis um glataða ást, mannraunir og öll þessi tílfinningalegu skil sem alltaf eru að koma fram í okkur mannfólk- inu. Þegar ég fæst við svona efni, finnst mér ég vera að segja eitthvað af sjálfri mér. Og þar með gef ég áheyrendunum meira en þegar ég er til að mynda að garga með hraði þetta innihaldslausa rokk eins og það vill stundum haga sér. Því er samt ekki að leyna að rokkið nær stundum tökum á mér, og það er þá þegar ég er í fítons- stuði að mér líkar að flytja það. En samt... öskrið heillar mig ekki. Það er auðveit að garga, en miklu meira sem þarf til að fara með hæglátt stef sem jafnframt segir okkur eitthvað cif sjálf- um okkur." - Þú ert búin að syngja á sviði í nærri aldar- fjórðung. Verður það hlutskipti aldrei leiði- gjamt að syngja fyrir framan meira og minna drukkið fólk? ,3jáðu nú til. Áður fyrr söng ég eingöngu vegna þess að ég hafði gaman ai því fyrir sjálfa mig. Þá var ég óþroskuð, bransinn Vcir bara sprell fyrir mér, og áheyrendur skiptu minnstu máli. Þetta mat mitt á dægurlagasiingnum hef- ur breyst mikið með árunum. Núorðið finnst mér ég vera að gefa fólkinu með söng mínum. Og í stað þess að njóta söngsins sjálfrar mín vegna, nýt ég hans áheyrendanna vegna. Það er í rauninni mjög notaleg aðstaða að ná með söngnum sambandi við fólk og hafa stemmningu þess næstum á valdi sínu. Þetta samband hefur haldið mér að bransanum, eftir að ég uppgötv- aði það.“ Vinn vel efég nœ að gleðja - En tölum þá um þetta hlutskipti að skemmta öðrum og geta nærri aldrei farið út að skemmta sér sjálfur. Langar þig ekki stundum til að stökkva út á dansgólfið...? ,Jú, svo sannarlega. Og þetta er einmitt gall- inn við það að vera í þessum sjóvbíssness. Maður getur einfaldlega aldrei verið eða hagað sér eins og annað fólk, t.d. farið út um helgar og gleymt amstri hversdagsins. Þetta kemur kann- ski sérstaklega illa niður á mér, þar sem ér er alveg sjúk í að dansa. Ég verð meira að segja oftlega afbrýðisöm út í fólkið sem er að skemmta sér á dansgólfinu fýrir framan mig.“ - Þegar þú hefur einhverra hluta vegna ekki verið í stuði, en samt þurft að syngja hressilega fyrir þyrstan lýðinn. Hefurðu þá fengið þér í glas? „Ég er nú bara þannig gerð að ég þarf ekki að fá mér í glas til að komast í stuð. Ég verð líka að syngja edrú, get það ekki að öðrum kosti. Ég verð bæði fölsk og missi vald á röddinni þegar ég fæ mér eitthvað í glas. Og þessvegna sleppi ég víninu alveg með söngnum. Annað væru líka svik við yfirmenn mína. Þetta er vinna, ekki auðveldur leikur sem leyfir kæruleysi. En þetta með að vera illa fyrir kölluð í söng- hlutverkinu. Jú, vissulega er ég oft þreytt þegar ég er að syngja. En ég get sagt þér, að því gleymi ég þegar og ef ég sé eina einustu manneskju úti í sal sem ber sig eftir því að hlusta á mig. Hún fær mig til að gleyma þreytunni, kemur mér í stuð, fyllir mig þrótti. Um leið og ég sé að fólk er ánægt með það sem ég er að gera og ég verð þess vör að ég kem því til að gleðjast, þá veit ég að ég hef unnið mitt verk vel. Þetta er kjaminn í því að vera söngkona á balli." Völlurinn yfirtekinn - En áfram með lífshlaup þitt. Við vorum komin fram undir 1970. „Um það leyti var ég að yfirtaka Völlinn..." - Hvað segirðu ? „Já, ég hafði stofnað band með nokkrum ungum strákum, ég var sú reyndasta ai þeim í branscmum og því var hljómsveitin skírð í höf- uðið á mér. Við settum okkur það takmark að ná Vellinum af öðrum grúppum sem við áttum í samkeppni við á þeim vettvangi. Til dæmis við Trúbot og Pónik og Einar. Ég lenti í mikilli rimmu við Rúnar Júl. í Trú- broti um yfirráðin á Vellinum. Ég man sérstak- lega eftir hörku orðasennu milli okkar á FÍH-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.