Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 15
Anna Vilhjálms söngkona1 Helgarpóstsviðtali fundi þar sem Rúnar hélt því fram að stjóm félagsins væri okkar bandi hliðholl og hefði sakir vinskapar greitt okkur leið inn á Top of the Rock. Ég vildi hinsvegar halda því fram að við hefðum náð þessum dansstað hermannanna eingöngu út á vinsældir, eða eins og ég þmmaði yfir til Rúnars á þessum fundi: Heldurðu, Rúnar minn, að dátamir eigi ekki auðvelt með að velja milli okkar hljómsveita þar sem annarsvegar stendur þú, karlamðurinn, uppi á sviði með Trúbroti og syngur dimmraddað til þeirra, og hinsvegar ég, þessi stelpa sem á svo greiðan aðgang að hjörtum dátanna með viðeigandi lát- bragði og söng.“ - Viðeigandi látbragði, segirðu. lrIá, það er engum vafa undirorpið að við náðum Vellinum af hinum grúppunum með því einu að ég hagaði mér frjálslega í söngnum. Ég reyndi að lokka þá hæfilega nærri mér, talaði til þeirra í blíðum tón og reyndi að kynnast fasta- gestunum vel og innilega, þó inriíin vissra tak- marka. Ég veit að þeim líkaði stórkostlega sá háttur minn á dansleikjunum að stíga niður á dansgólfið til þeirra, setjcist í kjöltu þeirra og smella kossi á kinnina, sömuleiðis að ég steig iðulega dans með þeim, annaðhvort þegar hljómsveitin var í pásu eða þegar hún var að , og þá hafði ég bara míkrafóninn með mér út á gólfið og með snúruna í eftirdragi dansaði ég við hvern á fætur öðrum og söng um leið. Þetta var sem sagt fullgildur sjóvbíssness hjá mér eins og þeir áttu að venjcist heimcin að frá sér. Og sem ég vissi að þeir kunnu að meta. Eins vissi ég það vel að jjessir hermenn voru flestir einmana og sólgnir í nærveru kvenna. Þeir gátu tekið gleði sína með því einu að snerta þær. Og þar sem ég hef alltaf verið frjálsleg í fasi, ófeimin innan um ókunnugt fólk og átt auðvelt með að koma því í gott skap, gekk þetta dæmi upp. Við yfirtókum Völlinn og spiluðum til alllangs tíma fimm sinnum í viku á skemmti- stað dátanna, Top of the Rocks." Slúðurvélin eyðilagði margt í mér - Og slúðurvélin fór þar með í gang. irIá, elskan mín. Og það svo rækilega, að á endanum var mér ráðlagt af félagsráðgjafa að flýja úr landi." - Hvaðsegirðu? >rJá, þessi slúðurvél eyðilagt margt fyrir mér, og ekki síður margt í mér. Hún eyðilagði til að mynda mitt fyrsta hjónaband. Það fóru allskon- ar sögur í gang. Og kannski ég sjálf hafi gefið þeim tækifæri til að blómstra. Ég er bara einu sinni þannig gerð að ég er vingjamleg, kannski einum of vingjarnleg, til að ég hafi nokkumtíma mátt vonast eftir því að lenda ekki í hakkavél rógsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við að gefa sig í dans við ókunnuga menn og gefa þeim koss á kinnina að því búnu. En þar sem dátar áttu þama í hlut, var þetta dæmt sem lauslæti. Ég var ósiðleg og spillt dama í augum, eyrum og munni fólks." - Þú hefur þá væntanlega átt að hafa sofið hjá svona hérumbil helmingi herliðsins á Mið- nesheiði? Irlá, og meira til, samkvæmt áköfustu slúður- berunum. Allir hljómsveitarmeðlimimir áttu að hafa verið með mér í þokkabót. Ég get nefnt eina söguna þar að lútandi. Þegar ég eignaðist fyrri dóttur mína með eiginmanni númer eitt, átti hún ekki að heita dóttir hans að mati fólks sem taldi sig vita betur en ég í þeim efnum, heldur átti hinn eða þessi úr bandinu mínu að vera pabbinn. Ég var nú farin að venjast slúður- sögum af þessu tagi, en ég man sérstaklega eftir viðbrögðum mínum við henni þessari. Og þau viðbrögð segja kannski nokkuð um það hvemig ég var orðin þenkjandi af völdum alls þessa slúðurs. Ég tók saman fyrstu stafina í nöfnum hljómsveitarstrákanna fimm, raðaði þeim saman á þann hátt að útkoman varð Vamba, og lét síðan hafa það eftir mér að líklega væri réttast að barnið yrði skírt þessu nafni. En þetta var sem betur fer grín af minni hálfu, þó svo að sumir tækju því öðruvísi. Og dóttur minni gaf ég svo vissulega betra og réttara nafn. Seinna meir átti ég svo að hafa selt þessa dóttur mína..." - Bíddu nú við? irIá, ég átti að hafa fómað henni fyrir Ameríkufrægð. Þannig var að þegar fyrsti eigin- maðurinn minn og ég skildum, skiptum við á milii okkar dætxunum okkar tveimur. Skömmu síðar hélt ég utan til Bandaríkjanna með aðra þeirra, en það var að ráði félagsráðgjafa sem sagði mér að ég hefði ekki gott af að heyra meiri róg um sjálfa mig og að farsælast væri að ég flytti úr landi um stundarsakir." 50 ára samningur viðMGM - Það er þá sem þú ferð til New York og kemst á fimmtíu ára samning hjá MGM-risa- fyrirtækinu. Segðu mér svolítið frá því. „Ég hafði kynnst amerískum hjónum á Vell- inum sem alltaf voru að nuða í mér að þau gætu útvegað mér spennandi samning vestra. Ég vissi sem var að þau höfðu góð sambönd hjá þessu risafyrirtæki. Þannig að ég sló til þegar ég fór utan. Þegcir ég kom inn á skrifstofu aðstoðarfor- stjóra samsteypunneu- í New York veir mér bent á það hversu mjög ég væri lík Connie Francis. Mér hafði reyndar áður verið tjáð að svipur væri með okkur, en þessi aðstoðarforstjóri tók heldur dýpra í árinni og var ekki frá því að ég væri náskyld stórstjömunni. Þeim orðum sín- um til áherslu kallaði hann aðstoðarmann sinn inn til sín, og sá hneigði sig djúpt og kyssti mig undrandi á höndina þegar hann sá mig. Og sagði: ,4 thought you would stay longer in LA. Mrs. Francis. “ Mér fannst þessi samanburður dálítið óþægilegur. En þó ég væri ekki skyld Connie, þá taldi þessi MGM-maður að hann gæti gert úr mér númer, eða öllu heldur stórstjömu, ef virkilega vel tækist til. Ég varð náttúrlega snortin af þessu áliti mannsins, og hlustaði óð og uppvæg á útlistanir hans manna á því hvað gera þyrfti við mig svo ég ætti möguleika. Það átti að breyta nafninu, lita hárið á mér hvítt, rétta nefið og gera við tennurnar. Eiginlega það eina sem ég mátti eiga eftir cif sjálfri mér, var röddin. Ég var þarna þrjár vikur úti á stöðugum fund- um með MGM-mönnum. Að því loknu var mér boðinn samningurinn, sem ég náttúrlega skrif- aði undir í spenningi, og síðan átti ég að fljúga heim, ganga frá mínum máfum þar og koma svo út aftur til alls líklega. En ég fór ekki út...“ - Hversvegna ekki? „Ég fór að hugsa minn gang, hafði reyndar aðeins logað í spenningi þessar þrjár vikur ytra, og ekkert hugsað. Ég fór cið hugsa um frægðina og spyrja mig hvað ég hefði með hana að gera, ég þessi stelpa sem datt inn í bransann í Hafnar- fjarðarstrætó um árið. Kunningjahjón mín á Vellinum gerðu þó útslagið þegar þau fóru að segja mér að efalítið þyrfti ég að gerast eilítið viljug við yfirmenn mína ef ég ætlaði mér greiða leið á toppinn. Allt eins að sofa hjá jreim, sem myndi síður en svo draga úr hraða velgengn- innar. Eftir að hafa meðtekið þá lexíu, þurfti ég ekki að hugsa mig lengur um.“ 60% heyrn og þolir ekki skarkala - Þar með var fimmtíu ára frægðarsamning- ur fyrir bí. Engu að síður átti Anna eftir að kynnast svolítilli frægð vestra á næstu árum. Hún kynntist Ameríkana á Vellinum, sem varð eiginmaður númer tvö. Eftir að hann lauk sinni herskyldu á Miðnesheiði, fluttust þau til heim- kynna hans í Maine-fylki Norðurríkjanna. Þcir bjó Anna næstu sjö árin í lífi sínu. Útivinnandi um skeið sem kántrýsöngkona á pöbbum. Og varð vinsæl... irJá, einhverju sinni buðu mér nokkrir félagar ytra að vera með eitt lag á kántrý-plötu sem þeir voru að fara að gefa út með öllum vinsæl- ustu söngvurum fylkisins. Þetta Vcir heiður að sjálfsögðu, en enn meiri heiður hlotnaðist mér nokkru eftir að platan kom út. Þá barst mér bréf frá samtökum sveitasöngvara í Maine, sem vildu að ég yrði fulltrúi þeirra í mikilli kántrýkeppni Norðurríkjanna um hver bæri af í túlkun þess- arar tónlistar. Ég átti að syngja þar lagið mitt af plötunni, ,rStand by your Man“. En ég fór aldrei... - Hversvegna ekki? „Það var svolítið farið að slá í hjónabandið. Hann vildi ekki að ég færi, sagði það vera of dýrt fyrir okkur." - Og stuttu seinna var eiginmaður númer tvö úr sögunni og Anna sneri heim. Hún fór að vinna á Fríhafnarbamum á Vellinum, þar sem hún hefur starfað síðan, ásamt því að syngja. Fyrst var það í Leikhúskjallaranum. „Ég var þar í tvo vetur, en þurfti svo að hætta vegna þess að ég var að missa heymina... Já, þetta er í ættinni. Einhverslags kölkun í ístöðunum, sem hefur gert það að verkum að nú er ég algjörlega heymarlaus á öðm eyranu en heyri enn sextíu prósent með hinu...“ - En samt syngurðu enn, héma í Þórscafé þar sem við höfum setið og rifjað upp lífshlaup þitt. trJá, ég er óðum að aðlaga mig þessctri heym- arskerðingu. Þetta var ógurlegt fyrst. Ég þurfti eiginlega að læra að heyra upp á nýtt, nota sjónina í auknum mæli til að ,jieyra“ hvað fólk var að fara í viðræðum við mig. Nú er það aðeins skarkalinn sem fer í taugamar á mér. ístöðin ná eklú að dempa hávaðcinn sem kemur í eymn, og þegar hann dynur með öllum sínum þunga á þessari sextíu prósent heym, þá vilja þetta vera ansans ærsl. Já, samt er ég ennþá að skemmta í skarkalan- um. Veistu, ég get bara ekki Iiætt að syngja."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.