Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Emir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaöaprent h/f Rannsókn eða refsing? Lögreglan okkar á mörg úrræöi til aö leysa sakamál. Eitt þeirra er gæsluvarð- haldsúrskuröur. Þaö merkir aö menn eru settir í ein- angrun um óákveöinn tima á meðan unniö er aö rann- sókn á meintri aöild þeirra aö tilteknu afbroti. Gæsluvarðhald er ekki refsing samkvæmt lagabók- stafnum, enda hefur ekki enn sannast sök á þá menn sem þurfa aö sæta henni. En víst er algjör frelsis- svipting, hin haröa einangr- un sem beitt er viö gæslu- varðhald, ekkert nema refs- ing. Refsing sem jafnt sekir sem saklausir mega þola. Þetta kemur skýrt fram í grein sem Helgarpósturinn birtir í dag. Þar er fjallað um eöli og réttmæti gæsluvarö- halds eins og því er beitt hérlendis. Einar Bollason og Magnús Leópoldsson, tveir fjórmenninganna sem lentu að ósekju inn í hring- iöu Geirfinnsmálsins, segja HP allt um þaö. Gæsluvaröhaldsúrskuröi er sjaldnar beitt á íslandi en í næstu nágrannalöndum okkar, en fram kemur í greininni aö íslenskt gæslu- varðhald er mun strangara en þekkist "víöast hvar í næstu löndum. Afbrota- fræðingur viö Skiloröseftirlit ríkisins segir okkur: ,,Eng- um vafa er undirorpiö að einangrun í þeim mæli sem beitt er viö íslenskt gæslu- varöhald, getur haft mjög alvarlegar afleiöingar fyrir geöheilsu þolanda." í nágrannalöndum okkar, þar sem gæsluvarðhald er vægara en hér, hefur fariö fram mikil umræða á síö- ustu árum um réttmæti svo strangrar einangrunar sem þar er beitt í gæsluvarö- haldi. Ekki er deilt um það aö lögreglan veröi að hafa einhver úrræöi sem þessi viö uppljóstrun glæpamála, en menn eru ekki á eitt sáttir um hversu einangrunin eigi að vera mikil. Einhverra hluta vegna hefur þessi umræöa ekki borist hingaö til lands, enn sem komiö er. En hún á fullt erindi hingað. Vonandi verður grein HP í dag byrj- unin þar á. Þaö má aldrei gleyma mannlega þættinum í aðgerðum sem þessum. Eöa eins og afbrotafræö- ingurinn segir: ,,Þaö væri til góðs aö varlegar væri farið í gæsluvaröhaldsúrskurði. Betra er aö einhverjir sleppi, en aö aðfarirnar séu svo háskalegar að jafnvel saklausir menn þurfi aö þola þá illu meöferð sem ein- angrun er.“ BRÉF TIL RITSTJORNAR Keyrt yf ir markið? í tilefni greinar um dvöl blm. Helgarpóstsins í sjúkrastöð SÁÁ í síðasta tölublaði: Um árangur meðferðcu- áfeng- issjúkra hefur mjög verið deilt. í Quarterly Journal of Studies on Alcohol 1975 birtust niðurstöður 384 sjúkrastofnana um árangur meðferðar við áfengissýki. i 72 þessara rannsókna var stuðst við samanburðarhópa, þar sem ann- ar hópurinn fékk meferð en hinn enga. Aðeins í 5 tilfellum reyndist meðferðin vera-ár;ingursríkari en engin meðferð. Samskonar nið- urstöður voru birtar frá 8 stórum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum 1976. Þrátt fyrir þessar niður- stöður vilja menn ekki gefast upþ og telja rétt að reyna til þrautar við hvern sjúkling. Á íslémdi eru 2 meðferðarstefnur ráðandi, þ.e.: 1. Vistun á geðsjúkrahúsi eða hæli fyrir .áfengissjúka, þ.e. læknismeðferð sem stjómað er af geðlækni. 2. SÁÁ og AA meðferðin. Siðari meðferðin byggist aöallega á leiðbeiningastarfi leikmanna sem eru „óvirkir alkóhólistar”. Svo virðist sem verulegur hluti „nýrra áfengissjúklinga” hafi á undanförnum árum leitað til SÁÁ. Heilbrigðisyfirvöld hafa unnið að bættum tengslum lækna og SÁÁ en nú starfa læknar á allflestum SÁÁ-stofnunum. Ég lel að auka þurfi til muna tengsl geðlækna og SÁÁ-stofnana, ekki síst vegna þess að kannabisneyt- endum hefur fjölgað mjög á SAÁ- stofnunum. Fyrir 4 ámm reynd- ust um 11% sjúklinga vera kannabisneytendur en nú em þeir um 30%. Þá er miðað við sjúklinga sem hafa neytt kanna- bis a.m.k. vikulega í a.m.k. hálft ár. Til geðlækna eru yfirleitt send- ir þeir áfengissjúklingcir, sem þjást jafnframt af alvarlegri geð- veiki, enda er ekki aðstaða til þess að sinna slíkum sjúklingum á SÁÁ-stofnunum. Slíkir sjúkling- ar eru oftcist erfiðari í meðferð, búa við verri félagslegar aðstæð- ur og njóta minni stuðnings af hálfu samborgaranna en þeir sjúklingar sem leita til SÁÁ og ÁA-samtakanna. Fyrir atbeina aðila eins og SÁÁ hafa íslendingar nú byggt mun fleiri vistunarrými fyrir úfengis- sjúklinga en nágrannalöndin, þó áfengisneysla og áfengissjúk- dómar séu minni að vöxtum hér á landi en þar. Trúlega höfum við keyrt yfir markið í þeim efnum sem öðrum. Þetta er einfaldlega okkar lífsstíll. Við verðum engu að síður að fara með gát í fram- tíðinni og muna eftir að líkt og sjúklingur kallcir á sjúkrarúm, getur rúmið krafist sjúklings. Mikil og góð þjónusta getur þvi bæði skapað þörf og eftirspurn fyrir meðferð á þessu svði sem öðrum. NOACK FYRIR ALLA BÍLA 0G TÆKI Scensku óilalramleióenúuimr VOLVO. SAAB og SCANIA nola NOACK ralgeyma vegna kosla þeirra Ekki þarf að efast um að göngu- og dagdeildir geta í ríkari mæli sinnt misnotendum áfengis án þess að dregið sé úr gæðum þjónustu. Göngudeildar- og dag- deildarþjónusta er líka mun ódýrari en stofnanaþjónusta. Ég tel hins vegar að ekki verði fram- hjá því gengið að starf SÁÁ hefur skilað góðum árangri á undan- förnum árum. Það er því eðlilegt og rétt að opinberir aðilar styðji við bakið á SÁÁ og samtökin sjái um verulegan hluta af þjónustu við áfengissjúklinga. Það þarf þó að tryggja að eðlilegt jafnvægi ríki jafnan í þjónustu geðsjúkra- húsa, meðferðarstofnana, og göngu- og dagdeilda. Ólafur Ólafsson landlœknir. MAÐUR TIL MEÐFERÐ/ Sólarhringur blaðamanns á sjúkrastöð S/ Að ráðast gegn sjálfum sér Rökhyggja og sundurgreining aðalatriða og aukaatriða virðast mjög framandi hugtök í almennri umræðu. Ef við lítum á þau skrif, ýmist í greinaformi eða viðtala- formi, sem birst hcifa eftir samn- inga ÁSÍ og VSÍ (m.a. HP-viðtalið við Pétur Tyrfingsson í síðasta tbl. Helgarpóstsins) ber mest á bamslegri undrun yfir því að ekki hafi verið gerðir allt aðrir og miklu betri samningar. Skuldinni er skellt á ASÍ, eða verkalýðsfor- ystuna í heild, en nær enginn ræðir um ríkisstjóm eða löggjaf- ctrvcddið í þessu sambandi, hvað þá atvinnurekendur. Réttilega er bent á að 12 þúsund krónur séu engin laun, réttilega er bent á að þúsundir heimila séu á vonarvöl. Þessar staðhæfingcir hafa verið tíundaðar rækilega á undanförn- um mánuðum í bæklingum sem ASÍ hefur látið gera og í Vinnunni. Það væri þarft verkefni fyrir þjóð- félagsfræðinga að skilgreina það ástand sem nú ríkir, og af hverju þokkalega greint fólk ræðst gegn sjálfu sér og sínum fulltrúum, en ekki þeim sem fara með öll völd í landinu. Þegcir við í ráðleysi okkcir og ruglandi ráðumst á verkalýðsfor- ingjana sem sökudólgana er rétt að benda á einfaldar staðreyndir: Þúsundir innan verkalýðshreyf- ingarinnar gáfu þessari ríkis- stjórn atkvæði sitt. Þúsundir innan verkalýðshreyf- ingarinnar koma aldrei á fundi í sínum stéttarfélögum. Þúsundir innan verkalýðshreyf- ingarinnar setja sig ekki inn í ein- földustu atriði er varða kaup og kjör og stéttarlega stöðu. Auðvitað er hægt að skrifa langt mál um þessar þrjár ein- földu staðreyndir, en mig langcir að eyða nokkrum orðum að þeim fullyrðingum að ASÍ eða verka- lýðsforystan haii brugðist hrap- aliega í upplýsingastreymi til hins óbreytta félagsmanns. Þá er fyrir það fyrsta spurning- in: Til hvers er ætlast af ASÍ á þessum vettvangi? ASÍ gefur út Vinnuna, sem í eðli sínu er skýrslublað, þ.e. á að fjalla um og útskýra gerða hluti og fræða um hluti sem eru í deiglunni. Þessu hlutverki hefur Vinncin sinnt mis- vel en mun betur á sl. 10-12 mán- uðum en áður. ASÍ gefur út frétta- bréf, sem allir geta fengið sem óska eftir því. ASÍ gaf einnig út á sl. ári þrjá bæklinga er fjölluðu um kjara- og félagsmál, gefnir út í því augnamiði að fræða og að- vara. Þetta er allt „leynipukrið” og þetta er allur „slappleikinn” hjá ASÍ-forystunni. Það sem alltaf er reynt að fela í umræðunni er sú staðreynd að verkalýðsfélögin, stór og smá, eiga samkvæmt uppbyggingu samtakanna að sinna upplýs- ingéiskyldunni gagnvart sínum félagsmönnum. Þau ráða því hvort Vinnan sést á vinnustöðum, þau ráða því hvort bæklingar ASÍ fara á vinnustaði, þau ráða því hvort og þá hverjir innan þeirra raða fá Fréttabréf ASÍ. Málið er ekki flóknara en þetta. Ef Jón og Gunna í verkalýðsfé- lögunum segjcist að Scimningum loknum ekkert hcifa fengið að vita hvað væri að gerast, þá ber þeim að snúa sér fyrst til síns félags með kvartanir sinar. Ef fulltrúi þeirra hefur t.d. setið í miðstjóm ASÍ eða á formannaráðstefnum, en ekki haldið fundi í sínu félagi til að útskýra málin, þá er sá hinn sami að vinna gegn því kerfi sem er við lýði innan ASÍ í dag, þ.e. miðstjórnarfundir, formannaráð- stefnur og fundir í landssam- böndum eru haldnir til að miðla upplýsingum, sem fundcirmenn eiga síðan að miðla áfrcum til sinna félagsmanna. Ef þeir gera það ekki þá er ekki við ASI að sakast. Svona einfal t er þetta mál. Þá skulum við ekki gleyma þvi að mörg stærri félögin gefa út fréttabréf eða blöð af vandaðri gerð. Dagsbrún er t.d. nýlega byrjað að gefa út vandað blað eftir margra ára doða á því sviði. í dag er auðvelt og ódýrt að halda úti fréttabréfum, svo það er ekki kostnaðarhliðin sem heldur aftur af mönnum, heldur eitthvað ann- að. Ekki er hægt að saka dagblöðin eða ríkisfjölmiðlana um að vilja ekki sinna málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar eru allar dyr opnar upp á gátt. Spurningin er bara hvort menn hafa eitthvað fram að færa annað en skammir á ASÍ og verkalýðs- forystuna. Ef að ég væri í stéttarfélagi í stað þess að vera einn af þessum „sérfræðingum” sem keyptir eru til ákveðinna starfa, myndi ég hafa mikinn áhuga á ráðstefnum og fundum um eftirfarandi atriði: 1. Hvar eru peningarnir í þjóðfé- iaginu? 2. Hvað eiga laun að vera há fyrir 8 stunda vinnu? 3. Hvað er eðlilegt að menn eigi NYJUSTU TEPPAFRÉTTIR BERBER gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstaklega hagstæðra magninnkaupa bjóðum við BERBER gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2. Dæmi: Þú kaupir 40 m2, heildarverð ca kr. 15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,- í útborgun og eftirstöðvar færðu lánaðar í 6 mánuði. OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18 föstudaga kl. 8—19 laugardaga kl. 9—12 41^4 . , ,. _ >' . ■' r j. '"■ wim ,....., . M -Ji> " v? -* :• VJZ WA JL r 'L BYGCINGAWOBUBl HlBÍ HRINGBRAUT 120: Byggingavörur Golfteppadeild Simar: Timburdeild ................ 28-604 28-600 Malningarvörur og verkfæri 28-605 28-603 Flisar og hreinlætistæki.... 28-430 HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu) 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.