Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 19
Leikhús dauðans Helgarpósturinn rœðir uið pólska leikstjórann Tadeusz Kantor eftir Ólaf Engilbertsson, Barcelona. Eldgömul og slitin skólaborð og -bekkir fyrir miðju suiði..... bœkur sem eru í þann mund að verða að dufti, brúnar af elli... gömul refsi- áhöld eru teiknuð með krít á töfl- una til áminningar... til vinstri handar er kamar skólans þar sem nemendur finna fyrstu angan frels- isins... þeir eru gamalt hnípið fólk komið á grafarbakkann... gera samtaka handahreyfingar og gefa frá sér hálfkœfðóp... hinkra afogtil einsog í spurn, fara síðan út eitt af öðru... ogþegar ístaðsnúa þau við og síðari helmingur sjónhverfing- arinnar upphefst koma leikar- anna... allir halda d litlum gínum sem eru einsog þeirra eigin lik í æsku... sumir snúast um sjálfa sig í örvilnan, hengja sig eða berja utan einsog samviskubitnir... knékrjúpa og tilbiðja þessa dauðu leikara sem eigin persónugervinga... manneskjur sem draga blygðunar- laust fram leyndarmál fortíðar sinnar... í óvitaskap œsku sinnar... Þannig er „Dauði bekkurinn". Andartak og dauði Gricot-2 heitir pólskur leikhóp- ur. Honum stjómar Tadeusz Kantor af miskunnarleysi og um- hyggju áhyggjufulls föður. Þrátt fyrir mánaðalangar strangar æf- ingar með hópnum þorir hann ekki fyrir sitt litla líf að vita hópinn ein- samlan á sviði, heldur hírist þar með honum einsog skuggabaldur eða móri sem rýnir linnulaust lengst inní varnarlausa leikarana og pínir þá áfram í einum samfelld- um dauðadansi. Kantor grúskar í blöðum og ólagar á sér hárið: ,£g rak mig snemma í gínuna. Leikbrúða er gervivera sem storkar tilverunni og lögmálum náttúmnncir. Hún er afar spaugileg og skrýtin; hún nið- urlægir, hún deyðir, hún myndar gæsahúð og lætur okkur dreyma - allt í senn. Hún er sendiboði þeirr- ar sannfæringar minnar, sem verð- ur æ sterkari, að lífið verði atldrei tjáð í listum nema með skorti á lífi: í dauða, fyrirburðum, tómi og sam- bandsleysi neyðumst við til að lifa sjálf... í mínu leikhúsi víbrar gínan útfrá sér kröftugri tilfinningu um dauða - þannig er hún módel fyrir hinn lifandi leikaira". Kantor er sammála Eleonom Duse, Edward Gordon Craig og fleiri andans séníum í því að til þess að bjarga leikhúsinu sé nauð- synlegt að leggja það í rúst og allir leikarar þurfi að drepast úr pest.... Það séu þeir sem standi í vegi fyrir hinni raunvemlegu list. Manns- líkaminn sé eymdin uppmáluð og aldrei samkvæmur sjálfum sér. Eymd hans verði best túlkuð með hinu vélræna eða hinu dauða samkvæmt Kantor: ,JÞað er svo að á vissu æviskeiði samsamast minnið ákaflega dauðanum. Þann- ig er það... Mitt leikhús starfar gegn neyslusamfélaginu og gegn hór- dómnum. Gegn þessum heimi sem álítur sig innihalda allan sannleik- ann og geta „lifað fyllilega" í efnis- legum austri. Listmaður verður alltaf að standa handan við vænt- ingar þjóðfélagsins, annars er hann bara sósíalrealísk hóra... Það nægir að draga það fram sem mað- ur geymir inní sér; allt og sumt. Ég er á móti efnishyggjunni sem tröll- ríður okkur nútildags og framleiðir sjálfkrafa styrjaldir. Stríðið er dauðatími og mín kynslóð ólst upp í stríði. Allt hlóð það upp spennu í huga manns - spennu uppá líf eða dauða og okkar h'mcir einkennast af ringlun: Hvert andartak gæti ver- ið það síðasta og við sem störfum í leikhúsi þurfum að vera fullkom- lega meðvituð um andartakið - ná- lægð dauðans. Hver og einn hnitar hringi í kringum sjálfan sig; maður er þess einfaldlega ekki umkominn að hnita í kringum aðra... Ég hring- sóla kringum mig sjálfan en ég er í þessum heimi. Listamaður hlýtur að vera næmasti miðill sem til er, hann rannsakar heiminn. Það er engin þörf á að reyra sig niður við sannleik hins opinbera. Leikhúsið fór í þann farvég að apa eftir „líf- inu“, endurtaka vélrænt eitthvað fyrirfram vitað. Það var fyrst með tilkomu dadaismans sem þessi for- herti heimur var skoraður á hólm með tilbúnum raunveruleik þar sem allt gat gerst í ósjálfráðri at- burðarás. Þannig er leikhúsið hliðstætt lífinu sjálfu-þannig túlk- ar lygin best sannleikann og dauð- inn best lífið". Póetík og holdafar Pólskur leikstjórinn kallar þessa meðvitund um nálægð dauðans „póesíu hversdagsins" og að „þeg- ar hversdagslegasti atburður beri á sér mark dauðans fái hann póet- ískan svip“. Hann gefur cillri hug- myndafræðilegri sannfæringu sel- bita: „Einu sinni aðhylltist ég aust- urevrópskan konstrúktívisma, en nú er það akkúrat öfugt. Það er ekki hægt að smíða mannsheiminn - hann er einsog síðasta kvöldmáf- tíðin - og þannig er reyndar loka- þáttur „Wielopole Wielopole" sem við munum sýna í Madríd og tjáir upplausnina, uppgjörið, sannleik- ann. Ég reyni ekki að umbreyta heiminum. Við höfum séðmarga sem hafa látist ætla að umbreyta veröldinni en svo ekkert. Ég er hamingjusctmur í heimi sem stefnir í upplausn, í átt að sannleika. Ef þessi síðasta kvöldmáltið okkar væri einsog eftirprentun af da Vinci þá væri það helber lygi. Tadeusz Kantor leggur frá sér gleraugun og skyggn augun virðast vakna af dvala. Útkrotuð laus blöð liggja fremst á sviðinu. Hann geng- ur fram í fullan sal Leikhússinsti- tútsins í Barcelona og talar frönsku nokkuð hátt. A sviðinu er stóll og borð, en Kantor sest ekki og sviðið er hans borð. Hann ólag- ar hárið á ný þetta vorkvöld svo það fer næstum í sömu skorður og í byrjun. Leikstjórinn syndir. „Ég er samt enginn expressjón- isti“, segir hann í miðju kafi. „Ég geng ekki um með opið hjartað og því síður að ég haldi sýningu á inn- yflum undirmeðvitundar minnar... Nei, ég vinn mjög meðvitað með meðvitaða hluti. Allt hið hlutlæga skiptir mig miklu. Þegar maður stillir út innri hugtengslum missir maður gjcirna meðvitund um nátt- úrulegan uppruna þeirra. Þessi innri hugtengsl verður að efnis- gera útfrá verkinu í heild til að þau missi ekki marks í hugum anncirra. Ég held ekki að fólk hafi neinn áhuga á mínum innri heimi, ekki frekar en holdafari fjölskyldu minnar... Afturámóti skiptir formið miklu - hvaða umgerð hugmynd fær. Mér finnst því að verk þurfi að vera hlutur sem nái til sem allra flestra... fyrir utan að mitt verk er uppreisn gegn innrætingcirstefn- um. 011 sannfæring kúgar, presscir mann niður í dós. í nafni eigin frelsis verð ég að afneita hinu opin- bera „avantgarde” aiþýðunncir. Eg er á móti öllu valdi, samt er ég ekki anarkisti... Nei, listamaður getur ekki verið anarkisti. Listamaður skapar raunverulega hluti, raun- veruleika. Kannski er sköpun fólk- inu bara útópia... Leikhúsið er útópía, en ég verð að vera realisti. Ég verð að tengja saman hluti og umbreyta þeim í afmarkaða stærð. Ancirkisti léti þá svífa um loftin, ég fastmóta þá... Hitt væri jú fallegt, en erfitt". Vinna er ekki sjúlfvirk Ekki fyrir löngu spurðist út að Cricot-2 yrði á meðal þátttakenda í kúltúrkasti á næstu Ólympíuleik- um í Ameríku. Hópurinn er talinn vera „autonome", sjálfvirkt leikhús og innifelur það síbreytileik í flutningi frá einni sýningu til ann- arrair auk þess sem ekki er étinn upp bókmenntalegur texú - leikrit - heldur unnið útfrá persónulegri upplifun á tilteknu þema, sem get- ur auðvitað allteins verið leikrit. Kantor lýsir því svo að hann skapi raunveruleik, vel blandaðan, án Scimbands, hvorki rökræns né órökræns við hið flutta drama - heldur einskonar spennusvæði þess megnug að sýna kjarnann í andrúmi hneykslunar og á tæpu vaði. Þannig er um sífellda sköpun að ræða hjá Cricot-2 og sköpun eins verks getur tekið ár eða meira - þartil orkusprengjan er til reiðu... Það Vcir í Krakóvíu fyrir næstu 30 árum að Kantor setti hópinn á lagg- irnar ásamt nokkrum listmálurum og fyrsta leiksyningin fór frcim á listmálarakaffihúsi þar í borg. Verk- ið var „Kolkrabbinrí' eftir pólska skáldið Witkiewicz, sem uppfrá því hefur verið brunnur hópsins og uppsprettulind. „Við flytjum ekki verk eftir Witkiewicz - við flytjum það með honum einsog við værum að spila við hcinn á spil“, segir Kantor. „Og ef ég nota texta eftir Witkiewicz þá tek ég hann í sér- staka meðferð. Hvert verk krefst nýrrar aðferðar - það er að í fyrstu veit ég aðeins hvað það er sem ég vil tjá, hugmyndin sem slík finnur sér svo e.t.v. samhijóm í bók- menntaverki. T.am. á „Dauði bekkurinn", sem við flytjum hér í Barcelona, upptök sín í ,úeila- æxli" eftir Witkiewicz. En þetta er autonome-sýning, hefur til að Jæra minni eða stíl - minn persónusúT. Kantor er einn þeirra leikstjóra sem ýmsir krítíkerar heimsblað- anna hafa mjög veitt ákúrur að undanförnu fyrir að Jjola skáldum útúr leikhúsmyndinni; fyrir að stía í sundar bókmenntum og leikhúsi. Helst svíður skáldunum að texti þeirra skuli vera virtur að vettugi og ekki tugginn upp einsog venja hefur verið. Nu eru það dramatúrg- ar eða sérmenntaðir bókmennta- ráðunautar sem sía hið leikræna útúr bókmenntunum. Þannig sé sköpun í leikhúsinu og ekld vinna- vinna sé aldrei sjálfvirk... Til þessa virðist hópurinn hafa getað athafnað sig hindrunarlaust í Póllandi þrátt fyrir lýðumljósa andþjóðfélagshyggju - fólk á jú að láta stjórnast en eklci stjórna sér sjálft... „Ég þarf ekkert að vera að gefa yfirlýsingar um ástandið í Pól- landi. Ég læt hinum það eftir sem svarið er kreist uppúr", segir leik- sjórinn keikur. Hann sagðist vera nýkominn af ráðstefnu sem franska sósíalistastjómin stóð fyr- ir um efnaliagslega jálcvæða list- sköpun. Þegar Kantor var spurður hvaða banka hann aðhylltist, svar- aði hann að sinn eigin banka vantaði: banka sem hefur enga stjórn á hlutunum - j>eir bara ger- ist... Á sama fundi varði franski kúltúrmálaráðherrann, Jack Lang, „rétt hvers borgara til vinnu og feg- urðar". „Fegurðar?" át Kantor upp. „Fegurð er ekkert. Rétt til vinnu - ágætt, þó mig persónulega skorti áhugann. Ráðherrann hefði átt að krefjast réttar hvers borgara til sannleikans!" Og Kantor hélt áfram: „Ég útskúfa þessu orði: V-l- N-N-A, heldur notast ég við orðið sköpun til að lýsa því sem ég geri. Ég afneita vísindum í list og vinnu í menningu - og sköpun kemur pen- ingum ekkert við.“ Síðan ólagaði hann á sér hárið. ÓE Tadeusz Kantor stjórnar Dauða bekknum. KVIKMYNDIR A þöndum nasavœngjum - og hrapar eftir Árna Þórarinsson Regnboginrv Kvennamál Richards - Richard’s Things Bresk. Árgerð 1983. Handrit: Frederic Raphael, eftir samnefndri skáldsögu hans. Leikstjóri: Anthony Harvey. Aðalhlutverk Liv Ullman, Amanda Redman. Ingmar Bergman hefur það á samvisk- unni að hafa steypt tvær helstu leikkonur síncir, Liv Ullman og Bibi Andersson í alveg fast mót. Þessar tvær ágætu listakonur em alltstf eins núorðið. Sama má segja um lær- Iing Bergmans, Woody Allen. Tvær helstu leikkonur hans, Diane Keaton og Mia Farr- ow eru alltaf eins. Og þær em ekki aðeirts eins frá einni mynd til annarrar. Þær em eiginlega orðnar óþekkjanlegar hvor frá annarri. Ef einhverjir menn úú um heiminn æúa að gera myndir um konur sem em í vand- ræðum með sálina í sér, þá hringja þeir sjálfkrafa í Liv Ullman. Og Liv mætir með sín særðu augu, þrungin skandinavískri vei- ferðarörvæntingu, sítt hárið kembt aftur í purítanskt norskt tagl og setur í gang vel- smurða drcimatíska leikvél sína með nett- um munnviprum og fínlegum nasavængja- slætti. Liv Ullman er orðin alþjóðlegur skiptimiði í filmískum sálækreppum. Þannig lá beint við fyrir höfunda þessarar bresku myndar að smella Liv í hlutverk eig- inkonu sem kemst yfir reiðarslag eigin- manns síns með því að taka saman við við- hald hans. En það bjargar ekki myndinni. Þetta er ósköp mátúaust sálfræðidrama með cúbrigðilegu ívcifi um konur sem inn- anstokksmuni í þrotabúi karlmannsins. Það eru stílgóðir spretúr í samtölunum, en per- sónusköpun og uppbygging sögunnar eru í skötulíki. Bretum lætur þetta form mun verr en Frökkum og Svíum á borð við Berg- man og allt koðnar niður í loðmullu og leiðindum. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.