Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 7
Oftlega heyrum viö fréttir af mönnum sem hafa verið úrskuröaöir í gæsluvarðhald um einhvern tíma. En sjaldan leiðum við hugann að því hvað felst í þessu haldi fyrir viðkomandi, sem svo jafnvel reynist saklaus þegarupper staðið úr prísundinni. Smartmynd. Gæsluvarðhald er mun strangara hérlendis en í nágrannalöndum okkar Einar Bollason og Magnús Leópoldsson lýsa sálrænum áhrifum einangrunarinnar eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart Gœsluvarðhald verður að teljast frekar meinleysislegt orð, svona á pappírnum að sjá. En í rauninni er hér um algjöra frelsissviptingu manns að ræða, einangrun í ýtr- ustu merkingu þess orðs. Og það sem meira er; það þarfekki sekt til að lenda í prísund sem þessari ,,Sannkallaðri vítisvist", eins og þeir menn kalla hana sem reynt hafa. Þekktasta dœmið í þessu efni er óefað mál fjórmenninganna sem máttu sœta allt að 105 daga gœslu- varðhaldi vegna meintrar aðildar að Geirfinnsmálinu á miðjum síð- asta áratug, en reyndust svo al- gjörlega saklausir af þeirri ákœru svo sem menn vita. En hvernig leið þessum mönn- um í frelsissviptingunni? Hver urðu hin sálrænu áhrif einangrunarinn- ar? Og eru þau til staðar enn? Tveir þessara manna, EinarGunn- ar Bollason kennari og Magnús Leópoldsson bóndi, segja HP hér opinskátt frá þeirri reynslu sinni. En til þess að átta sig betur á þeim viðtölum, innihaldi þeirra og boðskap, er ágœtt að byrja á því að lesa það sem hér fer á eftir. Þar er stuttlega fjallað um eðli og fram- kvœmd gœsluvarðhalds eins og það er notað hérlendis miðað við erlendis, og sálfrœðilegan þátt þess að mati sérfróðra manna. Gæsluvarðhald er ekki refsing, heldur úrræði sem lögreglan á kost á að nota, rannsókn sinni á sakamálum til framdráttar. í raun réttri getur lögreglan handtekið hvaða mann sem er og sett hann bak við lás og slá, en ef hún vill að hinn sami verði látinn sæta gæslu- varðhaldi kemur til kasta saka- dóms að úrskurða hvort ástæða sé til að verða við beiðni um gæslu- varðhald. Sá dómur verður að vera kveðinn upp innan sólarhrings frá því maðurinn er settur inn fyrir meint lögbrot. Að öðrum kosti telst hann vera laus allra mála. Það er einkum tvennt sem dóm- ari tekur tillit til við afgreiðslu gæsluvarðhaldsákæru frá lögregl- unni. Og ef þessum tveimur atrið-. um er fullnægt að mati dómara, er ekkert því til fyrirstöðu að maður sé sendur inn í Síðumúla, í hið svo- kallaða gæsluvarðhaldsfangelsi sem þar er. Þessi tvö atriði eru: Ef sakbom- ingur er talinn geta torveldað rannsókn sakamáls á einn eða annan hátt. Ef sakbomingur telst sér eða öðmm hættulegur. Ef sakborningur fyllir þessi skil- yrði, liggur leið hans í einangmn- ina, þar sem hann verður að dvelja svo lengi sem dómari hefur ákveð- ið, eða þangað til lögregian hefur sannað eða afsannað þátttöku hans í lögleysu. Engin könnun hefur verið gerð hérlendis á áhrifum gæsluvcirð- halds á menn, eða á eftirköstum þeim sem menn kunna að fá eftir aigjöra einangmn frá umheimin- um. Þó er vitað að til gæsluvarð- halds er gripið sjaldnar á íslandi en í nágrannalöndum okkar; tæplega þrír menn hafa setið í þessari prís- und á ári að meðaltali hérlendis að undanförnu. Sú tala er hlutfallslega mun hærri á hinum Norðurlönd- unum. A móti þessu kemur að eincingr- un gæsluvarðhaldsins á íslandi er mun strangari en þekkist víðast hvar annarsstaðar, að mati þeirra sem gerst þekkja til þessa málefn- is. Við skulum til dæmis miða okk- ur við hin Norðurlöndin í því sam- bandi. Þar hafa gæsluvarðhalds- fangcir yfirleitt tækifæri til að hitta samfanga sína endrum og eins og fá jafnvel að starfa við eitthvað. Hvomgt leyfist íslenskum gæslu- varðhaldsföngum. Á Norðurlönd- unum, öllum nema íslandi, er starf- andi félagsráðgjafi við hvert gæsluvarðhaldsfangelsi sem fang- ar mega hitta að máli þegar þeim þykir þurfa. Félagsráðgjafi hefur ekki verið leyfður í íslenska gæslu- varðhaldinu, en fjárveiting hefur ekki fengist til þess hingað til. Einu mennirnir sem fcingcir þar mega hafa samskipti við em lögmenn þeirra einu sinni í viku, og fang- elsisprestur, en þessir menn mega þó aðeins ræða við fanga í mjög stuttan tíma í senn. „Gæsluvarðhald er óvenju strangt hérlendis miðað við það sem gerist í næstu löndum við okk- ur,“ segir Erlendur Baldursson,af- brotafræðingur og starfsmaður Skilorðseftirlits ríkisins.við HP. Erlendur segir ennfremur: „hað er engum vafa undirorpið að ein- angmn gæsluvarðhaldsfanga í þeim mæli sem henni er beitt hér- lendis, hefur í mörgum tilvikum mjög alvarlegar afleiðingar. Nægir þar að vísa á tilraunir sem gerðar vom á einangrunarþoli mann- skepnunnar í síðara stríði. Heil- brigðir menn vom lokaðir inni um nokkurn tíma og kom í ljós að flestir þeirra fóm að sýna merki geðrænna kvilla strax á öðmm degi einangrunarinnar. Eftir viku vom þeir allir famir að sýna af- brigðileg hegðunarmynstur. Svona tilraunir em ekki lengur gerðar í nafni vísindanna, en mörgum ár- um eftir að þessi tiltekna rannsókn var gerð, voru mennimir sem tóku þátt í henni leitaðir uppi og kom þá í ljós að allir höfðu þeir átt mjög erfitt uppdráttar í lífinu, og vom margir þeirra enn með eftirköst eftir þessa umdeildu tilraun á þeim í stríðinu.“ Erlendur segir helstu skýring- arnar á því að menn fari illa út úr gæsluvarðhaldseinangmn vera þessæ: „Maðurinn þarf í sífellu á örvun skynfæranna að halda. Ef sjón og heyrn fá ekki tilbreytingu með vissu miilibili og maðurinn fær ekki að tjá sig við einn eða neinn um einhvern tíma, þá slcikn- ar hægt og sígandi á tilfinningunni fyrir umheiminum. Og ef þetta ástand varir til mjög langs tíma, margra mánaða, getur hann dáið af því sem kalla má skynskort." Miklcir umræður hafa fcirið fram um réttmæti og framkvæmd gæsluvarðhalds á hinum Norður- löndunum undanfarin ár, en sú umræða hefur einhverra hluta vegna ekki náð hingað. Mjög deild- ar meiningar em um það hversu einangmn megi vera ströng, hversu lengi eigi að hafa menn í algjörri einangmn samfellt og einnig greinir menn á um hversu mikið eigi að nota þetta „hjálpar- gagn“, sem gæsluvarðhald óneit- anlega er lögreglunni við rcmnsókn mála. Nýlega var gerð könnun í Dan- mörku á áhrifum einangrunarinnar á gæsluvarðhaldsfanga. í úrtakinu var fólk af báðum kynjum, sem sumt reyndist saklaust að lokinni fangavist. Helstu niðurstöður þessarar könnunar vom þær að Sjá næstu síðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.