Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Heilbrigðið og hormónaskrímslin í dag skrifar Magnea Matthíasdóttir Eitt af því sem setur sorglegan svip á íslenskt þjóðlíf þessa daga kreppu og eymdar, er hinn yfir- gengilegi íþrótta- og heilsuáhugi sem gagntekur fólk. Enginn þykir lengur maður með mönnum, ef hann er ekki skráður í einhverja heilsuræktina og góðbókmenntir (að ekki séu nefndar aðrar bæk- ur) hafa horfið úr hiljum heimil- anna en í staðinn komnar aðskilj- anlegar Fondur og Prinsípullur, svo ekki séu tíundaðar þær á heima(víg)vellinum. Meira að segja veðrið hefur vikið úr sínum heiðurssessi í orðræðum manna og þess í stað er skipst á frægðar- sögum úr ljósunum og hinum ýmsu tækjum. Þetta fer óskaplega í taugamar á mér, ég viðurkenni það þegar, þó það muni að sjálfsögðu kosta mig útskúfun úr öllu samfélagi heilsuhraustra. Ég hef nefnilega alla tíð fremur verið höll undir það sem kallað er anti-sport og óhollt líferni, enda að mínu mati mun skemmtilegra én hitt. Auk þess hef ég lengi efast um „heil- brigðu” sálina í „hrausta” líkam- anum og að slíkt verði nauðsyn- lega að merkja ofþroskaða vöðva undir gervibrúnu skinni. Sumt cif þessu „holla” lífemi fæ ég heldur ekki með nokkm móti skilið að sé heilsusamlegt. Hvemig getur það til dæmis ver- ið gott fyrir líkamann að pína hann á hlaupum, þar til allt virðist vera að bresta - lungu, hjcirta og eflaust lifrin líka? Eða lifa á jógúrt og eplum vikum sam- an (og fáeinum sveskjum svona fyrir meltinguna), að ekki séu nefndar tíu daga eða lengri föst- ur, sem em víst eitt nýjasta fyrir- bærið? Nú, og hvað um fleiri- hundmð metra sundspretti í tutt- ugu stiga gaddi eða svo? Slíkt hljómar að minnsta kosti hræði- lega, hver sem hollustan er. Aukaverkanir þessarar óhugn- anlegu hollustutilbeiðslu em fleiri en sjást í fljótu bragði. Ein sú versta (að mínu mati) er skelfileg brenglun á fegurðar- kennd og kímnigáfu. Þannig var til að mynda auglýst um daginn að á ónefndu vertshúsi hér í borg yrði boðið upp á það sem „skemmtiatriði” að sýna ofvaxna olíusmurða vöðva og er trúlega ekki síðasta auglýsingin sem við sjáum þess efnis. Hvort svo aftur eru til einhverjir, sem hafa unun af að skoða vaxtarlag vesalings hormónaskrímsla, sem boðið er uppá einsog hver önnur „freak- show”, skcil ósagt látið. Slíkt vil ég ekki úttsila mig um, án þess að ráðfæra mig við sérfræðinga (sál- ar og laga). Annar fylgifiskur er ótrúleg þrá til að predika og frelsa aðra verr á sig komna líkamlega, einsog okk- ur veslings stórreykingafólkið, sem virðumst stundum rétt- dræp . Efnilegir drykkjutækncir þurfa að þola langar ræður um skaðsemi alkóhóls og þeir sem eru í þokkalegum holdum geta ekki litið í blað án þess að yfir þá þyrmi, vegna aðskiljcinlegra kúra og læknciskýrsla sem beint er gegn þeirra tiltekna holdafari. Á vinnustöðum ganga fjölritaðir megrunarkúrar manna á meðal og enginn er óhultur, jafnvel ekki þeir sem hefðu verið taldir sæmi- lega grannir fyrir svosem einsog fimm árum eða svo. Útsendcircu- heilsufrelsunarinnar eru í hverju horni. En auðvitað eru stöku Ijós- blettir i svartnættinu, einsog annarsstaðar. „Fátt er svo með öllu illt,” sagði einhver, hvort sem það var nú heldur kerlingin eða Biblían. (Til þeirra tveggja heimilda er oftast vitnað á ís- lensku - innsk. MJM.) Einn af þeim þykir mér til dæmis að fólk er orðið miklu meðvitaðra um það sem það lætur oní sig, svo- sem einsog efna„bættan” mat og litaðan og allskyns „gervifæðu”, einsog hvítt hveiti og sykur. Nýtt grænmeti og ávextir fást nú blessunarlega allt árið um kring, meira að segja á viðráðanlegu verði svona stundum, og þar er „fronturinn” sífellt að breikka með spennandi viðbótum: Baunaspírum, ferskum krydd- jurtum, framandlegum ávöxtum og öðrum skemmtilegum nýj- ungum í íslenskum verslunum. Það þæf meira að segjaekki leng- ur að fara í langa leiðangra til að finna heilhveiti og rúgmjöl á öðr- um tíma en sláturtíðinni. Þetta heilsufarsæði er þá kannski ekki svo galið eftir allt saman og engin ástæða til að nöldra yfir því. Á það ber aftur á móti að líta, að það er ekki gott fyrir heilsuna að byrgja alla gremju inni... Æjá, það er vandlifað í stórum heimi. í ÁSKRIFT — inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni Fyrir ykkur öll sem ekki getiö hugsað ykkur helgi án Helgarpóstsins Áskriftarsími 81511 Msnn hafa veríð að fá botn i hlutina í Borgarnesi. Það var haft eftir Bakkabræðrum, að botninn væri suður í Borgarfirði. Þetta orðtak hefur verið að rætast á óvæntan hátt fyrir marga, sem átt hafa í flóknari málum en bræðurnir á Bakka. Menn kannast orðið við það úr fréttum, að þegar mikið liggur við og ekkert má trufla fara nefndir og ráð stundum upp í Borgames til þess að fá botn í hiutina. Þar finna menn frið til að hugsa og tala saman. Þar er líka að finna þá tilbreytingu frá daglegu umhverfi, sem oft nægir til þess að sjá hlutina í samhengi. Frið og tilbreytingu má víða finna á íslandi en í Borgarnesi hefur verið byggð upp að- staða rétt utan við höfuðborgarsvæðið fyrir fólk sem vill vera í friði án þess að missa í leiðinni af þægindum nútímans. Hótelið er tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið en ekki síður fyrir einstaklinga, sem vilja fínna frið og ró rétt við bæjardymar þjá sér án þess að leggja á sig mikil ferðalög eða kostnað. 7A HÓTEL BORGARTÆS HELQARTILBOÐ: Qisting í tveggja manna herbergi m/baði í tvær nætur ásamt morgunverði og ferðum fram og til baka frá Reykjavík með Sæmundi eða Akraborg. Verð frá kr. 970.00 á mann. Leitið upplýs- inga hjá Hótel Borgarnesi eða Ferðaskrif- stofu ríkisins. (TILBOÐIÐ GILDIR TIL 15. APRÍL NK.) s*.25855 S: 93/7119 HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.