Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 24
,,Nei, blessar!” ,,Kva seiru? ,,Alltedda fína, en þú?” ,,Já, já, alltfínt. ” ,,Sástu heimstaramódiðí sjóvarpinu í gœr?” ,,Nei, é var íKebblœk. ” , ,Heyrðu, sé é ði eggi á mikudaginn?” „Ju, urglega. ” „Ókei, bæ. ” „Ókei, þá. ” ÁSTKÆRT, YLHÝRT, BREYTILEGT Ýmislegt bendir til þess að íslenskan taki nú örum breytingum, en enginn veit hvert þær stefna. eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart Ef þú, lesandi góður, íslendingur á ofanverðri tuttug- ustu öld, hittir Egil Skallagrímsson, fornkappann sjálf- an, á götu í dag ogþið tækjuð talsaman, eru litlar líkur á því að þú skildir hvað hann vœri að segja. Mál hans vœri þér framandi. Líkast til skildir þú eitt og eitt orð, svona rétt eins og þegarþú heyrirFœreying tala, en flest fœri fyrir ofan garð og neðan í ykkar samskiptum því hann myndi ekki skilja þig heldur. Að sönnu vœruð þið að tala sama málið, íslensku, sem hefur tekið hvað minnstum breytingum af öllum germönskum málum síðustu 10 aldirnar eða svo. Efþið skrifuðuð niður setningar ykkar og skiptust á miðum vœruð þið miklu nær því að skilja hvor annan; ritmál- ið hefur breyst svo lítið. En framburður íslenskunnar hefur gjörbreyst, síðan Egill orti um það sem móðir hans mœlti. Hann flutti kveðskap sinn með fornum framburði. Þú talar aftur á móti nútímamál. Þetta nú- tímamál virðist taka stöðugum breytingum. Ýmislegt bendir til þess að íslenskan gangi nú í gegnum mikið breytingaskeið - sé enn að fjarlœgjast gullaldarmálið. Hvert þessar breytingar stefna veit enginn; fyrst er að gera sér grein fyrir því í hverju þœr felast. 24 HELGARPÓSTURINN í næstum fjögur ár, eða síðan 1980, hafa Kristján Árnason lektor og Höskuldur Þráinsson, prófessor við Háskóla Islands, stjórnað rann- sóknarverkefni, þar sem reynt er að komast að því hvemig íslenska sé töluð í landinu núna og hvort framburður hennar sé eitthvað að breytast. Verkefnið ber vinnuheit- ið Rannsókn á íslensku nútíma- máli. Markmiðið er að komast að því meðal annars hvaða framburð- aratriði hafi sótt á og hver hörfað á síðustu áratugum; hvar mest hafi dregið úr sérkennum í framburði; hvort gömul einkenni lifi frekar í strjálbýlinu; hvort einhverjar nýj- ungar eða ný framburðareinkenni séu að skjóta upp kollinum; og hvort tiltekin mállýskueinkenni eigi sér sérstök heimkynni eða kjarnasvæði. Jafnframt er leitað svara við aimennari spumingum um málfarsbreytingar, svo sem hvemig breytingar á máli, og þá sérstaklega framburði, eigi sér stað - hvort menn breyti fram- burði sínum á lífsleiðinni eða hvort framburðurinn breytist eink- um milli kynslóða. Rannsókninni er ætlað að ná til alls landsins. Efni hefur verið safn- að á segulbönd með viðtölum við fólk á ýmsum aldri og þessi söfnunarvinna er nú rúmlega hálfnuð. Stefnt er að því að ræða alls við 2500-3000 manns. Úr- vinnsla er komin skemmra á veg. Aðeins hefur verið fullunnið úr upplýsingum úr Vestur-Skaftafells- sýslu og búið er að tölvukeyra upplýsingar sem safnað vcir í Reykjavík. Fjárskortur hefur haml- að þessum rannsóknum, eins og flestum íslenskum rcinnsóknum öðrum. Þær hafa verið styrktar með einstaklingsbundnum styrkj- um til forkólfanna úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskólans auk fjárframlaga til Málvísindastofnun- ar HÍ frá einstökum kaupstöðum og sýslum. Það segir sína sögu um viðhorf fjárveitingavaldsins, að Málvísindastofnun sem slík hefur ekki fengið eina einustu krónu af fjárlögum mörg undanfarin ár. Athyglisverðar niðurstöður Þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir eru athyglisverðar. Ann- ars vegar hafa verið tekin tíl athug- unar í rannsóknunum hefðbundin mállýskueinkenni sem flestir kannast við, svo sem harðmæli- linmæli, flámæli, hv- og kv-fram- burður, vestfirski einhljóðafram- burðurinn í orðum eins og langur gangur fyrir svanga Manga, skaft- fellski einhljóðaframburðurinn í orðum eins og bogi, hagi og dugi, raddaður framburður í orðum eins og stú/ka og stampur, rl- og dl-framburður á orðum eins og varla eða rn- og dn- framburður á t.d. hérna. Þessi hefðbundnu mál- lýskuatriði nema rúmlega helm- ingi þeirr? framburðaratriða sem athuguð eru. Hins vegar eru rann- sökuð atriði sem kenna mætti við óskýrmœli. Hér er um að ræða ýmsar samlaganir og brottföll, sem minna hefur borið á í umræðum um íslenskan framburð. Dæmi um samlögun er þegar innbú verður „imbú” og innbær verður „im- bær”. Dæmi um brottfall eru þegar dagblað er borið fram „dabla”, kló- settið sem .Jdóstið”, íslendingar og Keflvíkingar verða „ísldigar” og „Keblígar”, og miðvikudagur verð- ur „mikudagur”. Eru þesscir breytingar,t.d. brott- föllin, nýtilkomnar í málinu? Um það er erfitt að segja. Það sem bent gæti til þess að svo væri, er að niðurstöðurnar sýna fram á aukna tíðni brottfalla því yngra sem fólk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.