Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 18
Hvað eru mörg ö i lamaðar? Skólasystkin sýna á Kjarvalsstöðum Rúrí, Rúna, Ivar og Þór ,,Nei, nei, við ætlum ekki að fara að mynda neinn fastan sýningatióp. Hins vegar finnst okkur efnistökin og tilfinningin í þessum verkum okkar slík að það gæti verið gaman að raða þeim sænan í stóra sýn- ingu.“ Svo lætur Rúrí myndlistarmaður um mælt um sýningu sem hún, Þór Vigfússon, ívar Valgarðsson og Rúna Þorkelsdóttir opna á Kjar- valsstöðum, í bæði austur- og vestursal hússins, laugardaginn 17da mars. „Við vorum öll á sama tíma í Myndlistarskólanum," bætir hún við, „en samt er ekki svo að við eigum einhverja sérstaka samleið í myndlistinni. Við erum fyrst og fremst að reyna að gera góða sýn- ingu.“ Fjórmenningarnir sýna þarna verk af ýmsum stærðum, gerðum og toga: Rúna kemur heim frá Amsterdam þar sem hún er búsett með collage-myndir og teikningar í fcirangrinum. Rúrí sýnir þrjá skúlptúra af stærri sortinni unna í gler og járn, „á mörkum þess að vera umhverfisverk", segir hún sjálf. Ivar Valgarðsson vinnur ein- vörðungu í steinsteypu í þetta sinn og sýnir steypta skúlptúra og lág- myndir. Þór á væntanlega flest verk á sýningunni, skúlptúra og málverk, um sjötíu talsins, og er myndefnið dýraríkið í ýmsum birt- ingarformum. Sýning þeirra fjórmenninganna á Kjarvalsstöðum hefst sem fyrr segir á laugardag og lýkur ltaapríl. • - EH. BOKMENNTIR Tómir snillingar? Þeir settu suip á öldina. Islenskir stjórnmálamenn. Ritstjóri: SigurðurA. Magnússon. Iðunn, 1983, 309 bls. í þessari bók fjalla sextán höfundar um jafn marga forystumenn íslenskra stjóm- mála á þessari öld. Ritstjóranum var falið að velja þá sextán er honum þættu hafa sett sterkcistan svip á öldina og fá höfunda til þess að skrifa um þá. Fjallað er um þrjá forystumenn frá tíma sjálfstæðisstjórn- mála, þáSkúla Thoroddsen (um hann rilar Jón Guðnason), Hannes Hafstein (Sigurður A. Magnússon) og Jón Magnússon (Sigurð- ur Lindal), en Jón hélt raunar áfram stjóm- málaafskiptum eftir að nýir flokkar komu til sögu, byggðir á mismunandi afstöðu til innanlandsmála, og var forsætisráðherra Ihaldsflokksins 1924-26. Fjallað er um þrjá sjálfstæðismenn, Jón Þorláksson (Gunnar Thoroddsen), ÓlafThors (Jónas H. Haralz) og Bjarna Benediktsson (Jóhannes Nordcil) og þrjá framsóknarmenn, Jónas frá Hriflu (Þórarinn Þórcirinsson), Tryggva Þórhalls- son (Andrés Kristjánsson) og Hermann Jónasson (Vilhjálmur Hjálmarsson). Úr her- búðum Alþýðuflokksins em valdir þeir Jón Baldvinsson (Jón Baldvin Hannibalsson), Ólafur Friðriksson (Pétur Pétursson) og Héðinn Valdimarsson (Gils Guðmunds- son), en Héðinn klauf Alþýðuflokkinn og stofnaði Sósíalistaflokkinn með kommún- istum 1938, þó hann gengi raunar úr þeim flokki skömmu síðar. Kommúnistar eða sósíalistar í hópnum em þeir Brynjólfur Bjarnason (Gísli Ásmundsson), Einar 01- geirsson (Haukur Helgason) og Magnús Kjartansson (Svavar Gestsson). Loks skrifar Helgi Már Arthursson um Hannibal Valdi- marsson, sem var formaður þriggja stjóm- málaflokka: Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Scimtaka frjálslyndra og vinstri manna. Eins og ritstjórinn ræðir í formála má endcdaust deila um þetta val og skal ekki fundið að því hér. Kostir þessa rits em margir. Það er yfir- leitt vel skrifað og læsilegt. Það er kostur að geta gengið að stuttu yfirliti um stefnu og störf þessara manna og í ritinu er mikill fróðleikur saman kominn. Sumir höfund- arnir gera líka meira en að segja ævisögu; þeir reyna að greina stjómmálasöguna eða einstaka þætti hennar, túlka stefnu og starf- semi stjómmálaflokka og fjalla um mikil- væga atburði um leið og greint er frá hlut viðkomandi stjórnmálamanns í þeirri heildarmynd sem dregin er. Höfundar ganga þó mislangt - og misvel - í þessa áttina, enda kannski erfitt í stuttum þáttum. Þá er fengur í niðjciskrá, sem Guðjón Frið- riksson hefur tekið saman. Ýmsir gallar em líka augljósir á þessu verki. Heimilda er yfirleitt ekki getið, jafnvel ekki um orðréttar tilvitnanir. Þetta rýrir gildi bókcirinncLr mikið og er sérstaklega gremjulegt vegna þess að úr þessu hefðu höfundarnir getað bætt án þess að leggja á sig mikla viðbótarvinnu. Þá hefði verið akk- ur í að fá skrár um það helsta sem forystu- mennirnir hafa ritað - og ritað hefur verið um þá. Það er sennilega rétt sem stendur á kápusíðu, að þessi bók veki „forvitni les- andans um enn frekari kynni cif stjómmála- sögu okkar aldar”. En bókin veitir ekki svör um það hvernig svcila megi þessari forvitni. Annar galli á bókinni er sá, að sumir höf- undanna eru mjög einsýnir í túlkun og gagnrýnislausir - hefja sinn mann upp til skýjanna. Þessu fylgir stundum óþcirfleg dómgirni og stóryrði. Ritstjórinn sjálfur er ekki barnanna bestur í þessu efni. Hann segir m.a.: .Jíagan um átök heimastjórnar- manna og Valtýinga er ákaflega flókin og mótsagnafull ... Hefur Kristján Albertsson gert henni glögg og eftirminnileg skil í þriggja binda verki sínu um Hannes Haf- stein ... sem bregður upp hrollvekjcindi mynd af hringiandahætti, hentistefnu og hundsku þeirra valdeisjúku manna sem sáu ofsjónum yfir framtaki og farsæld skáld- mennisins sem fegurst hafði túlkað draum- sýnir þjóðarinnar og framtíðarþrár í töfr- andi Ijóðum ” (42^13). Stóryrðagaspur af þessu tagi bætir litlu við skilning okkar á Hannesi og lofrit Kristjáns um hann verður seint erkidæmi um hleypidómalausa sagn- fræði. Þá fullyrðir ritstjórinn um Hannes, að enginn stjómmálcimaður hafi „verið jafn- herfilega rægður og affluttur af öfundar- mönnum sem flykktust að honum einsog hrægammar” (39). Nú er þetta auðvitað ekki auðprófanleg tilgáta, en minna má á að geðveiki var borin á Jónas frá Hriflu (sem Þórarinn Þórarinsson segir raunar um- deildasta íslending þessarar aldar) og margir aðrir hafa hlotið drjúgan skammt ai níði, t.d. Bjami Benediktsson og Stefán Jó- hann Stefánsson - svo ekki sé minnst á hundana valdasjúku, andstæðinga Hann- esar! - En kannski vom öll illmælin um þessa menn sönn? Stundum jaðrar oflofið við háð, t.d. þegar Einar Olgeirsson er sagður „manna skyggn- astur á framvindu mcinnkynsins” (217) og Hannibal Valdimarsson talinn hafa spilað á fundina „án þess að leggjast í lýðskmm” (239). Og heldur vandast málið þegar að atburðum kemur, sem allir vildu kveðið hafa. Þcmnig er um lýðveldisstofnunina. Okkur er sagt að enginn hafi átt meiri þátt í því en Hermann Jónasson „að glæsileg þjóðcU'eining náðist um lokaskrefin í frelsis- baráttu landsmanna” (192-3), en eigi að síður „kom það í hlut sjálfstæðismanna, og þá fyrst og fremst þeirra Óiafs Thors og Bjarna Benediktssonar, að hafa fomstu um sambandsslit og stofnun lýðveldis” (169-70) - auk þess sem „Sósíalistaflokkur- inn átti drjúgan þátt í að hrinda lýðveldis- stofnuninni í frcunkvæmd 1944” (205). Ýmsar hæpnar túlkanir má finna í ritinu. Þannig er það vafalítið ofsagt að „upphafs fasisma í Evrópu gæti í aðför hvíta liðsins að Ólafi Friðrikssyni” (117). Sama gildir um fullyrðingu um þingrofið 1931: .M'nnstu munaði að kóngurinn yrði cifsagður og lýst yfir stofnun lýðveldis af þessu tilefni” (73). Og það er skrýtin sagnfræði þegar fullyrt er að það hafi verið „meginverkefni Kommún- istaflokksins cilla tíð að hcifa forustu í at- vinnuleysisbaráttunni og fylkja verkalýðs- stéttinni saman í þeirri baráttu þrátt fyrir sundrungaröfl, sem ailt^Lf vom að verki” (202). Áður var nefnt, að sumir höfundamir reyna að greina mikilvæga atburði. Nokkrir þeirra fjalla t.d. um klofning Alþýðuflokks- ins. Engin greining er heijleg, en ýmis sjón- armið koma fram. Gísli Ásmundsson segir að á ámnum fyrir 1930 hafi „vinstri armur- inn undir fomstu kommúnista” leitast við „að ná samstarfi við hægri cirminn í kjara- baráttu verkalýðsins, en hægri armurinn hafnaði öllu slíku” (201). Pétur Pétursson segir hins vegar að Ólaf Friðriksson, sem vann með kommúnistunum, hcifi greint á við þá um afstöðu til Alþýðúflokksins. „Ólafur vildi eigi láta sverfa til stáls á opin- berum vettvangi né ganga í berhögg við stefnu flokksins. Sakar hcinn unga kommún- ista síðar um að þeir vilji „gana á undan meginhemum”.” ,Jíinkum hafi róðurinn þyngst hjá Ólafi þegar „ungir námsmenn hveríía heim og hampa jarteiknum og post- ullegu innsigli Moskvuvalds” (121). Sjálf- sagt má eitthvað um það deila hverjir hafi helst stuðlað að klofningi Alþýðuflokksins, en vafcdítið má telja að löngu fyrir 1930 hafi kommúnistar ákveðið að una því ekki að vera minnihlutahópur í flokknum, eins og raunar kemur fram hjá Jóni Baldvin Hanni- balssyni, þó frekari rökstuðningur sé nauð- synlegur. Jón Baldvin fjallar líka um stefnubreyt- ingu Kommúnistaflokksins á fjórða ára- tugnum, þegar kommúnistar heimtuðu ..samfylkingu” með alþýðuflokksmönnum gegn fasismcmum, en áður höfðu þeir kallað kratana „sósíalfasista”. Þetta var í samræmi við stefnubreytingu Komintem. Hann segir: „Seinni tíma mönnum hlýtur að vera það ráðgáta, hvernig pólitískur sértrúarsöfnuð- ur, sem var svo gjörsamlega ærður á sál og sinni ... gat áunnið sér tiltrú almennings með óbrjálaða dómgreind” (79). Jón viðrar hér - með ritstjóralegu orðalagi - ein- hverja mikilvægustu spumingu íslenskrar stjórnmálasögu: Af hverju reis ekki upp hér sterkur jafnaðarmannaflokkur eins og í Skandinavíu? En hvorki Jón né aðrir gefa heillegt svar við þeirri spumingu í þessu riti. Jónas Haralz fjallar um hitt megin- einkennið, sem greinir íslenska flokkakerfið frá flokkcikerfunum í Skandinavíu: sterkur, sameinaður hægri flokkur. Hann sagir: ,Jná hefur einnig verið haldið fram, að velgengni Sjálfstæðisfiokksins, mikið og staðfast fylgi hans um langan tíma, eigi einmitt rætur sínar að rekja til forustu Ólafs Thors og síðcir Bjarna Benediktssonar. Án svo mikil- hæfra forustumanna, sem þeir vom, og Jón Þorláksson á undan þeim, hefðu örlög flokksins orðið svipuð og örlög íhaldsflokka og frjálslyndra flokka í sumum nágranna- löndum okkar, dvínrindi fylgi og vaxandi sundrung. Þá hefur því einnig verið hcildið fram, að Ólafur Thors hafi leitt Sjálfstæðis- flokkinn á nýjar brautir, frá þröngri, jafnvel ofstækisfullri íhaldsstefnu, til frjálslyndis og víðsýnis og þá jafnframt til þess sveigj- anleika, sem nálgast gæti hentistefnu” (166). Báðum þessum skýringum hafnar Jónas, en segir að skýringin sé „fólgin í því framar öllu, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálciflokkurinn á íslandi, sem hefur að leiðcirljósi Scimeiningu þjóðarinnar en ekki sundrungu hennar” (167). Greining Jónasar er athyglisverð, en vekur kannski fleiri spumingar en hún svcircir. Það má svo sem segja að flokkar séu stórir af því að mörgum líki stefna þeirra vel (þó það sé raunar engan veginn sjálfgefið að menn fylgi flokkum einungis vegna stefnumála þeirra). En af hverju nýtur svipuð stefna mismikils fylgis á ólíkum tímum og í mis- munandi löndum? Slíkum spumingum verða menn að svara, vilji þeir skýra styrk flokka út frá stefnu þeirra. Og ég hygg að skýringin á velgengni Sjálfstæðisflokksins sé miklu flóknari en Jóncis vill vera láta - og að þar komi bæði við sögu þættimir er hann hafnar og sá er hann heldur fram, en raunar ýmsir fleiri. Það er fengur í þessari bók. Hún er ekki gallalaus, en margt í henni er fróðlegt og umhugsunarvert. Kannski nýtist hún þeim best, sem annað hvort þekkja efnið nógu vel til þess að leggja á það gagnrýnið mat, eða kæra sig kollótta um fræðileg vinnubrögð. Og raunar er skylt að taka fram, að sumir höfundamir em alveg lausir við það sem hér hefur verið fundið að. Frágangur bókarinnar er ágætur. P-S. Fyrir jólin varð mér það á í umsögn um Eystein i eldlínu stjórnmálanna að eta það gagnrýnislaust eftir Vilhjálmi Hjálmars- syni, að Eysteinn hafi verið lengst ráðherra á íslandi. Jóhannes Nordal segir í kaflcinum um Bjarna Benediktsson að Bjarni hafi lengst gegnt ráðherraembætti. Það er rétt. Munurinn er að vísu ekki mikill. Eysteinn var ráðherra í 19 ár og fimm daga, en Bjarni í 20 ár og 40 daga. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.