Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 25
Mestar breytingar á orðaforðanum segir Baldur Jónsson formaður íslensku málnefndarinnar Baldur Jónsson dósent er for- maður íslensku málnefndarinn- ar. Hann var spurður hvort hann teldi íslensku vera að ganga í gegnum meira breytingaskeið núna en hún hefði gert t.d. síð- ustu 300 ár. >PJá, líklega er málið að breytast meira en oft áður,” sagði Baldur, „að minnsta kosti einhverjir þættir þess. Það má nefna orðaforðann sérstaklega, hann er vafalaust sá þáttur ís- lenskunnar sem tekið hefur mestum breytingum. Ég veit hins vegar ekki til þess að nú séu að verða neinar kerfisbreytingar í málinu, t.d. í beygingarkerfinu. En það má nefna að samfara breytingum á orðciforða hefur átt sér stað röskun á hlutföllum beygingarflokka, t.d. nafnorða. Mikið af nýjum orðum í málinu hefur þannig lent í kvenkyni og tekið veikri beygingu, beygst þannig eins og orðið „saga”. Þessi flokkur veikra kvenkyns- nafnorða hefur síðan haft átirif á aðra beygingarflokka. Það er t.d. farið að bera á tilhneigingu til þess að kvenkynsnafnorð sem beygjast sterkri beygingu, séu látin taka veiku kvenkynsending- una -u í staðinn fyrir -ar í eignar- falli eintölu; margir eru þannig famir að segja „aukningu” í stað- inn fyrir „aukningar". En beygingarkerfið sjálft er lík- lega ekki í hættu og íslenskan ætti að geta orðið beygingamál um ókomna framtíð. Það er ekk- ert sem bendir til þess að beyg- ingamál séu óæðri flokkur tungu- mála, skör lægra í þróuninni en þau mál sem hafa losað sig við beygingar. Það er ekki hægt að ganga út frá því að íslenskan þró- ist að þessu leyti á sama hátt og önnur germönsk tungumál í Norðvestur-Evrópu. Það munu líka vera til dæmi um að mál hafi þróast út í það að verða beyg- ingamál. Eg lít á það sem þroskamerki að við skulum vera með virkt mál sem er ræktað af skynsamlegu viti en tilviljun ein ekki látin ráða þróuninni.” er. Ekki er að svo stöddu vitað hvort hér er um einkennandi mál- far yngra fólks að ræða, sem síðan eldist af því, eða hvort unga fólkið viðheldur þessum málfars- einkennum. .Jtannsóknimar verða að ná yfir lengri tíma," segir Kristján Árnason lektor. „Þessi framburðaratriði sem við kennum við óskýrmæli hafa ekki verið könnuð á skipulegan hátt áður. Talaðu aftur við mig eftir 20 ár.” Rannsóknir Björns Guðfinnssonar Rcinnsóknarhópurinn stendur bet- ur að vígi hvað varðar breytingar á hefðbundnum máflýskuatriðum og niðurstöðumar hvað þau varð- ar varpa ljósi á það hvemig þessi framburðaratriði hafa þróast með þjóðinni. „Við emm svo heppin að geta stuðst við rannsóknir sem Bjöm Guðfinnsson málfræðingur gerði upp úr 1940. Hann gerði út- tekt á málfari skólabama og fékk til þess styrk frá Alþingi. Þá stóð til að Ríkisútvarpið fengi styrk til mál- fegrunar, en áður en svo gæti orðið töldu menn rétt að fyrst væri kann- að hvemig fólk talaði. Rannsóknir Björns em okkur mjög gagnlegar og við bemm okkar niðurstöður saman við hans,” segir Kristján. Sem fyrr segir em heildamiður- stöður rannsóknanna aðeins til- búnar fyrir Vestur-Skaftafellssýslu og Reykjavík. Niðurstöðumar af fyrmefnda svæðinu birtust í rit- gerð Kristjáns og Höskuldar Þrá- inssonar í tímaritinu íslenskt mál í fyrra en Reykjavíkumiðurstöðurn- ar em óbirtar og aðeins til í tölvu- útskrift. Meginniðurstöður rann- sóknanna í Vestur-Skaftafellssýslu vom þær, að hefðbundin málfars- einkenni þar væm á undanhaldi. Samanburður leiðir þannig í Ijós að fyrir um 40 ámm hafði 91% 13 ára barna í sýslunni hreinan hv- framburð, en aðeins 13% núna. Það kemur einnig í ljós að umtals- verður fjöldi þeirra, sem höfðu hv- framburð samkvæmt rannsóknum Björns Guðfinnssonar, hefur nú látið af honum. Aðeins 54% þeirra sem vom á unglingsaldri fyrir um 40 ámm hafa nú hv-framburð. Kv- framburðurinn hefur því greinilega verið í sterkri sókn á þessum tíma. Nokkuð öðm máli gegnir um hinn staðbundna einhljóðaframburð í sýslunni, sem var ekki jafn algeng- ur og hv-framburðurinn og hefur minnkað minna en hann. Harðmœli - flámœli Af öðmm niðurstöðum rann- sóknanna sem nú liggjá fyrir, má nefna, að harðmæli virðist heldur hafa sótt á í Reykjavík. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar séu upp til hópa að verða harðmæltir, held- ur aðeins það að þeim sem tala hreint linmæli hefur fækkað úr 91,5% í 89% á 40 árum samkvæmt þessum rannsóknum. ,það er hægt að hugsa sér tvenns konar skýringar á þessu,” segir Kristján Arnason. ,Annars vegar aðflutning fólks sem er harðmælt eða það að menn hafi í auknum mæli farið að temja sér þennan framburð.” íiamkvæmt niðurstöðunum virðist flámæli vera á undanhaldi. Greinilega kemur í ljós að eftir því sem fólk er eldra því meiri líkur eru á því að það sé flámælt: segi „fer- ir” í staðinn fyrir fyrir o.s.frv. ,J>etta er dæmi um þróun sem virðist hafa verið stöðvuð í málinu,” segir Kristján. „Það hefur stundum verið sagt, að hið svokallaða flámæli hafi komið til vegna innbyggðrar til- hneigingcu- í íslenska sérhljóða- kerfinu. Sérhljóðakerfi breytast mjög gjarna í tungumálum og flá- mæli var svo sem ekkert órökrétt- ari þróun en margar aðrar sér- hljóðabreytingar sem orðið hafa í íslensku. Sérhljóðakerfið hefur einfaldast, y og i féllu þannig saman í eitt hljóð og einu sinni voru einnig til tvenns konar ö og tvenns konar a.” I rannsóknum sínum hefur hóp- urinn rekist á nýtt afbrigði af „flá- mæli” sem ekki hafði verið tekið sérstaklega eftir áður. Það ein- kennilega við þetta afbrigði er að það kemur miklu frekar fyrir í máli ungmenna en þeirra sem eldri eru, öfugt við .Jiefðbundið" flámæli. Hér er um að ræða það þegar sagt er „sug” í staðinn fyrir sög, „fur- um” í staðinn fyrir förum os.frv. Það er einnig athyglisvert að flá- mæli á þessum sérhljóðum gekk áður í þveröfuga átt, fólk sagði „gölur” í stað gulur. Kynslóðabil ÖII tungumál tcika breytingum í tímans rás. Talið er að breytingar þurfi minnst tvær til þrjár kynslóð- ir til að ganga í gegn. Islenska hefur verið mjög íhaldssamt tungumál, meðal annars vegna þess að litlar breytingar urðu lengst af á þjóðfé- laginu, og sumar breytingar á mál- inu hafa tekið mjög langan tíma. „Þannig byrjaði að örla á kv- fram- burði hér á landi strax snemma á 18. öld og hann var enn talsvert óalgengur í byrjun þesscircir cildar. Nú leiða svo rannsóknirnar í ljós að hraðar breytingar hafa átt sér stað á þessum framburði síðustu áratugi. Sömu sögu er að segja um vestfirska einhljóðafram- burðinn sem rakinn er allt cútur til 14. ald;ir. Hann lifði góðu lífi áVest- fjörðum langt frcun á þessa öld en er nú fyrst óðum að hverfa, nema hjá einstaka manni. Þessar breyt- ingar benda vissulega til þess að íslenskan sé að ganga í gegnum mikið breytingaskeið,” segja þau Þórunn Blöndal og Guðvarður Már Gunnlaugsson, nemar í málvísind- um við H.Í., sem unnið hafa að rannsóknunum. En hvert stefna þessar breyting- ar? „Það er stóra spurningin. Og við vitum ekki svarið við henni,” segir Kristján. „Þær geta leitt til meira samræmis í málkerfinu, ein- faldari framburðar kannski. Kannski hcifa þær í för með sér gjörbyltingu á málkerfi okkar. Hver veit? Ef til vill hættir íslenskan að vera beygingamál þegar beyging- arendingar fara að hverfa, eins og gerðist til dæmis í ensku og dönsku.” Eru þær breytingar sem nú virð- ist örla á í málinu, svo sem brottfall og samlögun, þess eðlis að ástæða sé til að virkja almenningsálitið gegn þeim, á sama hátt og almenn- ingsálitið tók að spyrna gegn flá- mæli? „Ég mundi leggja til að fólk yrði upplýst um þetta,” segir Krist- ján, „að kennarar fengju vitneskju um þetta, þannig að hægt væri að móta einhverja stefnu í þessum máíum. En ég vara við öllum öfgum í þessu sambandi, einstrengings- leg málvöndun gæti leitt til þess að málið yrði stirðbusalegt. Menn geta viðhaldið ákveðnum fram- burðareinkennum ef vilji er fyrir hendi. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir því að breytingar gangi frekar í gegn ef fólk spekúlerar ekkert í málinu. Þetta fer mest eftir al- mennri afstöðu fólks til málvemd- ar og málvöndunar, almennings- álitinu. Það þýðir ekki að þröngva upp á þjóðina einhverju sem hún vill ekki tala.” Kristján viil gæta „hæfilegrar íhaldssemi” í samskiptum við tungumálið en segir að þróun þess verði seint stöðvuð: „Til þess þyrfti óskaplega einurð eða þver- móðsku samhentrar þjóðar.” HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.