Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Okkur íslendingum bregður ætíð í brún þegar skörð eru höggvin í sjómannastéttina okkcir; nú síðast þegar Hellisey VE fórst með fjórum ungum mönnum undan Vestmcinna- eyjum fyrir fáeinum dögum. Þetta slys varð tilefni harðrar ádrepu utcin dagskrár á Al- þingi á þriðjudaginn. Það var Árni Johnsen, Verstmcinnaeyja- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kvaddi sér hljóðs og gerði að umtalsefni hægagang við að búa fiskiskipaflotann sjálf- virkum sleppibúnaði björgunarbáta, svo- kölluðum Sigmundsbúnaði. Þessi búnaður er þess eðlis að ef ekki næst að sjósetja gúmbjörgunarbát áður en skip fyllist af sjó eða sekkur, losar búnaðurinn björgunar- bátinn og opnar ioftþrýstiflösku sem blæs bátinn út. Arni kvað þennan útbúnað hafa verið tiltækan fyrir þremur árum og ræddi mistök við að fullbúa flotcinn þessum nauð- synlega björgunarbúnaði. Orðrétt sagði hann á Alþingi: ,Jíætt var um setja þennan búnað um borð í landsflotann með samstilltu átaki á einu ári með því að framleiða búnaðinn á nokkrum stöðum. Þegar kom til kasta Sigl- ingamálastofnunarinnar að fylgja málinu í höfn fór allt á annan veg og þessu stórkost- lega öryggismáli sjómcinna var klúðrað þannig að aðeins lítill hluti landsflotans hefur þennan búnað um borð.“ Síðan bætti Árni við að slysið þegar Hellisey fórst hafi verið dæmi um atburð jiar sem umræddur björgunarbúnaður hefði aukið björguncilík- ur. „Það er víða pottur brotinn í öryggismál- um sjómanna og þetta er eitt stórmálið," segir Oskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambandsins. ,Á fundum okkar og þingum höfum við lagt hart að Siglingamálastofnun og fleiri aðilum að þessu máli verði fylgt fast eftir, en því miður vantar oft mikið uppá að lögum og samþykktum sé fylgt eftir. Við fögnuðum því mög þegcir þessi búnaður var lögfestur fyrir tveimur árum. Það sem síðan hefur gerst er allundarlegt og ekki laust við að mann gruni að ýmis peningasjónarmið hafi ráðið því að þessi búnaður hefur ekki náð því að komast í báta nema að litlu leyti, það ereinsog málið hcifi helst snúist um það hver eigi að framleiða þennan búnað.“ I júní 1982 var sett reglugerð um að slíkur sjálfvirkur sleppibúnaður yrði settur í allcin • Ráða peningasjónarmið ferðinni? spyrja sjómenn. • • Oryggismálum sjómanna klúðrað? íslenska bátaflotann. Þá hafði búnaður sem Sigmund Jóhannsson uppfinningamaður í Vestmannaeyjum hcmnaði með stuðningi Sjóslysanefndar verið reyndur með góðum árangri. Síðastliðið ár var svo tekin upp sú stefna að þessi búnaður yrði kominn í allan flotann lta mars 1984. Sú hefur ekki orðið raunin. „Skráð þilfcirsskip lta janúar síðastliðinn voru 840, þar af voru 450 skip komin með þennan búnað lta mcirs. Það er rétt að reglugerðin frá 1982 segir til um að öll skip eigi að vera komin með búnaðinn fyrir lta mars. En menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er geysilega stórt verkefni og framleiðslugetan tcikmörkuð. Okkur varð því ljóst að möguleikarnir á þvi að koma búnaðinum í allan flotcinn voru litlir, en tókum samt þá stefnu að láta starfsmenn okkar ekki gefa út hciffærniskírteini til skipa nema þau hefðu pantað búnaðinn eða að þau hefu gildar ástæður fyrir því að hcifa ekki náð að koma honum upp. Við lögðum sumsé mikla áherslu á að þessi búnaður væri fyrir hendi, en sáum okkur ekki fært að stöðva skip sem sigla án hans og hafa siglt án hans í mörg ár. En ég veit að það er mikil hreyfing á þessu máli um þessar mundir." Þetta eru orð Magnúsar Jóhannessonar sem um þessar mundir gegnir starfi sigl- ingamálastjóra. En það er fleira en sýnist í þessu m áli, margt fleira. Staðreyndin er nefnilega sú að það er tvenns konar sleppibúnaður í notk- un í flotanum. Sá upprunalegi er sem áður segir hannaður af Sigmund og frcunleiddur í Vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyjum. Hin tegundin hefur verið framleidd í mun skemmri tíma í Vélsmiðju Óla Ólsen í Njarðvíkum. í vestmcinneyska búnaðinum er það loftþrýstiflaska sem losar um björg- unarbátinn, en í þeim njarðvíska gorma- búnaður. Siglingamálastofnunin hefur talið hvorn tveggja búnaðinn standast kröfur sínar, en þeir Vestmemnaeyingar og fleiri hafa talið þcinn njarðvíska mun síðri; hann hafi heldur ekki sannað gildi sitt og einnig álíta þeir sig hafa borið skarðcm hlut frá borði í samskiptum sínum við Siglinga- málastofnun, sem hafi haldið Njarðvíkur- búnaðinum að skipstjórum og útgerðar- mönnum. , ,Það er sorglegt ef menn geta ekki tekið á þessum málum af heilindum,", segir Árni Johnsen við Helgarpóstinn. ,J>egar upp- runalega vcir rætt um að gera þetta átak var talað um að búnaðurinn yrði frcimleiddur í vélsmiðjum víða um landið undir leiðsögn og eftirliti vélsmiðjunnar Þórs, enda eðli- legt að þeir sem haífa mestu reynsluna hafi þarna hönd í bagga. Eðlilegast væri auðvit- að að ganga hreint og beint úr skugga um eftir Egil Helgason hvor búnaðurinn er betri og taka síðan ákvörðun í samræmi við það. En hitt er alls ekki rétt sem maður hefur heyrt fleygt að við Eyjamenn viljum sitja einir að því að framleiða þennan búnað.“ , Jteglugerð er reglugerð," segir Þórhallur Hálfdánarson, frctmkvæmdcistjóri Sjóslysa- nefndcir. „Við kostuðum þessar tilraunir í Vestmannaeyjum á sínum tíma og erum vissir um að hvergi er framleiddur betri búnaður. Þessi búnaður á að vera bæði handvirkur og sjálfvirkur, segir reglugerðin en staðreyndin er sú að búnaðurinn frá Njarðvfk fullnægir alls ekki ákvæðunum um sjálfvirkni. Það er áleitin spuming hvað út- gerðarmenn þeirra 300 skipa sem hafa fjár- fest í Ólsens-búnaðinum gera ef fyrirtækinu tekst ekki að ráða bót á þessu.“ Magnús Jóhannesson hjá Siglingamála- stofnun svarar þessu: ,3ú skoðun Ama og þeirra Vestmannaeyinga að við höfum haldið einum búnaðinum fremur en öðrum að útgerðarmönnum er fjarstæða sem ég hlýt að vísa til föðurhúsanna. Við gerum kröfur til þess að búnaðurinn fullnægi ákveðnum lágmarkskröfum, en síðan er það kaupendanna og útgerðarmannanna að meta hverslags búnaði þeir fjárfesta í. Varðandi sjálfstýringuna vil ég benda á það að reglugerðin er í raun tvíþætt þar sem þilfarsskipin eiga í hlut. Annars vegar er kveðið á um fjarstýrðan búnað, sem losað- ur er með einu handtaki. Slíkur búnaður átti að vera kominn í allan flotann fyrir ltamcirs síðastliðinn. Hins vegar er í öðmm hluta reglugerðarinnar rætt um sjóstýrðan bún- að sem fer í gang þegar skilið fyllist af sjó. í reglunni er þetta viðbótarkrafa og ekki enn sett sem skilyrði. Vestmannaeyjabúnaður- inn hefur þetta hvort tveggja í einum pcikka, fjarstýringuna og sjóstýringuna, en Njarð- víkurbúnaðurinn ekki ennþá. Hins vegar veit ég að uppá síðkastið hcifa staðið yfir prófanir á slíkum búnaði hjá þeim. Hvort við síðan viðurkennum hcinn eða ekki kem- ur í ljós síðar.“ ERLEND YFIRSYN Fylgi Harts byggist á starfi sjálfboðaliðssveita Næst sækir Hart að aðalvígjum Mondale Undirbúningur frambjóðenda í Demó- krataflokknum fyrir forkosningar um val á forsetaefni var með margvíslegu móti. Walter Mondale, fyrrum varaforseti, safnaði liðsafla verkalýðsfélaganna og flokkskerfis- ins áscuut fleytifullum kosningasjóði. John Glenn öldungadeildarmaður treysti á þjóð- frægð sína fyrir geimflug, sem gerð vom skil í vinsælli kvikmynd, ,JJightStuff“.Gary Hart öldungadeildarmaður skrifaði bók. Hún heitir „Nýtt iýðræði". Eftir að prófkjör og flokksfundir um val á forsetaframbjóðanda hafa farið frcim í rúm- um fjórðungi fylkja Bandaríkjanna, 14 af 50, er niðurstaðan að vænlegra sé til sigurs að skrifa bók en láta gera um sig kvikmynd eða reyna að leggja undir sig auglýsingatíma sjónvarpsins með fjáraustri. Bcikarhöfund- urinn Hcirt er sigurvegari í tíu fylkjum, Mondale, sem allir spáðu i upphafi auð- veldri sigurgöngu, hefur orðið ofaná í þrem. Geimfarinn Glenn á enn eftir að komast efst á blað í nokkm fylki og er talinn úr leik. Athygli fréttamanna á Gary Hart vaknaði fyrst fyrir alvöm eftir að hann náði því að komast næst Mondale í vali flokksfulltrúa í lowa fyrir þrem vikum. Martin Schram, fréttcimaður Washington Post, leist vel á manninn, en aftók að hann hefði bolmagn og tíma til að keppa við Mondale í níu fylkja vaiinu þriðjudaginn 13. mcirs, og ólíklegt væri að hann sigraði í nokkm fylki fyrr en þá í Connecticut 27. sama mánaðar. Allt hefur þetta farið þveröfugt. Mondcile er kominn í vörn, og hefði hann ekki haft það af að sigra í tveim suðurfylkjum 13. mars, og í öðm þeirra með naumindum, væri hann úr sögunni. Það hefði þótt fjar- stæða fyrr í vetur, að spá því að merkisberi drottnandi afla í Demókrataflokknum ætti eftir að fleyta sér í anncin áfanga forkosn- inganna með því að vinna Alabama og Georgíu. Komið hefur á daginn, að furðu margir fréttamenn sem fylgjast með forkosningun- um hafa látið undir höfuð ieggjast að lesa bók Harts, og hneigjast því til að eigna sigra hans framkomu, útliti og aldri miklu frekar en því sem hann hefur að segja. En mergur- inn málsins er að fylgi Harts byggist á starfi fjölda sjálfboðaliða, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu, að öldungadeildarmað- urinn frá Colorado sé tilvalinn til að sigra Ronald Reagan, af því að hann hefur tíma- bæra hluti að segja og boð;ir ný úrræði. Hart heldur því fram að vegur Bandaríkj- anna og velferð bandarísku þjóðarinncir velti á því, að rétt sé bmgðist við tæknibylt- ingu í atvinnulífi og breyttri stöðu Banda- ríkjanna á heimsmcirkaðnum. Til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum vill hann reiða sig á fríverslun, ásamt skattlagningu til að ná félagslegum markmiðum. Mondale hefur að áeggjan verkalýðsfé- laga gerst talsmaður vemdcirstefnu fyrir bandaríska atvinnuvegi sem standa höllum fæti gagnvart innflutningi, til dæmis bíla- iðnaðinn. Hann heldur fast við gctmlan vana demókrata að lofa illa settum hópum að bæta hlut þeirra með styrkjum af opinbem fé. Ráð Harts við atvinnuleysinu er allt cinn- að. Hann hyggst koma á tryggingakerfi verkafólks og atvinnurekenda, til að standa straum af tækninýjungum og endurþjálfun starfsfólks í atvinnuvegum sem dregist hafa ciftur úr. Hann vill launa lágt vömverð og launaþróun undir verðbólgumörkum með skattaívilnunum til framleiðenda og laun- þega sem í hlut eiga. Baráttan við mengun er að hans dómi best háð með því að leggja mengunarskatt á fyrirtæki sem valda um- hverfisspjöllum, og verja tekjunum af hon- um til að hreinsa mengunarvilpurnar sem myndast hafa. Við endurnýjun úreltra atvinnugreina vill Hart koma á samstcirfi atvinnurekenda, verkalýðsfélaga og ríkisstjómar. Markmiðið væri að atvinnurekendur tækju að sér að halda uppi tiltekinni atvinnu og sjá um endurþjálfun starfsliðs, en verkalýðsfélögin féllust á að samþykkja hagnýtingu nýrrar tækni til að auka hagkvæmni í rekstri. Hart stærir sig af að vera eini öldunga- deildarmaður demókrata sem sóttist eftír forsetaframboði og greiddi á þingi atkvæði gegn öllum atriðum í fjármálcistefnu Reagans forseta. Stjóm forsetcms reynir að fleyta sér fram yfir kosningar á hallabúskap hjá ri"kissjóði langt umfram það sem áður hefur þekkst. Reagan hefur stórhækkað herútgjöld, en fyrst og fremst til dýrra vopncikerfa, sem kitla hégómagimd hers- höfðingja og tryggja vopnasmiðjum ofsa- gróða. Raunvemlegur herstyrkur Banda- ríkjanna, reiðubúinn til aðgerða, hefurrým- að um fjórðung á landi og í lofti frá því Reagan komst til valda. Hart hefur frá því hann kom á þing setið í landvarnanefnd Öldungadeildarinnar, og þar hefur hann komið á lciggirnar hóp þing- manna úr báðum flokkum, sem berst fyrir því að vígbúnaðarstefnunni sé breytt, þannig að megináhersla sé lögð á einfaldcin vopnabúnað og traustan og her í fullri þjálf- un en ekki stjörnustríðsdrauma. Hcirt bend- ir á andstöðu sína við hersetu í Líbanon löngu áður en Mondale tók cifstöðu í því máli og fordæmir að Bandarikjaher sé gerð- ur að lífverði fyrir hcirðstjóra í Rómönsku Ameríku. Athyglisverðust úrslit í prófkjömnum á þriðjudaginn vom í Massachusetts og Flórída. Fyrrnefnda fylkið er fyrsta fjöl- menna iðnfylkið, þar sem atlwæði em greidd. Þrátt fyrir samkeppni frá gömlum Scimherja, McGovem forsetaframbjóðanda frá 1972, vann Hcirt mikinn sigur á Mondale. Yfirburðir Harts í Flórída vom einnig vem- legir, en þar em kjósendur af spænskumæl- andi bergi brotnir fjölmennir, og þeir em einn hópurinn sem Mondale hefur gert sér sérstakt far um að heita gulli og grænum skógum. Þessi úrslit em vísbending um að úrslit geta ráðist í keppni Harts og Mondale á næstu vikum í kosningum í iðnríkjunum, þar sem keppt er um fjölmennustu sendi- nefndirnar á flokksþing demókrata í júlí. Innan viku verður kosið í Michigan og Illin- ois og í New York 3. apríl. Bregðist kosningavél verkalýðsfélaganna Mondale í þessum fylkjum, á hann sér ekki viðreisnar von. Skiptist fylgið jafnt milli hans og Harts í þessum fjölmennu fylkjum þegar á heildina er litið, ráðast úrslit ekki fyrr en á flokksþinginu. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.