Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 13
MATKRÁKAN Klauflax og annar föstufiskur eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Nú er langafasta hafin, en eigi vænti ég að margir lúterskir afturbatapungcir kippi sér upp við það. En meðan ísland var enn páp- ískt föstuðu margir að hætti frelsarans; alltént var það almenn regla að snerta hvorki ket né flot alla föstuna. Menn átu hver sem betur gat af keti á sprengidags- kvöld, en þá safnaði húsbóndinn ketleifun- um saman í skinnbelg, batt hann upp í bað- stofumæni og lét hann hanga þar fyrir aug- unum á heimcimönnum sínum alla föstuna. Laugardaginn fyrir páska tók hann ofan belg- inn og fékk hverjum sínar leifar sem ,setið héifði í föstunni" með því að nefna hvorki ket né flot alla föstuna, heldur skyldi nefna ketið „klauflax" eða „páskahákall" en flotið „afrás“. Eða eins og segir í vísunni: Enginn mátti nefna ket alla föstuna langa; hver það af sér heyra lét, hann var tekinn til fanga. í Klauflaxinum segir Jónas Hallgrímsson skondna sögu af mannaumingja sem þoldi ekki kjötbindindið, „gekk úr föstunni" með tilheyrcirndi kjötneyslu og -stuldi. Sá sat í tunglsijósi á eldhúsglugga og seildist inn á rárnar og s'egist svo frá honum: „Hann sagðist liggjá á dorg og vera að veiða og hélt að það væri hverjum manni heimilt. Og þegar hann kom á þingið og sýslumaðurinn sagði hann hefði stolið, þá bar hann ekki á móti því nema hvað hann neitaði að það hefði verið kjöt. ,£g hef tekið klauflax," sagði þjófurinn, „og býst við að verða hýddur, en það er best að bera sig karl- mannlega." Það bcir ekki heldur á honum að hann væri sériega daufur. En þegar honum var lesin upp þingbókin og hann heyrði þar stóð „fimm fjórðungcir af kjöti“, þá fór hann að gráta og sagði við dómarann:, JCrofið var fimm fjórðungar, en hitt voru ekki mín orð; skrifið þér heldur sex fjórðunga og setjið þér klauflax." “ Það var og til siðs í hérlendri pápísku að enginn mátti hafa nærklæðaskipti afla föst- una út, enn síður kasta lús af sér, og var svo ríkt að því gengið, ef lús skreið á úlflið eða úr höfði manns, varð að pota henni upp undir ermi, barm eða í höfuðhár. Þetta hef- ur væntanlega verið gert til að auka píslir manna, eða hvað? Regnpostular Úr pápískri lús íslenskri vindum við okk- ur yfir til Mexíkó sem er pápísk a.rn.k. að nafninu til, og hugum örlítið að þeirra föstu- fæði. MexíkancU" eru engir slukscir í matar- gerð. Hver borg og þorp í Mexíkó lumar á hundruðum staðbundinna mataruppskrifta að sérréttum sem eru tengdir tilteknum dögum ársins. í einu þorpi má t.d. finna upp undir hundrað uppskriftir að „atole", rnild- um maísmjölsdrykk ævafomum. Útgáfur drykkjæins miðcist við mismunandi heilsu- far neytendans, en einnig ólíkar hátíðir í hringrás sólarársins. Víða í dreifbýli eimir enn mjög eftir af fornri vættadýrkun sem hefur scunlagcist kristinni trú á undraverðan hátt. í þorpinu Octxaca er t.d. nauðsynlegt að borða tólf ákveðnar fæðutegundir meðan á dymbil- viku stendur; hver fæðutegund er tákn fyrir einn ctf postulunum tólf sem sátu hina heil- ögu kvöldmáltíð. En þessar fæðutegundir hafa einnig annað og uppmnalegra gildi fyrir bændurna í þorpinu. Þær tilheyra allar ,,ferskvatnsfæðu“ samkvæmt flokkun ind- jánanna. Sagt er að þær lúti stjórn regn- guðsins, herra þmmu og eldinga. Hvítleitt yfirbragð þeirra, gagnsæi og vatnsinnihald gerir þær að „ferskvatnsfæðu", eins og gúrkuna t.d. Þessara fæðutegunda verða menn einnig að neyta yfir sjáifa páskana vegna þess að trúarháúð þessi markar upphcif regntímans þar um slóðir. Meðan á honum stendur em hafðar í frammi ýmsar trúarathafnir í því skyni að biðja guðina um steypiregn svo maískornin megi þroskast. Ferskvatnsfæð- an sem maðurinn neytir flytur nærcindi vatn til frækornanna nýsáðu - í kosmísku nær- ingarsamhengi. Óbeint flytur hún boð um vatn í gegnum manninn. i Mexíkó-city og öðrum borgum vita menn nú orðið harla fátt um maísfæði og þmmuguði. Á dymbilviku borða menn mik- ið af þurrkuðum rækjum og kavíar, svo eitt- hvað sé nefnt, og virða þar með kjötbann kaþólsku kirkjunnar meðéin á föstu stendur. Fiskréttir em í hávegum hafðir þar sem fisk- urinn minnir á frumtákn gagnkvæmrar virðingar (og samneyslu) meðal kristinna manna. Sá sem borðar fisk á föstunni náig- ast Krist á táknrænan hátt. Mexíkanskur föstufiskur og páska Best er að nota fisk sem er stinnur og þéttur í sér, s.s. lúðu eða kola, en einnig má nota flunkuný ýsuflök. Rétturinn er krydd- aður vel og Mexíkanar neyta hans með hrís- grjónum og ölkollu. Uppskriftin er miðuð við 4-6. u.þ.b. 1 kg af fiskflökum 2 miSlungsstórir laukar 1 stór, græn paprika 3 tómatar 1 dl ólífuolía 1 dl þurrt hvítvín 1/4 tsk steytt rósmann 1/4 tsk chilipipar sítrónusafi 1/4 tsk kanelduft 1/2 tsk þurrkað timjan 1/4 tsk steytt oregano 1/4 tsk kúmenduft Auk þess; niðursoðinn chilipipar, kapers og grænar ólífur. 1. Afhýðið laukinn og skerið í þunnar sneiðar; skerið paprikuna í strimla og svo í bita; afhýðið tómatana, fjarlægið úr þeim kjarnana og skerið í bita. 2. Smyrjið eldfast mót með olíu. Hrærið kryddunum saman við ólífuolíu, hvítvín og sítrónusafa og hellið blöndunni yfir fiskinn. Bakið í klukkutima í 200 gr. heit- um ofni. 3. Rétt áður en fiskurinn er borinn fram er söxuðum kapers, grænum ólífum og chilipipíu' stráð yfir. (Niðursoðin chili- pipar sést stundum hér í versiunum en farið varlega í sakimar, ef þið notið hann, því hann er geipilega bragðsterkur.) Þú getur haldið áfram að telja endalaust. Nýtt forrit fyrir IBM PC einkatölvuna verður til á hverjum degi. Um allan heim keppast forritaframleiðendur við að einbeita sér að þessari eftir- sóttu tölvu. Þess vegna getur IBM PC einkatölvan auðveldað þér svo margt, bæði í einkalífinu, í fyrir- tækinu og við kennslu. Svo sem hraðari upplýsingaöflun, meiri hagkvæmni, gerð greiðslu - og fjárfestingaáætlana, lækkun kostnaðar án niðurskurðar, verð- lagningu á framleiðslu ofl. ofl. sem setur þig framar keppi- nautunum. Þú hefur betri yfirsýn og færð aukinn tíma til að sinna mikil- vægum þáttum í rekstrinum og heima fyrir - t.d. með fjölskyld- unni. Hvers vegna hefur þú ekki samband við eitthvert söluum- boðanna fyrir IBM PC einka- tölvuna? Þú skýrir fyrir þeim þarfir þínar og óskir, og þeir finna réttu lausnina með þeim for- ritum sem henta þér best. - Þvi máttu treysta. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gisli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfísgötu 33, Reykjavík, simi 20560 Örtölvutækni sf., Garðastræti 2, Reykjavík, sími 11218

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.