Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 17
Á hvaða sykurmola sest flugan? - Egill Ólafsson leikur Upphœða-Sky í Gœjum og pœjum Egill Ólafsson i hlutverki Upphæöa-Sky; veöjar stórt og veðjar mikið. Smartmynd. Egill hér. Egill hér. Egill Helgason hérnamegin. Egill Óiafssonhéma megin. Einmitt já. Það var gott. Heyrðu nafni, þú ert að syngja aðalhlut- verkið í söngleik sem kemur á fjal- irnar í Þjóðleikhúsinu innan skcunms - Guys and Dolls, ekki satt? „Gæjar og pæjur á ylhýra mál- inu. Jú, þetta er söngleikur og að margra mati ansi gott leikrit síuti- hliða söngnum. Ég veit til dæmis að hann er í miklu uppáhaldi hjá þeim eina sanna sir Lárens, Söngleikur- inn er byggður á sögum eftir Dam- on Runyon, sem þóttu miklar skemmtibókmenntir hér á ámnum kringum stríðið, en sögurnar aftur byggðcU' á karaktemm sem áttu sitt blómaskeið í New York í „the roar- ing twenties”, í öllum þeim galskap sem þá var. Nú, síðan var það mað- ur að nafni Frank Losser sem dikt- ar mikið frægéui söngleik uppúr þessum sögum um 1950. Uppúr honum var svo gerð stórmynd með aungvum öðrum en Frankie boy og Brandó í aðalhlutverkum. Þetta er sumsé býsna þekktur söngleikur í Bretlandi og vestan- hafs, og þótt ekki hafi farið mikið fyrir honum hér þá hefur maður verið að heyra þessi lög í gegnum tíðina, ýmsir djassarar hcifa verið að leika sér með þau.” - Efnið, um hvað er sungið og dansað? ,Aðalpersónurnar, þessir fuglar eru gamblcuar, fjárhættuspilarar og lifa á því að veðja á allan and- skotann. lnní það fléttast svoýmis- legt einsog vera ber, rómcuis- ar og smáatvik, til dæmis stúlku- kind úr Hjálpræðishemum sem verður hluti af einu veðmálinu.” - Hvert er þitt hlutverk í Gæjum og pæjum? „Ég leik karakter sem gengur undir nafninu Upphæða-Sky, upp- hæða vegna þess að hann leggur svo mikið undir í fjárhættuspilinu. Hann er líka þekktur fyrir það að veðja á óiíklegustu hluti, til að mynda á það á hvaða sykurmola flugan sest. Hlutverkið byggir víst á manni sem hafði verið lögreglu- stjóri í einhverju fylki Bandarikj- anna, en komst svo að þeirri niður- stöðu að hann gæti haft miklu meira uppúr sér í fjárhættuspilinu. Þetta er ansi skemmtileg týpa, stórbokki, talcU' fágað mál og slær um sig og þykist eiga talsverða samleið með efri stéttinni.” - Er þetta ekki hálfgerð tíma- skekkja, að setja upp ævafornan söngleik? „Eg legg ekkert mat á það. Það er nú svo margt sem hægt er að líta á sem tímaskekkju. Fyrir mig er það gaman að fá að spreyta mig á sviði og allt annað en að vera í bíóinu. Við reynum að gera þetta þannig úr garði að þetta verði sem mest og best skemmtun og ekki mikið umfram það. Það er enginn stór boðskapur í verkinu, en samt er víst að þessi tegund af manntólki er til - þú þarft ekki annað en að skreppa upp á Billann á Klappar- stígnum til að komast að raun um það...” - Nú þarftu að bregða undir þig dansfætinum í sýningunni. Hvern- ig gengur það? „Sem betur fer er það ekki mikill dans sem mæðir á mér, engir stór- dansar eða klassískir ballettar. Dansinn gefur sýningunni auðvit- að mikinn lit, en plottið er samt ekki verra fyrir það - ég held meira að segja að það hafi verið sett upp sýning á Gæjum og pæjum þar sem aðaláherslan var lögð á textann en á kostnað söngsins og dansins. Það var einhver leikhússfrömuður sem taldi það synd að tónlistin væri þarna að þvælast fyrir.” - Söngurinn? „Nei, hann er ekkert vandamál. Þetta eru dægurlög, létt og skemmtileg swing-lög sem maður getur farið býsna frjálslega með.” Það er Ragnheiður Steindórs- dóttir sem leikur hjálpræðishers- stúlkuna Söru í Gæjum og pæjum, en auk hennar fara með stór hlut- verk Flosi Ólafsson, sem einnig þýðir verkið, Bessi Bjamason, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson, að ógleymdum íslenska dansflokknum og stórum hópi ungra leikara sem margir hverjir hafa ekki komið á fjalir Þjóðleik- hússins áður. Hljómsveitarstjór- inn og annar leikstjórinn koma frá Bretlandi, þeir Terry Davies og Kenn Oldfield. Hinn helming leik- stjórnarinnar sér Benedikt Áma- son um, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson og búninga Una Coll- ins. Söngleikur - ja, kannski hefur Þjóðleikhúsið veðjað á réttan hest í þetta skipti, altént eru söngleikir hátt skrifaðir hérlendis um þessar mundir, sjáið bara My Fair Lady á Akureyri... -EH Undir teppinu hennar ömmu - nýtt kvennaleikhús frumsýnir verk eftirNínu Björk Árnadóttir Við erum stödd í ósköp smáum, en ofur vistlegum sal, svokölluðu Auditoriumi Loftleiðahótelsins, þangað sem lítt styrkt leikhús hafa hrakist langt yfir mýrar og skurði undan leiklistarhússleysi. I þessum sal höfum við frétt að eigi að setja upp nýtt íslenskt leikrit einhvern nœstu daga. Við skimum í krók og kima, en finnum enga afþeim kon- um sem við höfðum mœlt okkur mót við, svo karlmennskur ráð- stefnusalaandi svífur yfir flostepp- unum. Við öndum að okkum andblæ fjölþjóðahótelsins, eigrum um ganga, kíkjum aðeins á vídeó, rennum á lyktina af eggjum og beikoni úr kaffiteríunni; og þar sitja útvið glugga glaðbeittar kon- ur, sem okkur finnst við þekkja úr blöðunum. „Við erum vorkonur Alþýðuleik- hússins,” svara þær kveðju okkar, „og syngjum Unga fólk undir fram- sóknarmerki.. Þarna er sumsé hluti kvennanna sem eru að setja upp leikritið „Undir teppinu henncu- ömmu” í nafni nýtilkomins kvennaleikhúss; leikstjórinn Inga Bjamason, bún- inga- og leikmyndcu-höfundurinn Guðrún Svava Svavarsdóttir, Sig- urveig Jónsdóttir leikkona og einn karlmaður sem stingur í stúf, Ámi Baldvinsson segist hcmn heita og bætir við til skýringar: ,JÉg er ráðunautur um lýsingu, eins konar ráðherra mætti segja.” „Við uppgötvuðum okkur til sárrar hrellingar að við kæmumst ekki af án karlmanna,” útskýrir leikstjórinn. „Það em tveir kcu-I- menn sem leggja okkur lið. Hinn er Hákon Leifsson sem spilcu- á har- mónikku og notar rödd.” Hverslags leikrit er þetta, spyrj- um við, kvennaleikrit? Leikstjórinn: ,,Þetta er leikrit sem Nína Björk Ámadóttir skrifaði sérstaklega fyrir okkur. Það byggir að hluta á síðustu ljóðabók henn- ar, Fugli óttans; ákaflega ljóðrænt og óvenjulegt verk, sem fjallar um nútíð, fortíð og framtíð þriggja kynslóða kvenna ... En spurðu höfundinn sjálfan, þarna kemur hún,” segir Inga einsog þungu fargi sé af henni létt. Nína Björk kemur brosandi að borðinu og í humátt á eftir henni tvær ungar leikkonur, Sigrún Edda Björnsdóttir og Sigurjóna Sverris- dóttir. ,Æ, er ekki betra að aðrir geri það,” segir Nína Björk með angist- arsvip. Samt rennur henni greini- lega blóðið til skyldunnar: ,£g held að það sé réttara að kalla þetta leikhúsverk en leikrit. Það skiptist í þrjá samtengda þætti, sá fyrsti er eintalsþáttur með tónlistarivafi, annar þátturinn er einþáttungur í hefðbundnari dúr og sá þriðji er þeirra ljóðrænastur ...” „Eins konar ljóðræn martröð sem ein konan gengur í gegnum,” bætir leikstjórinn við. „Eigum við ekki frekar að kalla það opið eintai,” bætir Nína Björk um betur. „Heldurðu að fólk vilji koma í leikhús til að sjá martraðir Ja, fólk fer að sjá Sumargleðina, ansar blaðamaðurinn útí hött. „Þú mátt allt ekki halda að þetta sé eitthvert endemis svartnætti,” segir Inga. „Það er sungið og dans- að og leikritið er líka meinfyndið á köflum.” Æíingin í ráðstefnusalnum er í þann mund að hefjast, menningar- vitar Sjónvarpsins komnir á svæð- ið með vélar sinar og leikkonumar hringsnúast um sjálfar sig í leit að búningum, leikmunum og snyrti- dóti. Inga og Nína Björk setjast nið- ur hinar rólegustu og kveikja sér í sígcirettu. Hvernig er það stúlkur, ætlið þið að halda áfrcim að leika kvenna- leikhús? Inga: „Það vona ég svo sannar- lega. Ég held að þetta sé al- skemmtilegcista vinna sem ég hef komist í og finnst líka áberandi hvað stelpurnar hafa lagt hart að sér þessa rúmu tvo mánuði sem við höfum verið að æfa.” Gleymdum við ekki einhverjum? Jú - Mist Þorkelsdóttir semur tón- listina við Undir teppinu fienricir ömmu, Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu í sýningunni; ótaldar leik- konur eru Sólveig Halldórsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og Anna Ein- arsdóttir. Frumsýningin verður á Hótel Loftleiðum þriðjudagskvöld- ið 20ta mars. Svo er það stóra spumingin: Hvað leynist undir teppinu hennar ömmu? -EH. HELGARPÓSTURINN 17 Sólveig Halldórs- dóttir meö teppiö hennarömmu á hnjánum og skeytir ekki áköfum bænum Sigurjónu Sverris- dóttur. Smartmynd.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.