Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.03.1984, Blaðsíða 9
MISSTITRÚNA Á SJÁLFAN MIG - segir Einar Bollason um dagana 105 sem hann sat saklaus í gæsluvaröhaldi Einar Bollason kennari á heimili sinu á Hlíðarvegi i Kópavogi: „Hvarflaði að mér að ég væri sekur, án þess að vita af því. . ,,Fyrstu mínúturnar eftir að hurðinni hafði uerið skellt í lás að baki mér uoru ákaflega óraun- verulegar. Ég hafði séð svona lag- að gerast í sjónvarpinu heima hjá mér, en ég gat engan veginn trúað því að ég vœri sjálfur að upplifa þetta. Það var ekki fyrr en eftir um klukkustundar gláp á tóma veggi, loft og gólf, að ég fór að átta mig á því hvað var að gerast. Síðar um kvöldið gat ég sofnað ágœtlega. Ég var nefnilega sannfœrður um að méryrði sleppt útstrax í morguns- árið. Þetta var bara misskilning- ur. ” Einar Gunnar Bollason lýsir þarna fyrsta degi einangrunarinn- ar sem hann mátti sœta að ósekju vegna meintrar aðildar að Geir- finnsmálinu. Þessi dagur varð upp- hafið að 105 daga algjörri einangr- un hans. „Fyrsta alvarlega sjokkið sem ég fékk var svo um morguninn þegar dómarinn tjáði mér að þessi ein- angrun væri 'ekki til komin vegna neins misskilnings. Ég væri grun- aður um aðild að morði.” - Fyrstu dagarnir. Hverjar voru hugsanirnar? „Einhverskonar blanda af reiði og vonleysi. Ég hélt samt alveg rónni til að byrja með. Ég neitaði nefnilega að trúa því að svona lag- að gæti gerst.” - En áhrifin þegar til lengri tíma er litið? „Áhrif einangrunarinnar eru einkum tvíþætt. Fyrsta vonleysis- kastið grípur mann þegar maður verður þess var að komið er fram við mann eins og hættulegan krimma. Því fylgir ofboðslegt sjokk. Ahrifin eru vægast sagt' ógeðsleg þegar horft er á hóp manna með stórar kylfur allt í kringum mann. Síðar meir átti þessi sjón eftir að birtast í draum- um mínum og martröðum. Svo brotnar maður algjörlega saman þegar heyrist að mennimir halda sekt manns stíft fram og eru alveg lokaðir fyrir öðrum möguleika, hlusta ekki hið minnsta á rök manns. Seinna vonleysiskastið ér miklu verra en hitt. Það er lengri aðdragandi að því. Hægt og síg- andi fer maður að missa trúna á sjálfan sig og sinn málstað, þung- lyndið verður algjört í kjölfarið, matarlystin hverfur. í mínu tilviki tók sig upp liðagigt, sem ég hafði verið haldinn mörgum árum áður; allt í einu steyptist hún yfir mig með rosalegri pínu, en liðagigt er, sem menn vita, að hluta til sálrænn sjúkdómur. Og sem dæmi um áhrif þessarar algjöru einangrunar nefni ég reynslu mína af síðustu dögun- um í Síðumúlanum. Þá var eigið brjálæði orðið svo hrikalegt og hugsanaferlið svo sjúkt, að ég var farinn að efast um eigin heiðar- leika í málinu. Það hvcirflaði að mér að ég hefði orðið vitni að glæpn- um, fengið við það taugasjokk og með því gleymt aðildinni að ódæð- inu. Ég var hreinlega farinn að hætta að trúa því að löggunni gæti mistekist svona herfilega. Ég hlyti að vera sekur.” - Reyndirðu ekki með einhverj- um hœtti að forðast þessa geðbil- un? „Það hjálpaði mér mjög mikið í þessari prísund, hversu skapstór ég er og mikill baráttujaxl. Ég sett- ist niður og neitaði að gefast upp. Og til þess að forðast uppgjöfina, tók ég að skipta deginum niður, bjó til einskonar stundatöflu. Ég byrjaði að stunda líkamsæfingar tvisvar á dag, leggja ákveðinn kap- al í tvo tíma, lesa tvær meðalstórar bækur á dag, og svo fékk ég mér alltaf blund í klukkustund hvem dag ef ég gat. Þessi skipulagning held ég að hafi bjargað mér að mikiu leyti. Og þessi barátta við einangrunina tók að virka, hún efldi trúna á það að réttlætið myndi sigra að lokum. Én svo þegar gæsluvarðhcddið Vcir framlengt, rétt þegar þessi stunda- tafla var farin að gagnast mér, kom enn eitt afvarlegt sjokk til við- bótar. Eftir þunglyndistíma neydd- ist ég til að byrja á allri skipulagn- ingunni upp á nýtt. Vonin hafði bmgðist enn einu sinni og þar með slaknaði á öllum fyrri vamarað- gerðum gegn brjálæði einangmn- arinnar.” Nú minnistEinar sérstœðra at- vika úr gœsluvarðhaldinu: „Til dæmis þegar ég fékk að skúra klefann minn. Mér þótti það hátíð. Sjáðu til: Upplifunin að fá að fara út úr klefanum, fram á gang og sækja skúringafötu og skrúbb, jafnaðist fullkomlega á við þá til- finningu að vera á leiðinni í sólar- landaferð. Það eitt að sjá nýtt um- hverfi í nokkrar sekúndur var frá- bær upplifun. Ég man að fanga- verðirnir vom svolítið smeykir við það hversu oft ég vildi fá að skúra klefann minn.” - Vœntanlega missir maður mikið af persónuleika sínum við 105 daga einangrun? „Heldur betur. Ég var lengi vel eftir einangmnina í strangri með- ferð hjá geðlæknum og sálfræð- ingum. Ég var með mikið sjálfs- traust og var mjög ömggur með sjálfan mig innan um ókunnuga áður en ég lenti í þessu, en það hvarf algjörlega. Eg var orðinn gegnsýrður af því að vera einn, og vildi því helst cif öllu vera inni- lokaður þegar ég komst loks út. Þetta lýsir sér enn þann dag í dag í því að ég á erfitt með að labba einn yfir opið svæði þar sem fullt af fólki er. Aftur á móti er öryggis- kenndin öll að koma til í mínu starfi, grunnskolakennslu, þó svo maður verði vitanlega aldrei sami maðurinn eftir svona helvíti.” - Hefur lífsmatið breyst eftir ein- angrunina? „Það gerir það vissulega, rétt eins og þegar sjúklingur sem stendur andspænis dauðanum, en nær fullum bata, metur lífið alveg upp á nýtt. Alvömvinir hafa svo sorterast frá hinum, en það alvar- Iegasta í þessu er samt sá biturleiki sem tekið hefur sér bólfestu í manni. Hann btýst út í dómhörku á fólki almennt. Ég stend sjálfan mig að því að vera dómharðari en áður og skipta fólki afdráttarlaust í hvítt og svart. Þetta er óskaplega slæm- ur galli á manni og óþolandi.” HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.