Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Avextir hinna ríku? Hvað er ríkisstjórnin að segja hinum ed- menna borgara með aðgerðunum í pen- ingcimálum sem voru tilkynntar í byrjun vikunnéir? Hver eru skilaboðin til almem- ings? Hvers má vænta? Svona spumingar hafa sjálfsagt leitað á mörg okkar síðustu dagana. Sum svarana liggja nokkuð ljós fyrir nú þegar en margt er líka enn á huldu. Það er til dæmis Ijóst að með hinni tíma- bundnu vaxtahækkun (framsóknarmenn leggja vel að merkja mikla áhersiu á að hún sé tímabundin) er verið að segja fólki að ekki sé lengur sniðugt að taka lán, ekki mjög sniðugt til dæmis að skella sér á nýjan Fíat Uno eins og fjölmargir hafa gert í götunni manns síðustu mánuði - það sé miklu snið- ugra að spara, leggja peninga (ef einhverjir eru) inn á bankabók og láta þá vaxa þar, til að eiga gras af seðlum síðar meir. Ríkisstjórnin er að draga úr neyslunni hjá okkur, sem henni finnst vera farin að keyra um þverbak, draga úr því sem henni finnst óhóflegur innflutningur, til að minnka við- skiptahallann. Þetta gerir hún með því að sjá til þess að bankar og sparisjóðir hækki vexti á útlánum. Ríkistjórnin lét Seðlabankann hækka vexti af almennum sparisjóðsbókum um 2%, og veitti um leið innlánsstofnunum frelsi, sem þær hafa aldrei hcift áður,til að ákveða aðra inn- og útlánsvexti. Og nú bíða menn spenntir eftir því að fá að vita hvað lán koma til með að hækka. Enn sem komið er veit það enginn. Almennt er gert ráð fyrir að ný útlán hækki um a.m.k. 2%. Bankarnir geta ekki hækkað eldri lán. í tilkynningu ríkisstjórnar- innar frá því á mánudaginn segir í kaflanum um nýfengið frelsi innlánsstofncinanna, að þess verði gætt að vaxtamismunur verði ekki meiri en hann er nú. Seðlabankinn sendir innlánsstofnunum væntcinlega til- kynningu um vaxtahækkunina ll.ágúst og stofnununum er síðan skylt að leggja ákvarðanir sínar um vexti fyrir Seðalbank- ann. Seðlabankinn á þannig að gæta þess að hlutfall innlána og útlána raskist ekki við þessar breytingar, að bankarnir auki ekki tekjur sínar með þeim. Vel er þó talið koma til greina að bankar og sparisjóðir hækki ákveðna útlánsvexti um meira en 2% til að reyna að auka tekj- urnar. Bankarnir eru sagðir hafa orðið mjög illa úti síðustu 6 mánuði vegna þess hve verðbólgudraugurinn var skjótt kveðinn niður. Þeir hafa fundið illilega fyrir því að sitja uppi með fullt af verðtryggðum útlán- um sem verður ekki breytt,á sama tíma og almennir spéu'ifjáreigendur hafa unnvörp- um séð sér leik á borði og flutt peningana sína af verðtryggðu reikningunum yfir á al- menna sparisjóðsreikninga. Það hvað bankarnir hafa í raun rúmt svigrúm til ha:kkunar útlánsvaxta er sem sagt endan- lega háð mati stjórncir Seðlabankans þegar þar að kemur, og Seðlabankinn nefnir engar tölur enn sem komið er. Vextir af skuldabréfum eru nú 21% (verð- bótaþáttur er metinn 12%). Hvort hækkun vaxtanna upp í 23% eða jafnvel allt upp í 24% hefur áhrif í þá átt að draga úr hinni miklu ásókn sem verið hefur í bankalán, treystir sér enginn til að spá fyrir um. ,£n það er náttúrlega meiningin," segja menn. Fjármálafólk segist ekkert skilja í hinni gífurlegu ásókn sem verið hefur í lán, sem flestir eru sammála um að séu rándýr. Hvernig stendur á því,spyrja menn, að al- menningur áttar sig strax á möguleikum sem opnast á spcirifjármarkaðnum, en virð- ist á sama tíma blindur fyrir þeim herfilega bagga sem hann er að taka á sig í nýjum neyslu- og fjárfestingarlánum? Svar flestra viðmælenda HP er á þann veg að lántökuhugsunarhátturinn sé orðinn svo landlægur, „happdrættissjóncirmiðið“, eins og einn viðmælandinn kallaði það, eftir Hallgrím Thorsteinsson orðið svo ctfgerandi í þjóðarsálinni, að við- horfum fólks til peninga, og hvernig sé best að nálgast þá, verði ekki breytt á einu ári og ekki á fjórum árum. ,Áður fyrr“ segir einn fasteignasali við HP, „þurfti fólk ekki að sjá til lands hinum megin þegctr það stakk sér til sunds í skuldasúpunni, neikvæðu raun- vextirnir sáu til þess. Núna þarf fólk virki- lega að sjá til lands hinum megin áður en það stingur sér. En það virðist samt ennþá stinga sér án þess að grilla í bakka hinum megin. Það er lagt blint af stað.“ Ekki er etlmennt búist við því að mikil raunveruleg setmkeppni brjótist út milli Iánastofnana strax. Frelsi þeirra til vaxta- ákvarðana er enn tcikmarkað, vextimir myndcist enn sem komið er ekki á frjálsum markaði, og fyrst í stað er ekki gert ráð fyrir að vextir þeirra verði mjög mismunandi. Þessi hefur líka orðið raunin erlendis þcir sem vaxtaákvörðun er frjáls. Lánastofnanir virðcist allar finna eina og sama jafnvægið á markaðnum.eða því sem næst. Ýmsir óttast ,og ekki að ástæðulausu, að vaxtahækkunin fari beinustu leið út í verð- lagið, en um þetta atriði em menn þó ekki sammála. Bent er á að aukið frjálsræði í verðlagningu að undanförnu kunni að koma í veg fyrir að seljendur vöm og þjón- ustu rotti sig saman eins og löngum áður og hlaupi til stjórnvalda og biðji um hækkcinir með tilvísun til kostnaðarhækkana. Nú geti það nefnilega gerst að menn hiki við að taka lán í jafnmiklum mæli, eða þá að þeir finni aðrar leiðir í rekstri til að vega upp á móti auknum tilkostnaði. Þetta atriði verð- ur tíminn einnig að skera úr um. Nú bíða menn spenntir eftir því hvort hin harða peningastefna ríkisstjórnarinncu- beri ávöxt til hagsældar fyrir fjöldann eða hvort ávextirnir falli aðeins í gcirða hinna ríku og bilið milli þeirra og hinna snauðu haldi áfram að vaxa. ERLEND YFIRSÝN Að afstöðnum kosningum deila 15 stjórn- málaflokkar 120 sætum á Knesset, þingi ísraels. Aðalflokkarnir tveir töpuðu báðir þingsætum, Verkcimcinnaflokkurinn hefur nú 44 og Likudbandalagið 41. Hinir 13 þing- flokkarnir skipta svo með sér 35 þingsæt- um. Tveir þeirra, kommúnistar og Kach- flokkur Meir Kcihane, sem boðEu- ofsóknir á hendur Palestínumönnum til að hrekja þá gersamlega úr israel og af herteknum svæð- um, koma ekki til greina í stjómarsamstarf. Stóru flokkarnir tveir eiga því báðir í stök- ustu vandræðum með að tjasla saman naumasta meirihluta til stjórncumyndunEU-. Þar að auki er ekki fýsilegt fyrir hvom þeirra sem væri að reyna að stjórna landinu með stuðningi 61 þingmanns af 120, þar sem meirihlutinn værf Scimsettur af fimm stjórnmálaflokkum minnst. Verðbólga i ísrael er komin upp í 400% yfir árið. Halli á utanríkisviðskiptum nemur 5.3 milljörðum Bandaríkjadollara á ári. Skuldir ísraels er- lendis, aðallega í Bandaríkjunum, færast hratt upp eftir þriðja tug milljarða dollara. Israelsher situr fastur í Suður-Líbanon eftir misheppnaða herferð, þar sem allar orrustur unnust en ekkert pólitískt markmið náðist. Vandkvæðin sem að ísrael steðja, bæði innávið og útávið, em því ein sér full ástæða fyrir stóm flokkana að kanna til hlít- ar möguleika á að þeir geri með sér vopna- hlé og gangi til scimstarfs um myndun öfl- ugrar stjórnar tveggja höfuðfylkinga í þjóð- máium. Þar að auki em flokkarnir báðir langþreyttir á að gjalda stuðning smáflokka heittrúarmanna við stjórnEirmyndanir því verði, að leiða í lög hinEir og þessar trúcir- kreddur þeirra og ausa fé í trúarskóla, sem auðvelt er að fylla, af því nemendur þar njóta undanþágu frá herþjónustu. Loks em foringjar Verkamannaflokksins og Likud báðir í klípu í flokkum sínum. Shimon Peres, foringi Verkcunannciflokksins, hefur nú í þriðja sinn í röð leitt flokk sinn til ósigurs í þingkosningum. Hvort heldur Likud tækist að mynda stjórn, eða örvænt þætti um meirihlutamyndun, Knesset yrði rofið og gengið til kosninga á ný, er fullvíst að dagar Peres í foringjasæti væm taldir. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og foringi Likud, á svo í valdabaráttu í flokki sínum við ShEu-on, íyrrum landvarnaráðherra, og þar gæti rið- ið baggamuninn Shamir í óhag, yrði Verka- Peres ogShamir vilja hvorug- ur víkja fyrir hinum. Fimmtán flokkar á 120 manna / þingi magna vanda í Israel mannaflokkurinn hlutskarpari í tilraunum til stjórnarmyndunar. Strax í kosningabaráttunni stcikk Shcunir upp á myndun stjórnar þjóðlegrar einingar með aðild beggja stóm flokkEinna að kosn- ingum loknum. Þá trúði Peres á skoðcina- kannanir, sem spáðu Verkamannaflokknum góðum sigri, og tók myndun þjóðstjómcu- fjarri. Nú hefur hann skipt um skoðun, og gat reyndar ekki annað, úr því Chaim Herzog forseti lagði að forsætisráðherra- efnunum báðum, á fyrsta fundi með þeim eftir að endanleg kosningaúrslit lágu fyrir, að tcika upp viðræður um sameiginlega stjórnEUTnyndun. Minnstur vandi verður fyrir Verkamanna- flokkinn og Likud að koma sér SEunan um ráðstafanir til að vinna gegn óðaverðbólgu og skuldasöfnun erlendis. Þar viðurkenna báðir flokkar að þörf sé skjótra og víðtækra aðgerða til að rétta við atvinnulíf og efna- hag. Þeim fylgdi óhjákvæmileg skerðing lífs- kjara í bráð, og væri þjóðstjóm kjörin til að fást við slíkt verkefni. Allt öðm máli gegnir um afstöðuna til nágrannarikjanna og Pcilestínumanna. Verkamannaflokkurinn gerði það að mesta kosningamáli sínu, að her lsraels skyldi kominn heim úr mannskæðu hernámi Suð- ur-Líbanons níu mánuðum eftir að hEuin tæki við völdum. Verkamannciflokkurinn vill einnig stöðva landnám ísrcúesmcuina á herteknum svæðum, megi það verða til að ýta undir friðarviðræður við JórdEUi. í báð- um þessum málum er Likud á þveröfugri skoðun. Markmið fráfarandi stjórnar er að halda áfram hemámi Suður-Líbanons, þangað til þar hefur verið komið upp valda- kerfi vopnaðra sveita málaliða ísraels, svo öflugu að stjórnin í Beimt megni ekki að hagga því. Hafa Likudmenn á orði, að þetta verkefni taki að minnsta kosti tvö ár héðcui í frá. Vesturbcikka Jórdan kalla flestir fylgis-. menn Likud, og allir heittrúcuflokkcunir sem með þeim standa að núverandi stjórn, Júdeu og ScunEufu, eins og hémð þessi hétu á tímum Israelsríkis hins forna. Vilja þeir efla setn mest ísraelskt landnám í byggðum Palestínumanna á Vesturbcikkanum, svo þetta landsvæði verði cif þeim sökum óað- skiljanlegur hluti af Ísraelsríki nútímans. Hugsanleg málamiðlun varðandi land- nám á Vesturbakkanum er, að Verka- mannaflokkurinn SEunþykki að hEildið verði áfram að fjölga ísraelsmönnum á þegar ákveðnum lEmdnámssvæðum, gegn því að Likud fallist á að nýjum svæðum verði ekki bætt við meðan stjómarsamstarf flokkanna stendur. Likud ætti hægara með að fallast á þessa skipan mála, vegna þess að rikis- eftir Magnús Torfa Ólafsson stjórnin notaði síðustu dagana fyrir kosn- ingar til að heimila margar nýjar landnáms- byggðir, sem enn em ekki EUinað en nafnið. Þyngsta þrautin í stjómarmyndunarvið- ræðunum í Jerúsalem getur orðið að ákveða forsætisráðherra í sEunstjóm Likud og Verkamannaflokksins. Shamir og Peres telja sig báðir eiga kröfu til embættis for- sætisráðherra, ef til kemur. Shamir bendir á að hann veitir forstöðu fráfcUEmdi stjóm, og heldur því frEun að ljóst sé að Likud eigi mun auðveldcua en Verkamannaflokkurinn með að koma samEm þingmeirihluta með smáflokkunum. Peres heldur því hinsvegEU ákveðið fram, að þar sem tveir flokkar ganga til samstarfs mæii öll SEmngirni með að forsætið falli þeim í skaut sem fleiri hefur þingsætin. Blöð í ísrael em þegar fcuin að bollaleggja um að hugmyndir séu uppi í stjórnarflokk- unum tilvonandi um að leysa deiluna um forsætisráðherrastólinn, náist samstaða um starfsgrundvöll sameiginlegrar ríkis- stjórnar. Segjaþau, að tvær hugmyndirséu einkum uppi. Ónnur er sú, að stjórncusam- starfið verði ákveðið kjörtímabilið út, í fjög- ur ár. Á miðju kjörtímabili verði svo skipt um forsætisráðherra, þEmnig að Peres og Shamir séu í forsæti sín tvö árin hvor. Hin hugmyndin er á þá leið, að ekki verði samið um stjórncusamstarf nema til eins árs, og verði Peres í forsæti. Að ári liðnu verði svo ákveðið, hvort gengið skuli til nýrra kosn- inga eða samsteypustjórnin endumýjuð, og þá samið um forsætið í henni eins og önnur mál. í israel er við lýði hreinræktaðEista hlut- fallskosningafyrirkomulag sem þekkist á byggðu bóli. Allt landið er eitt kjördæmi, flokksstjórnir ráða framboðslistum Eilger- lega, og hver frEunboðslisti sem nær einum af hundraði atkvæða kemur manni að. Þær raddir gerast nú háværEu í ísrael, sem halda því fram að komið sé á dEiginn að afleiðing kosningafyrirkomulagsins sé að flokkafjöldi geti gert það að verkum að engin leið sé að stjórna landinu. Það væri að sjálfsögðu báðum stóru flokkunum í hag að reisa skorður við flokkafjöldanum, og slíkt yrðu þeir að framkvæma í sameiningu. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.