Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ I dag skrifar Heimir Pálsson „Það er blátt á bakvið hana... u Mér hefur verið sagt að í Frakk- landi sé starfandi sérstakt ráðu- neyti þar sem mönnum sé ætlað að stemda vörð um allt það sem hin franska þjóðarsál telji mikil- vægt. Frakkar hafa reynt að skil- greina þessa þætti og komist að merkilegum niðurstöðum eins og þeirri að það er partur af franskri þjóðarnáttúru að vilja heldur drekka gott vín en vont vín með matnum. Margt fleira munu þeir hafa fundið út, og svo bjuggu þeir til ráðuneyti. Eg heid þetta sé sniðugt, en ráðuneytið útheimtir dálitla for- vinnu. Við yrðum að byrja á að skilgreina hvað íslenskri þjóðcir- sál sé náttúrlegt. Sumt liggur áreiðanlega í augum uppi: Það er t.d. íslenskri þjóðarsál ekki náttúrlegt að ganga í takt (sbr. að halda þurfti sérstakt námskeið fyrir Ólympíufara okkar). Það er 1 heldur ekki í samræmi við nátt- úru þjóðarsáfarinnar að snara beljur með lassóum og bundin hjólhestaslanga á endann. Kálfa- reiðcir eru líka meðcd þess sem ég myndi óhræddur afskrifa. Hins vegar held ég það sé íslenskri þjóðarsál náttúrlegt ef hún neytir áfengis að syngja bæði Nú er hlátur, Yfir kaldan og Mér var þetta - hátt og illa. Og af eðlilegum ástæðum er þjóðarsálinni náttúrlegt að tala um tvennt, stundum hvort tveggja í senn, stundum annað: VEÐRIÐ og RÍKISSTJÓRNINA. Það er nefnilega svo að þjóðar- sálinni þykir gaman að ræða það sem er mjög misgott. Enginn þarf að fcira í grcifgötur um að veðrið á íslandi er mjög misgott. Hitt er erfiðara að fullyrða að ríkis- stjórnir séu misgóðar. En þær eru þó alltjent misvondar. (Sumir vinir mínir halda að vísu fram að núverandi ríkisstjóm, sem þeir kalla ,stein-grímu“, sé alvond. Ég leyfi mér ekki að hafa skoðun á þvílíkum fullyrðingum). í heita pottinum í morgun fékk ég (eins og oft áður) sönnun fyrir þessu með veðrið. Það dró frá sólu í 25 sekúndur. Og í einu vet- fangi sncirlifnaði við hópur fólks sem sat þarna saman og reyndi að mýkja stirða vöðva. .Sáuði hana!“ hrópaði ung kona og varð falleg eins og nýútspmngin rós. Og svo bætti hún við: „Það var blátt á bakvið hana!“ Meira þarf ekki til. Sá partur þjóðarsálarinnar sem býr í mér er komin í gott skap og endist áreiðanlega fram eftir degi. Sólar- glætan ásænt þessum spaklegu athugcLsemdum konunncir dugði til að ryðja úr huga mér öllum umhugsunum um vaxtahækkun- ina sem á að ræða á fundi ríkis- stjórnarinnar eftir kfukkustund eða svo. Áfverið við Eyjafjörð hvarf eins og dögg fyrir sólu. Fjalakötturinn mátti standa eða falla mín vegna. Því nú veit ég að sólin er ennþá til og það er blátt á bakvið hana. Þegar þjóðarsálin verður kort- lögð svo hægt sé að stofna ráðu- neyti hennar hygg ég að margt verði athugunar vert. T.d. þarf að leita sérstakra skýringa á því hvernig stendur á að þjóðarsál- inni finnst hræðilegt að tapa sex milljónum á listahátíð, en allt í lagi að selja lóðir á tvær milljónir stykkið. Hvers vegna hún horfir brosandi og glöð á fiskútflytjend- ur eyðileggja markaðinn hvem fyrir öðmm, ýmist með því að flytja á hann ónýta vöm eða fara allir af stað í einu og sömu átt og keppast um kaupendurna. Hvers vegna við horfum þegjandi upp á það að einhverjir hálfvitar em að veiða síðustu þorskcina úr sjón- um og breyta þeim í maðkaveitu í sunnlenskum vor- og flugnaveðr- um (sbr. sjónvarpsfréttir). Og svo framvegis. Eg er næstum viss um að þjóð- sálarfræðingcir frcimtíðcirinnar munu taka undir við mig og segja: Já, þetta er merkilegt rann- sóknarefni. Kannski er skýringin fólgin í því að við byggjum eldfjöll. Það getur vel verið að þjóð sem býr við okkar aðstæður hljóti alltaf að verða „létt-geggjuð". Ég er ekki alveg viss. En ég óttast að einhvern daginn hljóti galskap- urinn að taka enda og raunvem- leikinn að verða óumflýjanlegur. Þannig held ég ekki verði öliu Iengur haldið áfram við að búa til þrjár þjóðir í landinu: (1) Þá sem stunda sjálfstæðan atvinnurekst- ur og skammta sjálfum sér laun; (2) Þá sem vinna á „frjálsum markaði og fá greidd mannsæm- andi laun fyrir vinnu sína og þekkingu; - og svo (3) Þá sem vinna samkvæmt opinbemm kauptöxtum. Þesscir þrjár þjóðir virðast f jar- lægjcist hver aðra svo hröðum skrefum upp á síðkastið að engin vitglóra getur verið í. Það er t.d. orðið Scima hvaða kennara mað- ur hittir: Þeir em allir að leita sér að annarri vinnu. Það ersama inn á hvaða sjúkrastofnun er litið: Alls staðar er skortur á lærðu hjúkmnarfólki. Stórar sjúkra- deildir standa tilbúnar en óopn- aðar vegna fólkseklu. - Gripið er til þess að loka deildum vegna suniarleyfa. Það vantar fólk! Ollu alvarlegra er náttúrlega að með tímanum hlýtur svo að fara að þeir sem ráðast til kennslustarfa eða hjúkmnar- starfa ellegar annarra taxta- starfa verði undirmálsfólk sem hvergi fær vinnu annars staðar. Að því er greinilega stefnt. Þá get- ur líka Halldór Blöndal glaðst. Hann skrifaði á dögunum merki- lega grein í DV og sýndi með stál- beittum rökum fram á að það væm foreldrar en ekki kennarar sem ættu að hafa áhrif á nám- skrár. Kennarar framtíðarinnar munu ekki hafa nein áhrif á nám- skrár einfaldlega vegna þess að þeir munu ekki kæra sig um það. Þá geta foreldrarnir fengið sjálfir að ákveða. Þá verður gaman og gott að lifa. Ég hef t.d. cddrei trúað því að jörðin sé hnöttur. Það em sjálfsögð réttindi mín að fá að koma í veg fyrir að börnum mín- um sé kennd slík reginfirra. Von- andi verður þetta eitt af því sem ráðuneyti þjóðarsálarinnar beitir sér fyrir. AUGLÝSING Arnarhóll Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fcestar krónur Skúli er snillingur Þegar viö bætist góö þjónusta í fallegu umhverfi, fullkomnast um- geröveizlunnar. I upphafi ssettu innréttingar Amarhóls nokkurri gagnrýni. Sumt hefur veriö lagaö, til dæmis meö hljóöeinangrun í lofti og meö gömlu hljóöfærunum, sem nú hressa veggina Annað hefur vanizt, eins og flísamar á neöanveröum veggjunum. Skil- rúmiö nýja hefur lánazt sæmilega, mun betur en hliðstæöar tilfæringar i Holti og Grilli. Eftir stendur ósamræmiö milli hinna þriggja hluta staöarins, for- drykkjastofunnar <jppi, matsalarins niöri og kaffistofunnar inn af honum. heppinn aö fá nokkur tækifæri til að reyna að koma staðarmönnum á óvart. Heitt snigla-ragout meö ferskum rifsberjum, blaðlauk og ferskum sveppum i kampavinssósu var fallegur réttur og einkar bragö- góöur. Hvílík tilbreytni og dásemd er aö f inna ekki vott af hveiti í sósu. Fersk grásleppuhrognakæfa með spinatsósu var sérlega Ijúf upp- finning Guömundar Guðmunds- sonar, gott dæmi um, aö Skúli er ekki einn um hituna í Amarhóli. Silungasúpa með kampavini og dill-rjóma var frábær súpa, vel rjómuð og meö votti af tómatakeim. Landsins bezta veftingahús Amarhóll er bezta veitingahús landsins. Á því leikur ekki hinn minnsti vafi. Þar með er ég ekki aö lasta mjög góða staöi á borö viö Holt og Grilliö á Sögu. En Amarhóll ber einfaldlega höfuö og heröar yfir aðr- ar matstofur. Meöan sumar aörar eru mjög góöar, þá er Amarhóll frá- bær. Gæfumuninn gerir, aö Skúli Hansen er snillingur í eldhúsinu. Hann er dæmigeröur fulltrúi hinnar nýju, frönsku linu i eldamennsku, sem sigraöi heiminn fyrir nokkrum áriim. Þar á ofan er hægt aö treysta staönum. Þegar Skúli er ekki á vakt- inni, heldur Guömundur Guömunds- son uppi merkinu. Eg minnist þess meö brosi, aö kunnur matreiöslumaöur reiddist einu sinni, þegar ég gagnrýndi stað hans. Sagðist hann ekki hafa veriö á vaktinni, þegar ég kom. Samt fengu viðskiptavinir enga aðvörun um slíkt og uröu aö borga fullt verö. Ef fólk vill ekki taka slíka áhaéttu, þegar þaö fer út aö boröa, er Amarhóll staður, sem aldrei bregzt. Amarhóll er meira en góöur mat- ur. En í þjónustu og umhverfi sker staðurinn sig minna úr hópnum. Fallegar veitingastofur og góö þjón- usta em sem betur fer algeng fyrir- bæri hér á landi. Það er fyrst og fremst matreiðslan, sem viöast bil- ar. Nútiminn hefur þar ekki halriið innreiösína. / Meðal íslenzkra matreiðsiumanna er útbreitt viröingarleysi fyrir hrá- efnum, óhófsnotkun á frystikistum, örbylgjuofnum, dósamat og stöölun i meölæti, of langir eídunartimar, óhófsnotkun á hveiti og salti, ofurást á köldu borði og tormeltum djúp- steikingum og ýmislegt annað til- finningaleysi fyrir matargerö sem listgrein. Engu slíku er til að dreifa í Amar- hóli. Þar fá gestir hollan, fallega upp settan og frábærlega bragögóöan mat, sem fer einstaklega vel i maga. Ráöageröir era um aö koma upp bókasafnsstQ í kaffistofunni. Eg held, aö það geti orðiö til bóta. Þjónustan í Amarhóli er fyrsta flokks. Starfsliöiö fylgist árvökulum augum meö þörfum gesta sinna, án þess aö vera að ónáöa þá að óþörfu. Þetta er ágætt dæmi um, aö skólun og þjálfun á þessu sviði er á tslandi betri en í flestum öörum löndum, sem ég þekki. Landsúis Ijúfustu sósur En ætlunin var raunar að skrifa um þaö, sem fyrst og fremst greinir Amarhól frá öðrum stöðum, — mat- inn. Eg hef aö undanförnu verið svo Reyksoöinn regnbogasilungur meö hvítlauksspínatsósu og kartöflu- gratini haföi náö hinum ljúfa og létta reykkeim, sem er aðal þessarar matreiöslu. Meö vora alfa-alfa spírur og mildilega sýröar gúrkur. Gufusoöin smálúöuflök meö kampavíns-ostrasósu vora hæfilega skammt soðin, borin fram með röspuöu grænmeti og vægri tómata- sósu. Karristeiktur smokkfiskur í japanskri sakisósu var afar bragö- góöur, borinn fram meö gulrótar- ræmum og tvenns konar papriku. Pönnusteiktur hörpuskelfiskur með ferskum sveppum í estragon- ostasósu var einstaklega meyr og bragöljúfur, borinn fram meö flísum úr seljustönglum og alfa-alfa spírum. Pönnusteiktur karfi í paprikusósu á hádegisseðli var mjög góöur, bor- inn fram með hrísgrjónum. Sósan var létt og ljúf, eins og allar sósur Skúla. Gufusoöinn skötuselur i dillsósu á hádegisseöli var litillega ofsoöinn og því ekki eins meyr og hann hefði verið, ef tímasetning heföi verið nákvæm. Meistara verk í svartfugli Aliönd meö appelsinuhjúp var sérlega bragögóö og fallega húöuö. Léttsteikt svartfuglsbringa meö vinberjum og trönuberjasósu var meistaraverk, svo léttsteikt, aö kjötið var allt rautt og meyrt. Lambabuff meö jurtakryddi og blóöbergssósu og piparsteik með rósavíns-negulsósu var hvort tveggja fyrsta flokks matur. Vanilluterta meö karamellusósu og valhnetukjörnum var eins konar búðingur, mjög skemmtilegur og léttur eftirréttur. Enn léttari var kampavins- og melónukraumísinn. Vínlisti Amarhóls er í stíl viö annað. Þar er flest þeirra góðu vína, sem fást í Ríkinu og sáralítiö af raslinu. Miöjuverö forrétta er 330 krónur, súpa 132 krónur, fiskrétta 375 krónur, kjötrétta 510 krónur og eftir- rétta 140 krónur. Meö kaffi á 60 krónur og hálfri vínflösku á 130 krón- ur ætti þriggja rétta veizla aö kosta 1003 krónur á mann. Þaö er dýrt, en ekki það dýrasta í borginni og ekki dýrara en gæöin. I hádeginu er svo boðið upp á súpu og fimm aðalrétti. Miöjuveröiö á þvi tilboði er 275 krónur. Þar sem mat- reiösla þessara rétta er eins fin og annarra, er þetta langbezta kosta- boðið í veitingamennsku landsins. Mig furðar raunar, aö ekki skuli vera sneisafullt í hádeginu dag eftir dag. Era viðskiptahöldar landsins bragö- laukadaufir? Amarhóll er angi af París hér á hjara veraldar. Jónas Kristjánsson. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.