Helgarpósturinn - 02.08.1984, Page 17

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Page 17
URINN Fjölbreytt leikár fyrir höndum hjá Leikfélagi Akureyrar: Noel, Sveinn, Edith Sveinn Einarsson skrifar nýtt leikrit fyrir Leikfélag Akureyrar. hana í þetta hlutverk eftir mikla leit meðal leikmenntaðra yngri kvenna, svo og annarra, en Guðrún lék Önnu Frank á Selfossi fyrir tveimur árum. Hallmar Sigurðsson leikstýrir en Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir hannar leikmynd og búninga." Stefán lét þess einnig getið að Leikfélagið hefði lauslega byrjað að æfa þessi verk áður en það hætti í vor en æfingar munu hef jast á fullu tuttugasta og annam ágúst næstkomandi. -GHS. ,,Það er ekki farið að tala um neitt meira en tvö fyrstu verkin," sagði Stefán Baldursson, leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur, þeg- ar HP spurðist fyrir um nœsta leik- ár leikhússins. ,,Þessi mál skýrast frekar I kringum nœstu mánaða- mót, við gefurri ykkur ekkert upp fyrr en við höfum talað við starfs- fólk okkar." Hann var þó tilbúinn að gefa okkur uppiýsingar um þau tvö verk sem Leikfélagið hefur leikárið með. Annars vegar er þar um að ræða nýtt leikrit eftir Dario Fo, ,JFé- legt fés“ í þýðingu Þórarins Eld- járns, og hins vegar Dagbók Önnu Frank. Leikmyndina við Félegt fés hannar Jón Þórisson en leikstjóri verður Gísli Rúnar Jónsson. Sýn- ingar verða í Austurbæjairbíói. Aðalhlutverk verða í höndum Aðalsteins Bergdal, Bríetar Héð- insdóttur, Þorsteins Gunnarssonar og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Frumsýningin verður í lok septem- ber. „Dagbók Önnu Frank verður fyrsta frumsýningin í Iðnó á næsta leikári", sagði Stefán. „Fréttnæm- ast í þeirri sýningu er að hlutverk Önnu Frank verður í höndum ungl- ingsstúiku frá Selfossi, Guðrúnar Kristmannsdóttur. En Guðrún er einmitt á þeim aldri sem Anna mun hafa verið á þegar hún skrifaði dag- bókina. Það vajr ákveðið að velja Rúblur, vodka og skinn — Rússar hyggjast gefa út Pelastikk eftir Gudlaug Arason „Hvar grófuð þið það upp? Ég hef gefið leyfi mitt til þess en hef ekkert frétt meira, “ sagði Guðlaug- urArason rithöfundurþegarHPsló á þráðinn til hans í vikunni og for- vitnaðist um það hvort satt vœri að bók hans Pelastikk kœmi út á rúss- nesku. „Það eina sem ég veit er það að hringt var í mig frá Máli og menn- ingu í júní og sagt að utanríkis- ráðuneytið hefði hringt vegna telex-skeytis frá Moskvu. Þeir voru að spyrja eftir bréfi sem sent var frá Moskvu til íslands í janúar en það hefur ekki komið fram enn. í telex-skeytinu var farið fram á leyfi mitt til að bókin mætti koma út í 40.000 eintökum í Sovétríkjunum. Við sendum svarskeyti til baka og fórum fram á að forlagið setti sig í samband við mig, nafn og heimilis- fang fylgdi. Síðan hefur liðið einn og hálfur mánuður og ég veit ekk- ert meira.“ Hann var auðheyranlega í góðu skapi þegar við hringdum því þeg- ar við spurðum um forlagið í Moskvu svaraði hann: „Ég veit það ekki^ það er sennilega KGB-forlag- ið. Ég spurði að því þegar Mál og menning hringdi en stúlkan sem ég talaði við vissi það ekki. Við ætluð- um því bara að bíða eftir bréfinu og sjá til_ég er ekkert að stressa mig yfir því. Það gengur víst allt svo hægt fyrir sig þarna fyrir austan - hefur maður heyrt.“ - Verðurðu ríkur á þessari út- gáfu? Spaugsamur svaraði hann: „Ég held ég geti ekki orðið ríkari en ég er í dag en sjálfsagt fæ ég fullt af rúblum, vodka og skinnum sem ég þarf svo að sækja austur fyrir jám- tjald. Ætli ég setjist ekki bara í helgan stein í Rússlandi." Um þesar mundir sagðist hcinn vera að skrifa bók, skáldsögu, en vildi ekkert meira um hana segja. Hún kæmi ekki út á þessu ári, „það er víst útséð um það,“ sagði Guð- laugur. „Það er ekkert farið að tala um hjá hvaða forlagi hún kemur út en ætli ég tali ekki við þá hjá Máli og menningu. Það eru komnir nýir menn þar við stjómvölinn sem ég veit ekki hvort kæra sig nokkuð um mig. Annairs er ég ekkert farinn að velta þessu fyrir mér.“ -GHS Guðlaugur Arason: „Það er sennilega KGB-forlagið." JAZZ Láttu gamminn geysa Gammar: Geimsteinn GS 131 Þegar Stefán S. Stefánsson kom heim frá námi í djassfræðum við Berkiee í Boston birti í djassheiminum íslenska og ekki leið á löngu áður en hann var farinn að vinna með Bimi Thoroddsen, sem var í fararbroddi íslenskra ungdjassista. Gammamir hafa starfað saman í níu mánuði og er sú ein breyting frá upphafinu að Þórir Baldursson hefur tekið þar sæti hljómborðsleikarans í stað Hjartar Howsers. Gammamir hafa ver- ið duglegir við tónleikahald og nú er fyrsta breiðskífa þeirra komin út. Var hún tekin upp á fimm fyrstu mánuðum ársins, ólíkt flestum djassskífum þarsem þykir gott að fá fyrstu fimm daga vikunnar til upptöku. Drengirnir hafa því getað mótað verkin að vilja sínum — og greinilega haft hvort- tveggja í huga: góðcm djass og létta hlustun. Einsog svo margt sem nú er útgefið má kenna s&funa við stílblendi. Bræðingurinn er ráðcmdi í rýþmanum og samban á sínum stað svo sem vera ber; sólóar - sérí lagi Stef- áns — em þó rótfastir í hinum svala megin- straum djassins. Stefán er hörkugóður saxafónleikari og hefur tekið stórstígum framförum frá því hann lék með sveit sinni Ljósunum í bænum eða á fyrstu Mezzo- forteskífunni. Ekki hefur þó eðlisbreyting orðið — ætt hans og óðul má sem fyrr rekja til getzanna: svalur tónn, ljóð og samba. Það er mikill gleðiauki íslenskum djassunn- endum þegæ mönnum tekst jafnvel að mennta sig og Stefáni tókst á Berklee. Á skífu Gammanna em átta verk: Mistur, Gjálfur og Bláa skóflan, eftir Stefán S. Stef- ánsson; Gammadans, Fuglinn og Óðurinn eftir Björn Thoroddsen; Tciktu sex og Litla stúlkan eftir Þóri Baldursson. Verk Stefáns em heilsteyptust, en það er mikill lífskraft- ur í lögum Bjöms og ýmis minni rekin inní fmmsamdar hendingar einsog þegar hið undurfagra ,A Felicidade" Jobims birtist í fjörsömbunni Fuglinum. Lög Þóris em aft- urá móti ljúf og leikandi — liðast einsog lækur um mosató. Hljóðfæraleikur er allur með ágætum á skífunni - Stefán og Bjöm em höfuðeinieik- aramir og leika þó ekki nóg - sérí lagi heyr- ist fátt til Bjöms því Stefán leikur yfirleitt aðalhlutverkið í laglínunum. Það var gaman að heyra Gammana á Borginni á fimmtu- dagskvöldið var, þegar þeir teygðu dálítið úr lögunum sem em klippt og skorin á skíf- unni og létu gamminn geysa í einleiknum. Fuglinn mætti t.d. vera helmingi lengri á skífunni — þar er gott færi fyrir einleik. Skúli Sverrisson bassaleikari og Steingrím- ur Óli Sigurðsson standa sig með ágætum. Þó er því ekki að leyna að rýþminn er dálítið stífur einsog á öllum íslenskum djassskífum er unnar hafa verið í hljóðverum. Það vant- ar þessa samtvinnun einleikara og rýþma sem gerir góðan djass svo góðan. Þetta er atriði sem sveitin öll verður að leysa í sam- einingu og beri þeir gæfu til að leika saman í aðra níu mánuði verða þeir vonandi léttari á ný og afkvæmið enn sprækara. Áð lokum: þetta er skífa sem allir djass- geggjarar verða að eignast og það langbesta sem þessir drengir hafa hljóðritað um dag- ana. Gammaplatan — ómissandi fyrir alla djassgeggjara. QAMMAR SÍÐA A r- - ■ v .. .aKmI GAMMADANS . .. TAKTU SEX FUGLINN MISTCIR , SÍÐA B * f $ 4 H ÓDURINN im áfe I GJÁLFUR ,,, BLÁA SKÓFLAN LITLA STÚLKA ,, air. i Geimsteini. Keflavik. Jan mal 1084 Upptíikii'T.aftuf Pótir tlaldursson ÚUidrtndi. Otf.mvtvinn HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.