Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 19
„Þetta eru topparnir í 40 titla hópnum," segir Silja. „Byrjar á endanum og endar á byrjuninni“ segir Silja Aöalsteinsdóttir um vœntanlega bók hjá Máli og menningu ,,Það er afsvo mörgu að taka", sagði Silja Aðalsteinsdóttir hjá Máli og menningu um væntanleg- ,ar bækur frá forlaginu. ,,Bíddu nú við. Hvar á ég að byrja? Þetta eru einir fjörutíu titlar. “ „Við gefum út endurminningar Sigurðar heitins Thoroddsen verk- fræðings í haust. Endurminningar sínar skrifaði hann siðustu tíu árin sem hann lifði. Ég er búin að lesa helminginn og get borið vitni um að bókin er alveg æðislega skemmtileg. Sigurður fæddist um aldamótin, varð stúdent um 1920 og nam síðan í Kaupmannahöfn. í bókinni segir hann mýgrút sagna af mönnum sem fyrir okkur eru hálfgerðar þjóðsagnapersónur. Mikið rit um Skaftárelda er væntanlegt frá okkur. Þar er um að ræða samtímaheimildir og nýjcir greinar en þetta verður grundvall- arvísindarit ætlað almenningi. Þegar fjailað hefur verið um þetta efni, Móðuharðindin og fleira, hef- ur nefnilega mest verið byggt á þjóðsagnaefni sem er lítið grund- að, en um slíkt er ekki að ræða nú. Svo eru ýmsar merkilegar þýdd- ar skáldsögur. „Glæpur og refsing" eftir Dostojevskí í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur sem hún þýðir beint úr rússneskunni. Þetta er dýrindis bók og alveg gullvægur texti frá Ingibjörgu, ein mesta bók sinna tíma. Hún hefur komið út á íslensku áður en var þá þýdd úr dönsku og danska útgáfan hafði svo aftur verið þýdd úr þýsku. Verðlaunabók Norðurlandaráðs ,dólaóratorían“ eftir Göran Tun- ström í þýðingu Þórarins Eldjáms er á þessum lista og ný þýðing Þor- geirs Þorgeirssonar á „Glötuðum snillingum" eftir William Heine- sen. Hann er að verða búinn að þýða lífsverk Heinesens á íslensku. Þetta eru topparnir í 40 titla hópn- um“, sagði Silja. Aðspurð sagði hún að íslensku skáldsögurnar yrðu þrjár, allt Scim- tímaverk. „Ein eftir Árna Berg- mann, „Með kveðju frá Dublin“ sem er ástar- og glæpasaga. Bókin „Þel“ er eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Það er ekki gott að segja um hvað sú bók er. Hún er mjög spennandi og óvenjuleg. Svipuð að stíl og smásagnasafnið „Af mannavöldum" sem kom út í hitteðfyrra. Það má segja að Álfrún byrji á endanum og endi á byrjun- inni. Loks er svo kafkaeska skáldsag- an ,A4aður og haf“ eftir Véstein Lúðvíksson." Onnur bókaforlög kváðust ekk- ert geta gefið upp um væntcinlegcir bækur frá þeim. Þeim þótti víst við Helgarpóstsmenn vera nokkuð snemma á ferðinni á bókamark- aðnum að þessu sinni. -GHS KVIKMYNDIR Taka tvö tekst vel eftir Árna Þórarinsson Stjörnubíó: Einn gegn öllum - Against All Odds. Bandarísk. Árgerð 1983. Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalhlutverk Jeff Bridges, Rachel Ward, James Woods, Alex Karras, Richard Widmark, Jane Greer. Ameríkanar gera mikið af því þessi miss- erin að endurtaka gamlar myndir. Þannig er hin nýja mynd Stjörnubíós, Against All Odds, nútímaútgáfa af sígildri B-mynd Jacques Tourneaur, Out of the Past, frá 1947. Myndir Toumeaurs vekja æ meiri hrifningu eftir því sem árin líða, enda fágað- ir og ljóðrænir svart-hvítir þrillerar sem láta lítið yfir sér en leyna hins vegar á sér. Paul Schrader endurgerði fyrir fáum árum Cat People Tourneaurs með sæmilegum árangri. Out of the Past hef ég því miður ekki fengið tækifæri til að sjá en dóttur- mynd hennar, Against All Odds, er fjári heillandi spennumynd, fallega tekin, fallega leikin, fallega byggð á flestan hátt. Sá trausti og aðlaðandi leikari Jeff Bridges leikur hér atvinnufótboltamann í Kaliforníu sem er á útleið vegna meiðsla. Út úr neyð þiggur hcinn starf hjá vafasömum kunningja, ríkum næturklúbbseigcinda, sem ‘einhver magnaðasti leikari Amerikana af yngri kynslóð, James Woods, leikur: Hann á að elta uppi kærustu Woods, auðmanns- dóttur sem sú fagra og fína Rachel Ward leikur. Hún hefur stokkið á brott til Mexico. Þetta verkefni reynist Bridges örlagari'kt. Bridges og Ward - ástir i vítahringnum. Hann fellur sjálfur fyrir konunni og læsist um leið inní skuggalegum vitahring glæpa og spillingar. Taylor Hackford, sem áður hefur gert slappar miðlungsmyndir einsog The Idol- maker og An Officer and a Gentleman, sýnir í Against All Odds miklar framfarir. Myndin er bæði fönguleg á að horfa og með snarpri spennu, áhugaverðum personum og góðu plotti, sem reyndar fær heldur vandræða- lega úrlausn. Endalokin eru veikcisti punkt- urinn í myndinni. Fram að þeim er Against All Odds fyrsta flokks afþreyingarmynd sem allir ættu að hafa gaman af. Astir íþróttakonunnar Tónabíó: Personal Best. Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit og leik- stjórn: Robert Towne. Aðalhlutverk Mariel Hemingway, Patrice Donnelly, Scott Glenn. Fjalli bíómynd um lesbískar frjálsíþrótta- konur þá verð ég að viðurkenna að ég hef meiri ahuga á þeirri staðreynd að konumar eru lesbískar en því að þær em frjáls- íþróttakonur. Personal Best fjcillcir um lesbískar frjálsíþróttakonur og fyrir minn smekk fjallar hún of mikið um íþróttir og of lítið um lesbisma. Og lýsir það auðvitað meir mínu innræti en myndinni. Fyrstu rammarnir sýna afturámóti strax að Personal Best er vönduð mynd og vel hugsuð: Við sjáum jörð í nærmynd, á hana falla dropcir; er að byrja að rigna? er einhver að gráta? Með einkar skemmtilegri mynda- töku kemur í ljós að jörðin er hlaupabraut, og droparnir em sviti ungrar íþróttcikonu, Mariel Hemingway. Personal Best fjallar um þessa stúlku, — hvemig hún kynnist ann- arrri iþróttakonu, Patrice Donnelly, sem er lengra komin á þeirri framabraut sem hlaupabrautin er, hvemig þau kynni leiða hana og þær báðar fram á við undir leið- sögn harðskeytts þjálfcira, Scott Glenn, og ekki síst hvernig þau koma á flóknu ástar- sambandi og meðfylgjandi samkeppni um árangur og ástir og vináttu, og loks Scim- bandsslitum. Robert Towe, höfundur hins listagóða handrits að Chinatown, teflir að mörgu leyti djarft í þessu fyrsta leikstjómarverkefni sínu. Árangurinn er athyglisverður. Ég hefði samt kosið, eins og minnst var á með öðm orðalagi hér í upphafi, að hann hefði ein- beitt sér meir að persónuleikum kvenn- anna, og annars fólks í kringum þær. Miðað við þær tilfinningar sem krauma undir niðri Mariel Hemingway sprettir úr spori í Personal Best. í þessu efni finnst mér að Towne hefði mátt veita þeim meiri útrás í myndinni á kostnað ansi langra innslaga af íþróttavellinum, sem að sönnu eru oft fantavel kvikmynduð af meistaranum Michael Chapman og fimlega klippt. PersonaJ Best er vel leikin, en aðal- stjörnurnar tvær, Hemingway, sem er dug- leg og metnaðarmikil leikkona en dálítið ósjarmerandi, og Donnelly, sem er sjálf frjálsíþróttakona en vel frambærilegur leik- ari, fá ekki að vinna hlutverk sín til fulls. Aðeins Scott Glenn, skarpleitur og spennt- ur leikari, nær '/emlegri dýpt í persónu þjálfarans. Personal Best er að mörgu leyti hin merkilegasta mynd, en heldur löng og yfirborðsleg. Ég býst við að Bjami Felixson sé ósammála. Eg fer í flissið Austurbæjarbíó: Ég fer í fríið — National Lampoon ’s Vacation. Bandarísk. Árgerð 1983: Handrit. John Hughes. Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalhlut- verk Chevy Chase, Beverly d'Angelo, Imo- gene Coca, Randy Quaid. Tvær helstu húmorverksmiðjur, annars vegar Bretlands og hins vegar Baíndaríkj- anna, eiga afurðir á bíómarkaðnum í Reykjavík þessa dagana. Breska Monty Pythongengið leysir lífsgátuna í Laugarás- bíói, eins og frá var greint í síðasta Helgar- pósti, og nú sýnir Austurbæjarbíó nýjustu vöruna frá Natoncil Lampoonhópnum bandaríska. National Lampoon er bandaríski Spegill- inn, — samviska þjóðarinnar uppmáluð í ansi grófum og gráum gálgahúmor. Upp- runalega var National Lampoon ventill fyrir háskólahúmorista, en áður en þeir vissu af var blaðið orðið útbreitt gríntímarit og hef- ur vegur þess farið vaxandi æ síðan. Aðal- blaðið okkar hér á HP skuldar t.d. National Lampoon talsvert. Aðstandendur National Lcunpoon komust þó fyrst í feitt þegar jDeir tóku sig til og gerðu bíómyndina National Lampoon’s Animal House eða Deltaklíkan. Þeir framleiddu og skrifuðu handritið sjálf- ir, fengu John Laindis til að leikstýra og sóttu fjölskrúðugan leikhópinn einkum í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live, sem getið hefur af sér flestar skærustu grín- stjörnur Ameríku seinni árin, — John Belushi heitinn, Dan Aykroyd, Bill Murray, Gilda Radner, Eddie Murphy og Chevy Chcise, sem fer með aðalhlutverkið í Vaca- tionmyndinni. Animcd House sló eftirminni- lega í gegn, enda groddafengin og snargalin lýsing á Scimfélagi heilagra í cimerískum há- skóla. Svo vildu þeir National Lcimpoon-menn halda áfram að græða og gerðu Meatballs (National Lampoon fer í sumarbúðir) og Stripes (National Lampoon fer í herinn). En þetta gerðu þeir með því að þynna út þá formúlu sem fengin var með Animal House og fcira sjálfir að leikstýra æ tilþrifaminni handritum. Sá róttæki og blygðumarlausi húmor sem engu eirði í Ánimal House varð æ penni og daufari. Þessi þróun heldur því miður áfram í National Lcimpoon’s Vacation. Reyndar er handrit eins af hinum upphaflegu Lam- poonskrifurum, John Hughes, ekki sem verst þótt í því séu vissulega margar eyður og slæmar. Myndin fellur fyrst og síðast á steindauðri leikstjóm Harold Ramis, annars skrifara sem þurfti endilega að prófa leik- stjórn í Stripes og hefur ekkert lært af þeim mistökum. Nokkrir flisspunktcir em auðvit- að í þessari sögu af amerískri kjarnafjöl- skyldu í baráttu upp á líf og dauða við að komast á áfangastað í fríinu, — fjöllista- garðinn Walley World, en þeir em of fáir og strjálir. Þetta hefði sannarlega getað orðið bráðfyndin pílagrímsferð innfæddra til fyr- irheitna landsins. Ég fer í fríið er hins vegar afsláttarmiði í ferð sem aldrei er farin. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.