Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Hver er fatlaður? í opnuviðtali Helgarpóstsins að þessu sinni er Jóhann Pétur Sveinsson. Jóhann Pétur er, lögfræðingur að mennt og starfar hjá Bjargráðasjóði. Hann er mikill áhugamaður um málefni fatlaðra, er sjálfur fatl- aður og ræðir meðal annars þau mál. Jóhann Pétur er gott dæmi um einstakling sem þurft hefur að þjást í tilverunni. Fimm ára gamall var hann lagður inn á sjúkrahús í Reykjavík vegna liðagigtar sem leiddi til fötlunar hans upp frá því. Hann hætti að vaxa og segir sjálfur að æfingar sér til uppbyggingar hafi hann ekki getað stundað nema að takmörkuðu leyti meðan hann barðist við sjúkdóm sinn. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei látið deigan síga, ekki látið drepa lífslöngun sína, enda segist hann ekki vera mikið fyr- ir það að tapa. Umræða um málefni fatl- aðra hefur aukist síðustu ár á ís- landi eftir áratuga þögn. Það er ekki lengra síðan en í lok sjötta áratugarins að félög til styrktar fötluðum voru stofnuð. Fyrsta félagið var stofnað á Siglufirði 1958, sama ár var stofnað félag í Reykjavík. Landsambandi fatl- aðra, Sjálfsbjörg, var svo kom- ið á fót 1959 og samanstendur það af 14 félögum víðs vegar um landið. Lög um málefni fatlaðra var fyrst byrjað að setja á Alþingi eftir 1930. Þá voru sett lög um „fávitastofnanir" eins og það var kallað, en þess háttar stofn- anir snertu málefni þroska- heftra. Aðstaða fatlaðra hefur farið batnandi síðustu ár, enda menn smám saman að verða sér meðvitaðir um málefni þeirra. Ekki eru mörg ár síðan Ferðaþjónustu fatlaðra var komið á legg en með henni batnaði aðstaða fatlaðra gífur- lega, svo ekki sé nefnt þegar dvalarheimilið í Hátúninu var byggt. Draumaskfpulag framtíðar- þjóðfélags er Jóhanni Pétri mikið hitamál: „Ef aðstæður í þjóðfélaginu eru þannig að fatl- að fólk kemst um; getur gert það sem það þarf, byggingar eru aðgengilegar og fólk lítur það ekki öðrum augum, hvort sem það lítur öðru vísi út eða getur ekki allt sem aðrir geta, þá er takmarkinu náð," segir Jóhann Pétur. „Þegar þetta draumaskipulag verður komið á er á mörkunum að hægt sé að tala um að einhver sé fatlaður." Hann telur að viðhorf almenn- ings til fatlaðra sé á þann hátt að fatlað fólk sé „öðru vísi". Fatlaðir þurfi þannig að berjast fyrir tvenns konar breytingum í þjóðfélaginu; skipulagslegum og hugarfarslegum. Helgar- póstsviðtalið við Jóhann Pétur Sveinsson ætti sjálft að verða framlag til a.m.k. hugarfars- breytingar. Stjórnvöld verða svo að kippa skipulaginu í liðinn. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Tropicana á íslandi Helgarpóstinum hefur borist eftir- farandi athugasemcL Vegna smáfréttar, er birtist í Helgarpóstinum 26. júlí 1984 um framleiðslu og sölu á Tropicana safa, vil ég taka fram eftirfarandi: Eg er lögmaður Tropicana Pro- ducts, Inc. hér á landi, sem er eig- andi vörumerkisins TROPICANA og hafa störf mín einungis verið tengd því vörumerki. Ailar við- skiptalegar ákvarðanir eru teknar af Tropicana Products, Inc., án samráðs við mig. Virðingarfyllst ÖrnÞór hœstaréttalögmaður Saltsíld og Sovétmenn Frétt Helgarpóstsins í síðustu viku um möguleika íslendinga á að selja síld um borð í sovésk verk- smiðjuskip vakti verulega athygli, enda yrði hér um að ræða lausn á því vandamáli sem sala saltsíldar er um þessar mundir. Gunnar Hóv- enz hafði samband við HP fyrir hönd Síldarútvegsnefndar og ósk- aði eftir því að fram kæmi að fyrr- nefnd frétt væri ekki komin frá Síldarútvegsnefnd og getur blaðið staðfest það. Þá er rétt að fram komi að formlegar viðræður eru ekki hcifnar við Sovétmenn og ekki er farið að ræða um verð á síldinni. En undirbúningur er hafinn að við- ræðum. tíldin selst ekki og það UtU sem selst fcr á afar Ugu verði. En það kann að breytast ef Ulendingar brjóU odd af oflseti sfnu og fara að dæmi Norð- manna sem voru i svipuðum vand- raeðum með sina 'tild. Það er nefnilega opinbert leyndarmál að (slendingum hefur sUðið til boða Lundanfarin tvö-þrjú ár að selja sild borð f aovéak Vrkamiðjuakip. Helgarpósturinn Imur eftir góðum heimlldum að tþAa standi okkur enn til boða. Kotwnenn munu tilbdnir að kaupa wókstHega aUa sild sem Sendinar geU selt, og það á mun hlrra v«en síldarvinnslan hér inmnlandswður. Nú er kominn upp\ gífurl^r áhugi meðal samtma sjóma^a og útgerðar- manna^^ð reynap^uian sovéska verksmi^knarkað, ei^kiland- staða er hiimregar gegn þmH«M| vinnslustöðvafsiftlhéi.J^U^gpjÉji þetU verði hiðnlk|i&J]I£ófii0^> ses^Hþeir sem skari i ^Bióp. er FUJI á markað ny F MBBlCOLOfí HR. s HVsXarpan og Rtn. BBMaóur hefur þeXKs KbiCOLOR HR lilma Kaamleiðslu og er öru ^em þú átl kosl A ; vegna á FUJI vel heii zz zz ASVDP Sími óð-óó-35 Erum q horni Miklubroutor og Grensosvegor vid hliðino o Londsbonkonum. Hjó okkur er fullt of nýjum myndum. Opið oIIq dogo kl. 12—23.30. Afslottorkort Ef þér takið 3 spólur er 4. spólon frí. Barnaefni er ó 20 kr. ó sunnudögum. WXRNER HOME VIDEO potrtKts w** k ROKRICHARTOFF-IRWIN '.VWKtEfi ELUÖÍT GOUUD ROBERT BIAKE«BUSTING" w^AUafiAftRaD-Praiáti týlftVVW WWEfirt ftœfRT CHAflTQff LEJEFILM I \AARNER HOME VIDEO DANSKE UNDERTEKSTER 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.