Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 8
Ein milljón af skríöandi lirfum Frívaktin heldur heim í kamp og koju, en starfsvaktin skreppur inn í skúr og opnar skápana sína. Þar hangir vinnugallinn og stígvélin, sæmilega snyrt frá því á síðustu vakt. Þau eru frábrugðin venjuleg- um skófatnaöi að því leyti að þau eru negld í botninn. Þetta eru engir smágaurar sem kitla iljarnar í starfi, heldur á að giska kvart- tomma út úr sólanum. En þetta er skylda. Það er engum hleypt ónegldum á löðrandi planið, enda er það auðveldasti staður í landinu til að hafna á rassinum, ef menn gæta sín ekki á innyflunum eða öðru því sem ekki er harla stamt að stíga á. Það eru tryggingarnar sem skylda þetta. Ef þú dettur til dæm- is ónegldur ofan í einn bræðslu- pottanna á planinu, þá færðu enga seðla í vasann fyrir óhappið. En það gæti líka komið fyrir ekki, og þá er meint, að á stundum hafa strákamir pottana opna við hlið- ina á sér á sirka 160 stiga hita. Þá þyrfti ekki að spyrja að trygging- um ef einhverjum skrikaði fótur, ónegldum, vel að merkja. Vinnutempóið á planinu er f jör- legt. Menn keppast við, enda er það alltaf dagskipan að koma skepnunni sem allra fyrst I sundur um leið og hún hefur verið hífð upp á planið. Það má ekki slá I hrá- efnið og því ganga hnífarnir í hval- inn nærfellt hraðar en augað fær á fest. Það gengur hver starfsmaður að sínu. Færustu strákarnir ellegar þeir reyndustu ganga fyrstir í skrokk á skepnunni með flugbeitt vopnin og frumskera eftir kúnstar- ínnar reglum. Þetta er ferlíki sem fengist er við, og því þarf á hjálp dráttarspila að halda þegar slíta þarf sterkustu hlutana í sundur. Þeir eru síðan dregnir á krókum hver á sinn stað. Kjöt og spik x fín- skurð, rengið einnegin, en skráp- urinn, innyfli og bein lenda ofan í bræðsluofninum og verður að lýsi eða mjöli. Það er þaðan, upp úr strompi, sem ógeðfellda lyktin berst þegar ekið er undir Þyril á ferðalagi. Þessi lykt berst ekki svo mikið niður á planið, en samt: ,, Við finn- um hana. Og það máttu vita, að þeirri stækju venst maður aldrei, þrátt fyrir margra sumra starf hérna. Hráalyktin innan úr hvaln- um hérna á planinu er algjört ilmvatn á við bræðsluógeðið'1, segir mér einn flensarinn. Svo lætur hann af skurði, fær sér sígó, og segir mér meira af ógeði og geði á staðrrum: „Það er margt sem fer I mann hérna á staðnum. Innyflin og allur úrgangur skepnunnar verður viðkunnanlegur með tím- anum. Og lýsið, ég sakna búr- hvalsins sem nú er nýfriðaður í sambandi við það. Á sólskinsdög- um í flensingunni vorum við vanir að sækja okkur vænan slurk af búr- hvalslýsi innan úr skepnunni og maka því á nakta kroppana á okk- ur. Það var æði, því náttúrlegri og betri sólarolíu er ekki hægt að finna. Þetta er glært og lyktarlaust, og maður naut sín virkilega útat- aður í þessu. Svo er það annað hérna, sem alltaf er að hrella mann." Hann tók í öxlina á mér og dró mig hálfpartinn undir eitt spilið á planinu: „Sérðu viðbjóð- inn þarna' og svo benti hann með plástruðum vísifingri á iðandi lífríki í slóginu sem hafðí safnast þama undir. „Þetta ógeð er sirka eín milljón af skríðandi lirfum fiskiflugna sem fara hérna um allt." Síðan minntist hann gær- dagsins, gretti sig og sagði: „Ég lenti þá í því að þrífa þennan við- bjóð með múrskeið. A endanum fylltum við heilar hjólbörur af þessu, en ég hafði ekíd verið við þetta nema í fimm mínútur þegar ég hljóp hérna niður í kjötvinnsl- una og ældi í klósettið.'' Ég skildi han alveg með hliðsjón af lyktinni sem ég íann af þessum iðandi and- skota. Hann sagði þá strákana á plan- inu oft hafa kvartað yfir þessu ógeði og öðru slíku sem væri að angra þá, skriði um allt og léti þá ekki einu sinni í friði á náðhúsun- um. Jú, stundum hefði heilbrigðis- fulltrúi verið kvaddur til af Skag- anum, en hann væri greínilega Vísindamenn frá Harvard-háskóla handleika heila langreyðar, sem er varla stærri en fótbolti, það er að segja heilinn. Þetta er einn af æðagöngunum (hvalnum; þessi lá inn (lungað áður en hnlfurínn kom og skildi að. Hér hefur annaö augað úr langreyði verið numið á brott. vinur toppanna, því það væri aldrei neitt gert til að eyða þessum fjanda. Og svo byrsti hann sig: „Ja, ef aumingja japönsku kaup- endurnir vissu að þetta ógeð væri búið að ferðast inn og út um allan matinn þeírra." Annar flensari var mættur í þessa pásu sem hafði myndast á miðju planinu. Hann hafði heyrt hinn minnast eitthvað á klósett- málin: „Þau eru alveg agaleg hérna. Við höfum aðgang að tveimur lélegum klóum við planið, sem samt eru svo langt í burtu, að maður heldur frekar í sér en að hlaupa í spreng í spikinu. Við vor- um eitthvað að kvarta yfir þessu um daginn, en yfirvaldið tók ekki mark á okkur. Sagði jú, að það skyldi kannski útvega okkur ferða- kamra á hjólum sem hægt væri að hafa þar sem éftirspurnin væri mest I það og það skiptið. Það er annað eftir þessu. Það er öllum andskotanum haldið í lágmarki", sagði þessi flensari, en hinn bætti við: „Nema þá vinnuafköstunum sem krafist er af okkur. Það er til dæmis algjör hátíð ef allri vaktinni er leyft að fara í kaffi. Jafnan stel- ast menn inn í skúr og troða í sig brauðsneið á hlaupum aftur inn í hvalinn. Við fengum allir að fara saman í kaffi núna í dag bara vegna þess að þú, blaðamaðurinn, ert á svæðinu. Þetta er svona sýndarmennska, blessaður komdu oftar...!" Alveg hreint gasaleg klíka , Á leiðinni inn í kamp að þessari vakt lokinni, ræddu strákarnir við mig um fæðíð sem þeim er boðið upp á. Þeir voru á því að það væri alltof einhæft, auk þess sem hrá- efnið væri ákaflega slakt. „Kokk- urinn sem við höfum er með þriggja mánaða námskeið í mat- reiðslu að baki, en hefði alveg mátt sleppa því, vegna þess að hann hefur greinilega ekkert lært á því. Hann Skarphéðinn hérna í kjötvinnslunni, elsti starfsmaður- inn á svæðinu, er kannski besta dæmið um þetta, því hann segist alltaf léttast um á að giska fimm- tán kíló á hverri vertíð. Það er ofsa- lega vont að fá ekki gott að borða eftir vaktina, því hungrið maður, hungrið, er svakalegt eftir átta tíma kött og engan kaffitíma." Þegar inn í braggana er komið er skutlast úr gallanum og skundað í sturtu. Það eru oft slagsmál um þessar tvær sem eru með bestu stútunum og gefa því besta rennsl- ið. „Já, sturturnar eru nú eitt sem betur mætti fara. Hugsaðu þér, tvær almennilegar sturtur fyrir all- an þennan skara sem þyrstir í þvott á sama tíma." Þetta er litríkur hópur hvalskera sem vappa hálf naktir í eða úr sturt- unum eftir starfsvaktina. Aldurs- takmarkið er átján til að komast I Hvalinn og þetta eru mestmegnis strákar um tvítugt úr einhverjum framhaldsskólanna í höfuðborg- inni. En það er erfitt að komast í Hvalinn „alveg hreint gasalega", segir mér einn á marglitum nátt- slopp sem hann segir vera af mömmu sinni, , ,því hér gildir klík- an eins og á öðrum stöðum þar sem gott má hafa upp úr sumri. Ég hugsa að svona níutíu prósent starfsmanna séu hérna vegna pabba sinna sem eru þá stórlaxar, tengdir fyrirtækinu beint eða óbeint. Og ættamöfnin maður, það ber annarhver hvalsari eitt- hvert þeirra; Schramarar, Zoé'gar, Blöndalar og Brekkanar eru hér úti um allt. Á bátunum er þetta hins vegar enn verra. Þar þýðir ekkert fyrir þig að reyna að komast að nema þú sért í beinan karllegg af áhrifamiklum hluthöfum. Þetta eru heilu famelíurnar að veiða þarna úti á miðunum. Pabbinn skipstjórinn, með syni sína háseta, bróður sinn í vélarrúminu og frænda i matseldinni. Ég er ekki að ýkja", og svo fór hann þessi í sturtu. Ég fór að huga að þessum tíu prósentum sem kæmust I Hvalinn án þess að eiga stóran pabba. Ég komst að því að það er alltaf slang- ur af sveitamönnum úr nágrenn- inu sem kæra sig inn í þessa vinnu. Þeir eiga víst að sitja fyrir um vinnu í Hvalnum. Enn aðrir nota sér þetta ákvæði, eru kannski að byggja í borginni og þurfa á vænni summu fjár að halda, færa því bara lögheimilið sitt innst í Hvalfjörð- inn, og heimta að því búnu sinn rétt. Það voru nokkrír þarna sem sögðust hafa notað sér þessa leið. ,, Annars eru seguláhrif kaupsins að minnka hérna. Þetta er ekki að verða neitt neitt sem maður fær hérna. Menn eru á lægsta tíma- kaupi í dagvinnu sem þekkist í landinu, algjörlega í lágmarkinu, eða 74 skitnum krónum á tímann. Þeir mega víst ekki hafa þetta lægra samkvæmt síðustu samning- um, því annars næðum við ekki lágmarkslaunum. En hvað held- urðu svo að þeir leyfi sér að gera með eftir- og næturvinnuna? Hana reikna þeir út frá 67 krónum á tímann, enn öðru lágmarkinu, því að I því tilviki þurfa þeir ekki að hugsa um að menn nái lágmarks- tekjunum." Sá var vonsvikinn sem sagði mér þetta, búinn að vera fimm sumur í Hvalnum og hafði ekki hugmynd um afhverju hann hafði ílengst í þessu. Það eru unnar um 84 stundir á viku, sem gefa 12 þúsundir eða rétt innan við 50 þúsund kall á mánuði. Þeir reyndustu ná þetta 160 þúsund kalli út úr vertíðinni. Það er helmingi minna en háseta- hluturinn er á bátunum, en bílið þar á milli hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Hvalskerarnir eru æfir út af því, og benda mér á eitt sem þeim finnst fáránlegt í því dæmi: „Hvalfangarar fá bónus fyrir nýtingu á hvalnum, en við á planinu hinsvegar engan, þótt nýtingin á skepnunni hafi ein- göngu aukist í vinnslunni í gegn- um árin. Þetta er svipað galið og ef bónus af fiskverkunarkonum væri færður yfir á bátana sem veiddu fiskinn. Algjört búllsjitt sem sagt." Stundarflótti hassvímunnar Samfélagið í Hvalnum er ein- angrað. Menn hafa sömu 30 hræð- urnar í kringum sig dag eftir dag, og því kynnast menn ákaflega vel innbyrðis, það er að segja þeir sem tilheyra sömu vaktinni. „Þetta er mjög þéttur hópur sem er hérna, mórallinn er virkilega góður, enda verður hann að vera það. Menn hætta ekki á það að láta skapið stjórna sér, þvi þá einangrast þeir hinir sömu, og þessi hringiða vinnu, svefns og matarhléa er of mikið víti til þess að menn fari að hætta á einhverjar kúnstir. Þetta er eins og einkynja fjölskylda' ‘, segir mér einn hvalsari sestur með kaffi inn á herbergið sitt eftir matinn. Það er ekki ýkja fjölbreytilegt sem menn taka sér fyrir hendur undir svefnínn. Tilbrigðin má telja á fingrum annarrar handar, nefni- lega: lestur blaða, vídeógláp, spjall inni á herbergjum með víni eða pípu, ellegar menn sýna viðleitni til einhverrar heilsubótarhreyf- ingar. En það síðastnefnda gerist sjaldnast. Hestar af nágrannabæj- um hafa einhverra hluta vegna skitið svo mikið á fótboltavöllinn að liggur við meiriháttar meiðslum ef menn hætta sér I eltingaleik með bolta milli marka. Nú, einhver antisportistinn hafði falið annan borðtennisspaðann og brætt einu kúluna með kveikjara, svo sú íþrótt hafði legið niðri nokkrar vikur. Það er því helst að menn 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.