Helgarpósturinn - 04.04.1985, Side 13

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Side 13
Stolt íslendinga minnir á viðbrögð Rússa — Nú segja sumir ad ýmislegt sé líkt með skapgerð Islendinga og Rússa og e.t.v. Finna. Hvað finnst þér? „Það kann að vera. Mér finnst stolt íslendinga minna á viðbrögð Rússa. Ef til vill eru þetta bara sammannleg viðbrögð við norðrinu sem við byggjum. Fólk er hvert öðru líkt hvar svo sem það býr. Til dæmis hafa þessar sterku, glæsilegu, íslensku konur sömu þörfina til að punta sig ogr aðrar konur. Annars furða ég mig á því hversu lítið íslendingar gera í því að klæða af sér kuld- ann sem er reyndar barnavípur miðað við þær lýsingar sem ég hafði fengið af honum." Og við hlæjum allt að því pirraðar í heitri marsstofusólinni. „Mér finnst gaman að stúdera mannlífið hér,“ heldur Valentina Kosareva áfram. „Unglingana, til dæmis. Fyrst þótti mér þeir hálftilgerðarlegir og hávaðasamir í tískufötunum sínum. En eftir því sem ég virti þá betur fyrir mér sá ég hvað þeir voru eðlilegir og lítið aggressífir." Þegar hér er komið sögu höfum við Ingibjörg gert veitingunum góð skil, kinnar okkar áreið- anlega orðnar jafn rauðar og jarðarberin á tert- unni og kirsuberjalíkjörinn. Valentina Kosareva skenkir enn í glösin. „Nú drekkum við hestaskál fyrir vináttunni!" segir hún brosandi og við skálum og horfumst lengi í augu. Síðan er viðtalið við hana tekið formlega út af dagskrá, segulbandi og skriffær- um stungið niður í tösku og utandagskrárum- ræður hefjast, því Valentina Kosareva vill gjarn- an fá að heyra eitthvað um hvernig lífi okkar er háttað. Þegar upp var staðið höfðum við líka spjallað dálítið um matargerð og pólitík. Valentina Kosareva sagðist hafa gaman af því að búa til mat fyrir þá sem kynnu vel að meta slíkt, þeim mun meira pirrandi að slást við matvendni og smekkleysi. Og að henni fyndist nokkuð skorta á að fólk gæti talað við hana um pólitík eins og maður við mann. En ef vil vill gengi henni það betur frá konu til konu...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.