Helgarpósturinn - 04.04.1985, Page 21

Helgarpósturinn - 04.04.1985, Page 21
Vigdís Grímsdóttir: SAMTVINNUN PRÖSA OG LJÖÐA Vigdís Grímsdóttir hefur undanfarin ár haft að aðalstarfi íslenskukennslu við Fjölbrautaskólann í Flensborg. En þessa mánuðina er hún hins vegar í launalausu leyfi til að geta sinnt betur ritstörfum sem hún hefur lengi fengist við í hjáverkum. Árið 1983 sendi Vigdís frá sér smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu. „Það er stórkostlegt að geta látið skriftirnar sitja í fyrirrúmi," segir Vigdís. ,,Nú á ég tíma minn sjálf þannig að aðalmálið er að skipuleggja hann. Áður var ég alltaf að stela tíma frá einhverju öðru þegar ég skrifaði. Mest vann ég við skriftirnar á nóttunni en þá hætti mér til að vera fúl á daginn. Það er erfitt að eiga skriftirnar stöðugt við samvisku sína, nóg að glíma við fjárhagsáhyggjurnar." — Hvað ertu með á prjónunum núna? „Smásögur sem eru eins konar svörun við ljóðum. Ég stefni að því að gefa þetta út á bók á þessu ári. Bókin verður þá þannig upp byggð að á undan hverri smásögu fer ljóð, smásagan gerir svo ýmist að samþykkja ljóðið eða afneita því. i þessari bók verða ljóðin eins konar hluti af smásögunum. í fyrsta smásagnasafni mínu eru líka ljóð á undan smásögunum. En þar eru þau notuð á annan hátt, þau geta staðið ein sem sjálfstæð heild. Annars eru þessar sögur sem ég er að vinna að núna mjög ólíkar að efni og formi. Reyndar dreymir mig um að skrifa skáldsögu þar sem ljóðið er lífrænn þáttur, fleygar söguna en þó ekki. . . í því held ég að magían sé fólgin. En ég á erfitt með að út- skýra þessa hugmynd í orðum, ég skal teikna þetta fyrir þig ef þú vilt... Ég sæki mikið inspírasjón í myndir, Hyronymus Bosch til dæmis, og músík, yfirleitt skrifa ég við músík.“ — Pú stefnir ekki jafnframt að útgáfu Ijóðabókar? „Nei, að minnsta kosti ekki í svipinn. Það er lenska hér að setja ljóðabækur til hliðar, útgefendur hafa hálfgerðan ýmugust á þeim, auglýsa þær jafnvel á annan hátt. Og enn eru ótrúlega margir Islendingar sem telja ekkert ljóð nema það sé stuðlað og rímað. „Nú-er- frost-á-Fróni-mórallinn“ er enn mjög algengur. I ritsmíðum mínum vil ég meðal annars stuðla að því að rjúfa einangrun ljóðsins með þessari lífrænu samtvinnun prósa og póesíu sem ég reyndi að útlista áðan.“ Til að fá sýnishorn af viðfangsefnum Vigdísar Grímsdóttur þessa dagana grípum við niður í upphafi smásögu sem ber yfirskriftina Og börnin þín sofandi: „Eftir götunni gengur upprétt fólk og krefst friðar. Orð þess eru andi og líf og steyttir hnefarnir bera kröfunum vitni. Visst í sannfæringunni otar það árituðum spjöldum að öðru fólki götunnar og syngur um fórnir þúsunda sem seilst hafa eftir því sem framundan er. Hún fer sömu leið, berst með straumnum hvítklædd og berfætt en fæturnir snerta ekki jörðina. Göngufólk virðir hana fyrir sér og dettur í hug saga um mann sem gekk á vatni án þess að vökna í fæturna og fánaberi segir við stúlku: — Sjáðu konuna, ekki ber hún syndir heimsins, en skyldi hún eygja takmarkið svona svífandi berfætt á grjótinu? — Stúlkan svarar því til að fætur geti einnig gengið þá götu sem þeir hafa komist á. Hlutverk hennar er háleitara en svo að hún hlýði á raddir, rámar af baráttu daganna og því leggur hún ekki við hlustir. Hana skipta engu athugasemdir uppréttra manna sem slíta skósólum, steyta hnefa og hafa fundið sér tilgang. Á slíkum mönnum hefur hún engan áhuga því að tilgangur þeirra er einn og samofinn draumunum. Hún svífur burt frá kröfufólki og kenningarvindi í leit að samastað og staðnæmist hjá lágreistu húsi við jaðar götu og sér þig sitja einan við gluggann með hendur í skauti..." Gyröir Elíasson: ALMENN BROT ne ha hvassiru o é sem hélt london værí amríku skrúfar upp rúðuna mazdan áfram regntíðarþök báðumegin holtsins & þáng að liggur beinn & - blakkur pýramíði fjall hár skorinn í himin kapella bog mynduð hvít segl rauð vík & gírskiptíng svar eftir stundarþögn já vissulega í amríku & frekar þrjár en ein london, canada... 43°00‘N 81°15‘W london, kentucky. 37°11’N 84°05’W london, ohio...39°54’N 83°28’W en samtsemáður mestmegnis við thamesána & lóðrétta núllbauginn ef mér skjátlast ekki því meir & leikhúsin & shakespeare gamli ritóður á sinni tíð frá stratford upon avon minnir mig altaf sama djöfuls þokan heyri ég & ekki leingur gasljósin Þennan texta er að finna í þriðju ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Einskonar höfuðlausn, sem út kemur hjá Máli og menningu fljótlega eftir páskana. — Ertu með þessum Ijóðum að leysa höfuð þitt líkt og Egill forðum? ,,Á einhvern hátt, já. Vísanir eru sjaldan alveg án ábyrgðar, þó í mínum meðförum hafi þetta orð snúist upp í einhvers konar ný- gerving. En það kallast beint á við kápu- mynd, og a.m.k. einn texta í bókinni. Annars má ef til vill segja að flest ljóð séu höfuðlausn að því leytinu til að þau eru skírsla, kvoða kennda og hugrenninga sem stígur úr dulvitundinni upp á yfirborðið, og þegar þangað er komið vonast maður til að hafa hreinsast í bili.“ — Hvers vegna fœstu fremur við Ijóð en prósa? „Að hluta til vegna þess hve ríka tilhneig- ingu ég hef til að hugsa í brotum, eins og mig skorti yfirsýn sem er nauðsynleg í lengri texta. Auk þess hefur svona stuttur, sam- þjappaður massi sem Ijóðið oftast er, kannski meiri sprengikraft en prósi á köflum, og veit- ir manni skilyrðislausara frelsi til að tjá sitt. Mér finnst Ijóðið hafa teygjanlegri landa- mæri heldur en t.d. skáldsagan. Síðast en ekki síst er þetta spurning um tíma og ein- beitingu, söguformið krefst óhjákvæmilega ólíkra vinnubragða." — Geturðu lýst Ijóðaferlinu? „Hvað mig varðar er þetta oftar en ekki spontant, ef svo má segja, maður dregur ein- hver sálarglerbrot upp úr pússi sínu, stund- um af sextugu dýpi, þessi brot raðast síðan saman eins og sjálfkrafa og það verður að ráðast hvort þau skella hvort á öðru og kvarnast. í upphafi er þetta sem seinna verð- ur „ljóð“, eitthvað sem kalla má skissu. Von- andi með einföldu i! Kannski er þessi útlistun ansi óljós og sköllótt, en mér er ekki mjög sýnt um skýringar, því miður.“ — Hvernig líður þér þegar þú ert búinn að koma Ijóðum þínum yfir í próförk, og von bráðar á bók? ,,Ég er satt að segja búinn að fá mig alveg pakksaddan af þeim í bili. í þessari bók eru 36 ljóð, og það lætur nærri að ég hafi notað 1200 síður af vélritunarpappír í hreinritun. Enda hnykkti mér ónotalega við um daginn þegar ég sá í Lesbók Moggans Ijóð sem klykkti út með svofelldum orðum: „Lítið skáld heimtar mikinn pappír"! Þegar ljóð eru komin á prent finnst mér andi þeirra breytast, eins og þau leggist í hýði um stundarsakir. Meðan maður er að vinna ljóðin eru þau nákomin manni, svo bresta einhver bönd. Fyrir mér verður þessi bók dauður hlutur í alllangan tíma, er ég hrædd- ur um. Nú er ég hins vegar kominn á skrið með ljóð sem í byrjun áttu að vera smásögur, en þessar sögur vildu skreppa saman, hlaupa í þvotti..." Steinunn Siguröardóttir: SKRIFA KOLD UM ASTRIÐUR! Steinunni Sigurðardóttur þurftu blaða- maður og ljósmyndari að leggja snörur sínar fyrir niðri í sjónvarpi þar sem hún er í start- holunum við að undirbúa upptökur á sjón- varpsleikriti sínu, Bleikar slaufur. „Sjónvarpið samþykkti reyndar drög að (ressu leikriti fyrir margt löngu eða '83. Ákveðið hafði verið að taka það upp í ágúst í fyrra en svo frestaðist það fram í maí. Og þar sem ég get aldrei látið hlutina í friði hef ég verið að taka leikritið í gegn eina ferðina enn. Við þetta leikrit hef ég beitt allólíkum vinnubrögðum en við fyrra sjónvarpsleikrit mitt, Líkamlegt samband í Norðurbœnum. Það vann ég að miklu leyti í samvinnu við Sigurð Pálsson leikstjóra og upptökustjór- ann, Viðar Víkingsson. En handritið að Bleikum slaufum á ég alveg sjálf, ég vildi spreyta mig algjörlega á eigin spýtur. Eg þyk- ist hafa lært eitthvað á því að hafa samið eitt leikrU fyrir sjónvarp." — Útá hvað gengur leikritið? „Gildi góðleikans!" segir Steinunn og hlær stórkerlulega. „Gæskan getur nefnilega leitt af sér hörmulega atburði. Sigurður Pálsson sem jafnframt leikstýrir þessu verki sagði að þetta væri óður til lífsins. Þar kemur mikið af börnum við sögu. Það er enginn öfundsverð- ur af að setja þetta á svið. Ég er mjög ánægð með að fá að vinna aftur með sama leikstjóranum. Hann er mjög klár og sensitífur og frábær að vinna með leikur- um. Leikararnir hrósuðu honum mjög mikið í sambandi við fyrra sjónvarpsleikritið. Ég er líka i skýjunum yfir leikurunum. Hjónin í stykkinu leika Guðlaug Maria Bjarnadóttir, sem er ólétt allan tímann, og Eggert Þorleifs- son. Mér fannst mál til komið að Eggert færi að leika einhverja Jesúa. Auk þeirra fer Edda Björgvinsdóttir með stórt hlutverk en það er ekki þar með sagt að þetta sé revía! í þessu verki eru gæskan tekin út frá ýms- um hliðum. Það er visst próblem að skrifa um gott fólk. Það er ekki hægt að sýna það nema í einhverjum sitúasjónum sem dynja á því með öðrum sem eru ekki eins góðir. Þessi texti er virkilega ólíkur öllu sem ég hef skrifað áður. Flestur prósi sem ég hef skrifað hefur komið frá hinu kalda intellekti en þessi er kominn frá hjartanu, hann kemur að neðan. Ég vona að hann sé samt ekki á lægra plani!“ Og Steinunn hlær aftur rosa- lega. — Hvað ertu svo að bardúsa fleira? „Ég er með skáldsögu í smíðum sem ég hef verið að vinna meðfram öðru síðastliðin fjögur ár. Ég tek mér alltaf það bessaleyfi að hinkra með hluti ef mér sýnist — eins og í kvikmyndabissnessnum — að bíða eftir réttu mómenti, ekki eftir inspírasjón heldur eftir því að hlutirnir verði tilbúnir í hausnum á mér.“ — Efrii sögunnar? „Þetta er ástarsaga sem kemur frá hjart- anu, en vonandi líka frá höfðinu og ekki síst lifrinni. Þetta er svona bók sem konur einar geta skrifað, en samt með distans. Til að geta skrifað um ástríður verður maður að geta verið gjörsamlega kúl á því, alveg gegnum- kaldur. En þetta er ekki hefðbundin skáldsaga, heilu skeiðin í bókinni eru bara ljóð, þó að ég áskilji mér allan rétt til breytinga. Þetta er svakaleg glíma við tungumálið og formið. í leikritun tekst maður á við tungumálið á allt annan hátt en í prósa. Ég hlakka til að pína málið! Ég hef engan áhuga á að skrifa „fal- legt“ mál. Það sem gerir mann að rithöfundi er afstaða manns til málsins. Ég vil skrifa eins og talað er núna, t.d. með eðlilegum slettum, þótt stafsetningin og beygingar séu korrekt. Ég vil skrifa frjótt mál, skapa eitthvað með mínum eigin stíl, andstæðu við hina stein- geldu íslensku í íslensku máli. Ég vil ekki skrifa málvöndunarbækur!“ — Hvenœr heldurðu að þér finnist sagan vera útgáfuhæf? „Ef til vill á þessu ári, ef til vill ekki. Ég ætla ekki að flýta mér. “ HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.