Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 5
Israelsstjórn ygglir sig við friðaráætlun Husseins Tveir tugir finnskra friðargæsluliða á snær- um Sameinuðu þjóðanna sitjaþegar þetta er ritað í gíslingu hjá málaliðum Israels í Suður- Líbanon. Hafa mannræningjarnir haft við orð að lífláta Finnana, „einn á klukkutíma fresti," nema þeir heimti aftur ellefu liðs- menn sína, sem tvennum sögum fer af hvort hlupust undan merkjum eða gáfust upp fyrir Amal, her shiíta, sem tekst á við málaliða ísraels um yfirráð á landræmu, þar sem Líb- anon liggur að nágrannaríkinu að norðan- verðu. Kallar þetta lið sig Her Suður-Líban- ons og heldur í rauninni áfram ísraelsku her- námi á um 20 kílómetra breiðu svæði, eftir að Israelsstjórn þykist í orði kveðnu hafa kallað hernámslið sitt frá Líbanón. Einmitt á þessum slóðum hefst við 5.600 manna gæslulið Sameinuðu þjóðanna af ýmsu þjóðerni í umboði Öryggisráðsins. Þrátt fyrir lítinn árangur á liðnum árum við að stía sundur stríðandi fylkingum, vill þorri Sameinuðu þjóðanna að þessar sveitir verði kyrrar, til sannindamerkis um að alþjóða- samtökin vilji hafa hönd í bagga, hvenær sem skilyrði skapast til að treysta friðinn í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Frá því ísraelsher réðst inn í Líbanon fyrir alvöru 1982, hefur ísraelska herstjórnin haft horn í síðu gæsluliðsins og látið hermenn sína hindra það í starfi. Sér í lagi hefur ísra- elsher leitast við að einangra gæsluliðsmenn í búðum sínum, eftir að alvarlega kastaðist í kekki með honum og shiítum. Hafa ísraelskir hermenn hvað eftir annað beitt vopnum til að hindra að gæsluliðsmenn gætu fylgst með aðförum hefndarsveita, sem farið hafa inn í þorp shiíta með húsasprengingum, ránum, misþyrmingum, manndrápum og gíslatöku. Her Suður-Líbanons er gersamlega háður ísraelsmönnum, og myndi að dómi frétta- manna leysast upp ef þeir slepptu af honum hendi. í liðinu eru einkum kristnir Líbanir, og forfnginn nefnist Antoine Lahad. Hefur hann undir sinni stjórn um 2000 menn undir vopn- um, en sveitirnar fara í raun og veru eftir fyr- irmælum nokkur hundruð ísraelskra her- manna, sem Israelsher skildi eftir norðan landamæranna, þegar meginherinn hélt á brott. Fréttamenn, sem náð hafa sambandi við Finnana í gíslingunni, hafa komist að þeim með milligöngu ísraelskra foringja, og þeir segja ljóst að ísraelskir hermenn ætli sér að sjá um að mannræningjarnir geri ekki al- vöru úr hótun sinni að drepa fangana. Hins vegar þvær ísraelsstjórn hendur sínar og þykist hvergi nærri koma, þegar fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Finn- landsstjórn krefjast þess að hún sjái um að Finnunum verði sleppt. Svo er að sjá sem fyrir Israelsstjórn vaki að gera Her Suður-Líbanons gildandi á því yfir- ráðasvæði sem hún ætlar honum með því að styðja gíslatökuna úr friðargæslusveitunum. Þar að auki kemur Israelsstjórn þessi atburð- ur vel til að dreifa athygli utan lands og innan frá vanda sem henni er á höndum, að bregð- ast við þrýstingi frá Bandaríkjastjórn, sem leggur nú að ísrael að taka jákvætt undir frið- arviðleitni Husseins Jórdanskonungs. Um síðustu mánaðamót var konungur í Washington og lagði fyrir Reagan forseta og Shultz utanríkisráðherra nákvæmari til- lögur en áður um viðræður í nokkrum þrep- um, sem leitt gætu til friðargerðar milli Isra- els annars vegar og Jórdans og Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO) hins vegar. Taher al-Masri, utanríkisráðherra Jórdans, skýrði fréttamönnum í Washington frá þeirri áætlun, sem Hussein lagði fyrir. Bandaríkja- stjórn. Fyrsta skrefið yrði fundur bandarískra embættismanna með sameiginlegri sendinefnd Jórdana og Palestínumanna. Hussein kveðst hafa samþykki Jassers Arafats, leiðtoga PLO, við að meðal Palestínumanna í þessum viðræðum verði engir félagar í PLO, heldur fulltrúar í Þjóðarráði Palestínu sem standa utan samtakanna. Verkefni þessa fundar yrði að leggja grundvöll að yfirlýsingum af hálfu Banda- rikjanna og PLO, sem væru þess eðlis að þessir aðilar geti látið af fyrri viðbárum við að taka upp beinar viðræður. Af hálfu Bandaríkjastjórnar er um að ræða opinber- an stuðning við sjálfsákvörðunarrétt Pale- stínumanna innan ríkjabandalags milli Jór- dans og paiestínskra landsvæða, sem ísrael heldur nú hernumdum. PLO myndi fyrir sitt leyti lýsa samþykki við ályktanir Óryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 frá 1967 og númer 338 frá 1973, þar sem áskilið er að arabiskir aðiiar viðurkenni tilverurétt pg heiti að virða öryggi ísraels gegn því að Israelsmenn láti af höndum hernumið land. Eftir að þessar yfirlýsingar væru frágengn- ar og birtar, kæmi saman nýr fundur Banda- ríkjamanna með sameiginlegri viðræðu- nefnd Jórdans og Palestínumanna, og nú yrðu félagar úr PLO með við samningaborð- ið. A þessum síðari viðræðufundi yrði fjallað eftir Magnús Torfa Ólafsson um alþjóðlega ráðstefnu um friðargerð fyrir Miðjarðarhafsbotni, sem myndaði ramma um beinar friðarviðræður milli ísraels og arabaríkja. Það er ætlun Husseins konungs að þessi fundaröð gangi svo greitt, að friðarviðræður geti hafist fyrir lok þessa árs. Mörg ljón eru þó á veginum, sem komið gætu í veg fyrir það. Bandaríkjastjórn hefur tekið jákvæðar undir hugmyndir Jórdanskonungs en nokkru sinni fyrr. Shultz utanríkisráðherra skrifaði Shimon Peres, forsætisráðherra ísra- els, og hvatti hann til að láta ísraelsstjórn grípa það tækifæri sem nú gefst. Innan Isra- elsstjórnar eru skoðanir skiptar. Verka- mannaflokkur Peresar er tortrygginn á til- lögur Husseins en vill kanna þær nánar. Lik- udbandalagið, sem einnig stendur að stjórn- inni, finnur þeim allt til foráttu. Eitt af því sem flækir málið er hvers konar alþjóðaráðstefna á að mynda ramma um beinu friðarviðræðurnar milli Israelsmanna og araba. Hussein vill að hún verði á vegum ríkjanna fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráð- inu. Telur hann nauðsyn bera til að sovét- stjórnin eigi aðild, svo hún fáist til að beita áhrifum sínum á Sýrland, að stjórn þess gef- ist ekki færi á að spilla friðargerðinni. Bandaríkjastjórn telur, að sovétstjórnin þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að verða for- gönguaðili að friðarviðræðum landanna fyr- ir Miðjarðarhafsbotni, svo sem að endurnýja stjórnmálasamband við ísrael. Afstaða sov- étstjórnarinnar er sú, að ekki eigi öll ríki með fast sæti í Öryggisráði að gangast fyrir friðarviðræðum, heldur Bandaríkin og Sov- étríkin ein, svo sem gert var á fundi í Genf 1973. Það nýja við þennan málatilbúnað er, að í fyrsta skipti um langt skeið virðist Banda- ríkjastjórn fáanlegt til að reka á eftir Israels- stjórn til friðargerðar. Það kann að eiga sinn þátt í að ísraelsher vilji sýna sem mesta hörku í Suður-Líbanon. TISKUVERSLUNIN RISS LAUGAVEGI 28, SÍM118830. Stórútsölumarkaður Mikið úrval af sumar- og 75% afsláttur. heilsársfatnaði. Al.lt að Gjörið svo vel að líta inn, Kreditkortaþjónusta. u Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvirætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. UMFERÐAR UrAd er á þeiár 5tað ;* ðherber9inu- ró 09bða þaö ''%£*<*«****'* HELGARPÖSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.