Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 18
Sigurjónssýning í ASI-safninu Hlíf og Anna Guðný leika Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og AnnaGuðnýGuðmundsdóttir píanó- leikari munu flytja vorsónötu eft- ir Beethoven, sónötu í A dúr eftir Gabriel Fauré og Carmen fantasíuna eftir Pabio Sarasate í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16 n.k. laugardag kl. 15. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af sýningu á síðustu verkum Sigur- jóns Ólafssonar sem stendur nú í ASÍ-safninu. Hlíf og Anna Guðný eru reykvísk- um tónleikagestum að góðu kunnar. Hlíf kom fyrst fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands aðeins 11 ára gömul — og hefur víða numið og leikið síðan. Hún er nú á förum í tón- ieikaferðalag til Þýskalands, Frakk- lands og Sviss. Anna Guðný leikur í íslensku hljómsveitinni auk þess að leiðbeina við Söngdeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en tekið verður á móti framlögum til Styrktarsjóðs Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar. -GG Grafík, Gipsy og svo sjálfur Megas. Tónleikarnir eru m.a. haldnir í til- efni af ári æskunnar — og aðgangs- eyri því stillt í hóf, verður 100 - kr. og mun músíkveislan standa frá því kl.21 til 00.30. Við innganginn mun svo lúðrasveitin Svanur taka á móti gestum með hressandi lúðrablæstri — svona til að gulltryggja góða stemmningu á þjóðhátíðardaginn. Forsala aðgöngumiða hefst dag- Kátt í Höllinni á sautjándanum Æskulýð í Reykjavík verður boðið inni að kvöldi 17. júní. Hljómsveit- ari endanum — rjóminn úr íslenskri inn áður í miðbænum og í Laugar- til mikilla tónleika í Laugardalshöll- irnar sem koma fram eru ekki af lak- jass- og skemmtitónlist: Mezzoforte, dalshöllinni. -GG POPP Trúveröugt bárujúrn eftir Ásgeir Tómasson Welcome To The Show — Drýsill Útgefandi: Drýsill Mér finnst ekkert gaman að hlusta á „heavy metal" tónlist. En það er gaman að spila hana. Þessi fullyrðing er ekki komin frá greinar- höfundi, heldur vel þekktum bárujárns- rokkara, sem reyndar leikur með hljómsveit- inni Drýsli. Nú hefur sú hin sama sent frá sér plötu með „heavy metal“ — eða bárujárns- rokki, eins og stefnan er kölluð dags dag- lega. „Welcome To The Show“ nefnist plat- an. Á henni eru átta lög, öll með enskum textum. Fimm þeirra eru eftir Eirík Hauks- son söngvara, eitt eftir Eirík og Einar Jóns- son gítarleikara hljómsveitarinnar. Drýsill er í heild sinni skrifaður fyrir einu lagi, og loks er þarna eitt norskt. Eiríkur Hauksson semur alla texta. Hann stjórnar einnig upptöku, set- ur út tónlistina og hannar umslag. Sannkall- aður yfirdrýsill. Hljómsveitin hefur starfað saman í rösk- lega eitt ár. Hún er svotil einráð á bárujárns- markaðinum. Að minnsta kosti sú eina, sem hefur tekist að skapa sér nafn hjá unnendum þeirrar tónlistar. Nokkrar fleiri eru þó í sókn, svo að sjálfsagt má reikna með uppgangi kraftmikils, þungs og háværs rokks á næst- unni. Platan Welcome To The Show á vafalítið eftir að fjölga bárujárnsaðdáendum og styrkja þá í trúnni, sem fyrir eru. Hún er mjög vel heppnuð. Kannski ekki á heims- mælikvarða, en það eru fleiri kvarðar gjald- gengir. Það sem helst má finna að, er heildar- hljómurinn. Hann er full mattur fyrir minn smekk, en sérfræðingur minn í sándum seg- ir, að platan njóti sín vel í FM stereo útsend- ingum Ríkisútvarpsins. Rætur þungarokks og bárujárns má rekja aftur til síðari hluta sjöunda áratugarins, er Cream, Black Sabbath og Led Zeppelin voru upp á sitt frískasta. í áranna rás hefur stefnan tekið nokkrum breytingum. Bætt tækni í stúdíóum hefur einnig haft sitt að segja til að gera rokkið áheyrilegra en í upphafi. Á síð- ustu árum hefur þróunin þó verið ákaflega hægfara, ef þá nokkur. Plata Drýsils dregúr vitaskuld dám af þessu. Tónlistin er dæmi- gert bárujárn á melódískari kantinum. Ensk- ir textarnir eru mjög keimlíkir því sem er- lendir stéttarbræður Drýsla eru að syngja um... Welcome To The Show gæti einfald- lega verið ensk eða amerísk. Það fer því ekki á milli mála, að Eiríkur Hauksson og félagar hans í Drýsli hafa lært bárujárnsfræðin sín ákaflega vel heima. Katrina And The Waues — Katrina And the Waves Útgefandi: Capitol/Fálkinn. Lagið Walking On Sunshine hefur heyrst nokkuð í útvarpi upp á síðkastið. Hressilegt og einfalt lag, grípandi og gæti hafa verið samið að minnsta kosti hundrað sinnum áð- ur. Flytjandinn nefnist Katrina And The Waves. Nýtt nafn í rokkinu og nokkuð áheyrilegt að auki. Síðast þegar ég vissi voru Bandaríkjamenn enn á þeirri skoðun að tónlist eins og sú sem Katrina And The Waves flytur, væri ný- bylgjurokk. Bretinn myndi sjálfsagt kalla það pubrokk, en Hollendingar, Ástralir og ís- lendingar rokkað popp. Allflest lög plötunn- ar Katrina And The Waves eru einföld að uppbyggingu, laglínur grípandi og spil að mestu leyti byggt upp á grunnhljóðfærum. Enginn rauðgrautur þarna. Einhverra hluta vegna flaug mér hljómsveitin Blondie alloft í hug, er ég renndi yfir plötuna nú á dögun- um, þó svo að samanburður milli þeirra hljómsveita orki mjög tvímælis, ef betur er að gáð. Þó svo að Katrina And The Waves sé fyrst nú að koma fram á sjónarsviðið, er hún engin .glæný bóla. Hljómsveitin var stofnuð árið 1981. Tvær breiðskífur hennar hafa náð nokkrum vinsældum í Kanada (segir í frétta- tilkynningu útgefandans) og einnig hafa nokkur lög komist á blað í Bretlandi. Ekkert ■þeirra hefur þó gert það eins gott og Walking On Sunshine núna síðustu vikurnar. — Fræg- asta lag Katrina And The Waves fram að því var Going To Liverpool, sem Bangles sungu og léku inn á plötu í fyrra. Það lag er einnig á plötunni sem hér er fjallað um. Aðal lagahöfundur Katrina And The Waves er Kimberley Rew, sem jafnframt leik- ur á gítar í hljómsveitinni. Tónsmíðar hans sverja sig einna helst í ætt við framleiðslu- vöru Chinnichap verksmiðjunnar, sem stóð á bak við velgengni Sweet, Smokie og Suzi Quatro í gamla daga. Aðrir í hljómsveitinni eru Vince de la Cruz bassaleikari, Alex Cooper sem spilar á trommur, og söngkonan Katrina Leskanich, sem einnig leikur á gítar. Á plötunni Katrina And The Waves eru tíu lög. Walking On Sunshine er hið fyrsta sem kemur út á lítilli plötu. Eg er ekki frá því, að fimm til sex gætu sem léttast fylgt í kjölfarið, — og náð þó nokkrum vinsældum að auki. Þó svo að sú spá rætist ekki nema að hálfu leyti, verður hljómsveitin Katrina And The Waves eftir það óumdeilanlega komin á kortið. Það á hún líka skilið fremur en margir léttmetis- popparar aðrir. Leggið við hlustir. JAZZ eftir Vernharð Linnet Weather Report: Sportin’Life — CBS/Steinar Miles Davis: You’re Under Arrest — CBS/Steinar. Það hefur margur djassleikarinn róið á vin- sældamiðin í gegnum árin og við því er ekk- ert að segja. Um skeið var djassinn í bland við poppið — þá ríkti sveifluöld. Nú er fönk- öld og djassinn fönkaður hjá þeim er hæst gnæfa, mismikið þó: Miles Davis, Weather Report, Herbie Hancock, Pat Metheny; David Sanborn og þeir félagar selja skífur í stórum upplögum og er það vel. Nú hafa borist hing- að nýjustu skífur Weather Reports og Miles Davis. Weather Report er hljómsveit Zavinuls hins austurríska og Wayne Shorters hins blakka — margir frábærir hljóðfæraleikarar hafa gert þar stans gegnum árin og nú er sveitin skipuð: Victor Bailey, bassa, Omar Hakim trommur og Mino Cinelu slagverk, og að sjálfsögðú hljómsveitastjórunum Zavinul á hijóðgervia og Shorter á saxafóna. Á þess- ari skífu eru fjórir söngvarar þeim til trausts og halds og er Bobby McFerrin þeirra þekkt- astur. Frá því er skemmst að segja að ekki hafa þeir erindi sem erfiði og skrifast það á reikning Zawinuls, en í þremur verka hans syngja þeir og eru þau þunn í roðinu nema helst Ice-Pick Willy þarsem fönksveiflan er heit og raddirnar notaðar sem ágætir effekt- ar. Indiscretions er ljúfasta verk Zawinuls á skífunni og blæs Shorter þar fallega. Shorter á tvö verk á skífunni — um annað er fátt að segja, en Face onThe Barroom Floor er snot- urt ljóð og blásið af Shorterskri snilli. Að lok- um skal getið um Confians eftir Mino Cinelu þar sem hann syngur og spilar á gítar: Mnman, mwen, pa plere konsa — þjóðlegt og gjörólíkt Weather Report sándinu. Þetta er ekki rismikil skífa og má Weather Report muna sinn fífil fegri. Kannski á það sinn þátt í hnignuninni að hljómsveitarstjórarnir eru önnum kafnir við að gera eigin skífur og hljómsveitin mun ekki leika saman þetta ár- ið. Miles Davis hefur sent frá sér fimmta albúmið eftir endurkomuna. You'r Under Arrest, nefnist það og er kappinn mergjaður á hulstrinu. Þetta er dálítið sérstök skífa og að mörgu leyti ólík fyrri skífum Miles. Fönk- ið er að vísu á sínum stað en sólóar allir minni í sniðum og einsog oft sé stefnt að vin- sældalistaklifri. Nú bregður svo við að tvö lög á skífunni eru ekki af Miles Davis ættinni, heldur vinsæl popplög: hin fagra ballaða Cindy Lauper: Time After Time, sem Miles blæs með dempara jafn fallega og söng- leikjalögin forðum, svo er lag er Michael Jackson gerði frægt: Human Nature. Davis blæs það yndislega og má segja um hann einsog Louis Armstrong, að öllu gaf hann djasssvip er varir hans snertu. Frumsömdu verkin eru nokkuð einhæf og festast lítt J minni ef undan er skilinn hinn stórgóði ópus John Scofields: You’re Under Arrest. Þar fer bandið á kostum í bíboppfönki og bæði Bob Berg og Scofield fá sólóa — annars er Davis einráður á skífunni utan að gamall félagi John McLaughlin músíserar á Katia. Jean Pierre hljómar augnablik og er sú barnagæla í hópi betri Davis-ópusa seinni ára. Allt um allt: þrátt fyrir að Davis stefni á léttsveitar- mið á þessari skífu er hún gulls ígildi einsog allt sem hann blæs. Gömlu djassgeggjararnir sem ekki þola fönkrýþmann ættu að fjár- festa í skífunni og athuga hvort ungviðið á heimilinu fílar ekki gamla Davis. Þessi skífa hefur uppeldishlutverki að gegna! 18 HELGARPðSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.