Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 7
 áumarliði Óskar Arnórsson, stofnandi Húsaleigufélagsins: „Hvorki hagsmunafélag leigjenda, húseigenda né annarra. Snemma árs 1984 var Fridrik Fridrikssyni lögfræðingi veitt leyfi til reksturs leigumiðlunar í at- vinnuskyni. Nokkru áður hafði Húsaleigufélagið verið stofnað. Leigumiðlunin var síður en svo sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Nokkrum hafði áður verið lokað, þar sem þær þóttu ekki fara að lögum í starfsemi sinni, en nú mun Leigumiðlunin við Hverfisgötu, sem hér. um ræðir, vera sú eina starfandi. í sama húsi er rekin fast- eignasala og verðbréfamarkaður, og tengist rekstur þessara fyrir- tækja að því leytinu að sömu aðil- ar standa að þeim. í apríl sama ár þótti Atla Gísla- syni lögfræðingi, sem sinnt hefur ýmsum málum Leigjendasamtak- anna, ástæða til að senda embætti lögreglustjóra bréf vegna leigu- miðlunarinnar. Þar vísaði hann til laga um húsaleigusamninga; vakti athygli á að viðkomandi auglýstu sig sem leigumiðlara í dagblaði, og taldi það brjóta í bága við lög um húsaleigusamninga að 1400 króna gjald var tekið af leigutökum. Atli fór þess á leit við lögreglustjóra að hann hlutaðist til um rannsókn á starfsemi félagsins. í samtali við HP sagði Atli: „Ég fór jafnframt fram á að athugað yrði hvort um raunverulegan fé- lagsskap væri að ræða. Eg get ekki fullyrt neitt, en mér sýnist farið í kringum þetta. Ég held að hér sé um að ræða atvinnurekst- ur; að minnsta kosti ekki hags- munasamtök leigjenda. Mér sýn- ist að þetta sé málamyndafélag.“ Sigurdur H. Guðjónsson, sem þar til nýlega var lögfræðingur Húseigendafélagsins, tekur í sama streng í samtali við HP: ,,Ég get tekið undir það að svo virðist sem um málamyndafélag sé að ræða. Hvað leigumiðluninni viðkemur eru dæmi um frjálslegar lagatúlkanir; þeir fara ekki eftir lögum hvað varðar gjaldtöku og taka fé úr hendi leigutaka sem þeim er óheimilt að gera. Þeir virðast líka líta fram hjá því að í gildi eru lög, sem öllum ber að fara eftir, og ef menn eru með leigu- miðlun hafa þeir sérstakt eftirlits- hlutverk; þeir eiga að fylgjast með og upplýsa aðila.“ „Við erum ekki skattaeftirlit" Sumarliði Óskar Arnórsson, stofnandi og forsvarsmaður Húsa- leigufélagsins, leggur hins vegar ríka áherslu á það í samtali við HP, að húseigendur megi alls ekki rugla þessum félagsskap saman við Leigjendasamtökin. Húsa- leigufélagið annist þjónustu, en sé síður en svo að eltast við okrara eða sjá um lagaeftirlit. — Samkvœmt lögum er óheim- ilt að krefjast fyrirfram leigu- greiðslu nema að ákveðnu marki. Farið þið eftir því? ,,Nei,“ segir hann. — En þið farið ekki eftir lögun- um? „Nei, við förum ekki eftir lög- unum. Það er ekki hægt. Þú mátt hafa þetta allt eftir mér. Við tökum það skýrt fram við húseigendur að við séum eingöngu „kontaktur”. Okkur er nákvæmlega sama hvaða verð er verið að tala um og hvað farið er fram á mikla fyrir- framgreiðslu, og við erum ekki skattaeftirlit. Það er önnur deild. — Áttu við að þið séuð tilbúnir til að semja um að leiga verði ekki gefin upp til skatts? „Við semjum ekki. Við erum bara á milli og fólk semur sín á milli." — Eru samningar ekki gerðir hjá ykkur? „Jú. Við útbúum samninga eftir þeirra höfði. Við pössum bara upp á það að fólk brjóti ekki það sam- komulag. Þetta er hvorki hags- munafélag leigjenda, húseigenda né annarra. Það á að vera hægt fyrir báða aðila að leita réttar síns í gegnum okkur." — En semji leigutaki og leigusali um að gefa ekkert upp til skatts með ykkar vitneskju, gerið þið þá athugasemdir við það? „Nei.“ — Og teljið ykkur ekki brjóta lög með því? „Nei. Éf ég ætti að fara að til- kynna öll skattsvik sem ég verð var við — eða hinn almenni borg- ari — yrði lítið gert annað næstu árin.“ Lítum í framhaldi af þessu til lög- reglunnar og fáum álit Williams Th. Möller, aðalfulltráa lögreglu- stjóra, sem m.a. fékk í hendur bréf Atla Gíslasonar lögfræðings varð- andi Húsaleigufélag Reykjavíkur og nágrennis. Hann segir: „Þegar við könnuðum þetta fengum við þá lýsingu á þessari starfsemi, að þarna væri fyrst og fremst um hagsmunafélag að. ræða fyrir fólk sem væri í vand- ræðum með að fá húsnæði. Það væri hugsjónamál. Þeir sem vildu taka þátt í félaginu myndu borga félagsgjald og tryggja þar með hagsmuni sína með ákveðnum hætti. Síðan myndi félagið vinna að því að útvega fólkinu húsnæði. Þetta átti ekki að vera á þjónustu- grunni heldur samhjálp hjá þeim.“ „Fyrstir sem hafa mesta peninga" í samþykktum félagsins segir m.a.: „Félagsmenn geta allir orðið sem eru íslenskir ríkisborgarar og samþykkja lög þess og stefnumið. Um er að ræða tvennskonar aðild að félaginu. Annars vegar fullgilda meðlimi sem hafa tekið að sér að fjármagna Húsakaupasjóð, en hans er síðar getið í samþykktum þessum. Hins vegar aukafélagar, sem greiða lágmarksgjald, sem nú er ákveðið 1750, — þar til annað verður ákveðið. Aukafélagar öðl- ast rétt til allrar þjónustu félagsins, nema aðild að Húsakaupasjóði." — Og hver er svo þjönustan? „Sumarliði Óskar: „Við reynum að útvega húsnæði og reynum að laga til samninga, þótt þeir hafi ekki verið gerðir hér; allt frá munnlegum samningum upp í vel gerða samninga sem einhverra hluta vegna hafa klúðrast. Við reynum s.s. að settla málin.“ Og Húsakaupasjóður? Um hann segir svo í samþykktum félagsins: „Húsakaupasjóður félagsins verð- ur notaður til að kaupa íbúðir, einkanlega litlar íbúðir, flytja inn eða kaupa innanlands einingahús með það í huga að þær verði síðar leigðar félagsmönnum eða seldar fullgildum félagsmönnum á kaup- leigusamningi." Og þá er spurningin: Hverjir eru fullgildir meðlimir í Hásaleigufé- laginu? Samkvæmt upplýsingum Sumarliða Óskars eru þeir þrír; hann sjálfur, Friðrik Friðriksson lögfrœðingur og Guðlaugur Tryggvi Stefánsson fasteignasali. Þessir þrír skipa líka stjórn félags- ins. Það má þá kannski geta þess í framhjáhlaupi að í 10. gr. sam- þykkta félagsins segir m.a.: „Stjórnin skal jafnan leita sam- þykkis fullgildra félaga, ef ráðist er í stórar framkvæmdir...“ Og i 13. gr.: „. . . jafnframt skal fullgildum félagsmönnum sent fréttabréf a.m.k. tvisvar á ári og þeim auka- félögum sem óska þess. . .“ Samtals eru félagar í Húsaleigu- félaginu 481 og hafa allir greitt ár- gjald nema fullgildir félagar. — En hvernig gengur að átvega félögum íbáðir? „Það er misjafnt. Við höfum far- ið upp í 70% af fjölda félags- manna. En það er viss hluti fólks- ins sem við getum alls ekki útveg- að íbúðir. Það hefur ekki peninga til að leigja og setur upp skilyrði, þannig að dæmið gengur ekki upp.“ — Hvað má báast við að margir fái íbáðir á nœstunni? „Ég get ekki vitað það. Sumir fá íbúðir strax. Þeir eru alltaf fyrstir sem hafa mesta peningana." — En ná hljóta menn að fara á biðlista. Ganga þeir ekki fyrir sem eru fremstir þar? „Nei, það er ekki farið eftir röð. Við reyndum það fyrst, en það var tóm vitleysa." „Hugmyndafræði furðufugla úti í bæ" í samtali sem HP átti við Sigurð Þorbergsson, formann Leigj- endasamtakanna, kom fram að samtökin væru síður en svo ánægð með Húsaleigufélagið og leigumiðlun þess. Skrifstofu sam- takanna hefðu borist kvartanir vegna þessarar starfsemi og nefndi Sigurður eitt dæmi þar um: Maðui hafði fengið íbúð á leigu í gegnum leigumiðlunina. Gengið var frá samningnum á skrifstof- unni, og var samþykkt að leiga skyldi ekki gefin upp til skatts. Leigutaki og leigusali fengu síðan í hendur ljósrit af fram- og aftur- hlið samningsins, þar sem ekki var getið um leiguupphæð. Samning- urinn var hins vegar í vörslu leigu- miðlunarinnar. Jafnframt þessu var leigutaka gert að samþykkja tryggingavíxil, sem einnig var tek- inn í vörslu á sama stað. Víxill þessi var hins vegar tíu þúsund krónum hærri en fyrirframgreiðsl- an sem manninum var gert að greiða, þ.e. þrjá mánuði fram í tím- ann. Tryggingavíxill má hins veg- ar aldrei vera hærri en sem nemur þriggja mánaða leigu. Sumarliði Óskar nefnir hins veg- ar annað dæmi: „Sjáðu til, hingað kom maður fyrir nokkrum dög- um. Hann bað um inngöngu i Húsaleigufélagið. Hann býr í tjaldi inni í Laugardal. Ef ég fyndi hús- næði fyrir hann, heldurðu þá að þessi maður myndi spyrja að því hvort samningurinn væri sam- HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.