Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 25
lið á mjög skömmum tíma. Hann virðist einhvern veginn ekki njóta sín með liðum til langs tíma. Og langur tími hjá Tony er ekki meira en eitt ár“, segir Sigumundur. Og einn ónafngreindur fyrstudeildar- þjálfari bætir við þetta: „Tony er miklum mun meiri stjórnandi en þjálfari; jafnvel enginn þjálfari, í besta falli slarkfær. En tökin sem maðurinn hafur á stjórnlistinni eru engu lík og ég vil segja yfir- máta frábær." Menn vilja margir undir- strika þessa síðustu setningu. Ingi Björn meðal annarra: „Það efast ekki nokkur maður um mikla hæfileika Tonys sem stjórnanda liðs örfáum tímum fyrir leik, en það segir held- ur ekkert um hann sem þjálfara. Hans sterkasta hlið er að tala menn til inni í klefanum áður en lagt er í andstæðinginn." Bjarni Sigurðsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Brann í Noregi, not- ar orðið „peppari" yfir þennan þjálfara sinn og segir hann frábær- an sem slíkan. Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsþjálfari og nú hjá Þór: „Við vorum geysilega heppnir að fá hann sem landsliðs- þjálfara á sínum tíma. Hann reif landsliðið okkar upp úr miklum öldudal. Velgengnistímabil þess hefst ekki fyrr en með komu hans. Framhjá því verður ekki litið. Qg ástæða þess að hann gat þetta er einföld: Hann er svo sterkur klefa- maður. Ég gleymi því aldrei sem einn virtasti þjálfari okkar frá ár- um áður sagði eitt sinn við mig um Tony: Maðurinn er besti þjálfari klukkutíma fyrir leik, sem ég hef nokkru sinni kynnst og séð til! Og þetta er hárrétt", segir Jóhannes. Marteinn Geirsson lýsir þessum klefatilburðum Tonys, en hann lék undir landsliðsstjórn Knapp allt tímabilið 1974—78: „Við verðum fyrir það fyrsta að hafa í huga að Knapp innleiddi alveg nýja ímynd landsliðsins. Hann krafðist brjál- æðislegs aga af mönnum sem leiddi til þess að menn fóru fljótt að bera mikla virðingu fyrir hon- um. Aginn birtist meðal annars í því að „erlendu" leikmennirnir sem hingað komu fyrir leik urðu að gjöra svo vel og vera með hin- um en ekki í neinum langþráðum vinaheimsóknum úti í bæ. Það var ekki einu sinni að þeir mættu sofa heima hjá sér eina nótt, allt mömmuhjal var bannað. Svo var annað: „Æfingarnar sem slíkar voru ekki endilega aðalatriði. Það fór til dæmis mikill tími í það fyrir landsleikina að bursta skóna sína og sjæna sig á allan hátt til austur á Laugarvatni, eða hvar þetta nú annars var sem við héldum okkur fyrir leiki. Hann heimtaði að menn kæmu vel klæddir til leiks, helst af öllu í sínum bestu jakkaföt- um, enda þrástagaðist hann á því að dagarnir sem ísland léki lands- leiki væru hátíðisdagar þar sem vinnufötin hæfðu engan veginn. Allt þetta og ýmis önnur smáatriði urðu til þess að við strákarnir fór- um að finna virkilega fyrir því að tileinhversværiætlastaf okkur. . . Svo voru það nú lætin í honum í rútunni á leið frá Laugarvatni í Laugardalinn", heldur Marteinn áfram: „Þá var hann allur í því að losa um spennuna sem hlaðist hafði upp í mönnum þegar nær dró sjálfum leiknum. Hann hafði alla jafna í frammi allskonar fífla- gang við okkur, við getum sagt aulafyndni; æpti í eyru manna þeim að óvörum, sagði sína brand- ara meira með handapatinu einu en með orðum og rak síðan upp þennan ógurlega smitandi hlátur sinn. Og gerði grín að staminu í sér, ýkti það allavega. . .“ Jóhann- es Eðvaldsson minnist þessara rútuferða eins og þær hefðu gerst í gær, segir Tony hafa virkað sem einskonar móralskt yfirfall á mannskapinn: „Þegar spennan hafði náð einhverju vissu marki kom hann að okkur og kitlaði und- ir höndunum eða eitthvað svoleið- is.“ lngi Björn segir málið vera að Tony kunni að spila á egóið í mönnum. „Hann gerir strákunum ljóst að það sé enginn sem eigi skilið að vinna þá.“ Og annar bæt- ir við: „Þetta verða eins og börnin hans. Hann hreinlega dúðar strák- ana í klefanum, tekur þá undir sinn verndarvæng og gerir þeim ljóst að allt sem hann segir sé rétt.“ Að sjálfsögðu er það svo að öllum líkar ekki þessi að- ferð“, segir Bjarni í Brann. „Það er megin ástæðan fyrir því að Tony hefur alltaf valið mjög ein- litar týpur í sextánmannahópinn; harðjaxla sem gefa sig hundrað prósent í leikinn. Og hann er ekki mikið fyrir það að breyta þessu liði sem hann hefur einu sinni valið.“ Jóhannes Atlason segir taktík Tonys vera þá að byggja upp sterk- an kjarna sem hann stendur svo með í gegnum þykkt og þunnt. „Þetta verða að vera ósérhlífnir vinnuhestar sem selja sig dýrt. Og jafnframt strákar sem láta að hans stjórn í einu og öllu. Hann tekur ekki þá áhættu að hafa fúla menn úti í horni klefans, enda væri það andlegur veikleiki á liðinu. Hans mottó er sterk heild sem hugsar sem einn maður eftir hans höfði...“ Og ef landsliðskandídatarnir hafa eitthvað við það mottó að athuga fá þeir það líka óþvegið hjá Tony. Það er ljóst. „Hann er algjör einræðisherra, hvort heldur er við val í liðið eða stjórn þess“, segir Jóhannes Atlason. Ingi Björn tek- ur dýpra í árinni: „Knapp er egó- isti fram í fingurgóma. Það verður allt að vera eftir hans höfði. Hann þolir ekki annað og ærist ef sett er ofan í við hann. Hann útilokar hreinlega menn frá landsliðinu ef þeir hafa eitthvað við stjórn hans á liðinu að athuga. Þessvegna eru þetta allt jábræður hans í liðinu á hverjum tíma, þótt einstaka menn hafi náð svo langt að geta diskú- terað við hann um leikaðferðir. En það hafa þá líka verið menn sem hafa verið of góðir til þess að hægt hafi verið að útloka þá, menn eins og Ásgeir Sigurvinsson og Jó- hannes Eðvaldsson. Hinir hafa mátt signa sig ef þeir hafa eitthvað verið að fetta fingur út i hans vilja." rátt fyrir allt hefur eng- inn landsliðseinvaldur náð jafn góðum árangri með ís- ienska knattspyrnulandsliðið og Tony Knapp. Undir hans stjórn höfum „við“ unnið okkar glæst- ustu sigra. „Það var vegna stjórn-, ar Knapp á landsliðinu 1974—78, að fyrst var farið að gera þessar æðislegu kröfur til okkar manna á vellinum sem enn eru við lýði“, segir Marteinn Geirsson. „Hann hefur þann einstaka hæfileika að ná þvi út úr leikmönnum sem þeir hinir sömu hefðu aldrei trúað að þeir gætu gert“, segir Jóhannes Atlason. „Hann nær þessum líka fantatilburðum út úr rnönnum." En hvað um það, Tony hélt af landi brott haustið 1978, ekki tii fyrstudeildarliðs á Bretlandi eins og hann hefði sjálfsagt helst kosið, heldur til Viking í Noregi sem þá var og er eitt allra þekktasta fót- boltalið frænda okkar þar austur. „Það orð sem fór af honum sem landsliðsþjálfara og hreinlega ár- angurinn sem hann náði með landsliðið skilaði honum til þessa liðs og reyndar tel ég að Tony hefði getað verið töluvert vandlát- ari á lið á þessum tíma. Hann hafði fært ísland inn á aðalkort al- þjóðafótboltans“, segir gamall þjálfari hér á landi. En hvað sem þeim vangaveltum líður er ljóst að árangur Tonys með Viking-liðið varð bæði skjótur og góður. Undir hans stjórn varð það bæði deildar- og bikarmeistari árið 1982. En Tony var ekki með norsku Víking- ana nema í fjögur ár að hann hélt til Fredriksstad, hvar hann þjálfaði FFK í tvö ár og að því búnu tók hann að sér þjálfun annarrardeild- arliðsins Vidar í Stafangri, þar sem hann situr enn við stjórnvölinn ásamt því að leiða íslenska lands- liðið í hjáverkum. Hann hefur undirritað samning við Vidar til ársins 1987 og menn þykjast sjá af því að leið Tonys sem þjálfara í Noregi liggi nokkuð nið- ur á við, eftir að hafa stjórnað besta liðinu í landinu á sínum tíma. En hann virðist samt í engu vera búinn að glata þeim vinsæld- um sem honum hlotnuðust i Nor- egi strax við yfirtöku Viking-Iiðs- ins vorið ’79. Bjarni Sigurðsson, leikmaður Brann í Noregi, segir það: „Hann er virtur þjálfari i Nor- egi og svo virðist sem allir helstu mennirnir í fótboltanum Jjarna séu málkunnugir honum. Ég hef líka tekið eftir því að menn eru svolítið upp með sér af því að þekkja hann. Það er aldrei lá- deyða í kringum Tony, alltaf eitt- hvað að gerast í kringum hann. . .“ „.. .enda er maðurinn algjört séní í að notfæra sér pressuna hvar sem hann drepur niður fæti“, skýt- ur Marteinn Geirsson inn í. Menn eru fráleitt á einu máli um ágæti þess að Tony var fengin lands- liðsstjórnin í fyrra í hjáverkum. „Þetta var fásinna hjá KSÍ, en ég er ekki að segja að það hafi verið fásinna hjá Tony að þekkjast þetta boð. Ég hefði verið mjög sáttur við það að fá hann hingað sem fyrir- lesara fyrir hvern landsleik, en það sér það hver maður að engan veginn gengur að landsliðsþjálfari sé búsettur erlendis og rétt skreppi hingað fáeina daga fyrir leik“, segir Ingi Björn Albertsson. Og undir þetta taka aðrir íslenskir þjálfarar: „Þetta er nánast út í hött“, segir Jóhannes Atlason. „Ef það á að líta raunsætt á þetta þá er fráleitt að maður, sem sér varla einn einasta leik hér heima, sé ein- ráður um val í landsliðið okkar. Hann hefur engin tök á því að fylgjast með íslenskum fótbolta og þeim efnilegu strákum sem eiga eftir að erfa lansliðssætin. Ég held að þetta ráðslag KSÍ hafi orðið vegna skammsýni og fljótfærni stjórnarmanna.” Marteinn Geirs- son tekur líka undir þetta: „Þetta gengur ekki svona, þetta hefur ekkert gott í för með sér. . .“ Jó- hannes: „Auðvitað er það bara forna frægðin sem spilar þarna inn í...“ Og Gunnar Sigurðsson.i einn landsliðsnefndarmannanna sem völdu Tony til að taka við lið- inu í fyrra, segist alveg geta tekið undir þá skoðun Jóhannesar, en bætir líka við: „Við verðum að hafa það í huga að níutíu prósent leikmanna íslenska landsliðsins koma að utan. Tony hefur alveg jafn mikla möguleika á að fylgjast með þeim og við hérna heima. Svo er nú það að þessir „útlend- ingar“ ná aldrei að koma hingað heim fyrr en fáeinum dögum fyrir leikina.rétt einsogTony. Islenskur þjálfari hefði lítið með það að gera að vera með tíu prósent landsliðs- ins á æfingum í margar vikur fyrir leik. Það er jafnframt ljóst að þetta ástand getur ekki varað lengi. Tony er aðeins ráðinn út þessa keppni sem landsliðið er í núna, og eftir það kemur væntanlega nýr maður til starfa, maður í fullu starfi.” Líf mitt er fótbolti, ekkert annað“, segir Tony Knapp, „ja, ég segi nú ekki að ég líti til dæmis aldrei í bók, og svo leik ég stundum golf og veggjatennis, músík af og til. Þegar vel liggur á mér reyki ég vindla og drekk ann- aðhvort koníak eða kampavín, en bjór finnst mér vondur. . .“ Og sag- an segir að það hafi ansi oft legið vel á Tony í gegnum tíðina, hann sé selskapsmaður. Og kvenna- maður: Þegar hann var með landsliðið á árunum '74—78 svar- aði hann því til ef menn spurðu hann hvar þeir gætu hitt hann; „At my office. ..“ Hvar hún væri? „At Óðal you know!" Þar sat hann oft að svolitlu sumbli og vinir hans minnast þess er sætar skvísur röltu framhjá horninu hans á þess- um skemmtistað, en þá sagði hann jafnan á innsoginu: „Oh, what a bird!" Já, hann segist ekkert vera að fela áhuga sinn á konum, hvorki íslenskum né erlendum: „I love the female race, you can be sure of that!“ Sveinn Jónsson er einn nánasti vinur Tonys á íslandi og hann segir um týpuna: „Hann er einstaklega traustur félagi. Þótt það séu liðin meira en tíu ár síðan við unnum saman með K.R., þá sendir hann mér og fjölskyldunni alltaf jóla- kort og lítur alltaf hingað í heim- sókn til okkar í sínum stuttu skot- túrum til íslands, jafnan með gjafir til krakkanna okkar. En það er líka rugl í Tony á köflum. Hann er rosa- legur skapmaður og með meira af- gerandi skoðanir á mönnum og málefnum en íslendingar eiga að venjast. Menn eru vinir hans eða óvinir. Það er ekkert þar á milli." Jens Sumarliðason, sem ásamt Bjarna Felixsyni valdi Tony Knapp sem landsliðsþjálfara 1974, en þeir tveir skipuðu þá landsliðs- nefndina, segir að menn geti alveg verið vissir um hvar þeir hafi Tony ef þeir kynnist honum á annað borð: „Hann felur ekkert fyrir mönnum, hvorki tilfinningar né skoðanir. Hann segir mönnum al- veg til syndanna ef því er að skipta og stendur nákvæmlega á sama um afleiðingar þess. Og hann er frekja, það er deginum ljósara. ..“ egar Tony Knapp er spurð- ur að því hvort hann telji sig hafa verið heppinn í líf- inu, hugsar hann sig ekki um eitt andartak heldur svarar strax: „Sjáðu til, vinur. Ég er 46 ára gam- all núna og hef fengið að fást við það sem mig dreymdi alla tíð um sem strákur heima í Newstead. Fótboltinn hefur fært mér ómælda hamingju, en á meðan ég er að segja þér þetta, þá stritar bróðir minn ennþá niðri í kolanámunum heima með gjörsamlega búinn lík- ama, ónýt lungu og tóma sál; who do you think is the lucky one?“ Honum var einfaldlega sagt að hann væri ekki nógu góður. Leiðin lá því niður í námurn- ar. Þar hjó Tony næstu tvö árin. . . Tony var settur ut sem fyrirliði Leicester í bikarnum á máti Spurs '61, af því að hann stamaði svo mikið. . . George Kirby, síðar þjálfari Skagamanna, stakk undan Knapp og kvæntist æskuástinni hans þegar þeir léku með Southampton. . . „Hann er i besta falli slarkfær þjalfari, en tökin sem hann hefur á stjórnlistinni er engu lík. . „Maðurinn er besti þjálfari klukkutíma fyrir leik, sem ég hef nokkru sinni kynnst og séð til. . ." Æpti I eyrun á strákunum og kitlaði þá í handarkrikana, allt til að losa um spennuna fyrir leik. . . „Knapp er egóisti fram í fingurgóma. Hann ærist ef sett er ofan í við hann, allt verður að vera eftir hans höfði. . ." Fráleitt að maður, sem sér varla einn ein- asta leik hér heima, sé einráður um val í landslið okkar, segja íslenskir þjálfarar. . . „Menn eru vinir hans eða ovinir. Það er ekkert þar á milli. Og hann er frekja, það er deginum Ijósara. . / HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.