Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 12
Jónas Árnason rithöfundur í HP-viðtali Áhugaleikhús og mynd og texti eftir Gunnar Gunnarsson Þaö bœröist ekki hár á höföi einn uorfagran eftirmiödag fyrir skömmu, þegar uiö ókum í hlaö á Kópareykjum í Reykholtsdal og hittum Jónas Arnason rithöfund, sem þar býr ásamt henni Guörúnu sinni. Logniö myndaöi eins og hjúp kringum menn og skepnur og þegar einhuer raust upphófst: hnegg, jarmur eöa tíst úr fuglshálsi, ellegar Jónas aö át- skýra mannlífiö, uar engu líkara en hljóöiö héngi kyrrt í loftinu og skrifarinn þyrfti ekki aö hafa fyrir þuí aö festa þaö á blaö, heldur gœti tínt oröin og hljóöin eins og áuexti af tré. Þaö gefast ekki betri aöstæöur til aö taka uiötal. Þær voru að mála stofuna, Guðrún og yngsta dóttir þeirra Jónasar, Birna. Og Jónas virtist feg- inn að fá ástæðu til að halda sig fjarri fram- kvæmdum. Við gengum upp á tún og'horfðum á lambféð eins og við værum alvörusveitamenn og Jónas setti skrifarann inn í staðhætti, mál- venjur, mannlíf. Það höfðu borist af því spurnir að Jónas væri búinn að skrifa nýtt leikrit sem kæmi kannski á svið bráðum. „Dandalaveður", sagði Jónas. „Það heitir „Dandalaveður". Þeir tala um dandalaveður á Norðfirði þegar blíðan ræður. Þannig veður hef- ur líka verið kallað „koppalogn'. Og svo fékkst hann ekki til að tala meira um „Dandalaveður" í bili og skrifarinn varð að gera sér að góðu dandalaveðrið í Reykholtsdalnum um stund og ekki fyrr en hann var kominn almennilega á suðvestan með úrhelli að Jónas fór aftur að tala um „Dandalaveður" — þá var komin nótt og unga fólkið úr nágrenninu farið að ríða út, þeysti fram og aftur veginn neðan við Kópareyki. Við horfðum á vaska menn og konur þenja tamning- arfola — greindum fólkið og hrossin eins og hulduverur gegnum gufuna sem lagði upp af sundlauginni þeirra Jónasar og Guðrúnar þarna í hlaðvarpanum. „Hér er allt sem við sækjumst eftir" „Veðrið er nú ekki alltaf svona,“ sagði Jónas. „Við fáum hingað taglið af norðanhríðunum. Blíðu vorkvöldin sem ég man eftir í Reykjavík" - (saknaðarstuna), „þau eru ekki hér. Sérðu koll- inn þarna handan við Kópareykjabæinn? — Þarna skiptir oft um veður á milli okkar og þeirra á Kjalvararstöðum. Það er oft blíða þar niður frá, en kalsi hér.“ — Þið saknið kannski samkvæmislífsins í fjöl- menninu? „Nei. Hér höfum við allt sem við sækjumst eft- ir. Við eigum ekki margar bækur, en hér eru góð söfn. Það er nú til dæmis þetta mikla safn hans Guðmundar Hagalíns. Og við höfum aðlagast þessum stað — höfum átt hér lögheimili í tutt- ugu ár... Maður lýtur orðið hrynjandinni í kringum þennan stað, gengur sinar leiðir, fer i laugina á vissum tímum, fylgir árstíðunum. Ég fer ofan klukkan sjö og set morgunkaffið í gang, borða brauðið og smakka á ostinum. Ég hef hér dollu úti í skemmu þar sem ég læt hann kasast. Það er þessi camembert-ostur þeirra - ef hann fær að dafna í nokkrar vikur verður hann besti fransmannaostur. Ég varðveiti gerilinn í doll- unni. Þetta er eins og í brugginu eða skyrgerð- inni.. . Ég var í sveit í Mývatnssveit. Þar var skyrkjall- ari — og í þessum kjallara var einhver gerill sem var svo góður að þar var gott að ýlda egg eins og þeir gerðu þarna. Jóni í Múla, afa mínum, fannst úldnu eggin góð. Gömlu Mývetningunum — vinum okkar Starra í Garði — þeim fannst gott að fá úldin egg. Það voru andaregg óg reyndar egg úr fleiri fuglum. Ég held að þau hafi verið látin ýldna (það heitir það) í skurninni. Það er svipað og þessi prósess með ostinn. Þetta var og er algengt. Grænlendingar kasa mikið mat, t.d. rjúpu og aðra fugla. Þetta er grafið í jörð, talað um fiðurkjöt, fiður og bein verður allt að sama efninu og hægt að borða það með skeið. . . Og hákallinn — Hákallinn líka. Hann verður náttúrlega betri eftir því sem til hans er stofnað. í pollunum fyrir austan til dæmis... . Þessum fúlu pollum sem stóðu uppi eftir að hafði brimað yfir eyjuna þarna, Seley. Þá var hákallinn settur í pollinn og þar var góður gerill og hann kasaðist vel. Kös, hákallskös — að kasa, kássa — þetta er allt af sömu rót, sagt ýmist kös eða að kæsa. Ætli ég kæsi ekki ostinn?" Og Blöndal Jónas er eiginlega ekki að tala um ost, egg eða hákall — hann er að velta fyrir sér orðum og uppruna og spyr skrifarann í þaula, teygir sig í orðabók Blöndals — „maður er farinn að efast stundum um Karl Marx og Asmund Stefánsson — en Blöndal treysti ég. Það er eiginlega alveg nóg hér uppi á Kópareykjum að vera með Sigfús Blöndal. Þegar ég heyri eitthvert orð hjá gömlu fólki hér, þá hringi ég stundum í Björn Blöndal eða hann Ingimund Asgeirsson á Hæli. Þeir gá í skruddur hjá sér og ég í Blöndal. Ég fæ æ meira út úr þessu. Ég er farinn að spilla samkvæmum sem ég lendi í af því ég er alltaf að rekja þetta áfram og er svo drýldinn yfir þessu. Drýldinn yfir að kunna ýmislegt og vil láta vita af því. Svo er maður að rifja upp það sem maður lærði í latínu, æsist upp í meðferð orða... Og fíkin Kella og hundurinn Lubbi — Sjáðu hana Kellu mína. Hún er collie. Það er fjárhundakyn sem ýms afbrigði eru til af. Þetta er gáfuð tik, þótt hún hafi ekki verið tamin við fé. Og þarna er hann Lubbi. Hann er nú eig- inlega bara hvolpur ennþá. Hún er að siða hann til, finnst hann oft vera of fleðulegur við ókunn- uga. Hann er mikið fyrir að láta klappa sér. En collie — sjáðu til: Það voru Rómverjar sem rækt- uðu þetta fyrstir á Ítalíuskaganum. Ætli þeir hafi ekki flutt kynið með sér til Bretlandseyja? Nafn- ið er dregið af collaborare á latinu — collaborat- or á ensku sem merkir samstarfsaðili. Okkar for- feður voru ekki með fjárhunda. Þeir voru með varðhunda. Það var til dæmis hann Sámur Gunnars á Hlíðarenda. Hann hefur verið úlf- hundur, sjálfsagt ættaður frá Irlandi, og þar hétu margir og heita Seamus. Sama orðið... Og fólkaungi í skemmunni — Sjáðu, þarna er skemman þar sem ég rækta ostinn. Þarna flaug einu sinni fálkaungi inn. (Maður má náttúrlega ekki nefna þetta — þá koma ræningjarnir að leita að hreiðrunum) — en ég varð var við hann og var sá bjáni að halda að ég gæti átt við hann berhentur. Ekki aldeilis. Sá var nú ekki saklaus. Svo ég tók vinnujakka af honum Eyjólfi bónda hér og kastaði yfir fuglinn — náði honum, kom honum út og sleppti hon- um. Ég frétti svo að einhverjir búhyggnir hefðu verið hneykslaðir á mér að snúa hann ekki úr hálsliðnum. Það er samkeppnin sem ræður hugsunarhættinum. Ég sá einu sinni fjóra eða fimm fálka á símalínunni hér. Þeir eru stundum að hrekkja hænurnar hér uppi í kofanum. Þá verður nú aldeilis fjaðrafok... Bleikjan í Hvítá — Sjáðu, hér er ég með veiðigræjurnar mínar. Ég veiði silung. Ég hef aldrei skilið laxveiði. En bleikjan afturámóti: það gengur stofn seint upp i Hvítá. Mjög óvenjulegt. Hún gengur löngu eftir að aðrir fiskar hafa gengið. Þetta er bleikja úr sjónum. Sigurður heitinn á Gilsbakka vissi margt og ég hef mína fiskivisku úr honum. Ég veit orðið margt gegnum árin um veiðistaði. Ég skrái þetta allt nákvæmlega niður í almanakið. Það verður svo gaman að þessu þegar maður þekkir það og hefur á tilfinningunni. Staðirnir þar sem ég veiði þessa Hvítárbleikju eru langt fyrir ofan Kljáfoss. Þá er fiskurinn kominn 60 eða 70 km frá ósum ef bugðurnar eru taldar. Nið- ur frá — ég fylgist alltaf með sjávarföllum í Andakílsánni, — ef maður miðar við flóð, og ég miða alltaf við almanakið — tekur hún best svona tveim tímum fyrir háflóð, eða er líklegast að hún taki — og þetta er eins ofan við Kljáfoss þar sem ekki gætir flóðs. En hún tekur ekki lengi. Þetta er stuttur tími sem hún bítur á. Þannig var þetta líka með þorskinn. . . Þorskurinn við Grænland — Ég var einu sinni á skútu úti af Langanesi með Færeyingum. Þeir sögðu mér að þeir hefðu stundum verið á grunnu við Grænland — svo grunnu að þeir sáu hann. Þá leit hann kannski ekki við krókunum. En svo tók einn sig út úr, fór að skoða krókana, og þá urðu hinir vondir og fóru að hnubba hann og voru bara fúlir. Svo fóru þeir allir að skoða krókana og bitu á hver á fætur öðrum. Þannig er það Iíka með silunginn. Hann er ekki svona svangur — heldur fúll út í spúninn, espast upp — og bítur á. Þetta er sefjun meðál fiska (eins og verður oft á kappleikjum, t.d. í fót- bolta). Allt í einu er eins og þetta verði bara stællinn hjá þeim að fara að skipta sér af spúnin- um. En þeir taka ekki eftir því að sá sem skiptir sér af spúninum, þessum litla aðkomufiski, hann hverfur. Silungar læra ekki af reynslunni. Ekki frekar en menn. — Taktu eftir dýptinni í þessu hjá mér. . .“ Og þar með hefur skrifaranum tekist að fá Jónas til að tala um mannfólk — og raunar nokk- uð erfitt að halda rithöfundinum við þann heita pott. Við ónáðum Guðrúnu og Birnu við máln- ingarvinnuna, þiggjum kaffi og hjónabandssælu og fáum okkur svo bíltúr fram dalinn. Jónas seg- ir deili á bæjum og fólki, við skoðum hross og menn og silunga og laxaseiði í fiskeldisstöðinni og skáldið fer undan í flæmingi þegar blaða- maðurinn reynir að fá hann til að tala um „Dandalaveður" — en fer þó ekki langt undan. Við ökum hring í dalnum, úrhellið í suðvestan- áttinni er hlýtt — og laugin heima á Kópareykj- um freistandi. Og það tekst að stytta sér leið úr dýraríkinu yfir í mannheima með því að byrja á því að tala um krata. „Yngri og heimskari en Jón Múli" „Krati er bara svona... eins og maður á ekki að vera — blessaður, þú...“ En skrifara tókst að losa skáldið frá krötum, enda eins gott — góða skapið komið langleiðina út um gluggann en náðist í skottið á því. Og kratar þar með af- greiddir og hægt að fara að nálgast ritstörfin. „Við Jón Múli sömdum Deleríum búbónis og Járnhausinn saman. Það er algengur misskiln- ingur að ég hafi einn samið leiktextann en hann bara lögin. Hann var líka textahöfundur. En vegna þess að ég er bæði yngri og heimskari en hann, þá hélt ég áfram að semja leikrit. Við skul- um nú ekki vera að fara svo nákvæmlega út í það. En þannig var, að ég var eitt sumar á Eng- landi og skrifaði þá langt og alveg ómögulegt leikrit. Það var eiginlega grunnurinn að einþátt- ungi sem var sýndur í Iðnó og heitir „Drottins dýrðar koppalogn.” Og ég samdi annan einþátt- ung sem heitir „Táp og fjör". Þessir einþáttungar báðir voru sýndir saman og sýningin var kölluð „Koppalogn". En ég var aídrei almennilega ánægður með þetta. Ég hafði séð „Þjófa, lík og falar konur" í Iðnó. Það var ungur, sænskur leikstjóri sem leikstýrði — Christian Lund. Þetta var mér opinberun. Ég hafði auðvitað sé okkar fólkkómedíur — en þær eru annar handleggur. En mér fannst „Þjófarn- ir“ frábærlega góð sýning, merkileg leikritun. Og öll séníin sögðu að þetta væri gott. Mér fannst að ég ætti að geta gert svona líka. Ég kynntist Christian Lund og hann hefur haft óskaplega mikið að segja fyrir mig. Og líka þeir Sveinn Einarsson og Gisli Halldórsson og Jón Sigurbjörnsson o.fl — þetta varð til þess að ég dreif upp einþáttung úr þessum óskapnaði sem ég hafði skrifað úti í Englandi. Það var „Koppa- lognið". En menn hafa verið að spyrja mig eftir þessu langa leikriti sem ég var svo óánægður með. Meðal annars hann Sigurður Hallmarsson á Húsavík. Svo fann ég þetta leikrit hér í dóti í vetur. Og komst að því að það eru bjórar í því. Þetta er sama þemað og í „Koppalogni". Brendan fullur — Jónas allsgóður (því miður) „Dandalaveður" gerist á eyju einhvers staðar. Ég kalla hana Straumey," segir Jónas. Skrifarinn er orðinn utan við sig í kvöldkyrrðinni, gáir eig- inlega ekki að sér að tína orðin niður úr logninu sem hefur dottið á í kjölfar suðvestanrigningar- innar og við sestir upp á loft, Guðrún og Birna búnar að mála og sú yngri komin í laugina. Við heyrum skvampið inn um gluggann. „Úr þessu hefur orðið verk sem ég hef unnið upp aftur og aftur. Ég hef aldrei setið eins við skriftir. Á milli hef ég farið í langar göngur. Það er nú helvítið við þetta — einsemdin á ég við — maður þarf eiginlega að hafa einhvern til að lesa með sér. Ég get ekki haft það eins og Brendan Behan hafði það einu sinni — það var þegar hann var að skrifa „Gísl““ (sem Jónas þýddi) — „þá bar hann pappírshlaðana í konu eina sem hjálpaði honum. Thomas MacAnna, írski leik- stjórinn sem setti það upp hér fyrst, bað okkur Baldvin (Halldórsson) að skera íslensku þýðing- una niður um 25 mínútur. Við gerðum það snar- lega og hefðum getað stytt um 20 mínútur til viðbótar. Gagnrýnendur sögðu að sýningin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.