Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 10
BRÉF TIL RITSTJÖRNAR HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásler Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Skrípaleikur í leigumálum Á hverju hausti flykkjast suð- ur til Reykjavíkur þúsundir námsmanna, sem flestir hverjir eigaíenginhúsaðvenda. Þetta er einatt félítið fólk og fyrir því liggur að reyna með öllum til- tækum ráðum, innan klíku sem utan, að komast með föggur sínar í öruggt skjól fyrir vetur- inn. Við þetta bætast aðrar þús- undir, sem á ári hverju vantar ódýrt húsnæði til leigu. Yfirleitt er það ungt fólk sem í mörgum tilvikum er að safna sér fyrir húsabyggingum eða húsa- kaupum. Og það er eitt félag í Reykjavík sem stendur þessu fólki til boða. það getur gerst félagar í því að greiddum sautj- ánhundruð og fimmtíu krónum og vonast eftir því að fá húsa- skjól fljótlega. Vonast, þetta er nefnilega ekkert nema von. Tryggingin er engin. Það kemur glögglega í Ijós við lestur greinar HP í dag, sem fjallar um þetta til- tekna fyrirtæki; Húsaleigufélag Reykjavíkur og nágrennis. Nú kynnu einhverjir að halda að með þessu félagi væri þetur búið að aumum leigjendum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fast væri haldið utan um lagaleg réttindi leigjenda og séð til þess að hagur þeirra væri í öllu tryggður á sem mestan og- bestan hátt. En staðreyndin er sú, að svo er ekki. Menn skrá sig einfald- lega í félagið upp á von og óvon. Rætist ekkert úr ástand- inu, verður útlögðum pening- um aldrei skilað. Og víst er að sá sem á minnst í fórum sínum, á jafnframt minnsta mögu- leika. Þarna, eins og annars staðar, er sá í sterkastri aðstöðu sem mestu fjárráðin hefur; frumskógarlögmálið blívur í orðsins fyllstu merkingu. Forráðamenn félagsins telja ekki einu sinni ástæðu til að fara að lögum. I skjóli þess eiga sér stað samningar sem eru brot á lögum í þessu landi. Samt sem áður hefur félaginu, eða öllu heldur leigumiðlun á vegum þess, verið veitt löggilt leyfi til starfans, — í atvinnu- skyni. Hér er nánast skrípaleikur á ferð, eins og umfjöllun HP í dag sýnir og sannar. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að farið sé að lögum sem sett hafa verið til verndar þeim sem minna mega sín í húsnæðismálum. Þá skipt- ir engu hvort þau lög eru góð eða vond. Það er skoðun Helg- arpóstsins. Athugasemd frá Hafskipi hf.: „Eingöngu birt í hefndar- skyni4< Á aðalfundi Hafskips hf. s.l. föstu- dag var eftirfarandi dreift til fundar- manna og fréttamanna. Þar sem þessar athugasemdir eru gerðar vegna skrifa Helgarpóstsins þykir okkur hlýða að birta þær óstyttar: „I Helgarpóstinum 6. júní s.l. birt- ast skrif um Hafskip hf., þar sem ráðist er að félaginu með óvenju rætnum hætti. Heimildarmenn eru tveir fyrrverandi starfsmenn félags- ins og eru skrifin látin birtast í blað- inu daginn fyrir aðalfund þess. Ávallt orkar tvímælis, hvort svara eigi skrifum af þessu tagi, en þetta er eingöngu birt í hefndarskyni og til að grafa undan trausti félagsins. En þar sem Hafskip hf. er fyrir- tæki, sem starfar í harðri samkeppni á innlendum sem erlendum vett- vangi og veitir hundruðum manna atvinnu, er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við rógskrifin. 1. Til marks um það, hvernig grein- arhöfundur veður villur vegar, má nefna, að í skrifum hans er látið að því liggja að tap félagsins sé í námunda við 200 milljónir króna árið 1984. En eins og fram kemur í ársreikningi félagsins, nemur tapið 95 milljónum króna. 2. í skrifum HP veltir greinarhöf- undur skuldastöðu fyrirtækisins fyrir sér og staðhæfir að það eigi ekki fyrir skuldum. Skuldastaða félagsins er ekkert launungamál og hún kemur fram í ársreikn- ingi þess, sem lagður er fram á aðalfundi 7. júni. Bókfærð eigin- fjárstaða er neikvæð um 105 milljónir króna í árslok 1984. En í þessu sambandi ber að hafa í huga eftirfarandi: — Nýtt hlutafé að fjárhæð 80 milljónir króna, sem boð- ið var út hinn 9. febrúar s.l., er að fullu selt. — Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna er sam- kvæmt varfærnismati. Þann- ig má nefna að í ársreikn- ingi 1984 kemur fram, að samkvæmt mati erlends skipasölumiðlara er áætlað markaðsverð á skipum félags- ins 37,5 milljónum hærra en bókfært verð þeirra. — Rétt er að benda á, að afkoma félagsins fyrstu mánuði ársins 1985 hefur verið jákvæð. 3. Við mat á stöðu fyrirtækisins birtist hrapallegur misskilningur greinarhöfundar m.a. í því, að hann virðist telja að skipaeign félagsins sé færð í efnahags- reikningi þess samkvæmt mati tiitekins erlends skipasölumiðl- ara. Hið rétta er, að bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna í efnahagsreikningi, þar á meðal skipa, er að sjálfsögðu miðað við framreikning upphaflegs stofn- verðs að frádregnum föstum ár- legum afskriftum. Hins vegar er í skýringum með ársreikningi getið um áætlað markaðsverð skipanna til frekari upplýsinga. Það skal skýrt fram .tekið, að matsverð það á skipum félagsins í árslok 1984, sem vitnað er til í lið 2 hér að framan, er ekki kom- ið frá fyrirtækinu Ragnar Johan- sen A/S, en greinarhöfundur reynir að gera þá aðila tortryggi- lega. 4. Látið er að því liggja í umrædd- um skrifum, að lausafjárstaða Hafskips sé mjög slæm. Þessu til sönnunar er talað um að starfs- menn hafi fengið innistæðulaus- ar ávísanir í stað launa sinna um síðustu mánaðamót. Hið sanna er, að einn hinna 385 starfsmanna félagsins fékk slíka ávísun vegna mistaka um síð- ustu mánaðamót og var það leiðrétt samstundis. 5. Greinarhöfundur fullyrðir að skip félagsins hafi verið stöðvuð vegna vanskilaskulda. Þetta er rangt. 6. Fullyrt er að félagið hafi gerst brotlegt við bandarísk tolialög og flutt inn gáma til Bandaríkj- anna án tilskilinna leyfa. Þetta er rangt. Öll tiltekin leyfi eru og hafa verið til staðar, m.a. í gegnum um- boðsaðila félagsins, Capes Shipping í Norfolk. 7. Reynt er að gera félagið tor- tryggilegt með tali um „sér- stæða“ viðskiptahætti og er í því sambandi fjallað um vátrygging- ar gámavagna. Hér er um að ræða hjólastell undir gáma, sem dregin eru af sérstökum dráttarvögnum. Rétt er það, að hjólastellin eru ekki vátryggð ein og sér. Dráttarvagnarnir, gámarnir og innihald þeirra eru hins vegar að sjálfsögðu að fullu vátryggð. 8. Þá er fullyrt, að mikil óánægja ríki á skrifstofum félagsins í New . York og í Reykjavík. HELGARPÚSTURINN Lækkun í hafi Ég ætla ekki aö hafa nein afskip- ti af því sem gerist hjá Hafskip en mér sýnist það sé alveg satt hjá HR að sannara nafn væri Kafskip Niðri. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.