Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 20
Það hefur lengi loðað við áfengissölu í landinu að vera ein- hvers konar pukursmál. Blandast hér saman arfur frá aldamótakyn- slóðinni, sem af einurð og festu barðist fyrir bindindi og vínbanni, og hinsvegar ótti við og andstyggð margra á stórkarlalegum drykkju- siðum afkomenda norrænna vík- inga. Islendingar, Norðmenn, Finnar, Rússar og fleiri norðlægar þjóðir virðast eiga sameiginlegan menn- ingararf í drykkjusiðum og hefur fyrirbærið stundum verið nefnt heimskautabrjálæði. Ástæðan er án efa kuldinn sem gerði þessum þjóðum erfitt með að brugga vín, — sérstaklega góð vín, — og áfengi varð því sjaldgæf og eftir- sótt kynjavara (guðaveigar) sem neytt var með offorsi þegar til hennar náðist. Mað auknum samskiptum við erlend ríki, betri tækni og óhag- stæðari vöruskiptajöfnuði tapar þjóðin svo þessum menningararfi eins og öðrum sérkennum þjóðar- innar. En það var af harla mörgum litið svo á að sá mörlandi sem setti á annað borð áfengi inn fyrir sínar varir, væri að nokkru leyti seldur, — ef ekki ofurseldur, — áfengis- nautninni og því alls óhæfur til þess að ráða fyrir Áfengisverslun ríkisins. Því er það ekki undarlegt að Pínleg verslun undir verndarhendi templara eftir Bjama Harðarson mynd Jim Smart fyrsti forstjóri Áfengisverslunar- innar skuli hafa verið danskur kansellímaður, P.L. Mogensen. Virtur og vel metinn heimsmaður utan úr Kaupmannahöfn sem stjórnaði versluninni fyrstu sex árin. Það er svo 1928 að Jónas frá Hriflu setur íslending til þess að gæta þessara guðaveiga og valdi þá templara og mikinn andstæð- ing brennivínsins. Sá hét Guð- brandur Magnússon og stjórnaði hann Áfengisversluninni til þess tíma að Jón Kjartansson tók við 1957. Jón var einnig templari og samkvæmt heimildum HP að því kominn að hreppa þar æðstu met- orð en hefur að sjálfsögðu orðið að ganga úr stúkunni embættisins vegna. Segja samstarfsmenn Jóns að hann beri það með sér að hafa skólast mikið og vel í félagsmáfum innan templarareglunnar. Án þess að hér verði bornar nokkrar brigður á ágæti þessara manna í starfi, þá væri óneitan- lega skemmtilegt til þess að hugsa ef það til dæmis fréttist að forstjóri Osta- og smjörsölunnar hefði það yfirlýsta markmið að setja aldrei ost inn fyrir sínar varir og teldi ost svona nánast eitraðan. Ein bók ó kaffistofunni Ef frá er talinn vöxtur, útþensla og síaukin sala, hefur Iítið verið um þróun innan íslensku áfengis- verslunarinnar. Árið 1961 voru Áfengisverslun . ríkisins og Tóbakseinkasala ríkisins samein- uð í eitt fyrirtæki; Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins, skammstafað ÁTVR. Strax og þessi sameining kom til umræðu höfðu margir á orði að nýja fyrirtækið hlyti þá að eiga að heita Tóbaks- og áfengis- verslun ríkisins, skammstafað TÁR. Ráðamenn hafa vafalítið heyrt styttinguna góðu og séð að áfengið varð að koma á undan, enda jafn alvarleg stofnun ekki til þess að lýðurinn hefði nafn henn- ar í flimtingum. Þjónusta í áfengisverslunum hefur lítið breyst. Kaupanda er boðið að nefna það sem hann vill fá og rétta á móti tilskilda upphæð í reiðufé. Ávísanir eða plastkort eru ekki gild. Með pokabylting- unni var tekin upp sú nýjung að bjóða viðskiptavinum bæði bréf- poka og plastpoka undir veigarn- ar. Margir muna eflaust „tíma- bil hinna svörtu poka.“ Engrar menntunar hefur verið krafist af afgreiðslumönnum í út- sölum ríkisins. En til þess að bæta úr brýnni þörf skenkti yfirstjórn fyrirtækisins útsölustöðunum handbók yfir víntegundir sem síð- Hriflu-Jónas valdi Guðbrand Magnús- son fyrsta íslenska forstjóra áfengis- verslunarinnar, — enda maðurinn templar og talinn harður andstaeðingur brennivínsins. an hefur legið frammi á kaffistof- unum. Fyrir tilstilli handbókar- innar og áhuga margra þeirra sem í útsölunum vinna er það því svo að viðskiptavinir geta hjá sumum starfsmannanna fengið upplýsing- ar um velflestar eða allar þær flöskur sem þar eru. Aðrir af- greiðslumenn virðast harla slakir í fræðunum. Hjá ÁTVR fást núna yfir 600 af- brigði af áfengum drykkjum og stöðugt eru að bætast við nýjar tegundir en aðrar detta út. Við- mælendur HP úr hópi vínumboðs- manna og verslunarstjóra hjá ÁTVR sögðu að erlendir gestir sem hingað kæmu undruðust oft mikið úrval í hillum hjá íslenska ríkinu. Einar Olafsson, verslunarstjóri á Lindargötunni, er einn fárra manna sem bragðað hafa allar þær tegundir sem á boðstólum eru, — en það hefur líka tekið 30 ár, sagði Einar í samtali við HP. Námskeið hafa komið til tals fyrir afgreiðslumenn ríkisins en ekki enn komist til framkvæmda, enda kostar það peninga og menntunin kallar á hærri laun. Viðurkennt hagstjórnartæki Nú fyrir skemmstu var hæstvirt- um forsætisráðherra núið því um nasir að hafa reiknað væntanleg- an bjórgróða af börnum og ungl- ingum í landinu. Hvað sem hæft kann að vera í því er víst að ríkis- valdið hefur oftar en einu sinni notað verð á áfengi til hagstjórnar. Nú síðast þegar skrapa á saman einum milljarði króna í húsnæðis- kerfið þá er áfengi og tóbak ein þriggja tekjuleiða. Náskylt er svo þegar viðskipta- fræðilegum rökum er beitt til þess að hola niður fleiri útsölum. Nú síðast þegar opnað var ,,ríki“ á Selfossi bentu fylgismenn brenni- vínsbúðar á að hún yrði annarri verslun á staðnum lyftistöng. Ef Sunnlendingar þyrftu áfram að fara til höfuðborgarinnar eftir áfengi, hlytu þeir að beina áfram stórum hluta annarra viðskipta sinna ,,suður“. „Hér er aðalatriðið að fólk kaupi sem mest, en drekki helst alls ekki neitt,“ eins og einn heim- ildarmanna HP orðaði það, en áfengislöggjöfin virðist tæplega gera ráð fyrir allri þeirri neyslu sem ríkiskassinn vonast eftir að verði. Þó var þvaga við dyrnar ó morgnana En þó svo að þróunin hafi ekki verið mjög mikil innan íslenska „mónópólsins", — sem að mestu er sniðið eftir norska „Vin og sprit monopolet", — þá hefur orðið breyting á drykkjusiðum Islend- inga á síðustu áratugum. Það eru ekki meira en 20 ár síð- an starfsmenn í áfengisútsölunum þurftu að byrja á því, þegar þeir opnuðu á morgnana, að ryðjast gegnum þvögu af sauðdrukknum mönnum sem biðu afgreiðslu. Slíkt þekkist ekki nú og miklu minna er um vandræði inni í áfengisverslunum vegna drukk- inna viðskiptavina. Á eftir Guðbrandi kom svo Jón Kjart- ansson, sem var kominn að því að hreppa æðstu stöður innan templara- reglunnar en hefur orðið að ganga úr henni embættisins vegna. „Við erum laus við þennan ein- strengingslega heimóttarhátt sem var í kringum áfengi hér áður fyrr. Ungt fólk núna er miklu frjálslegra í meðferð áfengis," sagði Einar Ólafsson í Lindargöturíkinu. Ann- ars kvaðst Einar ekki síður vilja rekja ástæðuna fyrir minni vand- ræðum og minnkandi götufylleríi til SÁÁ, AA og allra þeirra hæla sem nú vista drykkjusjúka. Fyrir 15 til 20 árum var viðburð- ur ef kona sást í áfengisverslun og margir sem lögðu leið sína í ríkið hlupu inn um dyragættina og skotruðu augunum flóttalega í allar áttir. Það var semsagt ekkert. skemmtilegt til frásagnar að sést hefði til ferða manns í ríkinu. Einnig þetta hefur breyst. Nú orðið kaupir kvenfólk áfengi eins og ekkert sé sjálfsagðara og sjást foreldrar oft koma í ríkið með ungann á snuðaldrinum. Halda svo á honum uppi við afgreiðslu- borðið um leið og þeir velja guða- veigarnar. Fyrir 20 árum hefði slíkt verið reginhneyksli. Þarf að gera mönnum erfitt fyrir 120 þúsund íbúar höfuðborgar- svæðisins deila með sér þremur áfengisútsölum sem allar eru troð- fullar út úr dyrum í endaða vik- una. Manni dettur í hug að ein- faldara gæti verið að skjótast til Keflavíkur eða austur á Selfoss í „ríkin“ þar, í stað þess að bíða í troðningi og svitasvækju í klukku- tíma. Hér virðist ráða ferðinni sú stefna templara að gera eigi mönnum eins erfitt fyrir og mögu- legt er til þess að nálgast áfengi. Ef að nú besti vinurinn á afmæli og maður ákveður að kaupa handa honum eina góða pyttlu þá er eins gott að gera það í tíma. Það gæti allt eins farið svo að afmælisdag- inn bæri upp á lokunardag í rík- inu en slíkir stórviðburðir gera ekki boð á undan' sér. Allt þetta virðist beinlínis fylgja þeirri reglu að viðskiptavinir Áfengisins séu réttlaus fyllibyttu- lýður. Enginn metnaður í þá veru að veita góða þjónustu. En nú er reiknað með að bjórinn splundri kerfinu. Uppi í Breiðholti er nú í smíðum stórt „ríki“ í kjör- búðarstíl og vonlaust er að gömlu verslunarhúsin við Lindargötu, Snorrabraut og í Laugarásnum geti selt bjór. Einhversstaðar hefur svo flogið fyrir að Hafnfirðingar hyggist heimta eitt ,,ríki“ í sína heimabyggð. Það er þá kannski von til þess að í framtíðinni kosti það ekki klukkutíma erfiðisvinnu að komast yfir rauðvín með helg- armatnum. 20 HELGARPÓSTUP J

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.