Helgarpósturinn - 13.06.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Síða 3
sig framúr Búrundi nákvæma útreikninga — eða sjö reyna ad halda mig í bænum malbika landið. einbýlishús í viðbót. Ég ætla að þangað til þeir verða búnir að -GG í í Keppandi HP, Sigmundur Ernir Rúnarsson, missti marks strax í fyrstu þrautinni, eins og sést á myndinni, en hresstist svo allur og endaði sem bronsverðlaunahafi. Takið eftir þaulæfðri jafnvægissveigju Sigmundar, en það er mat manna að hún hafi ráðið úrslitum um viðunandi árangur kappans I keppninni... Ökuleiknin '85: HP fékk bronsið Fyrsta keppni sumarsins í öku- leikni sem Bindindisfélag öku- manna stendur fyrir, var haldin í gærkvöldi. Það voru fulltrúar fjöl- miðlanna sem riðu á vaðið og var bæði keppt á reiðhjólum og bílum. í bifreiðakeppninni bar Ari Ólafur Arnórsson frá NT sigur úr býtum, en aðeins eitt refsistig skildi á milli hans og Kristjáns Ara Einarssonar á DV sem lenti í öðru sæti. Morgun- blaðsmaðurinn Valur B. Jónatansson reyndist þriðji besti fjölmiðlaekill- inn. Arangur Helgarpóstsins var ekki sem skyldi í þessari grein; Jim okkar Smart hafnaði í níunda sæti af ellefu keppendum. (Hér verður vita- skuld að hafa í huga að vinstri um- ferð er enn við lýði í heimalandi hans og hefur það efalítið haft sín áhrif á frammistöðu þessa annars töluvert trausta ökumanns). í reiðhjólakeppninni sigraði Rás 2 með Einar Gunnar Einarsson á hnakknum, annar varð Valur B. Jónatansson frá Mogga (fjölhæfur maður!) og bronsverðlaunahafinn var einhver geðþekkasti maður keppninnar, Sigmundur Ernir Rún- arsson af HR Sigmundur er maður vanur hjólum, hefur meðal annars hjólað á Ítalíu og í Pýreneafjöllum, en jafnframt er rétt að taka fram að hann steig kvenhjól í þessari keppni, einn karlmanna, og vildi þannig kveðja kvennaáratuginn langa. Áttu erfitt með að þola niðurstöður skoðanakannana? Svavar Gestsson alþingismaður „Ég ætla ekki að hafa niðurstöður kosninganna eins og nið- urstöður skoðanakannana eru um þessar mundir. Það er ætlun okkar í Alþýðubandalaginu að gera það sem við getum til þess að breyta því. Og við teljum að það séu fyrir hendi öll skilyrði til að breyta því verulega." — Það stendur þá ekki til að láta Jón Hannibalsson og kratana hirða af ykkur fylgið? „Alþýðubandalagið verður næststærsti flokkurinn eftir næstu kosningar. Við förum því miður ekki yfir íhaldið, en eftir næstu alþingiskosningar verðum við næststærstir." — Þú sagðir í viðtali að skoðanakannanir væru skoð- anamyndandi — er þá ekki auðveldur leikur fyrir and- stæðinga Alþýðubandalagsins að standa að hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri þangað til þið eruð horfnir út af kortinu? /rJú — það er akkúrat það sem að þeir hafa verið að gera að undanförnu. Þeir hafa hamrað á því — með sífelldum skoðana- könnunum — og verið að ná sér niðri á Alþýðubandalaginu. Út af fyrir sig þykir okkur vænt um að fá þetta heilbrigðisvottorð sem birtist í árásum á mig og Alþýðubandalagið upp á síðkast- ið. Þetta hefur vitanlega áhrif — og það er athyglisvert sem Baldur Kristjánsson benti á í NT um daginn, að DV hefði enga skoðanakönnun eftir verkföllin í vetur þegar íhaldið var sem lengst niðri." — En hefurðu einhverja skýringu á því hvers vegna þú og Alþýðubandalagið náið ekki til fólksins? „Ég held að á því séu mjög margar skýringar. Ein skýringin er auðvitað erfiðleikar verkalýðshreyfingarinnar á að ná saman í heillegri baráttu fyrir almennilegum lífskjörum. Alþýðubanda- lagið hefur staðið við hlið verkalýðshreyfingarinnar á undan- förnum árum og menn draga oft jafnaðarmerki á milli okkar og verkalýðshreyfingarinnar. Og þegar verkalýðshreyfingin hefur ekki byr, þá er hætt við að það komi fram í minnkuðu fylgi Alþýðubandalagsins. Með þessu er ég ekki að kenna verkalýðshreyfingunni um eitt né neitt, heldur aðeins að benda á skýringu. Svo er líka það, að við núverandi aðstæður eru frjálshyggjuöflin í sókn, eða hafa verið í talsverðri sókn. Það kemur meðal annars fram í þeim rosalegu tölum sem borgar- stjórnaríhaldið í Reykjavík fær í þessum skoðanakönnunum. Og menn mega þá velta fyrir sér eftirfarandi spurningu: Vilja menn kjósa nauðungaruppboðin áfram? Menn eru að kjósa byggðaeyðinguna, kjósa misréttið, kjósa ráðgjafabitlingana. Vilja menn að núverandi ástand ríki áfram? Er mikill hluti þjóð- arinnar þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera svona? Við í Alþýðubandalaginu erum á móti þessu. Og við höldum áfram að berjast á móti þessu svo lengi sem nokkur kostur er." — En bendir ekki útkoman úr skoðanakönnunum til þess að fólk viti bara ekki um það, að þið séuð á móti þessu sem þú varst að nefna? „Það er mikið til í því. Og það hlýtur að vera okkur talsvert umhugsunarefni. Útkoman er vissulega vísbending um að okkur hafi ekki tekist að brjótast í gegn. Það er vafalítið okkur að kenna. Þessar tölur eru auðvitað einhvers konar áminning til okkar um að við þurfum að standa okkur miklu, miklu betur. Við tökum þessum tölum sem áeggjan um að sækja fram." — En ertu fýldur f garð þjóðarinnar eftir síðustu út- komu úr skoðanakönnun? „Nei, ég held nú fyrir það fyrsta að ég fari aldrei í fýlu. Stjórn- málamenn eru auðvitað engir stjórnmálamenn nema þeir hafi bein í nefinu til að taka bæði með- og mótlæti. Þeir sem bara duga þegar byr gefst, eru gagnslitlir menn í stjórnmálaflokki, hvað svo sem sá flokkur heitir." Svavar Gestsson, form. Alþýðubandalagsins.sagði eftir að niðurstaða síðustu skoðanakannana DV lá fyrir og Alþbl. reyndist þar vera með tæpt 11 % fylgi, að rógsherferðin gegn Alþbl. hefði borið árangur og að síendurteknar kannanir væru skoðanamyndandi. HELGARPÖSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.