Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 21
ár undir stjórn Baldurs Her- mannssonar, fyrrverandi dag- skrárgerðarmanns hjá Sjónvarpinu og Reykjavíkursinna. Með Baldri hafa unnið að „Vatnsafli", sem er vinnuheiti myndarininar, þeir Gísli Sigurdsson, einnig ættaður úr Sjónvarpinu, og Rúnar Gunnars- son tökumaður, af sjónvarpsmeiði einnig. Tilefni þessarar myndar er 20 ár afmæli Landsvirkjunar, en í myndinni er farið lengra aftur í tím- ann í sögu virkjana á íslandi. Heiti myndarinnar verður fengið úr kveðskap athafnamannsins og skáldsins Einars Benediktsson- ar.. . lú þykir fullreynt að stud- entar við Háskólann eru litlir mat- menn og breytingar í vændum á rekstri matsölu stúdenta í Félags- stofnun. Eftir erfiðan rekstur Fé- lagsstofnunar stúdenta á fyrir- tækinu var ákveðið að leyfa Ferða- skrifstofu ríkisins að spreyta sig einn vetur. En allt kom fyrir ekki. Gestum mötuneytisins fækkaði ótt og títt og segja kunnugir að þeir fáu sem þarna komi séu þeir sömu og komu í fyrra, hitteðfyrra og allar götur síðan 1980. Breyttar neysluvenjur ungs fólks valdi því að stofn stúdenta sem kjósa þunga heita verkamannamál- tíð í hádeginu sé brátt útdauður. Ferðaskrifstofa ríkisins mun hafa farið heldur illa út úr þessum rekstri og ekki leggja út í áframhald. Svar Félagsstofnunar verður væntanlega að bjóða upp á eitthverja létta súpu- rétti og samlokur næsta vetur en grjónagrautur og kjötbollur verða úr sögunni... u ndir lok næsta mánaðar verður frumsýnd í sjónvarpinu heimildamynd um Landsvirkjun, sem verið hefur í vinnslu í röskt eitt tem fríed NYR VEITINGASTAÐUR Höfum opnað veitingastað viö Vesturlandsveg í Mos- fellssveit. Komiö og bragðið okkar Ijúffengu kjúklinga eða ham- borgara. VELKOMIN fried við Vesturlandsveg í Mosfellssveit, sími 666144. -------------------------------------------------- '' ': .1 _ s Æ-jr e : l^k I iskvinnslustöðvarnar í Eyjum sem reka matvöruverslunina Tangann hafa nú lent í meiri háttar stríði við bæjaryfirvöld. Verslunar- eigendur byggðu vegg út frá versl- uninni yfir fáfarna götu sem þeir töldu liggja á sínu landi. Skipulags- yfirvöld telja aftur á móti að vegur- inn eigi að vera en veggurinn að fara. Tanganum var því gert að fjar- lægja vegginn fyrir ákveðinn dag, sem nú er liðinn. í Eyjum bíða menn nú spenntir eftir því hvort bæjar- stjórnin fari sjálf á staðinn og brjóti vegginn niður eða láti skipulagið reka á reiðanum. .. Á íslandi lítur hópur manna á bílavið- skipti sem fjárhættuspil. Pessir menn, sem stundum eru kallaðir bílabraskarar, fylgjast náið með öllum hreyfingum á bílamarkaði. Peir bíða rólegir eftir heppilegri „bráð" - bíl sem þeir telja sig geta selt fljótt aftur með hagnaði. Oftast gengur dæmið upp og stundum er hagnaðurinn mikill. En þá tapar líka oftast einhver annar, einhver sem ekki fylgist jafn vel með. Sá sem á OPEL þarf ekki að óttast að verða óvart þátttakandi í fjárhættu- spili. Eins og aðrir vinsælir þýskir bílar - Mercedes Benz,Audi, BMW ogVWGolf - er OPEL þekktur fyrir mjög góða endingu. OPEL bílarnir eru með þeim allra vinsælustu á bílasölunum - bílar sem alltaf þarf að borga toppverð fyrir. Nýr OPEL er því góð fjárfesting. Og stórskemmtilegur bíll! BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 HELGARPÓSTURINN 21 Auglýsingaþjónustan - Þér er velkomið að reynsluaka OPEL!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.