Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 13.06.1985, Blaðsíða 19
BOKMENNTIR Vel stadið við stóru orðin eftir Heiga Skúla Kjartansson Jón Þ. Þór-. Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. I. bindi. Fram til ársins 1866. Isa- firði (Sögufélag Isfirdinga með fjárstudningi bœjarsjóds) 1984. í fyrra hélt Jón Þ. Þór erindi, eitt af mörg- um, á ráðstefnu um byggðarsögurannsóknir sem félagið Ingólfur gekkst fyrir, og vill svo til að það er nýkomið út í ársritinu Landnámi Ingólfs. „Hvernig á að rita byggðasögu?" heitir erindi Jóns og er þar margt vel og skynsamlega athugað um vandamál efnisvals og framsetningar, þegar ráðinn sagnfræð- ingur byggðarlags er „fyrsti maður sem rannsakar þá sögu skipulega. . . verður þess vegna að gera hvorttveggja, að fleyta rjóm- ann ofan af og kafa til botns í málum." For- skrift Jóns er m.a. „að fjalla um héraðið sjálft, forsendur byggðarinnar, sögu hennar, um stjórn hennar, atvinnulíf, félags- og menn- ingarmál og umfram allt fólkið sjálft, ævikjör þess, lífshætti og lífsviðhorf. . . að sagt verði sem greinilegast frá lífi og starfi fólksins. Jafnframt. . . að gera þessi rit að svo traust- um heimildarritum sem kostur er.“ Það er skemmst frá að segja, að Jóni tekst undravel að standa í sinni eigin bók, a.m.k. þessu fyrsta bindi, við þau stóru orð sem hann lét falla á ráðstefnunni. Hann hefur skilað efnismiklu og mjög þokkalegu fræði- riti sem er prýðilega stílað og skynsamlega og aðgengilega saman sett. Þar að auki er það hið vandaðast að ytri gerð, veglega myndskreytt, uppdrættir til skýringar þar sem við á, meira að segja laust kort í vasa í stórum mælikvarða sem ekki væri yfirlits- góður í bókinni sjálfri. Fljótt á litið eru frá- gangsatriði í texta öll með sóma, þar með tal- inn prófarkalestur. Miðað við það hve stutt sagan nær, aðeins fram til þess að ísafjörður fékk kaupstaðar- réttindi fyrir 120 árum, þá er hún gríðarlöng, 300 tvídálka síður, og má segja að höfundur láti það markmið helst þoka, þegar ekki verður öllu í senn til hæfis gert, að halda lengdinni niðri. Hið ríflega pláss auðveldar tilþrif öll í stíl og framsetningu, enda kann Jón prýðilega með svigrúmið að fara. T.d. tekur hann 50 síðna kafla (hinn XII.) að mestu undir greinargerð fyrir hverri fjöl- skyldu á ísafirði 1816, 1835 og enn 1860, en gerir það Iíka að hinu læsilegasta efni. Það sem segir um ísafjörð á fyrri öldum, svo og um sveitabyggðina sérstaklega, fer að vísu nokkuð á víð og dreif, því að bæði skort- ir heimildir og meðfærilegan meginþráð í söguna, og þó er liðlega sagt frá einstökum atriðum. Kjarni bókarinnar, og fullur helm- ingur hennar að blaðsíðutali, er samfelld og rækileg saga verslunar, útgerdar og þéttbýlis á ísafirði frá því þar var fyrra sinni löggiltur kaupstaður í upphafi fríhöndlunar 1787 og þar til núverandi kaupstaður var stofnaður 80 árum síðar. Sá þáttur er býsna merkileg sagnfræði hjá Jóni, þótt léttilega sé rituð og lesanda að sönnu hlíft við mjög snúnum fræðilegum vangaveltum. Smá-athugasemdir má þó gera. Ur því vísað er til heimilda jafnharðan neðanmáls, sem mjög er þakkarvert, er óþarfi að gera það svo stuttaralega að hvorki þar né í heimildaskrá megi finna höfund eða heiti tímaritsgreina sem vitnað er í, og það fer illa saman að raða bókum í heimildaskrá eftir höfundanöfnum en gefa einungis upp titil þeirra neðanmáls. Þá held ég óþarfa orka sé lögð í að tilfæra íslenska heimildar- staði að mestu stafrétt, þar sem heimildir á dönsku (einkum óborganleg bréf frá dönsk- um verslunarstjóra til verslunareigandans í Kaupmannahöfn) koma í þýðingu Jóns frum- textalausar, sem er að sönnu vorkunn (og þýðingin sannfærandi að sjá, og þó brá ein- hvers staðar fyrir „torfi" sem því var líkast að vera mór rangþýddur). Þá er eitthvað bogið við þá kenningu (bls. 103) að „þeir kaup- staðir taki bestum þroska, sem séu í senn við- skipta-, samgöngu- og útgerðarmiðstöðvar, en njóti um leið stuðnings af blómlegu upp- landi (hinterland)." Stuðningurinn af upp- landinu bætist nefnilega ekki ofan á, heldur felst í. miðstöðvarhlutverkinu, t.d. í viðskipt- um og samgöngum. Útgerð frá kaupstaðn- um sjálfum er hins vegar ekki miðstöðvar- hlutverk. Þessi ruglandi er þó alls ekki dæmigerð fyrir hugtakanotkun Jóns, heldur eitt af fáum lýtum á góðu verki. Astkæra ylhýra ... SKÍMA, málgagn módurmálskennara, 1. tbl. 1985 Skíma, gefin út af Samtökum íslenskra móðurmálskennara, og í ár undir ritstjórn Sölva Sveinssonar, Þórðar Helgasonar, Þór- unnar Matthíasdóttur og Guðmundar B. Kristmundssonar, er eitt af þessum óteljandi innanfélagsblöðum sem ganga í sínum vissa hóp og almenningur verður ekki fjarska mikið var við. En í vor kom út hefti af Skímu sem ástæða er til að vekja athygli á sem einhverju merkasta innleggi í þá umræðu sem nú um stundir er háð með lofsverðu fjöri um íslenska tungu, vöndun hennar og vernd. Ritnefndin fer þá ófrumlegu og fljótt á litið óálitlegu leið að snúa sér til 10 (karl)manna, aðallega málfræðinga og skólamanna (nema hvorttveggja sé) sem flestir hafa séð um málsfarsþætti í útvarpi eða nýlega birt erindi og greinar um mál og málvöndun. Og biður þá um hugleiðingar, hvern fyrir sig, um ís- lenska málstefnu. Svo merkilega vel hefur hér til tekist að greinarnar tíu mynda furðu yfirlitsgóða heild, aðgengilega og gagnfróðlega fyrir hvern þann mann sem nennir að hugsa í tómi og alvöru um framtíð tungunnar og rétt viðbrögð henni til verndar í fjölmiðlum og skólum. Hvorki verður óhæfilega mikið um að margir segi alveg hið sama né umræðu- efnin svo sundurleit að allt fari á dreif, heldur koma fram mátulega ólík sjónarmið um mátulega ólíkar hliðar málsins. Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri og Indriði Gíslason kennslubókahöfundur og Kennaraháskólamaður fjalla einkum um málefnið með hliðsjón af móðurmálskennslu skylduskólans, hófsamlega báðir og benda á mörg íhugunarefni fremur en að reka áróður fyrir mjög eindregnum skoðunurn. „Er mál- stefna hugsanleg án einhverskonar kúg- unar?" spyr Indriði þegar ræða hans berst að leiðréttingum á málfari nemenda. Nokkrir greinahöfundar vilja sveigja mál- stefnuna úr þeim farvegi að leiðrétting á málvillum sé þar aðalatriði. Málfræðingar af yngri kynslóð, Jón Hilmar Jónsson og Hösk- uldur Þráinsson, leggjast á þá sveifina (gagn- rýna t. d. hina aðfinnslusamari umsjónar- menn þáttanna um Daglegt mál og Höskuld- ur líka kverið Gætum tungunnar). Og enn yngri málfræðingur, Eiríkur Rögnvaldsson, leggst enn fastar á sömu sveif, andmælir t. d. allri baráttu gegn „þágufallssýki". Telur líka nýyrðastefnu íslendinga komna á villigötur. Stefán Karlsson ræðir líka um góð nýyrði og miður góð. En aðallega fjallar grein hans um framburðarvöndun, brottfall hljóða og nauð- syn skýrmælis. Sama er þungamiðjan í máli Matthíasar Johannessen. Ólafur Oddsson birtir fróðleiksmola um málstefnu genginna kynslóða, en Baldur Jónsson rifjar upp stefnugrundvöll mál- nefndarlaganna nýju. Arni Böðvarsson bendir, eins og raunar fleiri höfundar, á áhrifamátt enskunnar og þau merku sann- indi að „það eru hættuminni málspjöll að lé- legum þýðingum á heimsbókmenntum handa þjálfuðum lestrarhestuip en vondu málfari á afþreyingarefni handa hálfmótaðri æsku.“ Þannig væri gaman að halda lengi áfram að benda á merkileg sjónarmið sem fjallað er um í Skímugreinunum. Enn skemmtilegra væri að gera athugasemdir við þau mörgu málfarsdæmi (nýyrði, beygingar, framburð- aratriði) sem greinahöfundar tilfæra, ýmist til að afsaka eða ásaka. Það getur ritdómari ekki gefið sér svigrúm til að gera, en það geta lesendur Skímu gert og kryddað sér þannig lesturinn um hin almennari sjónar- mið. Hafið samband við sölumenn okkar. Rótax hf. Laugavegi 26 Rotocopy 125 gerir allt sem cfóð liósritunarvél á að gera og er á sérlega ~ góðum kjörum Rotocopy 125 stillir frumritið af sjálf. Minnkar niður í A5 og stækkar upp í A3. Vélin er mjög örugg og afkastamikil. Verð kr. 196 þús. Mánaðargreiðslur kr. 6.959. Verðtryggt í36-40mán. INTERNATIONAL HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.